22.3.2011 | 18:18
Ásmundur Einar kastar fram sprengju.
Það er þingflokkurinn sem á að segja sig úr VG en ekki ærlega fólkið, Atli og Lilja.
Það eru þau sem halda fast í stefnu VG, ekki þingflokkurinn sem hefur svikið í hverju málinu á fætur öðru.
Enda ef maður fer að hugsa út í það, þá er þetta alveg rétt hjá Ásmundi.
Lilja og Atli sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau útskýrðu mál sitt og það svig sem hefði orðið á stefnu flokksins eftir að hann komst í ríkisstjórn.
Það vakti athygli mína að forystumenn flokksins, og þau flokksfélög sem hafa gagnrýnt ákvörðun þeirra, svöruðu ekki þessari gagnrýni einu orði. Það var ekkert minnst á hvar þau hefðu haft rangt fyrir sér, hvað væri ósanngjarnt, eða hreinlega ekki satt.
Jú, reyndar sagði Steingrímur að Lilja hefði fengið að tala, en það var allt og sumt.
En tvímenningarnir voru harðlega gagnrýnd fyrir að hafa sagt skilið við FYRSTU HREINU VINSTRISTJÓRNINA og síðan sáu flokksfélögin ástæðu til að ítreka stuðning við stefnu hennar og störf.
Hvað voru þau að styðja, að aðlögunarferlið að ESB er komið á fullt???
Eða að þingmenn VG áttu að styðja ICESave samning upp á mörg hundruð milljarða án þess að hafa einu sinni fengið að sjá samninginn. Aðeins þau orð að ekki væri hægt að fá betri samning. Sem tíminn hefur leitt í ljós að voru örgustu öfugmæli miðað við þau rök fjármálaráðherra að við eigum að samþykkja núverandi samning því hann er svo miklu skárri en sá fyrri.
Eða var það efnahagsstefna AGS sem flokksfélögin á Suðurlandi lýstu stuðningi við.
Líklegast er það ekki skrýtið að Ásmundur Einar bendi á að aðrir hafi fjarlægst flokkinn en þau Lilja og Atli.
En hann ætlar samt að þrauka, en þá sem stuðningsmaður VG. Hvernig það fer saman og styðja ríkisstjórnina er dauðlegum ekki ætlað að skilja.
Og það veit Össur Skarphéðinsson. Brúarsmíði yfir í Sjálfstæðisflokkinn er hafin.
I dag erum við með fyrstu konuna sem forsætisráðherra, verðum við á morgun með fyrsta forsætisráðherrann sem heitir sama nafni og einn af fyrirrennurum hans???
Menn hafa myndað stjórn fyrir minni tímamót.
Ég er hræddur um að sprengja Ásmundar hafi sprengt ríkisstjórnina. Maður sem virðir stefnu flokks síns, hann styður ekki þessa ríkisstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Ekki ef maðurinn er þingmaður fyrir VinstriGræna.
Er tilkynninga að vænta úr Valhöll????
Kveðja að austan.
Ásmundur áfram í þingflokki VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 138
- Sl. sólarhring: 618
- Sl. viku: 5722
- Frá upphafi: 1399661
Annað
- Innlit í dag: 118
- Innlit sl. viku: 4882
- Gestir í dag: 117
- IP-tölur í dag: 117
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er akkúrat málið það er þingflokkurinn sem á að segja sig úr VG
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.3.2011 kl. 22:13
Stefna VG hefur breyst ansi mikið frá því þessi ríkisstjórn, illu heilli, komst til valda. Ásmundur er ansi tvístígandi, hann virðir stefnu flokksins eins og hún var. Hins vegar er stefnan önnur í dag. En, stóllinn er þægilegur. Nú er baktjaldamakkið á fullu. Sama þó gengið reyni að sverja af sér og ljúga að okkur. Rétt einu sinni enn. Spurningin er: Verður það Vafningsjójóið Bjarni eða utangátta Össurinn sem tekur við af Jóhönnu.
Þráinn Jökull Elísson, 22.3.2011 kl. 22:48
Blessuð Jakobína.
Ég held að maður þurfi að vera illa læs til að skilja Ásmund öðruvísi, að hann telji að vitlaust fólk hafi farið.
Og þar sem ríkisstjórnin vinnur beint gegn stefnumálum VG, þá er spurning hvað traust hún er. Ásmundur gæti þess vegna farið á morgun, en er ekki plottið dýpra???
Er ekki verið að neyða Sjálfstæðisflokkinn til að koma út úr skápnum?????
Er þetta jafnvel svar Steingríms við ICEsave ósigrinum, að láta Samfylkinguna sprengja ríkisstjórnina áður, og þar með er hinn meinti glæpur ekki VG, heldur Samfó???
Það er aldrei neitt sem sýnist í pólitík, eitthvað býr að baki, það má segja að minnsti mögulegi meirihluti hafi yfirgefið stjórnarheimilið. Af hverju??? Af hverju fór Jón Bjarnson ekki líka, það hlýtur að vera þreytandi að vita að annar hver áhrifamaður í Samfylkingunni hefur mynd af sér upp á vegg, og kastar í það pílum, milli þess sem þeim er kastað í fjölmiðlunum?
Og Ásmundur Einar, Guðfríður Lilja????
Í þessu viðtali segir Ásmundur Einar hreint út að hann hafi örlög ríkisstjórnarinnar i hendi sér, og að hann sætti sig ekki lengur við endalausa undanlátssemi við Samfylkinguna, núna verði hún að kyngja ESB eins og VG kyngdi AGS og ICEsave.
Vill Össur starfa undir svona þrýstingi???
Og spáir hann ekki í hvort þetta sé leikflétta forystu VG. Tímasetningin er allavega hárnákvæm. ICEsave tapið eftir nokkra daga, Hagstofan neyðist til að staðfesta áframhaldandi kreppu, halli á ríkissjóði eykst, það er forsendur fjárlaga halda ekki.
Með öðrum orðum botnlaust díki, og hvernig fá menn þá viðspyrnu?????
Jú, láta Samfylkinguna sitja uppi með Svarta Pétur.
Það er ekki allt sem sýnist.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 22:52
Það er allavega eitthvað að gerast Þráinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 22:53
Já það er farið að hitna undir stjórninni, takk fyrir eljuna... Ég pósta flestum pistlunum þínum á fésið hjá mér...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2011 kl. 01:02
Takk Jóna Kolbrún, notaðu það sem þú vilt. Við erum öll í sama stríðinu og vonandi erum við aðeins að uppskera.
Stjórnin dó þegar Jóhanna rak Ögmund, en það gleymdist að tilkynna andlát hennar. Hvort þessi tilkynning Ásmundar dug veit ég ekki, en ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn geri hrikaleg mistök ef hann gerist hækja Evrópustefnu Samfylkingarinnar.
Og það flýti hinu óhjákvæmilega uppgjöri við ráðalausa stjórnmálastétt (með heiðarlegum undantekningum) sem virðist ekki lengur þekkja muninn á réttu eða röngu.
Við tökum það uppgjör.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 06:44
Þegar tveir flokkar fara í samstarf þurfa báðir flokkar að gefa eftir. VG fékk hafa fengið sínu fram á mörgum sviðum. Banna mellukaup, banna strip, banna ljósabekki, banna magma, banna einkasjúkrahús, banna helguvík, banna bakka, banna ECA, banna Verne holding, banna ljósabekki, banna meirihluta karla í stjórn fyrirtækja, banna póker auglýsingar og ýmisleg önnur skemmtileg bönn.
Og á móti þurfa VG að gefa eftir í hinum og þessum málum. Þannig gengur samstarf fyrir sig. VG fékk ekki hreinann meirihluta.... það er bara þannig.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 08:54
Ha ha Sleggja mín, það vantar í upptalninguna að banna mér að drekka gott koníak, það er nú það versta.
En þú nærð ekki boðskapnum, sprengja Ásmunds er að gera öllum ljóst, að núna ráði hann. Og ég má hundur heita að Össur hafi ekki áttað sig á þessu á sekúndubroti.
Þó ég hreyti ýmsu í kallinn í ergilsi mínu, eða leiðindum, þá veit ég að hann er stjórnmálarefur af guðs náð, og maðurinn sem skapar.
Spurningin er hvað er hann að skapa núna????
Ef ég væri VG liðar þá myndi ég fara að lesa bloggið mitt til að rifja upp rökin gegn ICEsave og AGS, það er styttra í að þeir þurfi að fara nota þau en þá grunar.
Ég ætti kannsi að bjóða þeim að halda námsskeið, svona í gegnum fjarfundabúnað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.3.2011 kl. 09:18
Ég held að XS geta bara snúið sérð að XD ef þessi bóndi verður með einhverja stæla.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.