23.3.2011 | 07:03
Sorgleg eru nöfn Já sinna.
Það er eitthvað svo ömurlegt að löglært fólk skuli styðja fjárkúgun og ofbeldi.
Þegar lögfræðingar þiggja til dæmis ofurfé frá eiturlyfjasölum fyrir að verja athafnasemi þeirra, þá segja þeir yfirleitt með humar í munninum, "allir eiga rétt á vörn", en þeir segja ekki Já við eiturlyfjasölu.
En þetta löglærða fólk er að segja Já við fjárkúgun. Gjörsamlega óháð því hvort einhverjar lagaforsendur séu fyrir kröfum breta (sem eru ekki), þá er það kristaltært að þeir leituðu ekki til dómsstóla með kröfur sínar, og þar með eru þær lögleysa handrukkunarinnar.
Og það er ekki bara sú gjörð sem er ólögleg, að aðstoða við kúgun, að aðstoða við handrukkun er líka glæpur.
Þegar handrukkunin er upp á rúmlega 40% af þjóðarframleiðslu, auk vaxta, þá er ljóst að um mjög alvarlegan glæp er að ræða.
Við skulum athuga, að fólkið sem sveik, til dæmis í Noregi, og var kallað kvislingar í kjölfarið, að það naut herverndar fjárkúgarans við svik sín.
Eru einhverjir skriðdrekar á götum Reykjavíkur, eða breskar flugvélar á sveimi yfir Reykjavík????
Svarið er Nei líkt og í ICEsave, það eru skriðdrekar á götum Trípólí og þar eru flugvélar sveimandi yfir.
Þar með er ekkert sem réttlætir afskipaleysi lögreglunnar gagnvart þessu hópi fólks sem aðstoðar hina erlendu fjárkúgara við stærsta skipulagða glæp nútímasögu.
Ekkert réttlætir það að lög eru ekki látin gilda á Íslandi eins og í öðrum löndum, og að þetta fólk, sem og aðrir opinberir stuðningsmenn ICESave, séu ekki handteknir.
Það gildir engu þó flestir séu í hópi ráðamanna þjóðanna. Í Ísrael voru þeir að dæma fyrrum forseta landsins, fyrir glæp. Ísrael réttarríki og þar er enginn hafinn yfir lög.
Í Frakklandi situr fyrrum forseti á sakamannabekk vegna spillingar, og þar hafa menn dæmt fyrrum forsætisráðherra fyrir spillingu. Á Ítalíu er lögreglan sífellt að reyna að klófesta þvottavél mafíunnar, vissulega hefur það ekki tekist, en hún er þó að reyna.
Því lögreglunni ber skyldu til að reyna að framfylgja lögum. Það verður svo að koma í ljós hver ítök glæpamannanna eru í stjórnkerfi og í réttarkerfinu, hvort þeir fái réttláta málsmeðferð og dóm, eða hvort glæpamannaítök þeirra eru það sterk, að réttarkerfið treystir sér ekki til að dæma þá.
Svo ég vitni í mismunareglu ESB, þessa heilögu kýr sem á víst að geta dæmt þjóðir í áratugaskuldaþrældóm, að þá handtekur þú ekki aðra smærri glæpamenn á meðan skipuleggjendur og aðstoðarmenn við fjárkúgun árþúsundsins sleppa.
Sorglegt er að lesa nöfn löglærða manna á lista yfir glæpafólk, sorglegra er að gæslumenn laga og rétta telja glæpi leyfilega, njóti þeir blessun ráðamanna.
Ekkert á að réttlæta glæp.
Þjóðaratkvæðið 9. apríl er þjóðaratkvæði um glæp.
Kveðja að austan.
Fulltrúar já og nei kjósenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 7
- Sl. sólarhring: 676
- Sl. viku: 4431
- Frá upphafi: 1401511
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 3814
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
lærdómur boðar ekkert gott bara færari glæpamenn.
gisli (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 08:38
Hvað segirðu gísli, á ég að taka strákana mína úr skólanum???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 09:13
Það er sorglegast þegar fólk heldur að það sé bara til ein rétt skoðun á hverju máli. Því miður (sem betur fer) er heimurinn ekki það einfaldur.
Halldór Benediktsson, 23.3.2011 kl. 11:28
Æ Halldór minn, stundum vorkennir maður ykkur Já greyjunum, þó ekki mikið.
Þú hefur ekki skoðun á glæp. Samfélagið ákveður hvað er glæpsamlegt, og hvað ekki, og setur um það lög.
Ein skýrasta réttarregla sem til er og ein sú elsta, þó ég skuli játa að hún koma seinna en boðorðin tíu, en hún er í lögum Hammarbís, er að lög gildi, og eftir þeim eigi að fara. En það er til lítils að hafa lög, ef enginn framfylgir þeim, og það er ekki hægt að framfylgja lögum, án þess að einhver skeri úr um hvað eru lög, og hvað eru ekki lög. Þetta vissi Hammarbí allt saman, og þetta vissu forfeður okkar þegar þeir settu fyrstu lögin, Grágás, þar voru ákvæði um lögsögumenn og lögréttu og ég veit ekki hvað.
Þetta hafa menn skilið í ellefu hundruð ár, eða alveg þar til ykkur greyjunum langaði i Evrópusambandið, og þið gripuð þá meinloku í ykkur að samþykkt fjárkúgunar væri leiðin til þess.
En þetta hlýtur að vera valákveðin vitleysa í ykkur, það er enginn svona vitlaus í alvörunni.
Þið hljótið að vita til hvers dómsstólar eru. Og þið hljótið að átta ykkur á að húsbændur ykkar gerðu stór mistök með því að fara ekki með málið fyrir dóm
Því það er sama á hvaða traustum krafa er byggð, ef hún er ekki löghelguð með dómi, það er að dómsstóll skeri úr um lögmæti hennar og geri hana aðferðarhæfa, þá er innheimta hennar ólögleg, ef sá sem innheimt er hjá segir Nei, krafan þín er ekki rétt.
Kallast handrukkun að innheimta hana, fjárkúgun að hóta píslum og vist í helvíti ef hún er ekki greidd.
Og á meðan lögin eru skýr um hvað og má, og hvað má ekki, þá kemur skoðun mín, eða þín, málinu ekkert við.
Er ekki erfitt að þjást af þessari tegund af valákveðni????
Kveðja að austan,.
Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 12:00
Þú hefur engar forsendur fyrir því að ég sé í "Já" hópnum. Þú hefur heldur engar forsendur fyrir því að ég vilji Ísland í ESB. Ég tjái mig ekki um það opinberlega.
Ég er hluti af samfélaginu. Hvernig getur samfélagið haft skoðun en ekki þeir sem mynda það?
Lög eru ekki meitluð í stein, eins og boðorðin tíu. Það er sífellt verið að breyta lögum. Það er gert til að taka mið af tíðaranda. Lög eru sett vegna skoðana, ekki afþví það er "rétt" að setja þau. Að auki eru lög án samhengis einskis virði.
Mæli með að þú dragir úr persónuárásunum (ad hominem) ef þú vilt að einhver taki þig alvarlega.
Halldór Benediktsson, 23.3.2011 kl. 12:28
Í hámenningarsamfélagi myndu aðeins þeir sem virkilega vilja þjóna réttlætinu gerast lögfræðingar. En í lögfræðinám sækja of margir eingöngu af vilja til að þjóna Mammon og græða peninga. Slíku fólki ætti að vera bannað að starfa við lögfræði, því það er tilbúið að verja óréttlæti og kúgun hins stóra á hinum smáa, meirihlutans á minnihlutanum, stórþjóða á smáþjóðum. Það hefur enga réttlætiskennd og er þarna ekki til að sinna köllun réttlætisins. Í kerfi eins og Platóns hefði þetta fólk verið siktað út og aldrei fengið að mennta sig. Og það er rétt.
K (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 13:06
Mikið rétt ályktað hjá þér Halldór að ég hafi engar forsendur til að slá því fram að þú sért Já maður, gerði það aðeins vegna þess að mér þótti það gaman.
En hvernig er það aftur, hæfir skel kjafti eða ganga skal hægt um gleðinnar dyr, eða var það að sýndu kurteisi í annarra manna húsum , og þá er þér sýnd gestrisni, nei það á allavega ekki við hjá mér, ég er vargur við alla sem mæla fjárkúgun og lögleysu bót.
En þú gast nú samt reynt kallinn minn.
Hættu svo þessu bulli að það sé eitthvað mat hvort fjárkúgun sé leyfileg eður ei. Lögin eru skýr og þeim hefur ekki verið breytt í árhundruð, þróun laga var öll í þá átt frá hámiðöldum að taka hnefaréttinn út úr samskiptum fólks, og núna á síðari tímum, úr samskiptum ríkja.
Það er ekkert afstætt við það að það sé bannað að drepa, bannað að kúga, bannað að stela.
Fyrst að þú hefur minnst á Platón, þá skaltu reyna að tileinka þér smá rökhugsun, í þessum pistli er ekki verið að ræða um lögmæti þess að bretar krefji íslenska ríkið um ríkisábyrgð, það er verið að benda á að aðferðafræði þeirra við innheimtuna er skýrt lögbrot.
Kallast fjárkúgun, kallast handrukkun og er mikil meinsemd í samfélögum þar sem mafían hefur skotið rótum. Bresk lög er mjög hörð gagnvart slíku atferli, því fjárkúgun var ein helsta fjáröflun IRA á sínum tíma. Og mjög skýr, það tæki íslenska ríkið innan við klukkutíma að vinna mál gagnvart breska ríkinu fyrir breskum dómi.
Því bretar fara eftir lögum, ekki hagsmunum stjórnmálamanna.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.