18.3.2011 | 13:46
Daður við fjárkúgun.
Grein Reimars er ágæt eins og hún er, bendir á augljósa staðreynd, að sá sem skuldar í sinni eigin mynt, að hann hefur fleiri tök á að standa í skilum, en sá sem skuldar í erlendri mynt.
Hvað sagði Landsbankinn á sínum tíma??? Jú, hann átti nóg af krónum, en lánin voru í erlendri mynt. Þess vegna fór sem fór.
Og sama áhætta er í ICEsave 3, það er ekki nóg að eiga krónur, ef gjaldeyri vantar. Lygin um að til séu peningar í Tryggingasjóði innstæðna fyrir fyrstu afborguninni, uppá 25 milljarða eða eitthvað, er dæmi um það.
Það eru ekki til 25 milljarðar í Tryggingasjóði innstæðna í erlendri mynt, það eina sem er til þar er rafeindafærsla þar sem Exel skjal segir að til séu 25 milljarðar. Bretar vilja ekki Exel skjal í greiðslu, enda ekki jafn heimskir og íslenskir fjölmiðlamenn, sem reyndar er ekki hægt, þeir vilja greiðsluna í beinhörðum gjaldeyri.
Og þennan gjaldeyri þarf að taka að láni, og borga af honum háa vexti. Bara þessi eina staðreynd afhjúpar að hið kalda hagsmunamat Sjálfstæðisflokksins er byggð á sömu lyginni og þegar leiðtogar flokksins sögðu að íslensk þjóð myndu ábyrgjast bankakerfi sem var tólffalt stærra en hagkerfið. Slíkt er jú með öllu óframkvæmanlegt.
Heimska og lygi eru forsendur ICEsave 3. Aðeins heimskingjar trúa að kostnaðurinn verði aðeins 47 milljarðar.
Og Reimar, eins ágætur og hann er, hann daðrar við heimskuna. Hann lætur eins og það séu rök á bak við fáráðaháttinn.
Ef fífl segir að tunglið sé úr osti og geimfar til tunglsins leysi ostavandamál heimsins, þá er viðkomandi lagður inn á hæli.
Ef fífl segja að EFTA dómurinn dæmi ekki eftir lögum, þá hlær maður að fíflunum, maður rökræðir ekki við þau. En í mannúðarskyni þá pantar maður varabirgðir af spennitreyjum handa Kleppi ef það skyldi verða fjöldainnlagnir af ICEsave sinnum.
Veruleikafirring á einu sviði vill oft leita útrásar á öðru, og enda að lokum á Kleppi.
Þó virðulegir menn séu ekki þessa heims, þá skrifa ekki alvöru lögfræðingar grein um hið augljósa. Þeir ákalla hins vegar heilbrigðiskerfið um líkn hinna vitlausu.
ICEsave er fjárkúgun, bretar fóru ekki með kröfur sínar fyrir dóm.
Þeir settu á hryðjuverkalög og mútuðu síðan íslenskum stjórnmálamönnum til að styðja hana. Lög landsins kveða skýrt á um að mútur í þessu tilviki séu refsiverðar.
Að ræða við mútuþegana, eins og þeir séu vitiborið fólk, en ekki annaðhvort veruleikafirrtir geðsjúklingar eða ótýndir glæpamenn, það er vanvirðing við lög og reglu.
Grein Reimars ætti rétt á sér ef bretar hefðu kært íslensk stjórnvöld til ESA og þar með væri komin flötur til að meta lagarök þeirra.
En það var ekki gert.
Þess vegna er enginn munur á að ræða við Al Qaida um hvort það eigi að sprengja í loft upp 5 flugvélar, eða 2 strætisvagna, eða ræða við íslenska glæpamenn um hvort það eigi að greiða húsbændum þeirra 47 milljarða, 25 milljarða, eða 450 milljarða, og telja vafann liggja í hvort greitt sé í íslenskum krónum, eða pundum.
Þú ræðir ekki við Al Qaida hvort það eigi að drepa hundrað Íslendinga eða 500 Pólverja, eða annað sem viðkemur glæpum þeirra.
Á meðan bretar löghelga ekki kröfu sína fyrir dómi, þá eru þeir eins og hverjir aðrir glæpamenn, hvort það sem er mannhundarnir sem selja konur í vændi, að aumingjaliðið sem sprengir upp lestir af hugsjónaástæðum.
Það eru margar ástæður fyrir því að fólk fremur glæpi og hryðjuverk, en löggjöfin spyr ekki um ástæður glæpa, löggjöfin skilgreinir hvað er rétt og hvað er rangt, hvaða hegðun er glæpsamleg, og hvað hegðun er lögleg.
Hegðun breta er glæpsamleg, hún er hegðun handrukkar og fjárkúgara. Og lögin eru skýr, þeir sem styðja fjárkúgun með orðum sínum og athöfnun, þeir eru líka glæpamenn.
Ef lögfræðingurinn Reimar Pétursson kynni lög, þá myndi hann senda kæru til ríkissaksóknara, um rökstuddan grun um glæp. Um stuðning við ólögmæta innheimtu breskra stjórnvalda á ICEsave skuldum Björgúlfs, og Björgúlfs.
Og hann myndi heimta lögreglurannsókn, og gæsluvarðhald yfir hinum meintu glæpamönnum.
Hann myndi aldrei svara þeim einu orði eins og þeir væru siðað fólk.
Fjárkúgarar eru ekki siðað fólk. Jafnvel þó þeir séu klæddir í teinóttu og með slifsi. Það eru gjörðir þeirra sem varða við lög, ekki jakkafataútlit þeirra.
Hvítflibbaglæpir eru glæpir, alveg eins og súpuþjófnaður, eða bankarán grímuklæddra manna. Og hótanir um að fremja hryðjuverk, eins og bretar gera, eða styðja slíka hótun, það er alltaf glæpur.
Í öllum réttarríkjum heims.
Og það er óþarfi að daðra við slíka glæpahunda eins og siðað fólk eigi í hlut.
Siðaður maður styður ekki fjárkúgun sem nemur yfir helming þjóðarframleiðslu. Hvað þá að hann ljúgi og blekki til að fjárkúgunin nái fram að ganga.
Slíkt er glæpsamlegt.
Alvarlegasti glæpur sem nokkur getur framið, fyrir utan að fljúga með saklaust fólk á turna.
Og Hraunið á að hýsa glæpahyskið.
Ekki Alþingi.
Kveðja að austan.
Dómsmál minni efnahagsleg áhætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 266
- Sl. sólarhring: 838
- Sl. viku: 5997
- Frá upphafi: 1399165
Annað
- Innlit í dag: 225
- Innlit sl. viku: 5080
- Gestir í dag: 217
- IP-tölur í dag: 214
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það er þessi spurning um siðað fólk og umgengni við slíkar persónur. Og svo tölum við stundum um þessi "efri lög þjóðfélagsins!"
Hvar skyldi vera hægt að finna siðað fólk í þessum efri lögum?
Árni Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 14:30
Já, Ómar, lögmenn koma fram of væglega gegn yfirmannaglæpunum. Oddgeir Einarsson lögmaður gerir það í bloggi um málið og nú Reimar Pétursson í fréttinni. Samt þegja þeir ekki eins og ýmsir og enginn hefur kært að ég viti.
Elle_, 18.3.2011 kl. 15:05
Lætur mann halda að þeir megi ekki segja vissa hluti opinberlega sem við hin vildum. Og kannski er það þannig?
Elle_, 18.3.2011 kl. 15:08
Árni, ég þekki fólk sem ég myndi treysta, þú, Elle, og Björn Grindvíkingur eru dæmi um það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 15:54
Elle,
Kannski erum við á undan??????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.