21.3.2011 | 15:26
Húmor á hæsta stigi hjá þingflokki Vinstrigrænna.
Þau treysta að Lilja og Atli styðji áfram "styðji þau áfram ríkisstjórnina og uppbyggingu landsins úr rústum nýfrjálshyggju- og einkavæðingarstefnunnar."
Yfirlýsing Lilju og Atla var ein allsherjar gagnrýni á þessa uppbyggingu, sem þau kalla að "forysta núverandi ríkisstjórnar fylgir gagnrýnislaust þessari stefnu sem miðar að því að verja fjármagnskerfið og fjármagnseigendur á kostnað almennings og velferðarkerfisins"
Maður skyldi ætla að þetta væri sú leið sem Nýfrjálshyggjan hefði viljað fara að endurreisa fjármagnskerfið á kostnað almennings og velferðar.
Segir kannski allt sem segja þarf um veruleikafirringu sem hrjáir þetta aumkunarverða fólk sem seldi þjóð sína í skuldahlekki fjármagnsins.
Það skilur ekki ennþá baun í bala af hverju samviska flokksins yfirgaf hann þegar fullreynt að engu yrði þokað til betri vegar, og jafnvel stjórn Sjálfstæðisflokksins er betri en þessar hörmungar.
Það má færa rök fyrir að stefna AGS séu ekki bein svik við stefnu Sjálfstæðisflokksins líkt og hún er við stefnu vinstri og félagshyggjumanna. En ég veit um leið að mjög margir Sjálfstæðismenn eru ekki sammála því.
Í raun eru fáir sem verja óhæfuverk AGS nema blindir stuðningsmenn VinstriGrænna. Allt heiðarlegt fólk hefur á þeim megnustu skömm.
Og uppgjör við sjóðinn er stóra málið í hinum vestræna heimi, núna þegar blóðsugustefna hans er farin að bitna á okkur Vesturlandabúum eins og hún hefur gert gagnvart íbúum þriðja heimsins um langan tíma.
Mannvonska og mannhatur eiga undir högg að sækja í heiminum, fólk vill réttlæti og frelsi, frelsi frá skuldum auðmanna og frelsi frá arðráni auðfyrirtækja sem engu eira.
Brotthvarf Lilju og Atla eru dæmi um þessa þróun, mótmælin í Lýbíu og Sýrlandi eru önnur dæmi.
Á morgun verður uppreisn á Írlandi, og í Grikklandi, þar á eftir munu Spánverjar og Portúgalar rísa upp.
Uppreisn almennings gegn kúgun og arðráni er hafin, og hún verður ekki stöðvuð.
Ógæfufólki hjá VG skilur ekki þessa þróun og mun óhjákvæmilega verða undir, kastað á haugana eins og hverju öðru rusli.
Engin þjóð hefur neitt að gera við stuðningsmenn fjárkúgunar og arðráns.
Þingflokkur VG er að fara í langt frí.
Ævilangt frí.
Kveðja að austan.
Halda áfram í ríkisstjórninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 16
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 2656
- Frá upphafi: 1412714
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2318
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Ómar; æfinlega !
Jú; hví skyldi þetta úrkast mannlífsins (''VG''), ekki hafa kímnigáfu nokkra, að minnsta kosti, fyrir sjálfum sér, Helvízk ?
Meira að segja; þeir Stalín, og Kalínín félagi hans, austur í Sovétríkjunum, sáust brosa öðru hvoru - nema; það hafi einungis verið, þegar gripavagnar fóru, full lestaðir af andstæðingum þeirra, í Gúlögin, austur þar, fornvinur góður ?
Með kveðjum góðum, sem jafnan, austur í fjörðu /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 15:40
Það verður ekki tekið af Steingrími að hann er örugglega þrjóskasti maður sem að fyrirfynnst á landinu, hvenær ætlar hann að fatta það að samfylkingin er það vonlaus samstarfsaðili í öllu sem varðar heilbrigða skynsemi.
valgeir einar ásbjörnsson (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 16:52
Steingrímur er ekki bara þrjóskur ,hann er líka heimskur eins og allar hans aðgerðir bera vott um í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur síðan hann tók illu heilli við starfi fjármálaráðherra.Ég hef allavega ekki séð vitglóru í neinu sem hann hefur gert.Það væri gaman ef einhver getur bent á eitt atriði sem þessi mann ómynd hefur gert af viti í þessu starfi.Hann myndi aðeins bjarga andlitinu ef hann hundskaðist frá strax og léti starfið eftir einhverjum sem hefur vott af heilbrigðri skynsemi.
Alfreð (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 18:25
Mér finnst að framkvæmdavald eiga að vera aðskilið frá Löggjafvar. Einstaklingar séu kosnir á Alþingi til hagsmungæslu fyrir fólkið og til að tryggja að framkvæmir séu vegna fólksins þeir geta mynda bandlög fyrir vegna stórmála. Þegar Framkvæmdavalið vil fá samþykki fyrir einhverju þá setur það fram kosti og gall þess. Einstaklingar geti svo bætti við kostum og göllum þá sé kosið og niðurstaðan sé hlutlaus. Til að kom í veg fyrir að minnihluti geta kúgað meirihlutana í flokksklíku. Samanber hvernig Nasistar Í Þýskalandi komstu til valda. Málamiðlanir og baktjalda maki sem eru í eðli sínu hrossakaup á eyrinni eru ólíðandi. Fyrir fólkið vegna fólksins á öllum tímum. Franska stjórnarbylting.
Júlíus Björnsson, 21.3.2011 kl. 19:06
Takk fyrir innlitið félagar.
Sitt sýnist hverjum, minni á grein mína um óvininn, það er auðvelt að kenna verkfærum um, á meðan sá sem stýrir þeim sleppur.
Júlíus, einstaklingakjör er engin lausn, líklegast er auðveldara að spila með þá en flokka, og fjársterkir aðilar geta ráðið því sem þeir vilja ráða. Þegar einn er eyðilagður með spillingarstimpil, þá er sá næsti hannaður.
En húsbóndinn alltaf sá sami.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 19:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.