28.3.2011 | 16:58
Steingrímur kominn á lista yfir viljuga.
Við að bomba upp réttmæt stjórnvöld sjálfstæðs ríkis.
Minnir dálítið á annan lista um svipað efni, að sprengja upp þá sem eru okkur íbúum Vesturlanda ekki þóknanlegir.
Hvað á að segja um þessa stríðsmennsku Steingríms???
Gæti verið fróðlegt að lesa ræður stjórnarandstöðuleiðtogans Steingríms Joð Sigfússonar, á milli þess sem hann fordæmdi efnahagsstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fullyrti að þjóðin myndi gera uppreisn ef ICEsave klafanum yrði logið upp á hana, þá sagði hann að það yrði að rannsaka þennan viljuga lista.
Gilda þau orð ekki ennþá??
Eða voru þau svikin eins og allt annað sem stjórnarandstöðuleiðtoginn Steingrímur Joð Sigfússon sagði á sínum tíma.
Var það aðeins plássleysi sem olli því að Lilja Mósesdóttir taldi þessi svik ekki upp á stefnu VG eins og öll hin svikin???
Veit einhver hvað fjármálaráðherrann Steingrímur Joð Sigfússon hefur ekki svikið af stefnu stjórnarandstöðuleiðtogans Steingríms Joð Sigfússonar???
Bara spyr.
Kveðja að austan.
Vorum ekki spurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 566
- Sl. sólarhring: 638
- Sl. viku: 6297
- Frá upphafi: 1399465
Annað
- Innlit í dag: 484
- Innlit sl. viku: 5339
- Gestir í dag: 444
- IP-tölur í dag: 438
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað eigum við að taka þátt í því að frelsa fólk undan ægivaldi einræðisherra,, Sjálf höfum við upplifað slíkt ægisvald,, þegar Dvíð og Halldór stjórnuðu,, Það voru jú þeir sem settu á laggirnar hinn ósigrandi her útrásavíkinga,, Það þyrfti aðeins örfáa slíka til að fá Gaddafi til að gefast upp og skrá sig atvinnulausan innan tveggja vikna,, Verst hvað betliraðirnar yrðu langar í líbýu,,
Bimbó (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 17:34
hm, engin álver - held að það sé loforð kosninganna sem er enn ósvikið :-/
Eva Sól (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 17:36
Hvað er svona augljóst við það Bimbó.
Vissulega veit ég að þú ert að hæðast að Davíð og Halldóri, en það er þetta með þetta auðvita.
Vinnugangurinn í dag er næstum sá sami og var þegar beiðni kom um móralskan stuðningi við innrásina í Írak, nema þá var útbúinn listi handa fjölmiðlafulltrúanum því það vantaði formlega samþykkt Öryggisráðsins. Annars eru þeir sprengdu jafndauðir, þó Steingrímur óviljugi eða Halldór viljugi eiga í hlut.
Og svo er það alltaf spurningin, hver handpikkar þessa ógurlegu einræðisherra. Ef það er miðað við viðurstyggð, þá ætti að bomba Norður Kóreu, og Saudana og allt það hryðjuverkahyski.
Ef það er miðað við þá sem núna skjóta niður frelsisvonina, þá ætti að hjálpa Sýrlendingum, Bahrainbúum og Íslendingum, þannig að þetta er ekkert auðvita, nema fyrir hræsnara.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 18:49
Eva Sól, er Steingrímur ekki að troða ICEsave ofaní kokið á okkur einmitt til þess að fjármagna álver, ekki vantar hann viljann til að svíkja það loforð líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.3.2011 kl. 18:50
Nei, þið voru ekki spurð, Steingrímur. Við vorum heldur ekki spurð hvort við vildum inn í Evrópuskrímslið eða hvort við vildum ICESAVE. Við vorum ítrekað EKKI SPURÐ.
Missti mig Ómar í að skammast við Steingrím.-_-
Elle_, 29.3.2011 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.