29.3.2011 | 00:09
Það er í lagi að auðkýfingar kosti áróðursherferð breta.
Þeir eru kannski að skila einhverju af ICEsave peningunum til baka, með vonda samvisku. Eða þeir hafa beinan hag að því að láta saklaust fólk borga skuldir sínar.
Það er líka í lagi að virðulegt hægri fólk ljúgi því til að eftir ýtarlega yfirlegu og falega skoðun hafi það komist af þeirri niðurstöðu, að þó krafa breta sé löglaus, þá er betra að borga þeim eitthvað sem að öllum líkindum verði minna en 47 milljarðar, en að eiga á hættu dómsmál sem gæti kostað þjóðina allt að 600 milljarða (áróður eftir fjármálastjóra í Fréttablaðinu í dag). Sama virðulega liðið laug fram á síðasta dag um að það væri alltí lagi með bankanna, og það mun ljúga hverju sem er ef það hentar hagsmunum flokks þess.
En það er ekki að skattfé þjóðarinnar sé notað til að ljúga að þjóðinni svo hún samþykki að greiða hina bresku fjárkúgun.
Fyrirfram var vitað að erfitt verkefni biði lagastofnunar, krafa breta er ólögleg, innheimt eins og hver önnur fjárkúgun. Og hún styðst ekki við lög ESB, og er gengur þvert gegn yfirlýstum tilgangi Evrópusambandsins um afnám ríkisafskipta.
Á sama tíma hefur ríkisstjórn Íslands, með stuðningi forystu stærsta stjórnarandstöðuflokksins samið við breta um fjárkúgunina, og ríkisstjórn Íslands er verkkaupi þessa ICEsave kynningarefnisins.
Það er því ljóst að Lagastofnun getur því ekki sagt hreint út, þið sömduð við þjófa, það er lögbrot og ykkur verður refsað.
En Lagastofnun Háskóla Íslands gat sleppt því að ljúga, þó hún gæti eðli málsins vegna ekki sagt allan sannleikann.
Samningarnir fjalla um ábyrgð íslenska ríkisins á endurgreiðslu Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til breska og hollenska ríkisins. Endurgreiðslan er vegna kostnaðar ríkjanna tveggja af greiðslu innstæðutryggingar til viðskiptavina í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi. Ábyrgð íslenska ríkisins er vegna greiðslu eftirstöðva endurgreiðslufjárhæðarinnar, verði um eftirstöðvar að ræða, og vaxta af þeim skuldbindingum.
Þessir samningar fjalla ekki um ábyrgð íslenska ríkisins á endurgreiðslu TÍ, heldur um þvingun á ríkisábyrgð, á því er grundvallarmunur.
Og það er ekki verið að endurgreiða bretum "kostnað" af greiðslu innstæðutryggingar til viðskiptavina ICEsave.
Landsbankinn var að fullu tryggður í Bretlandi, enda mátti breska fjármálaeftirlitið ekki veita honum starfsleyfi ef hann var ekki með fullnægjandi tryggingar.
Það er því verið að krefja íslenska ríkið um löglegar útgreiddar tryggingar úr breska tryggingasjóðnum, tryggingasjóð sem líkt og sá íslenski er fjármagnaður af iðgjöldum fjármálastofnanna sem hafa starfsleyfi á breska fjármálamarkaðnum. Breska ríkið greiddi aldrei krónu vegna þessa tjóns breska tryggingasjóðsins.
Að halda öðru fram er bein lygi.
Það eru skýr lög á bak við þetta fyrirkomulag, lög og reglugerðir sem sérfræðingar Lagastofnunar Háskóla Íslands eiga að þekkja. Og þeir þekkja þessi lög, að einhverjum ástæðum þá taka þau undir lygaþvætting breskra stjórnvalda sem hafa ætíð haldið því fram að þau hafi lánað íslenska tryggingasjóðnum og séu að endurheimta það fé á hóflegum vöxtum.
Staðreyndin er þessi;
Landsbanki Íslands var með rekstrarheimild í Bretlandi frá desember 2001, sem FSA (Fjármáleftirlit Bretlands) veitti. Bankinn hafði starfsstöð í London og sem rekstraraðila í Bretlandi bar honum skylda að taka aukatryggingu hjá FSCS (Tryggingasjóður Bretlands) í samræmi við kröfur sjóðsins. Þess vegna gátu viðskiptavinir bankans í Bretlandi verið vissir um hvaða innistæðu-tryggingar þeir nutu. Við getum staðfest að FSCS greiðir innistæðu-eigendum fullar bætur, óháð þeim iðgjöldum sem greidd hafa verið vegna þeirra.
Þetta er bein þýðing af yfirlýsingu breska fjármálaeftilitsins frá 8 mars 2010. Landsbankinn fékk viðbótartryggingu hjá FSCS fyrir Icesave í júlí 2006 (FSA No. 207250).
Skýringuna á því að hann varð að vera með viðbótartryggingu má finna í endurskoðun á reglugerðinni um innlánstryggingar þar sem þetta ákvæði var sett inn (í þýðingu Júlíus Björnssonar).
"Að bretar geti krafið útibú lánastofnunnar með höfuðstöðvar utan Sameiningar [Allra -Meðlimaríkjanna] um að greiða tryggingar í Bretalandi ef Höfuðstöðvarnar bjóða ekki um á hliðstæðar tryggingar og koma fram í tilskipunni. Breta er að tékka á höfuðstöðunum áður en þeir veita starfsleyfi nema Bretar vilji borga skaðann. Þetta gildir um öll útibú í heimum sem þeir veita rekstrarleyfi."
Ef bankar utan ESB eru ekki með fullnægjandi tryggingu þá var það breskra yfirvalda að sjá til þess að þeir borguðu í breska tryggingasjóðinn og nutu þá innlánseigendur fullra tryggingar.
Og þess vegna greiddi breski tryggingasjóðurinn út ICEsave tryggingarnar. Landsbankinn fékk afslátt vegna þess að hann borgaði líka í íslenska tryggingasjóðinn, en tryggingin var fullgild. Það voru ekki bresk yfirvöld sem borguðu þennan afslátt, í handbók FSA (breska fjármálaeftirlitið) stendur þetta;
"Incoming EEA firms which obtain cover or 'top up' under the provisions of COMP 14 are firms whose Home State scheme provides no or limited compensation cover in the event that they are determined to be in default. Under FEES 6.6, the FSCS is required to consider whether incoming EEA firms should receive a discount on the amount that they would otherwise pay as their share of the levy, to take account of the availability of their Home State cover. The amount of any discount is recoverable from the other members of the incoming EEA firm's sub-class. "
Eða með öðrum orðum, þá er allur afslátturinn er greiddur af öðrum bönkum í sama fyrirtækjaflokki og erlendi EES-bankinn.
Breska ríkið hafði því engan kostnað af ICEsave, það er á ólögmætan hátt að innheimta lögbundinn kostnað síns eigin tryggingasjóðs.
Á mannamáli heitir þetta þjófnaður. Og líka á lagamáli.
Það má milda orðalagið, tala um að láta aðra greiða sínar eigin tryggingar, eða eitthvað annað álíka, en það er alltaf lygi að tala um kostnað sem hafi fallið á breska ríkið.
Lögin eru skýr, allar staðreyndir málsins liggja fyrir, samt kýs opinber stofnun að ljúga í máli sem varðar ólöglega ríkisábyrgð upp á 670 milljarða auk vaxta.
Það er ekki í lagi, það er ekki líðandi.
En verður samt látið líðast eins og allur annar lygavaðall stuðningsmanna hinna bresku fjárkúgunar.
Sem minnir á Þriðja kjarna ICEsave deilunnar, það er aðeins níðst á þeim sem láta níðast á sér.
Og það er ekkert faglegt eða skynsamlegt á bak við þann aumingjaskap.
Aðeins aumingjaskapurinn í sinni hryggilegustu mynd.
Kveðja að austan.
![]() |
Icesave-vefur opnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér er algjörlega óskiljanlegt að á þessari eyju skuli vera ríkisstjórn sem ætlar sér að gera samning hvað sem það kostar til þess að liðka fyrir inngöngu í EU að þvi er virðist.
Þrátt fyrir að hvergi hafi verið sýnt fram á að nokkur skyld beri lagalega eða siðferðislega ætla þau samt að keyra þetta í gegn og sennilega fá lagafrumvörp sem hafa farið með þvílíku hraði til forseta til samþykkis.
Enn ótrúlegra er að um helmingur þjóðar miðað við skoðanakannanir ætli að sætta sig við þetta og láta yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust með því að samþykkja þessi (ó)lög.
Meira að segja þessi áfram hópur viðurkennir ólögmæti kröfunar en heldur því fram að það sé þægilegra af því að annars er heimsendir á næsta leyti.
Samkvæmt Arne Hyttnes sem er framkvæmdastjóri innistæðutryggingasjóðs (Bankenes sikringsfond) skylda EES reglurnar ekki íslenska ríkið til að ábyrgjast icesave.
Financial Times 12 des 2010
“The Netherlands and the UK will keep Iceland’s taxpayers hostage until they recover their outlays in full.This is a pity. It encourages the current fad for furnishing banks with unlimited sovereign guarantees. In this case the need for guarantees can barely be argued on legal grounds, and not at all on the grounds of fairness: the UK or Dutch governments would never honour foreign depositors’ claims to a third of yearly national output should one of their big banks fail.”
Með þessari litlu viðbót við þau gríðarmörgu og sterku rök sem hafa komið í þínum pistlum undanfarið verð ég að segja að ég er algjörlega gáttaður á því að einhver ætli yfirhöfuð að segja já,er í alvöru til svo mikið af fólki sem er til í að selja sjálfa sig og samlanda sína erlendri þjóð fyrir svo "litla" fjárhæð sem þeir vilja meina að sé um að ræða. Þetta finnst mér einstaklega merkilegt og jafn óskiljanlegt á sama tíma. Við verðum að byrja á að girða garðin til að geta afmarkað það svæði sem þarf að taka til á og til að heypa ekki aukarusli ofan á það sem fyrir er og sú girðing er að segja nei 9 apríl
Þakka þér fyrir magnaða pistla og góð rök fyrir þessum málstað
Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 13:22
Takk fyrir þitt góða innslag Sigurður.
Það er ótrúlegt að mál sem þolir ekki staðreyndir skuli njóta stuðnings um helmings þjóðarinnar, hvort sem við vinnum eða stuðningsmenn glæpsins, þá er ljóst að þjóðin er klofin. Í þessu máli sem og flestum öðrum.
Og meirihluti hennar veðjar á þá sem komu okkur á hausinn, til að byggja upp með þeim ráðum sem komu okkur á hausinn. Það er það sorglega við þetta, við erum ekki að berjast við einhverja fémenna klíku, það er víðtækur stuðningur á bak við Óráðin.
Og hvorki rök eða staðreyndir bíta á þennan hóp, það er að segja ef forystumenn flokka þeirra segja þeim einhverja bábilju, þá skal það bábilja vera.
Og bábiljur eru ekki sigraðar með rökum, það þarf önnur vopn en orðið til þess.
En þetta hjálpar kannski til að snúa einhverjum óákveðnum hver veit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 29.3.2011 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.