Er hegðun Gaddafis svarið???

 

Að sprengja alla í loft upp sem ógna manni, eða manni er illa við.

Já, segja Bandaríkjamenn og styðjast þar við hernaðartækni, loftárásirnar sem nasistar kynntu fyrir heimsbyggðinni í spænska bænum Guernica, svo eftir var tekið. 

Já segir Al Qaida, sem mætir meintum óvinum Islam með því að sprengja upp hús þeirra, flugvélar eða lestir.

Ég segi Nei, en það skiptir ekki máli, á það er ekki hlustað.

En mér fannst samt að segja frá því.

Kveðja að austan.


mbl.is Ráðist á stjórnstöð Gaddafis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Kunna þeir engin önnur ráð ? Er tungan týnt afl,þorir enginn að panta tíma og fara á fund forseta,æi þetta er barnalega hlægilegt Kveðja.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2011 kl. 09:23

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Það verður að stoppa yfirgang og ofbeldis-ofríki Gaddafis og hans liðs gagnvart almenningi. Taka af honum völdin og færa þau öðrum heilbrigðum Líbýu-búum með kjörinn foringja.

 Það er ekki gert með því að eyðileggja allt í Líbýu!

 Líbýu-búar eiga þessar byggingar og það er ekki í þeirra þágu að eyðileggja allt varnarkerfi þeirra. Það verður að finna aðrar aðferðir til að hjálpa Líbýu-búum. Þeir eiga að geta haldið áfram að lifa í landinu sínu með stjórnanda sem sýnir mannúð.

Það verður að vera tilgangurinn með aðgerðum.

 Þeir sem eyðileggja allt núna á fölskum forsendum valda-græðgi-ofríkis þurfa að svara til saka seinna. Úlfar í sauðagæru komast ekki langt í dag með slíka fornaldar-grimmd. Það er 21 öldin núna. Þetta verður að vera upphafið að endi hernaðar-yfirburða og ofríkis í heiminum. Veröldin er orðin of tæknivædd og eiturefna-byggð til að svona hernaðar-villimennska gangi upp fyrir nokkurn. Það þarf ekki mikið útaf að bera til að eitur-efni tortími öllu lífi á jörðinni. Það er bara staðreynd sem ekki verður flúin.

 Heimurinn þolir ekki meira ofbeldi. Þetta er síðasta tækifæri mannskepnunnar til að koma á siðmenningu og friði. Almenningur í heimsbyggðinni sér ekki tilgang að lifa og sætta sig við svona ranglæti í upplýstum heimi. Það verða valda-sjúklingar heimsins að skilja. Annars tortíma þeir bæði sjálfum sér og öðrum með að eyðileggja alla samfélags-keðjuna í heiminum. Fólk sættir sig ekki við svona ofbeldi lengur, eðlilega. Til hvers ætti að sætta sig við það? Ekki til neins.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2011 kl. 09:50

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið stöllur.

Anna, ég er stoltur ef pistill minn hafi verið kveikjan af þínum þrumulestri, en allavega fyllir hann vel upp í þá mynd sem ég var að reyna að teikna upp.

Þess má geta að við höfum dæmi um þar sem vopnaðir herir hafa komið geðveikum harðstjórum frá völdum, án þess að sprengja heimamenn í leiðinni.

Hermann frá Tansaníu hröktu Idi Amin frá völdum, þá slógust herir og her harðstjórans var fljótur til að lúffa.  Eftir það héldu Tansaníumenn heim á leið.  

Og Víetnamar losuðu heiminn við sína mestu smán, Rauðu Khemarna.  Þeir réðust á heri þeirra, ekki almenning.  Og fóru svo heim, reyndar með smáinngripum í stjórnmálin.  En þeir sem þeir studdu til valda voru ekki blóðug skrímsli.

Lausn á ofbeldi er aldrei ofbeldi, og það fer hver að verða síðastur að fatta það.  En það þarf að verjast, og það þarf að senda harðstjórum skýr skilaboð að hegðun þeirra sé ekki liðin.  En þeir eiga að fá þau skilaboð, ekki þegnar þeirra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband