21.3.2011 | 14:03
Lilja og Atli minnast ekki á glæpinn.
Glæpinn sem forseti Íslands vísaði til þjóðarinnar í nauðvörn sinni því samkvæmt lögum verður hann að skrifa upp á lög, líka þau sem eru glæpsamleg, fjalla um glæp.
ICEsave ríkisábyrgðin fjallar um löghelgun á grímulausri fjárkúgun, einhliða kröfu sem framfylgt var með hótunum, þvingunum, og mútum til íslenskra stuðningsmanna Evrópusambandsaðildar.
Þingmenn sverja þann eið að vernda stjórnarskrána, vernda lögin, vernda sjálfstæði þjóðarinnar.
Að geta sagt skilið við ríkisstjórn lögleysunnar án þess að minnast á glæpinn einu orði, er dálítið sérkennilegt.
Hefur það eitthvað að gera með stuðning viðkomandi þingmanna við hana????
Allavega, ef þeir vilja fá brautargengi til að vinna að góðum málum í komandi kosningum, þá verða þeir að gera upp stuðning sinn við ríkisstjórn AGS. Og það eins heiðarlega og þeim er unnt.
Sá hluti þjóðarinnar sem kýs lygar og lögleysu, kúgun og arðrán, hann mun ekki kjósa Lilju og Atla. Enda vilja þau ekki skuldaþrælka þjóð sína.
En sá hluti sem vill heiðarleika, og framtíð handa börnum sínum, hann kýs fólk.
Heiðarlegt fólk.
Heiðarlegt uppgjör er því forsenda áframhaldandi pólitískra starfa þeirra Atla og Lilju.
Og þau hafa takmarkaðan tíma til þess.
Tími uppgjörs er rétt að skella á.
Þjóðin mun segja Nei við ICEsave, Nei við auðráni. Nei, við lygum og blekkingum.
Og þar með er ríkisstjórn AGS búin að vera, Samfylkingin og VinstriGrænir munu gista glatkistur sögunnar, þar sem þeir lenda sem gátu breytt rétt, en gerðu órétt.
Þar sem allir kúgarar og stuðningsmenn þeirra lenda að lokum.
Nýir tímar eru að renna upp á Íslandi.
Kveðja að austan.
Vilja ekki vinna í þessu umhverfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yes ! Nýir tímar eru að renna upp á Íslandi.
Kosningar STRAX!
Kristinn M (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 14:33
Heill og sæll félagi góður.
það er alltaf gott þegar fólk sér af sér í hita leiksins það mátti búast við þessu en ég hefði viljað sjá þetta mikið fyrr,það sjá þetta kannski þeir sem voru blindir á það að ríkisstjórnin væri ekki að bjarga neinum öðrum en hrunameisturum bankana með glæpsamlegum hætti þeir sem ekki sjá það eru ekkert annað en þjóðarskömm.
Jón Sveinsson, 21.3.2011 kl. 14:40
Blessaðir félagar, það eru fróðlegir dagar í vændum.
Ef Lilja og Atli stíga skrefið til fulls, þá munu jafnvel tornæmustu jarðskjálftamælar nema "Huuuh", hið mikla feginsandvarp sem mun koma frá brjóstum ótal vinstri og félagshyggjufólks.
Sá sem þolir sannleikann, sá sem segir sannleikann, hann mun uppskera.
Æru, sæmd, heiður, og stuðning þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 14:49
Stórmerkilegt að þau minntust ekkert á ICESAVE kúgunina, Ómar. Við hverju öðru var þó að búast af Atla núna, manninum sem hefur sættst á ICESAVE, hefur aldrei sagt NEI, heldur JÁ?
Elle_, 21.3.2011 kl. 19:07
Veit ekki Elle, en ég allavega minnti þau á hann.
Finnst hinsvegar ekki líklegt að þau hafi lesið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 19:42
Ómar, í eftirfarandi kom fram af fréttamanni að ICESAVE hafi verið eitt af málunum sem Atli og Lilja voru ósátt við. Og þarna fannst mér ég aftur sjá mannlegu hlið Atla Gíslasonar.
Stjórnmálamenningin vanþróuð
Elle_, 21.3.2011 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.