23.3.2011 | 16:11
Þarf maður að vera á kókaínfíkn til að skilja ESA.
Hávaðakort, það er málið.
Neyðarlög, bankarán, ICEsave, það er ekki málið, hávaðakort er málið.
Hver segir að ESB sé ekki málið.
Kveðja að austan.
ESA stefnir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5605
- Frá upphafi: 1399544
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 4778
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílík þvæla! Kannski þó broslegir tilburðir ESA í allri peningaumræðunni!
Björn Birgisson, 23.3.2011 kl. 16:27
Blessaður Björn.
Ég átti jafnvel von á afskiptum fyrir Já-ið, en þegar stóru málin brenna á, þá er þetta svo eitthvað út í hött.
Þvílík þvæla segir þú, ég spáði í efnanotkun viðkomandi manna.
Við erum báðir sammála um að raunveruleikinn, eða tengsl við hann hrjáir ekki þetta fólk.
Hinsvegar þá skrifaði ég pistil í dag, ef menn skyldu hann, þá ættu börn okkar og barnabörn von.
En ég fékk amen í athugasemdir, hvorki hrós eða gagnrýni.
Spáðu í hann Björn, og segðu mér hvar rökfræðin klikkar.
Ekki veit ég það.
Kveðja að austan,.
Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 16:35
Og þessa stofnun óttast sumir, varðandi hugsanleg réttarhöld vegna Icesave.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 23.3.2011 kl. 17:32
Já, Kristján, hvað segir þú um pistilinn minn??????????
Það vita allir að ESA eru bjánabelgir, og ekki merkilegt þó maður bendi á það, en AGS, enginn skrifar um þann svarta dauða.
Eins og menn haldi að það sé óeðlilegt ástand að deyja úr elli, þess vegna séu pestir það sem sjái til þess að fólk fái bráðan dauða. Svo ég heimfæri þetta yfir á efnahaginn, að hann megi ekki blómstra, við þurfum Óbermi til að hindra slíkt.
En sem betur fer ætlar fólk að segja Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.,
Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 18:32
Þú skalt fá komment Ómar ! á "Efnahagsstefna AGS í Hnotskurn" er bara að "stelast" hér inn og kíkja núna, er með langþráða heimsókn í aðeins 2 daga, vil ekki kommenta á góð innlegg "á hlaupum"
Heyrumst félagi !
Kv KH
Kristján Hilmarsson, 23.3.2011 kl. 20:52
Samkvæmt tilskipuninni átti Ísland að vera búið að teikna hávaðakort fyrir þá vegi landsins þar sem meira en sex milljónir ökutækja fara um á hverju ári fyrir 30. júní 2007.
6 milljón bílar á ári gera 16.438 bíla á dag að meðaltali.
Til samanburðar fóru samkvæmt tölum frá 16 sjálfvirkum teljurum Vegagerðarinnar, tæplega 80.000 bílar um Hellisheiði allt árið í fyrra.
Ekið var framhjá framhjá öllum teljurunum sextán, samtals tæplega 700.000 sinnum á árinu.
Hvert mannsbarn á Íslandi þyrfti að fara rúmlega 20 ökuferðir eftir sama þjóðveginum á sama árinu til þess að ná sex milljón ferðum. Margir fara hinsvegar aldrei útfyrir þéttbýli.
Skortur á slíku korti er semsagt fullkomlega sannleikanum samkvæmt, því engan veg er að finna hér sem tilskipunin nær til. En 6 milljónir á ári... kannski hraðbrautir í Þýskalandi og Hollandi, en ekki íslenskir þjóðvegir.
Hræðsluáróður um "dómstólaleið" vegna hugsanlegra málaferla vegna IceSave fyrir EFTA dómstólnum, verður hjákátlegur í þessu samhengi.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.3.2011 kl. 01:53
Skyldu þeir vera með unnið mál í höndunum Guðmundur???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.3.2011 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.