22.3.2011 | 17:59
Þessi frétt er öfugmæli.
Hlutlaust kynningarefni, og Lagstofnun Háskóla Íslands, rúmast ekki innan sömu setningarinnar.
Það hlýtur að vera krafa okkar tilvonandi fórnarlamba fjárkúgunarinnar, að við fáum líka fjármagn til að kynna málstað þjóðarinnar fyrst að skattfé er varið í að kynna málstað breta og ríkisstjórnarinnar.
Við erum jú ekki ennþá orðin þrælaþjóð, það á að heita lýðræði.
Það er nóg að fjölmiðlar Jóns Ásgeirs, Stöð 2, Ruv og Fréttablaðið, hamri á málstað auðmanna í ICEsave deilunni, það er algjör óþarfi að ríkið borgi til viðbótar áróður.
Ég skora á Samstöðu þjóðarinnar að krefjast líka fjárframlaga úr ríkissjóði, annað er brot á mismunareglu ESB.
Ekki viljum við enn eina kæruna frá ESA????
Kveðja að austan.
Lagastofnun undirbýr Icesave-kynningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://kjosum.is/frettir/2-tilkynningar/48-yfirlysing
Axel Þór Kolbeinsson, 22.3.2011 kl. 19:27
Takk fyrir þetta Axel.
Hlutlaus lögfræðingur getur ekkert sagt annað í kynningu sinni, en að krafan hafi ekki verið dómtekin áður en hún var setti í innheimtu með handafli. Því sé hún samkvæmt orðanna hljóðan, glæpur og ber því að hafna.
Það er jú lögbrot að styðja fjárkúgun, Já í þjóðaratkvæðinu er því glæpur líkt og að taka við þjófsgóssi og koma því í verð.
Vissulega geta verið lagalegar forsendur fyrir kröfunni, en þá ber dómsstólum að skera úr um það.
Og þetta er meinið, þegar lögfræðingar sneiða fram hjá þessum staðreyndum, þá er það eins og þú fengir læknir til að meta starfshætti skottulæknis sem læknar með arzeniki. Jú, vissulega getur það þetta og hitt, og það var mikið notað af gullgerðarmönnum, já og og það er jú ekki vísindalega sannað að það drepi fólk (sbr að enginn gerir slíka tilraun á fólki), og jú vissulega hafa margir verið dæmdir fyrir að eitra með arzeniki, en í ljósi þess að þetta er vinaþjóð okkar, og hún heldur því fram að þetta sé gott og gilt lækningameðal, þó hún hafi engar klínískar rannsóknir við að styðjast, og jú vissulega fæ ég vel borgað fyrir að sjá vafa í málinu, og þó það standi í læknisfræðibókum að arzenik sé eitur, þá getur það vel verið prentvilla, allavega hefur enginn afsannað þá fullyrðingu, og jú, ég myndi ekki fæða börnin mín á arzeniki, en annarra manna börn, það er efinn, ég fæ jú mikið borgað og jú .......
Og spurningin er Axel, myndu aðrir læknar þegja????
Það vita allir lögfræðingar að krafa sem er ekki búið að löghelda með dómi, er lögbrot, hún er fjárkúgun. Og þeim ber skylda til að segja það.
Ekki þegja.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 20:17
Allt er þetta jafnvitlaust. Kúgun er kúgun, lögbrot er lögbrot og það á að stoppa firruna strax, kæra þetta fólk og flytja þær fréttir í RUV. Hvar er ríkissaksóknari?? Við eigum ekkert að eyða peningum og þreki í að skrifa hið óskiljanlega í hvert hús landsins.
Elle_, 22.3.2011 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.