19.3.2011 | 16:56
Óvinurinn er aðeins einn.
En við berjumst við hann á mörgum vígstöðvum
Við berjumst við hann í ICEsave landráðunum.
Við berjumst við hann þegar hann ætlaði að afleggja sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni.
Við berjumst við hann þegar hann neitar skuldurum þessa lands um réttlæti, það er ef þau heita Jón og Gunna, en ekki séra Jón og lady Guðrún.
Við berjumst við hann þegar hann skaðar menntun barna okkar.
Og við berjumst við hann á öllum sviðum þjóðlífsins þegar við andæfum ofursköttum, niðurskurði, sjálftöku og öðrum þeim meinsemdum sem óvinurinn iðkar.
Í dag fara 70 milljarðar í fjármagnið, þar eru peningarnir sem okkur vantar í skólanna, í heilsugæsluna, í mat handa sveltandi fólki.
Hefði forseti Íslands ekki vísað ICEsave fjárkúgun 2 í þjóðaratkvæði, þá værum við að greiða 162 milljarða í vexti á þessu ári samkvæmt því sem fjármálaráðuneytið áætlaði áður en þjóðin sagði Nei við lögleysunni.
Hvernig heldur fólk að menntun barna okkar væri, heilsugæsla eða önnur opinber þjónusta ef 160 milljarðar af tekjum ríkisins færi í fjármagn, bara í vexti, þá eru afborganir braskaralánanna eftir???
Við skulum gera okkur grein fyrir að óvinurinn hefur ekki gefist upp, hann er að þröngva ICEsave 3 ofaní kok landsmanna. Og brátt falla braskaralán AGS.
Þá mun grátandi Jóhanna mæta í sjónvarpið og hvetja til þjóðarsáttar um sölu almannaeigna og einkavæðingu almannaþjónustu líkt og forsætisráðherra Grikklands gerði á dögunum að boði óvinarins.
Því þegar skuldagildran er smollin, þá eigum við ekkert val, annað en að borga skuldir okkar, eða gera uppreisn gegn skuldaþrældómnum.
Þess vegna er betra að fólk átti sig því við hvern er verið að glíma, og samhæfi aðgerðir sínar.
Við þurfum að segja Nei við ICEsave, við þurfum að hrekja þá stjórnmálamenn frá völdum sem taka dautt fjármagn fram yfir menntun og heilsugæslu barna okkar.
Okkur ber skylda til þess að gera þetta, með því að skapa líf, þá tókumst við á hendur ábyrgð, ábyrgð að vernda þetta líf og skapa því mannvænlega framtíð.
Ekki að gera það að skuldaþræl sem á engin réttindi, ekkert tilkall til menntunar og heilsugæslu. Aðeins látlaust strit fyrir fjármagnið.
Fjármagnið er ekki guð, það er ekki einu sinni lifandi, hvað þá að það hafi sjálfstæðan vilja. Það er eins og styttur blótgoðanna forðum, átrúnaður sem fylgjendur þess halda að krefjist blóðfórna.
Blóðfórna okkar, blóðfórna barnanna okkar.
Fjármagnið er ekki óvinurinn, heldur þeir sem dýrka það með blóði, blóði samborgara sinna, skuldaþrældómi þeirra og niðurbroti samfélags okkar.
Þetta eru heiðingjar, þetta eru villimenn, með hugsunarhátt aftan úr svörtustu forneskju. Og þeir stjórna landinu okkar, þeir fórna börnunum okkar.
Og þá þarf að stöðva.
Og aðeins samtakamáttur okkar stöðvar þá. Við þurfum að standa saman, verjast og berjast.
Og það er ekki svo flókið, maður þarf aðeins að horfa á glókollana sína, og þá veit maður hvað er rétt. Og fær þann kraft sem þarf.
Við segjum Nei við ICEsave, við segjum Nei við þau öfl sem engu eira, hvort sem það er heilsugæsla eða menntun barna okkar.
Og við segjum Já við framtíðinni.
Og tökum stjórn mála í okkar hendur.
Þó fyrr hefði verið.
Kveðja að austan.
Hefja undirskriftir á þaki Æsufells 4 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála, segjum nei við þrældómi framtíðar æsku þessa lands, verum menn til að segja hingað og ekki lengra. Við þurfum að tryggja framtíð barnanna okkar, þess vegna þarf að koma böndum á Samfylkinguna og helst að útrýma henni, þ.e. flokknum ekki fólkinu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2011 kl. 17:39
Gefum ekkert eftir, stöndum saman.
Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2011 kl. 18:15
Að fjármálaráðherra landsins Steingrímur J. skuli enn vera fjármálaráðherra eftir Icesave skandal nr. 2 er hneyksli og gæti hvergi gerst nema á Íslandi. Og til að innsigla skömmina enn frekar mælir hann með Icesave nr. 3. Nei við Icesave er seinasta von okkar að berjast gegn þessari vonlausu ríkisstjórn.
Sigurður I B Guðmundsson, 19.3.2011 kl. 22:25
Ég er alveg sammála, en ég veit ekki hvað ég þoli margar skattahækkanir í viðbót.
Ég er sérfræðingur og ég gæti auðveldlega farið og fengið 2-3 föld laun á við hér og talsvert lægri skatta erlendis.
Þessi ríkisstjórn er mannfjandleg, vilja frekar hækka skatta en að leyfa álver, sorglegt.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 22:40
Ég tek undir það að óvinurinn er einn og hinn sami en hann hefur mörg andlit. Ástandið´gefur tilfinningu líka því og að vera týndur í þoku. Engin rök halda...siðferðið er togað og teygt og fólk lætur telja sér trú um að það eigi að leggja tryggð sína á bankakerfið í stað þess að standa með sjálfu sér og börnum sínum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.3.2011 kl. 23:09
Emil álver skila engu til þjóðarbúsins. Um 1% vinnuaflans starfar við álver þótt mikil orka...fjármagn...og áhætta hafi verið sett í uppbyggingu þeirrar atvinnugreinar.
Álverin sneiða hjá því að greiða skatta í landinu og hirða arðin af auðlindunum...sem þau flytja úr landi.
Alþjóðafyrirtækin sem starfa á Íslandi nota innviði samfélagsins en láta íslenska skattgreiðendur um að byggja þá upp.
Ég furða mig alltaf á fólki sem villl að alþjóðafyrirtæki fái að vaða hér um...menga náttúruna...fella gengið með spákaupmennsku og gengissvindli...og hafa almenninga að féþúfu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.3.2011 kl. 23:14
Ef þau skila engu til þjóðarbúsins afhverju er þá sveitarfélög eins og hafnarfjörður að fá milljarða í skatttekjur af Alcan t.d. ?
Ég er á því að við þurfum erlent fjármagn til landsins, ekki endilega til að fjármagna álver.
Hvernig eigum við að auka hagvöxt á íslandi ? Ég er ekki að segja að ríkisstjórnin eigi að gera það beint heldur óbeint með því að skapa aðstæður fyrir erlent fjármagn til að koma til landsins.
Emil Emilsson (IP-tala skráð) 19.3.2011 kl. 23:23
Heyr, heyr
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2011 kl. 01:16
Takk fyrir heiðarlegt og einlægt blogg sem brennur af heilögum réttlætiseldi!!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 20.3.2011 kl. 04:33
Sæll Ómar, takk fyrir magnaða færslu.
Gunnar Skúli Ármannsson, 20.3.2011 kl. 13:59
Sæll Ómar við segjum nei við IcesaveIII sem fyrsta skref í átt að endurreisn lýðræðisins síðan verður næsta skref að koma stjórnvöldum og einkavinum frá völdum ásamt því að endurskipuleggja stjórnkerfið með fjórflokkinn til hliðar því þar á bæ þekkist ekkert nema sama gamla einkavinaplottið og spilling! Takk fyrir krafta blogg.
Sigurður Haraldsson, 20.3.2011 kl. 14:14
Er erlent fjármagn eitthvað öðruvísi og betra en annað fjármagn.? En til hvers þetta fjármagn? Af hverju nýtum við ekki betur elstu auðlind okkar sem er fiskimiðin? Við værum með öflugt mannlíf og blómlegt atvinnulíf samfara sterkari ferðaþjónustu úti á landi ef við hefðum ekki rænt sjávarplássin lífsbjörginni og gefið hana vinum stjórnmálamanna fyrir framboðsstuðning í alþingiskosningum.
Og gleymum því ekki að við erum heppin að vera ekki búin að stórskemma þorskstofninn vegna ofverndunar og einhverrar úrkynjunar af völdum ofsetinna fiskimiða í átuleysi. Við horfum upp á Færeyinga og við horfum á Rússa og Norðmenn moka upp fiski vegna þess að þessar þjóðir stýra sínum fiskveiðiflota í trássi við fiskifræðingana. Við höfum sætt okkur við það að LÍÚ skipi Hafró að halda skortstöðu í nytjastofnum eins og þorski og ýsu til að halda uppi leigu á kvóta!
Svo eru menn að gapa um að okkur vanti erlent fjármagn til að byggja álver þar sem hvert starf kostar 100-200 milljónir!
Er móðgandi fyrir búskmenn að gera samanburð?
Ætli þeir - ég meina búskmenn- hafi sjálfstæðisflokk og hafi átt sinn Halldór Ásgrímsson að auki?
Árni Gunnarsson, 20.3.2011 kl. 15:33
Það er blátt áfram skelfileg staða að þurfa alla daga að standa á öndinni vegna heimskulegra og/eða glæpsamlegra aðgerða stjórnvalda.
Hitt hefði verið eðlilegra og í alla staði ánægjulegra að taka til máls í umræðu sameinaðrar þjóðar sem nýtur forystu viturra og sanngjarnra stjórnmálamanna sem hún samþykkir, treystir og skilur.
Þjóðar sem tekst á við erfið og krefjandi verkefni djörf, bjartsýn og samhent.
Stjórnvöld eiga ekki að skora þjóð sína á hólm og storka henni.
Árni Gunnarsson, 20.3.2011 kl. 15:51
Takk fyrir innlitið kæra fólk, og afsakið hvað ég kem seint inn, ætlaði að gera það í dag, en þá var sýnt beint, og auðvita horfði maður á litlu stelpurnar vinna, með góðri aðstoð gömlu kellinganna (he he, heppinn að þetta er ekki lesið í mínu nærumhverfi).
Það má orða þennan óvin mannkyns á margan hátt, og vissulega á hann mörg andlit. Margir falla í þá gryfju að flokkstengja hann, en það er staðreynd að félagi Steingrímur er að gera nákvæmlega sama og Árni Matt stóð fyrir, það er að uppfylla kröfur AGS um eyðingu samfélags okkar.
Það er lengi búið að vara við ógninni, þau ágætu samtök Attic hafa verið ötul að vara við skrímslinu sem við hleyptum inn á gafl að kröfu handahafa fjármagnsins. Það var bent á að hlutskipti okkar yrði þrældómur í okkar eigin landi, þrældómur fyrir skuldum, skattaþrældómur fyrir skuldum hins opinbera, og arðrán almannaþjónustu sem yrði einkavædd.
Hvaða vitleysa var sagt, við erum hvít, við erum Evrópuþjóð (næstum því orðrétt haft eftir Þorvaldi Gylfasyni í Silfri Egils). En Írar eru hvítir, Grikkir eru hvítir, og AGS er litblindur. Og Grikkir og Írar eru í Evrópu en AGS kann ekki landafræði.
Hjá þeim kemst aðeins eitt að, þrælkun fjármagnsins. Og það er þegar búið að skipuleggja sölu almannaeigna á Írlandi og í Grikklandi. Almannaþjónustan kemur á eftir.
Sama mun gerast hér á landi. Ekki nema þá að sólin hætti að koma upp, eða við rísum upp og segjum Nei við blóðátrúnaði núverandi ráðamanna.
Eitt að lokum. Fjármagn, hvort sem það er innlent eða erlent, skapar ekki neitt. Það er fólk sem lætur fjármagn vinna.
Og fólk þarf skilyrði, menntun, þekkingu, jákvæða umgjörð efnahagslífsins, og restin mun sjá um sig sjálf.
Aðeins ósjálfstæður maður er alltaf að bíða eftir því eitthvað sé skapað, eða eitthvað sé gert. Sjálfstæður maður metur aðstæður og keyrir á þau tækifæri sem hann sér í stöðunni.
Menn ættu að hafa þetta bakið við eyrað þegar þeir fórna öllu fyrir þessa "erlendu fjárfestingu".
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2011 kl. 20:16
Heldur er þessi orðræða rýr, en dýr!
Er ansi hræddur um að þó ekki væri meira en fyrir fyrstu staðhæfinguna, yrði þér karlinum ófært að sýna fram á sanlleiksgildið, standandi frami fyrir eigin dómara!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.3.2011 kl. 20:53
Margur er hýr, þó hann sé ekki skýr, en samt ekki kýr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.3.2011 kl. 21:56
Takk fyrir góða færslu og ég tek undir hjá öðrum hér, að undanskildum honum Magnúsi G. G.
Fjármagn er leið okkar til að einfalda skipti á þeim verðmætum sem við framleiðum. Fjármagn er því í eðli sínu verðlaust, en er hins vegar ávísun á verðmæti. Að safna fjármagni, fjármagnsins vegna er álíka gáfulegt og að safna strætómiðum, strætómiðanna vegna.
Vegna þess að við notum fjármagn til að skiptast á verðmætum samfélagsins, þá segir það sig sjálft að við þurfum að hafa aðgengi að því. Það er því óumflýjanlegt að í samfélagi þar sem fjármagnsframleiðslan hefur verið afhent fáum einstaklingum, þá mun stjórn þess sama samfélags ÁVALLT taka hagsmuni þessara sömu einstaklinga, umfram hagsmuni samfélagsins í heild. Það er grundvallaratriði að fjármagnsframleiðslan sé í höndum samfélagsins, en ekki fárra einstaklinga.
Einstaklingar mynda samfélög vegna þess að þeir telja hagsmunum sínum betur borgið innan þeirra en utan. Komi hins vegar til þess að þeir telja ekki lengur að hagsmunir þeirra séu varðir, þá mun aðeins tvennt gerast. Þeir munu yfirgefa samfélagið og leita nýrra eða stofna nýtt samfélag frá grunni. Ef þeim er ekki fært að fara, þá munum þeir ÓUMFLÝJANLEGA umbylta samfélaginu.
Fólk reis upp 2008, en þá var það ekki farið að finna fyrir neinu. Núna er hins vegar frost hagkerfisins og kyrkingartak fjármagnsframleiðendanna farið að bíta og fólk að missa tökin á tilveru sinni. Núverandi ráðamenn (þá á ég ekki við ríkisstjórnina) verða að átta sig á því að ef þeir ýta fólki upp við vegg og vekja hjá þeim þá tilfinningu, að það hafi engu að tapa, þá mun afleiðing þess verða ógnvænleg.
Það er ekkert hættulegra en einstaklingur sem telur sig ekki hafa neinu að tapa.
Jón Lárusson, 20.3.2011 kl. 22:20
"Núverandi ráðamenn (þá á ég ekki við ríkisstjórnina) verða að átta sig á því að ef þeir ýta fólki upp við vegg og vekja hjá þeim þá tilfinningu, að það hafi engu að tapa, þá mun afleiðing þess verða ógnvænleg."
Því miður mun ekkert gerast. Það þarf víst meira en að ýta kotbændunum* upp við vegg eða traðka á þeim. Íslendingar eru heimsins svifaseinasta þjóð til að rísa gegn kúgurunum. Marx sagðist fyrir 150 árum síðan efast um að það yrði nokkurn tíma bylting í Rússlandi, því að þar væri bændasamfélag. Samt varð bylting nokkrum áratugum síðar, sem kom bolshevikunum til valda, sem voru sízt betri en Zarinn. Kommúnisminn ríkti í 70 ár í Sovétríkjunum, áður en ný bylting kom (ofan frá).
Búsáhaldarbyltingin kom þessum duglausu og valdasjúku öfgafemínistum og stalínistum í núverandi ríkisstjórn til valda, sem eru ekki hótinu betri en Sjallarnir og Framsókn voru áður. Munu líða enn 70 ár áður en það kemur kerfisbreyting á Íslandi? Hvers vegna er þjóðin ragari við að gera byltingu núna, þegar ástandið er hundrað sinnum verra en 2008?
*) Ath. að ég er ekki að gera lítið úr íslenzkum bændum. Með kotbændur á ég við einstaklinga, sem eru of værukærir til að gera uppreisn gegn ofurvaldinu. Það er hægt að vera kotbóndi í hugsun og búa í andlegum moldarkofa. En við skulum sjá hvað gerist þegar búið er að sópa IceSave, ESB-aðild og ríkisstjórninni burt. Þá kemur það rétta augnablik, þegar alþýða landsins á að rísa upp. Í fyrsta skipti á lýðveldistímanum.
Che (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 01:02
Sumir myndu nú kalla það landráð að teyma þjóð sína í óútreiknanlegt, langdregið og kostnaðarsamt dómsmál með áhættu um stórskaðlega niðurstöðu!
Páll (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 01:39
Blessaður Páll, svo ég byrji á að svara spurningu þinni beint, þá eru landráð ákveðin athöfn sem er skilgreind í lögum. Það kallast landráð að vinna beint fyrir óvinveitt árásar eða kúgunaröfl, sé sú vinna unnin fyrir erlent afl, þá er landráðið þeim mun alvarlega. En þó þú leitir með sterkum kösturum, þá finnur þú ekki neitt í landráðakafla hegningarlaganna um að það sé bannað að einstaklingar, fyrirtæki eða hið opinbera lúti leiðum réttarríkisins. Landráðakaflinn er jú hluti af þeirri umgjörð sem réttarríkið setur
Annað sem vild ég benda þér að að fullorðið fólk veit þess engin dæmi um að fjárkúgari, leiti til dómsstóla um framgang krafna sinna, eftir að sjálf fjárkúgunin hefur mistekist. Hefur eitthvað með að gera að fjárkúgun er ólögleg, og fjárkúgarar alltaf dæmdir af dómsstólum, ekki fórnarlömb þeirra.
Þriðja, fullorðið fólk veit að fjárkúgari, ofbeldismaður, níðingar og aðrir geta oft valdið skaða með athöfnum sínum. En það er hluti af siðmenningunni að standa á móti slíku, og koma böndum á kúgarann. Sem er til dæmis skýring þess að löggjafinn er skýr um að ekki skuli samið við fjárkúgara.
Fjórða, fullorðið fólk veit að stundum fylgir því kostnaður, og eða þjáning að standa á rétti sínum. Það breytir því ekki að það þarf að standa á honum. Það þýðir ekki að láta þá sem afhausa fólk, eða þá sem hóta efnahagsþvingunum, eða þá sem kúga nágrannaþjóðir sínar með hernaði, stjórna gjörðum sínum. Og já, stundum fylgir því kostnaður, jafnvel skaðlegur kostnaður, fer eftir afli og styrk kúgarans.
En það þarf ekki að taka það fram að það var fullorðið fólk sem hindraði að Nasisminn legði undir sig Evrópu og við eigum því að þakka að göngum ekki gæsagang í dag, öskrandi Heil.
Páll, fullorðið fólk trúir ekki Grýlusögum, og fullorðið fólk stendur ístaðið gegn kúgun og yfirgangi.
Þú ættir að íhuga á hvaða aldri þú ert.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 08:19
Cheer up Che, aldrei skal maður segja aldrei, þú ættir að lesa ágætt innslag Björns Birgissonar á öðrum þræði þar sem hann ræðir kosti sauðkindarinnar.
Hún er stórlega vanmetin segjum við sauðirnir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 08:21
Blessaður Jón, ég er sammála því að að nýir tímar krefjist nýrrar hugsunar gagnvart þessu tæki fjármagni. Alræðisvald þess hefur þegar valdið ómældum skaða, og sér ekki fyrir endann á honum.
En ekki veit ég hvað kemur út úr því umróti sem er í dag, smá von að það verði vitrænt, ef fólk ákveður einu sinni að hugsa sjálft, í stað þess að láta misvitra forystusauði leiða sig úr einu feninu í annað eins og félagi í byltingunni, Che lýsir ágætlega hér að ofan.
Fjármagnið er nauðsynlegt, líkt og tækni og þekking. En allt eru þetta tæki mannsins. Þegar það er farið að stjórna, og eða vera markmið í sjálfu sér, þá er stutt í öfgarnar. Það er líkt og trúin er nauðsynleg fyrir sálina, en öfgatrú er alltaf hægt að misnota til slæmra verka, því það fyrsta sem öfgarnar gera, er að slökkva á samvisku og siðkennd.
Það eru öfgarnar sem eru hættulegir, og sú hugsun að tilgangurinn helgi meðalið.
Svona kusu puttar mínir að orða þennan óvin sem á sér svo mörg andlit,
Vissulega má gera það á margan annan hátt og ekki gert til hlítar í stuttum pistli. En með þessari skilgreiningu er ég að gera greinarmun á fjármagninu annarsvegar, og þeim sem fremja óhæfuverk með tilvísun í mikilvægi þess. Þetta er líkt að draumurinn um jafnan rétt fólks, og rétt til lífs og afkomu, voru afsökun illmenna kommúnismann við að myrða og ræna, kúga og undiroka.
Og sökudólgurinn var ekki draumurinn um jöfnuð, heldur fólkið sem tók sér hlutverk guðs, að það mætti gera allt það sem það taldi nauðsynlegt til að ná fram þessum jöfnuði. Og festist svo í ránsskap og morðum, og kúgun til að halda í ránsfeng sinn.
Ríkisstjórnin er aðeins verkfæri þessa óvinar, og margir á hliðarlinunni til í að taka hennar sess.
Aðeins hugsun okkar og vit mun forða okkur frá þeim ósköpum sem bíða okkar. Ekki endalaust að skipta um andlit á kúguninni. Og ég held að vitið rísi upp eins og fuglinn Fönix vegna þeirra tíma sem eru framundan. Það er ljóst að gömlu leiðirnar duga ekki. Og átök eru eyðandi fyrir alla.
Mannsvitið og heilbrigð skynsemi er eina svarið. Og hvatinn sem rekur það áfram, er sjálf frumskylda lífsins, að tryggja börnum sínum öruggt skjól svo þau geti líka uppfyllt sínar skyldur.
Ég veit að það er ofsalega barnalegt að slá fram svona einföldun í dag, en þegar fólk áttar sig á afleiðingum gáfunnar, að hið viðtekna og skynsamlega hefur leitt okkur út í algjört forað, þá mun það skilgreina margt upp á nýtt.
Verði þessi barnaskapur, gáfulegur og talinn raunhæfur valkostur, þá mun óvinurinn dysjar gista. Og mér er fyrirmunað að sjá aðrar leiðir að því marki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.3.2011 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.