23.3.2011 | 16:28
ICEsave hjálpar við fjármögnun.
Eftir að Íslendingar sögðu Nei við ICEsave og ljóst var að íslenska ríkið yrði ekki gjaldþrota vegna þeirrar fjárkúgunar, þá losnaði loksins um fjármögnunarstíflu Landsvirkjunar.
Í gær var það Norræni fjárfestingarbankinn, í dag var það Evrópski fjárfestingarbankinn.
Mat þessa banka var að ef illa færi hjá Landsvirkjun, þá væri íslenska ríkið nógu öflugt til að grípa inní. Augljóst var að slíkt yrði ekki ef allar tekjur ríkisins færu í hina bresku fjárkúgun.
Trúgjörn fífl, og þau eru mörg, trúðu þeirri fullyrðing bresku fjárkúgaranna að ef Íslendingar gerðu sig ekki gjaldþrota vegna ICEsave, þá myndu þeir engin lán fá.
Það eru vitni um að þessi fífl hafi hótað forstjóra Landsvirkjunar til að bulla. Samt var hann ráðinn til að losa Landsvirkjun úr viðjum ríkisafskipta og opinberar heimsku.
Þú hótar manni og hann lætur að vilja þínum. Í því ljósi verður að skoða mjög svo þvingaðar yfirlýsingar forstóra Landsvirkjunar.
En sannleikurinn sést á verkum hans, með Nei íslensku þjóðarinnar í handfarangrinum, þá hefur forstjórinn samið um fjármögnun þekktra virkjunarframkvæmda. Nei-ið var reyndar forsenda þess.
Fróðlegt verður að vita hvernig stuðningsmenn ógæfur og hörmunga höndla þessa staðreynd. Jafnvel er hugsanlegt að Egill Helgason neyðist til að kalla á Þórólf heimsendaspámann til að róa lýðinn. Að víst muni Landsvirkjun ekki fá lán ef þjóðin segir Nei.
Og Árni Páll og Steingrímur munu hóta að ráða í vinnu atvinnulausa stemmingarmenn frá Lýbíu, svo þjóðin viti að Nei er ekki grín.
En Landsvirkjun virkjar, og virkjar eins og hún fái borgað fyrir. Hennar vandi að fá borgað fyrir kostnað, leysti hinn nýi forstjóri. Hann samdi um verð, ekki pólitík.
Og hann veit ekki um hvað ICEsave snýst. Það eina sem hann veit að hann losnar við hótandi fólk ef hann segir já við einhverju.
Málið er að raunveruleikinn sigrar alltaf lygina.
Þess vegna mun AGS og ICEsave lúta gras.
Aumingjar munu ekki endalaust stjórna þessari þjóð.
Kveðja að austan.
Landsvirkjun fær lán hjá Evrópska fjárfestingarbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 561
- Sl. sólarhring: 641
- Sl. viku: 6292
- Frá upphafi: 1399460
Annað
- Innlit í dag: 479
- Innlit sl. viku: 5334
- Gestir í dag: 440
- IP-tölur í dag: 433
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því hefur lengi verið haldið því fram að afgreiðsla þessara lána sé háð því að við samþykkjum IceSave.
Nú er komið í ljós að það var lygi. En hvaða fleiri óheilindi ætli eigi eftir að afhjúpa sig í málflutningi borgunarsinna?
Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2011 kl. 15:10
Blessaður Guðmundur, ætli þetta sé ekki spurningu hvort hægt sé að finna eitt atriði sem er satt, og varðar þá málið, en er ekki hluti af blekkingarleik.
Það er ótrúlegt að menn komist upp með þetta í lýðræðissamfélagi. Þeir eru heppnir að lygi varðar ekki við lög.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.