Á ASÍ að skipuleggja alsherjarverkfall eftir Nei-ið 9. apríl????

 

ASÍ barðist með kjafti og klóm að vaxtagreiðslur íslenska ríkisins væru 160 milljarðar í ár, í stað þeirra 70 milljarða sem fjármagnið tók í blóðpening.

ASÍ barðist fyrir aðkomu AGS, verndara krónubraskara.  Eftir nokkur ár falla yfir 600 milljarðar á íslenska ríkið, ef þeir peningar hafa verið notaðir í velferð auðmanna, þá er íslenska ríkið gjaldþrota.

Þá þarf að selja almannaeigur og einkavæða almannaþjónustu.

 

Nei-ið í fyrra setti strik í reikning þeirra sem ætluðu að knésetja þjóðina í skuldum.

Nei-ið núna mun vera fyrst áfangi á þrautgöngu þjóðarinnar við að losna við auðfífl og braskara, sem öllu ráða í dag.

 

Rebellinn í verklýðshreyfingunni talar ekki um byltingu launafólks gegn útsendurum atvinnurekenda og auðræningja í forystu ASÍ.

Hann talar um allsherjarverkfall.

Er hann ekki læs á einföldustu staðreyndir????

Þjóð sem notar peninga sína til að greiða út krónubraskara, til að greiða bretum ICEsave fjárkúgunina, hún fer ekki í verkfall.

Hún vinnur.

 

Það að rebellinn skuli ekki beina spjótum sínum að auðræningjum segir aðeins eitt, hann er á mála hjá þeim

Hann er hin hliðin á þeim pening sem auðmenn keyptu á skrifstofum verkalýðshreyfingarinnar.

Hann berst ekki gegn ICEsave, hann bullar í kjarabaráttunni.

 

Bullið er til þess eins að festa auðþjófnaðinn í sessi.

Verkafólk er svikið.

Kveðja að austan.


mbl.is ASÍ skipuleggi allsherjarverkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot (5956)
  • Screenshot (5957)
  • Screenshot (5952)
  • Screenshot (5951)
  • Screenshot (5886)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 5
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 127
  • Frá upphafi: 1470012

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband