20.3.2011 | 08:48
Er einhver hjálp fólgin í því að sprengja í loft upp????
Var ekki verið að gagnrýna Gaddafi einmitt fyrir það. Að hann væri að sprengja í loft upp andstæðinga sína????
Afskipti af borgarstríði eru alltaf vandmeðfarin. Að taka afstöðu með öðrum aðilanum leiðir sjálfkrafa til þess að þú færð hinn aðilann uppi á móti þér. Þú ert þar með orðinn þátttakandi í borgarstyrjöldinni líkt og gildir um afskipti Vesturveldanna í Afganistan
Og þá skiptir það engu máli að halda því fram að tilgangurinn sé göfugur, sá sem þú drepur er alltaf jafndauður fyrir það.
Fréttirnar frá Lýbíu benda til þess að leiðtogar Vesturlandanna hafa ekkert lært. Enda kannski öðru að búast af mönnum sem leyfðu tiltölulega fámennum hópi braskara og gerviauðmanna, ræna lönd sín þannig að allt fjármálakerfi þeirra stendur á brauðfótum.
Það er eins og þeir hafi ekki áttað sig á að umboð þeirra fólst í að verja almenning fyrir sprengjum, ekki að þeir sjálfir ættu að sprengja.
Og það er miður.
Kveðja að austan.
Sprengjum varpað á flugvöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefði nú ekki verið gott ef alþjóðasamfélagið hefði ekki gripið inní í fyrrum Jugóslavíu þegar serbarnir voru að slátra öllum drengjum og mönnum sem voru ekki af réttri "gerð" . Þar hefði að sjálfsögðu átt að grípa miklu fyrr inní,hefðu getað bjargað mörgum mannslífum. Lífið er ekki alltaf annaðhvort svart eða hvítt.
Alfreð (IP-tala skráð) 20.3.2011 kl. 11:53
Og hvað átti að gera???
Sprengja alla Serba upp fyrirfram. Dauðinn spyr ekki um hvort að sá sem færir honum feng, hafi sverð réttlætis í hendi.
Það er ákaflega mikill munur í því fólginn að verja fólk, hjálpa fólki, svara árás og svo framvegis, og því að að gera árás á fyrra bragði.
I reynd grundvallarmunur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2011 kl. 13:01
Sæll, Ómar. Í fyrsta orði: Til hamingju með frábæra frammistöðu Jóns Helga Egilssonar í Silfri Egils í dag!
En að ofangreindu máli, í framhaldi af orðum þínum kl. 13.01: Hefur ekki Líbýuher verið í því að gera sínar loftárásir að fyrra bragði? Hafa ekki orrustuþotur þeirra gert árásir á Benghazi? Skutu þeir ekki niður eina þotu líbýskra andstæðinga í gær? Er ekki landherinn að taka hverja borgina á fætur annarri? Komast menn hjá slátruninni með því að sitja hjá og horfa á velþjálfaða heri gera út um málið, auk ófyrirleitinna málaliða sem skjóta almenna borgara við mótmæli þeirra úr launsátri? Efastu um andstöðu Líbýuþjóðar? Viltu áframhaldandi Ghaddafístjórn? Er hún lögmætari en lýðræðishreyfing almennings? Tók ekki Ghaddafí völdin í valdaráni?
Var einhver að tala hér um að "sprengja alla Serba upp fyrirfram"? Ekki hann Alfreð. Brugðust ekki ESB-ríkin í Júgóslavíu-stríðsaðgerðunum?
Svo leyfi ég mér að efast um réttmætið í fyrirsögn pistils þíns: "Er einhver hjálp fólgin í því að sprengja í loft upp????" – Er ekki hjálp í því að lama flugher Líbýu á jörðu niðri og skemma flugbrautir hans? (sbr. fréttina). Gæti þetta ekki leitt til friðsamlegri uppgjafar stjórnvalda en ella?
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 20.3.2011 kl. 15:00
Blessaður Jón Valur.
Ég held að þú hafir ekki náð því sem ég var að benda á en þú nærð því samt ágætlega af hverju ég er að benda á þetta.
Svona í það fyrsta þá er ég ekki að mæla gegn því að almennir borgara njóti verndar fyrir vígamönnum, þvert á móti. En það er ekki sama hvernig það er gert, og afskipti af borgastríði eru alltaf vandmeðfarin.
Þú lýsir ágætlega hvað einræðið í Lýbíu hefur gert til að halda völdum, í sjálfu sér sama eins og aðrir sem nota vopn til að halda völdum eða ná fram markmiðum sínum. Og menn komast upp með það á meðan ekki neitt voldugra grípur inní.
Ef það er hægt að réttlæta inngrip með tilvísun í morð og hermdarverk, að öflugri aðilinn hafi gert loftárásir af fyrra bragði svo ég vitni í þig, þá hverfur sú réttlæting um leið og sá sem verndar grípur til vopna og sprengir af fyrra bragði. Á því og að verjast árásum, er grundvallarmunur. Vissulega má vel vera að slíkt sé taktískt frá hernaðarsjónarmiði, að mæta og sprengja, en það er enginn munur fyrir þann sem dó, hvort það var Gaddafi eða Nató, sem kastaði sprengjunum. Og hafi það verið rangt hjá Gaddafi þá er það jafn rangt hjá hinum.
Menn eru að klikka á þessu í Lýbíu, alveg eins og menn eru að klikka á þessu í Afganistan, Írak og víðar, menn nota drápstaktík andstæðinganna, og réttlæta það með vísan í að þeir hafi réttlátan málstað að verja, að hinir séu vondir. Málið er að þessir "hinir", eins og allir vita sem hafa horft á Lost, álíta þá vonda, þessa hina hina. Og það að drepa að fyrra bragði í þágu "réttláts" málstaðar er eitt megineinkenni hryðjuverkamanna.
Og fyrir fórnarlömb sprengnanna er engin munur á þeim og Vesturlöndum. Vesturlönd beita óhóflegu afli í skjóli tækniyfirburða og sprengja jafnt seka sem saklausa, myrða fólk með öðrum orðum.
Og slíkt eldur af sér nýtt hatur, nýja kynslóð "hinna" sem vilja drepa okkur.
Hvað varðar andsvar mitt við Atla, þá finnst mér það ákaflega heimskulegt að bera saman loftárásirnar á Serbíu saman við það sem er að gerast í Lýbíu. Þar voru Serbar að herja á nágrannaþjóðir sínar. Og það er álitamál hvað þessar loftárásir höfðu að segja. Allavega var vendipunkturinn fyrir Króata þegar Kaninn útvegaði þeim vopn og þjálfaði her þeirra. Krainja hérað var endurheimt í kjölfarið. Og Bosníumenn voru í helgreipum Serba vegna vopnasölubanns ESB á landið. Þið eruð svo miklir aumingjar sagði Tatcher um eftirmenn sína, að þið grípið ekki inn í og stöðvið vopnaða drykkjuhrúta, þið meinið líka fórnarlömbum þeirra að verja sig.
Það er alveg vitað að ef vopnaðar hersveitir hefðu verið sendar til Bosníu, þá hefði ekkert Sebrinca orðið. Því það er það sem málaliðar og drykkjuhrútar vita, að vopnaður hermaður skýtur á móti.
En það er lengi hægt að láta samlanda sína þjást á meðan loftárásir murka úr þeim lífið. Vígamenn sem myrða óvopnað fólk má skjóta á færi, en gjörðir þeirra réttlæta ekki að saklaust fólk sé sprengt í loft upp.
Slíkt er alltaf hryðjuverkaháttur.
Og það þarf enginn að vera hissa að aðgerðir þessar eru harðlega gagnrýndar af þeim þjóðum sem báðu almenning í Lýbíu griða, sbr gagnrýni Afríkusambandsins og Arababandalagsins.
Þeir héldu að fólk myndi stýra verndinni, en fátt slíkt hefur sést á ferli eftir að Tatcher fór frá völdum. Og þess vegna er þeim að takast að afla Gaddafi samúðar.
Nema þeir átti sig í tíma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2011 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.