22.3.2011 | 00:59
Mæður sem selja börnin sín.
Hafa alltaf vakið blendnar tilfinningar í huga fólks.
Við vitum öll að mansal tíðkast víða um heim, og öll höfum við megna skömm á því fólki sem selur annað fólk. Ef fórnarlömbin eru börn þá fyllumst við ennþá meiri viðbjóð. Aðeins ómennska og taumlaus græðgi getur útskýrt þá gjörð.
En að selja sín eigin börn, það er of grimmt, of ómennskt, það hlýtur að búa einhver brenglun þar að baki. Hvaða móðir selur sín eigin börn???
Við vitum samt að slíkt er gert í fátækum löndum þar sem fátækt og örbirgð hefur brenglað allt gildismat fólks, og um leið brotið það niður. Ég sá einu sinni viðtal við móðir "teppabarns" sem viðurkenndi að hún hefði fengið sjónvarp fyrir samninginn. Hún týndi fram einhver rök réttlætingar, en það sem hjó mig voru líflaus augu hennar. Ég fór að hugsa um hvort ég hefði rétt á að dæma, þetta var bláfátæk manneskja, sem lifði í algjöru karlasamfélagi, þar sem svona samningar voru gangur lífsins. Átti hún nokkuð val um að láta barn sitt af hendi fyrir sjónvarpið, hver hefðu orðið örlög hennar ef hún hefði sett sig upp á móti hefðinni????
Annað dæmi sem ég get ekki gleymt, er saga stúlku, sem var ekki svo ólík sögu milljóna annarra stúlkna í gegnum tíðina, en hún sló mig því ég sá fórnarlamb viðbjóðsins með eigin augum. Móðir hennar var fíkill, og hún seldi dóttur sína barnunga til að fjármagna neyslu sína. Og það vissu allir af þessu en það gerði enginn neitt.
Hvar lá sökin, hjá dópistanum móðir hennar, hjá sölumönnum dauðans, eða hjá samfélaginu sem lét þetta líðast því það leit bæði á fíkilinn, barnið og þá sem keyptu sér afnot af því, sem úrkast þjóðfélagsins. Stúlkan var þar ekkert undanskilin, og þegar orðin fíkill þegar viðtalið var tekið við hana.
Já, mæður sem selja börn sín vekja blendnar tilfinningar. Á maður að dæma þær, eða getur maður hugsað þær hugsanir sem gætu bætt aðstæður þeirra. Þá á ég við að styðja "góð" öfl í þessum heimi, ekki arðræningja og gróðasvín.
Og alla þá Leppa og Skreppa sem segja að ekkert sé hægt að gera.
En aldrei gat ég ímyndað mér í minni svörtustu svartsýni fyrir nokkrum árum, jafnvel fyrir 2 árum og 6 mánuðum síðan, að ég myndi upplifa þessu blendnu tilfinningu gagnvart mæðrum búandi á Íslandi.
Þá er ég að tala um ICEsave mæðurnar, þessar ungu vel menntuðu konur sem nota vit sitt og þekkingu til að ljúga fjárkúgun upp á þjóð sína, vitandi það ef hún er samþykkt, að hún muni valda efnahagslegu gjaldþroti landsins.
Og þá munu börn þeirra þjást, þau munu hvorki njóta þeirrar menntunar og velferðar og mæður þeirra ólust upp við. Og þau mun lenda í að greiða þessa fjárkúgun og AGS braskaralánið um ókomna tíð.
Eða þá að þau geri uppreisn, blóðuga uppreisn líkt og þrælar allra tíma hafa reynt að gera til að endurheimta frelsi sitt.
Ég las blogg við frétt á Eyjunni þar sem ung fréttakona, mætti æf inn til að skamma mann sem bar það uppá hana að hún væri á mála hjá auðmanninum sem kostaði Pressuna. Hún hélt nú ekki, hún styddi fjárkúgunina af fúsum og frjálsum vilja, og hún gæti alveg logið til um hana án þess að fá borgað fyrir.
Annað nýlegt dæmi er þegar ungur lögfræðingur skrifar blekkingargrein á Vísi.is þar sem hún hræðir þjóðina á einhverju voðalegu, sem við nánari lestur er víst leið réttarríkisins við að skera úr um ágreining. Og hún segir okkur sek, þess vegna sé betra að gefast upp fyrir fjárkúguninni, en að láta hina ógurlegu dómsstóla dæma okkur til vítisvistar.
Rök hennar eru líkt og ef lögreglan bankaði upp hjá okkur og segði okkur hafa myrt mann. Ef við í forundran hefðum spurt hana hvaða mann, og þegar okkur hefði verið tjáð nafn hans, þá segðumst við aldrei hafa séð hann, hvað þá heyrt nafn hans getið. Svo passaði lýsing vitna engan veginn við raunveruleikann, bæði hefðum við ekki komið til bæjarins þar sem hið meinta morð átti að vera framið, sem og hitt að í fréttum hefði verið sagt að hið meinta andlát hefði verið áfengisdauði, ekki alvöru dauði. Eins hefði vitnið haldið því fram að gerandi væri daufdumbur Pólverji, blakkur á hörund, líklega gyðingur. Ekkert af þessu ætti við okkur.
Þar með ætti málið að vera úr sögunni, allar staðreyndir málsins mæltu gegn því að við værum sek. En þá kæmi Grýlan sem ekki væri hægt að horfa framhjá, við yrðum samt ákærð, og af síðustu 29 málum þá hefði 27 af þeim leitt til sakfellingar. Þess vegna yrðum við örugglega dæmd til þyngri refsingar en ef við játuðum strax upp á okkur hinn meinta glæp, það skipti engu máli þó maðurinn væri ekki dauður.
Svona fjarstæðu er íslensku þjóðinni boðið uppá í dag. Og hundruð kvenna mæta á feisið og tjáðu ánægju sinni yfir svona skeleggjum málflutningi.
Því verður ekki á móti mælt að voldug öfl hafa hag af að þessi fjárkúgun verði neydd upp á íslensku þjóðina. Og þau hafa kostað mikið til. Í því ljósi verður að skoða nasverjana í íslensku rithöfundarstéttinni sem fþurfa sitt fóður.
En hvað rekur ungar mæður til að styðja hina grímulausa fjárkúgun.
Vita þær til dæmis ekki að nú þegar skuldar þjóðin gífurlega fjármuni, það er ef AGS braskaralánið er tekið með. Og við erum algjörlega háð lánardrottnum okkar um endurfjármögnun.
Vita þessar söluóðu mæður ekki hvað felst í þessari klausu????
"- »Að aldrei verði um vangreiðslu að ræða á þessum samningum og að ef einhver önnur lán íslenskra stofnana falli í vanskil, þá gjaldfelli það þennan samning« ( 4.5.b vii) -
»Að breyta ekki lögum um ríkisábyrgð« eða (þau ekki) sniðgengin með þjóðaratkvæðagreiðslu... og kveða á um skilyrðislausa og skýlausa heimild fyrir þeirri skaðleysis-skuldbindingu sem tilgreind er í VI. gr...« (7.1.a ii) ".
Að við minnstu vanskil af öðrum lánum, þá er skuldabréf upp á 640 milljarða miskunnarlaust gjaldfellt á þjóðina. Varla halda þau að þetta ákvæði hafi verið sett inn í samninginn til að það yrði ekki notað????
Eða að þjóð sem ræður ekki við skuldir sínar, að hún bætir ekki á þær???
Já, það eru blendnar tilfinningar sem maður ber til slíkra mæðra. Maður veit að körlum hættir oft til að vera óttaleg fífl sem hugsa ekki fram fyrir nef sitt. En konur, mæður, skuli ekki bara styðja þessa ógn við framtíð barna þeirra, en að þær skuli hreinlega berjast fyrir skuldaþrældómi þeirra.
Ekki útskýrir aldalöng fátækt eða örbirgð þessa niðurlægingu.
Ekki stjórnlaus vímuefnaneysla, eða annað sem eyðir siðkennd fólks.
Hvað er það, hvað veldur þessum stuðningi við mannvonsku og kúgun, núna þegar 21 öldin hefur gengið í garð???
Eiga þessar mæður sér einhverja afsökun???
Ég veit ekki svarið, það er ekki ofmælt að slá því fram að ég ber blendnar tilfinningar í brjósti til þeirra.
Þetta er svo óskiljanlegt að það hlýtur einhver brenglun að búa að baki.
En hver hún er má guð vita.
Og mér er það til efs að hann viti svarið.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 609
- Sl. sólarhring: 632
- Sl. viku: 6340
- Frá upphafi: 1399508
Annað
- Innlit í dag: 522
- Innlit sl. viku: 5377
- Gestir í dag: 478
- IP-tölur í dag: 472
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
flot skrif hja ter , eg er inilega sammala tetta med sjonvarpid er sorglegt sem flestir aettu ad haetta ad horva a sjonvarp tvi tadan kemur oll lygin og heilatvoturin
http://www.youtube.com/watch?v=aFaCvtYEGC8&feature=related
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 09:04
Takk fyrir innlitið Helgi.
Það er alltílagi að fara út í næstu leigu og leigjar Allo, Allo. Þar lærir maður hvernig á að berjast gegn kúgun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 17:46
Ómar, augljóslega lagðirðu mikla hugsun og vinnu í pistilinn, eins og fjölda pistla sem þú hefur skrifað. Málið er ógeðslegt og svo sorglegt að liggur við maður geti ekki orðað það. Ætla ekki að nota þau orð opinberlega sem mig langar að nota yfir þau ómenni sem eru núna við völd.
Elle_, 22.3.2011 kl. 22:13
Blessuð Elle.
Þegar þú þarft að móta samfellda hugsun, sem má ekki orðast í of löngu máli, og þig langar að skrifa langa ritgerð um málið til að taka á sem flestum flötum þess, þá sprettur pistillinn ekki að sjálfu sér, hann er engin ósjálfráð skrift.
Og hann er hugsaður fyrir meltuna, til að fólk fari loksins að kalla hlutina sinum réttum nöfnum, og átti sig á, að það er ekkert sem réttlætir stuðning við glæp. Og andstæðingur okkar á engin rök í málinu, því hann hundsaði leiðir réttarríkisins.
Það er gott að þekkja rökin, og ég skil alveg fólk sem segist vera í vafa, umræðan er svo misvísandi, að segja Já, og greiða lítið, að segja Já, og verða gjaldþrota. Að segja Nei, og sleppa með reisn, að segja Nei, og verða gjaldþrota.
En það eru engin rök í málinu, ekki ef fólk hugsar dæmið betur. Og ég var einmitt að stilla upp einni myndinni um hvernig það fólk er í raun, sem notar þekkingu sína og vit til að ljúga fjárkúgun upp á þjóð sína.
Vegna þess að siðuð manneskja segir Nei, jafnvel þó það kosti hana harm og þjáningar, þá krefst mennskan þess að hún beygi sig ekki fyrir ofbeldi og kúgun, hvað þá að hún setji börn sín í pant til að auðvelda sér lífið í dag.
Þetta er eins og að taka matinn af disk barnanna því þú fékkst ekki sjálfur nóg.
Flestir leggja allt í sölurnar fyrir börn sín, og þeir spá ekki einu sinni í þessa umræðu, þeir segja einfaldlega Nei við ofbeldinu og skuldaþrældómnum. Reyna jafnvel að reka þetta þjóðfélag í nokkur ár án erlendra lána, það er erlendra neyslulána. Fjárfestingin kemur alltaf í það sem er arðbært, hún þekkir enga pólitík.
En það er til fólk, sem er ég um mig frá mér til mín.
Og það vill í ESB, sama hvað það kostar. Sama hvað það gerir börnum sínum, sama hvað það gerir samborgurum sínum. Og það notar öll rök sem það getur týnt til til að réttlæta eigingirnina.
Og það áttar sig ekki á að flest þeirra eru lygi, restin er í besta falli hálfsannleikur.
Eins og til skuli vera nokkur maður sem ræðir ennþá lagaálit ESA, sem var úrelt á nokkrum dögum. Fyrst sagði kvað framkvæmdarstjórnin skýrt á um að það væri ekki ríkisábyrgð, og nokkrum vikum seinn þá tilkynnti ESA að íslensku neyðarlögin væru í samræmi við EES samninginn, enda ekki annað hægt, það stendur skýrt í samningnum að það megi grípa til neyðarráðstafana.
Samt lýgur menntað fólk í almúgann um að það sé eitthvað að óttast í lagaáliti ESA.
Og svona mætti lengi halda áfram að telja.
Það besta sem maður getur gert Já fólkinu, er að vorkenna því, vona að það mannist einhvern tímann.
En ICEsave mæðurnar skil ég ekki.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.