Þriðji kjarni ICEsave deilunnar.

 

Martin Wolf, dálkahöfundur dagblaðsins Financial Times.

"Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, fengi kröfu upp á 700 milljarða punda: „Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu langt hann kæmist legði hann til að Bretar ættu að fallast á slíka skuld til að endurgreiða innistæðueigendum erlendra útibúa gjaldþrota breskra banka"

Bronwen Maddox, helsti stjórnmálaskýrandi Lundúnablaðsins Times.

 

".... krafa sem sé óhugsandi.

Bresk stjórnvöld myndu berjast af öllu afli gegn slíkri kröfu svo ekki sé minnst á fyrirsjáanlega hörð viðbrögð bresks almennings"

 

 

Og aftur Martin Wolf.

 

"Og líklega dytti engum öðrum stjórnvöldum en þeim íslensku í hug að fara fram á það af skattgreiðendum að þeir tækju á sig - hver um sig - yfir tveggja milljóna króna skuld sem þeim ber ekki að greiða."

 

Þetta er þriðji kjarni ICEsave deilunnar, þetta er harmleikur íslensku þjóðarinnar i hnotskurn, það dytti líklega engum öðrum stjórnvöldum en þeim íslensku í hug að leggja slíkar drápsklyfjar á þjóð sína, sérstaklega á neyðartímum þegar þjóðin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna sjálftöku auðmanna.

 

 

Fyrri ríkisstjórn brást illa við á Ögurstundu, en hún hefur það sér til afsökunar að aðstæður voru fordæmalausar og landið var í herkví Evrópusambandsins sem skrúfaði fyrir allt aðstreymi á gjaldeyri til landsins.  En sú gjörð var lögleysa, hryðjuverkaárás breta á Ísland 6. október var lögleysa og ekki hvað síst þá var sameiginleg krafa breta og Hollendinga á hendur íslenska ríkinu lögleysa vegna þess að þeir virtu ekki hinar lögbundnu réttarleiðir sem EES samningurinn hvað á um.  Augljóst var því að snúast til varnar á grundvelli laga og þeirra alþjóðastofnana sem Ísland er aðili að.  EES, NATÓ, Sameinuðu þjóðirnar, allt samtök sem hægt var að virkja til að hnekkja hryðjuverka árás breta og krefjast þess að lög og regla giltu í samskiptum ríkja.. 

 

Endanleg niðurstaða hefði alltaf verið leið sátta og dómstóla.  En það þurfti að leita eftir þeirri leið.  Ekki láta andstæðinginn ráða för.

 

 

En fyrri ríkisstjórn reyndi þó, en sú seinni sannaði að við vissar aðstæður geta ekki tveir deilt, jafnvel þó deiluefni sé til staðar.  Og þær aðstæður eru þegar stjórnvöld annars ríkisins ganga erindi hins.  Það dygði ekki dagurinn til að reifa öll þau dæmi sem sýna hinn meinta stuðning ICEsave stjórnarinnar við málstað breta og Hollendinga.  Og þar sem ráðherrar hafa þó sett mörkin og viðurkennt hugsanlegan vafa þegar á þá er gengið þá ganga stuðningsmenn stjórnarinnar mun lengra til að kæfa niður allar gagnrýnisraddir á framferði breta.  Og það tókst næstum því eða allt þar til Ólafur forseti neitaði að skrifa undir ICEsave lögin, þá brast stífla út í hinum stóra heimi, sem bókarinn, bókmenntafræðingurinn  og laganeminn gátu ekki fyllt upp í með röksnilld sinni.

 

 

Allur þessi harmleikur landráða hefði ekki átt  sér stað nema með dyggum stuðningi fjölmiðla landsins, sem voru allir sem einn meðsekir í þöggun á greinum Varða Íslands, og létu allir sem einn bókarann, bókmenntfræðinginn og laganemann fá svið rökræðunnar á eintali áróðursins.  En þegar kvótaauðvaldið náði yfirráðum yfir Morgunblaðinu, þá sá það sér hag í að berjast við ICEsave stjórnina, þökk sé illa ígrunduðum tillögum um afskrift kvótans.   Það þurfti sem sagt miklu minna mál til að þjóðin fengi talsmann í mesta örlagamáli sögu sinnar.  Slík er kaldhæðni örlaganornanna.

 

 

En fyrirsjáanleg hörð viðbrögð almennings lét á sér standa.  Þau komu hægt og rólega, og eru ekki ennþá mjög hörð.  Við einn bloggpistla minna um Verði Íslands, þá fékk ég athugasemd þar sem mér var bent á að þeir félagar, Stefán Már Stefánsson og Lárus L. Blöndal, hafi borgað sjálfir úr eigin vasa þýðingar greina sinna á erlendar tungur svo hægt væri að birta þær í erlendum fjölmiðlum. 

 

"'Úr eigin vasa" segir allt sem segja þarf um geðslag íslensku þjóðarinnar.  Þó það eigi að kúga hana og pína, afhenda banka hennar amerískum vogunarsjóðum, skera niður allt heilbrigðis og menntakerfi en nota peningana til að borga skuldir auðmanna og fjárbraskara, þá gat hún ekki annað sér til varnar en að drattast til að skrifa undir á 11. stundu og 59 mínútum að auki, áskorun til forsetans að leyfa henni að fá að kjósa um hinn fyrirhugaða skuldaþrældóm.

 

Þó það sé búið að afhjúpa allan málflutning ICEsave stjórnarinnar sem lygar og blekkingar, að það sé búið að sýna fram á með óhrekjanlegum rökum að ekkert, ekkert standist að því sem þjóðinni var talið í trú um til að réttlæta nauðungarsamningana við breta, þá voru hin hörðu fyrirsjáanlegu viðbrögð þjóðarinnar að eyða 3 mínútum í að skrá nafn sitt og kennitölu og ýta síðan á Enter takkann.

 

 

Það er engin þátttaka í kröfufundum, það mætti enginn niður á Austurvöll til að hrópa Ormstungu út þegar hann í nafni forsætisráðherra sendi hollenskum fjölmiðlum bréf þar sem hann viðurkenndi ólöglegar fjárkröfur Hollendinga og breta sem "alþjóðlega skuldbindingu" Íslands, sem ICEsave bastarðurinn gerði þó aldrei, það gerði aldrei einn eða neinn eitt eða neitt, fyrir utan örfáa menn í Netheimum sem héldu málinu lifandi gegn ægivaldi spunakokka Samfylkingarinnar.

 

 

Aumleiki þjóðarinnar kemur best fram í því að ekkert Samstöðuafl hefur verið myndað til að verjast atlögum stuðningsmanna breta á Íslandi.  Engin þjóðarhreyfing um að verjast fjárkúgun breta þó hún snerti framtíð allra barna á landinu, engin þjóðarhreyfing í ætt við þá sem barðist við að fá "börnin heim" eða hjálpa strákunum okkar að kasta bolta í net stórþjóða. 

 

Enginn einbeittur vilji sem skipuleggur andspyrnu þjóðarinnar, því það var svo margt hægt að gera, og er svo margt hægt að gera. 

 

Við slógum ekki einu sinni saman í púkk handa þeim Stefáni og Lárusi til að þeir gætu látið þýða verndargreinar sínar yfir á útlensku.  Við höfðum ekki rænu á því og það voru fáir sem komu þeim til verndar þegar eiturnöðrur Samfylkingarinnar spúðu yfir þá rógi og skæting fyrst að þeir voguðu sér að verja þjóð okkar og málstað hennar, í stað þess að verja málstað breta eins og bókarinn, bókmenntfræðingurinn og laganeminn, eða þá halda sér saman ella.  Aðeins sá aldni lagaspekingur, Sigurður Líndal kom þeim til hjálpar og sendi atlögur rógberanna heim til föðurhúsanna í Selárdal.

 

 

Prófessor Sigurður Líndal, var sem sagt eina mannvitið sem íslenskir lögfræðingar höfðu alið af sér í 50 ár fyrir utan Verðina.  Af öðrum akademískum stéttum má týna til einn heimspeking, Gunanr Hersvein, listamenn lögðu Einar Má Guðmundsson í púkkið, og þá er mannvit þjóðarinnar upp talið. 

 

Restin úr akademíunni og heimi lista og menningar reyndist vera mannvitsbrekkur sem kusu að sleikja skósóla breta eða þá halda sér saman í ótta við eiturgufur bretavina.  Álitamál hvort er verra.

 

 

Þetta geðslag þjóðarinnar að kunna ekki að bregðast við hættu eða ógnunum var megin skýring þess að tækifærisinnaðir stjórnmálamenn á Bretlandi og Hollandi réðust til atlögu gegn henni til að afla sér skammtíma vinsælda heima fyrir.

 

Þeir vissu sem er að það þyrfti manndóm til að verjast fjárkúgunum þeirra.  Þjóð sem lét auðmenn og Leppa þeirra ræna sig þjóðarauðnum án þess að skræmta, og gerði síðan aðaluppklappara þeirra að sínum nýju ráðgjöfum og leiðbeinendum, það var ekki þjóð sem myndi snúast til varnar, nema ....

 

Og þá ..... mun vonandi sagan skrá á næstu dögum og vikum.

 

Því genin eru þau sömu og hjá gömlu mönnunum sem stóðu á rétti sínum gagnvart yfirgang breska heimsveldisins, genin eru þau sömu og hjá þeim sem sögðu að hið ómögulega væri hægt, að smáþjóð norður í Ballarhafi gæti haldið úti sjálfstæðu velferðarríki.

 

Það hefur bara vantað hvatann sem virkjar þessi gen.

 

Þegar það gerist, þá lýkur stjórnartíð Bretavina og Leppa auðmanna á Íslandi. 

 

Þjóðin mun taka mál sín í eigin hendur.

 

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

The chancellor also gave the names last night of the people who will work alongside former Bank of England Chief Economist John Vickers when he leads a panel on the future of banking. Martin Wolf of the Financial Times, Bill Winters, the former co-chief executive of JP Morgan’s investment bank, Martin Taylor, formerly of Barclays Plc, and Clare Spottiswoode, the former head of the gas regulator Ofgas, will work with Vickers on the Independent Banking Commission, Osborne said.

Já, Wolf þessum sem er einn af ráðgjöfum Osborne um framtíðarskipan bankamála í UK (sjá fyrir ofan) finnst málið vera einhvern veginn svona:

Martin Wolf’s view: “This is not about cutting a running deficit, which is, indeed, unavoidable. It is about forcing innocent people to assume gigantic liabilities for which they have no legal or moral responsibility. How would UK citizens feel if they were forced to assume a debt of £400bn because of HSBC’s failure to meet deposit insurance liabilities in Asia? Let the UK take the bank’s assets and leave it at that.”

Sjá einnig: http://www.visir.is/article/20100115/VIDSKIPTI06/967888134

Hér kemur líka glöggt fram að bankagjaldþrot geta tekið tímana tvo ! : http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/3383461.stm

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 20:43

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hrífandi!!  Ég hef stundum nefnt útrásarvíkinga  og bankastjórnendur ..uppalninga,,. Það voru unglingar kallaðir,sem allt var látið eftir og héldu sig geta leyft sér allt. Engin regla var svo heilög að þeir hikuðu við að brjótana.      ,,Óvinurinn,, okkar eigin landar, leggja  mat á hvern einasta heita mótmælanda og senda á þá smástirni,svo lengi sem þeir skrifa bara greinar og pistla,þótt frábærir séu.  Hvatarnir,já allt kostar vinnu og pen...... Ég er með hugmynd segir barnabarn mitt oft,þegar við vitum ekki hvað við eigum að gera. Ég er með hugmynd, einhverjir taka út sér-eignasparnað,nota hann (lána)  í byltinguna(sem er óhjákvæmileg) síðan fá þeir endurgreitt+ skattinn sem ríkið innheimtir,þegar ærlegir stjórnendur eru komnir við völd   ekki  við neina  kjötkatla. Sumt er betra að segja en skrifa,það hljómar betur. Þrumu ræðu menn,leysa úr læðingi aflið,sem þarf til að setja Bretavini og Leppa auðmanna af.  Þeir eru hér náum í þá!!! Kveðja austur  

Helga Kristjánsdóttir, 28.3.2011 kl. 23:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þetta sumt er betra,, osfrv. á nú við mig varðandi þessa hugmynd. Hef oft tekið eftir að detti einhverjum eitthvað í hug,veltir það upp öðrum sem verða að lokum ágætar,jafnvel snjallar.

Helga Kristjánsdóttir, 29.3.2011 kl. 00:02

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt góða innslag Hólmsteinn, það er í raun ekki hægt að segja meir en Wolf gerir, þetta er með öllu óskiljanlegt að vitiborið fólk skuli láta eins og það sé einhver skynsemi í að greiða öðrum kúgun, eða láta undan ofbeldi.

Helga, þekkir þú einhvern Þrumuræðara???  Ég er alltaf að bíða eftir einhverjum svo ég geti hætt þessu puttaglamri, fyrir löngu síðan átti að vera búið að færa byltinguna á næsta stig.  Þessi ársgamli pistill minn er því miður ennþá sorglega réttur, nema núna er kominn vísir af skipulagðri andstöðu, í fyrra voru þetta aðeins nokkrir sérvitringar.

Og góð hugmynd þetta með skattaafsláttinn, fyrst það má fjármagna listir, af hverju ekki byltingu,  með því skilyrði að hún sé friðsöm.

En takk fyrir mig í dag, ég held áfram á morgun, svona þegar önnur verk eru frá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.3.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband