21.3.2011 | 22:31
Uppreisn fólks gegn auðráni AGS heldur áfram.
Íslenska ríkið borgar núna aðeins rúmlega 70milljarða í vexti af lánum sínum sem aðallega eru til komin vegna fjármálahrunsins.
Er ekki eðlilegt að borga þessa vexti spyrja margir, við skuldum svo mikið??
Svarið er Nei, í frjálsum löndum hins vestræna heims voru stýrivextir keyrðir niður í núllið svo fjármagnið sogaði ekki til sín vexti, þegar enga vexti var að fá. Þar vissu menn eins og er að forsenda vaxtagreiðslna væri heilbrigt atvinnulíf. Ekki atvinnulíf stöðnunar og samdráttar.
Þá glatast ekki aðeins vinna og eignir fólks, fjármagn glatast líka. Lágir vextir eru því allra hagur. Enda leiðin sem var farin í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og víðar eftir að fjármálakreppan mikla skall á.
Lágir vextir og peningaprentun til að halda efnahagslífinu gangandi eru skýring þess að þessi mesta fjármálakreppa sögunnar olli ekki um leið algjöru hruni efnahagslífsins.
En í ófrjálsum löndum, löndum sem lentu í klóm AGS, var fjármagnið sett í forgang, og löndin fest í skuldagildrum. Hér á Íslandi gerði efnahagsáætlun sjóðsins ráð fyrir að 160 milljarðar færu í vexti á þessu ári.
Þá værum við ekki að ræða um niðurskurð í skólakerfinu, við værum að útfæra lokun skóla, og lokun sjúkrahúsa. Og hið opinbera væri að greiða laun sem ekki dygði til framfærslu. Þannig var ástandið í Argentínu eftir tveggja ára kúgun AGS.
Þá gerði Argentínska þjóðin uppreisn og rak leppa AGS frá völdum.
Og lét fólk, ekki fjármagn hafa forgang.
Á Íslandi er sama uppreisn hafin. Fólk lætur ekki bjóða sér að fjármagn sé fóðrað með niðurskurði á menntun barna þess. Og fyrir nokkrum mánuðum lét fólk á landsbyggðinni ekki bjóða sér lokun sjúkrahúsa til að fóðra þetta sama skrímsli.
Og þann 9. apríl mun þjóðin segja Nei við fjárkúgun breta, og í kjölfarið mun ríkisstjórnin falla.
Og þá, og þá mun AGS skrímslið vera hrakið úr landi.
Og fólk, ekki fjármagn mun hafa forgang.
Uppreisnin er þegar hafin.
Kveðja að austan.
Rúmlega 6 þúsund skrifað undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir þenna pistil Ómar, sem og hina fyrri. Mér finnst þú koma aðalatriðunum vel á framfæri hér og við værum fátækari án þín :)
Elinborg K. Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 23:04
Mæltu manna heilastur ,, sem þú ert (:-
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2011 kl. 23:44
Takk fyrir innlitið stöllur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.3.2011 kl. 01:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.