Auðleppur talar, kerlingaranginn.

 

Núna er komin ný Grýla eftir að Dómsstólagrýlan ógurlega er hætt að virka.  

Núna eru það bændur þessa lands sem þarf að sigra með því að segja Já við fjárkúgun.

Jæja, það er þó gott að það voru ekki jólasveinarnir, loksins þegar er búið að gera þá að vænum körlum.

 

Og hver er glæpur þessa voðafólks, íslenskra bænda????  Jú, þeir framleiða heilbrigða vöru, ekki þann skít sem verksmiðjuvæddur landbúnaður Evrópusambandsins hreykir sér að, og þeir framleiða gjaldeyri.

Hvorutveggja alveg voðalegt fyrir atvinnugrein sem þrífst á að ekkert sé framleitt í landinu, en allt flutt inn upp á krít eins og gert var árin fyrir Hrun.

 

Það sem Grýlusmiðir átta sig ekki á er að Jón Baldvin þurrjós þessa Grýlu fyrir aldarfjórðungi síðan.  Fólk í dag veit að þjóðin er lánssöm að hafa íslenskan landbúnað, ekki erlendan verksmiðjuskít.

Siglt fólk veit að erlendis þá er það stöðutákn að geta verslað í búðum með ætan mat, og aðeins fólk með góðar tekjur hefur efni á því.  

Fólk veit líka að það er langt síðan að sveitir landsins hristu af sér doða Sovétsins og núna blómstra þær.  Nýjar búgreinar spretta upp, framboð hefur stóraukist, og gæði og hagkvæmni eru í fyrirrúmi.

Og á grunni sveitanna hefur allskonar ferðamennska blómstrað.  

 

Og allt skynsamt fólk veit að þetta er aðeins byrjunin.

Byrjunin á grósku og heilbrigðu mannlífi þar sem sveit og borg vinna saman.

Þegar Jón Baldvin sló sig til riddara á kostnað bænda, þá var Ómar Ragnarsson sem virkastur við að heilsa upp á kynlega kvisti, og margar auðtrúar sálir héldu að þessir kvistir væru íslenskir bændur í hnotskurn.

Í dag eru svona auðtrúar sálir ennþá til og trúa bæði á útjaskaðar klisjur verslunarinnar, og ICEsave fjárkúgunina.

 

En þær eru ekki margar.

Og fer óðum fækkandi.

Við segjum Nei við IcEsave.

 

Annars sitjum við uppi með bjánana sem komu okkur á hausinn, um aldur og ævi.

Og hver vill það????????????

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona talar fólk sem hefur fæðst með gullskeið í munni,en það gerði hún blessunin,og hvað heldur hún að hún sé. Einhver alsherjardómari,um lausn þjóðarvandans almennt,já já bara uppstokkun í stjórninni og draumar hennar hverjir eiga að sitja í stólunum. Hvað þá að láta þá þjóðina borga skuldir annara,ussssss.  NEI ICESAVE  NEI  ESB.

Númi (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 20:27

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hvað segirðu Númi??, er hún með gullskeið í munninum??

Það er ekki von þó ég skyldi hana illa.  Ætli hún viti að það fellur á gull sem geymt er í gapandi munni, hún ætti kannski að prófa að hætta að tala, í svona 5 ár eða svo.  Kannski skilur hana einhver þá, það er ef hún hefur vit á að taka gullskeiðina úr munninum..

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 21:40

3 identicon

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Fjármálaeftirlitið sendi frá sér 2009.

"Í kvöldfréttatíma Sjónvarpsins hinn 8. september 2009 var talað við Margréti Kristmannsdóttur, formann Samtaka verslunar og þjónustu, sem sagði að Fjármálaeftirlitið hefði EKKERT að athuga við setu fyrrverandi stjórnarmanns í Kaupþingi í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Fjármálaeftirlitið vill gera athugasemd við þessi orð. Skipun stjórnarmannsins er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu og hefur eftirlitið því ekki lokið athugun sinni á því hvort viðkomandi stjórnarmaður er hæfur til að sitja í stjórn lífeyrissjóðsins þar sem einungis eru rúmar tvær vikur síðan fullnægjandi gögn um stjórnarmanninn bárust eftirlitinu".

MBL fréttir 24. 09. 2009.

"Brynja Halldórsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi banka, hefur sagt sig úr stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna af ótilgreindum ástæðum.

Viðbúið er að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapi háum fjárhæðum á falli Kaupþings og tengdum fyrirtækjum. Af þeirri ástæðu vöknuðu spurningar um hæfi Brynju til setu í stjórn lífeyrissjóðsins. Samtök verslunar og þjónustu skipuðu Brynju í stjórn lífeyrissjóðsins og sagði formaður samtakanna í fréttum RÚV hinn 8. september sl. að Fjármálaeftirlitið hefði ekkert við skipan Brynju að athuga.

Samkvæmt upplýsingum frá FME er hæfi Brynju enn til athugunar hjá stofnuninni og í hefðbundnu ferli, en stofnunin úrskurðar um hæfi stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

Brynja Halldórsdóttir staðfesti við Morgunblaðið í gær að hún væri ekki lengur í stjórn lífeyrissjóðsins en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti".

Margrét Kristmannsdóttir var 7. maður á lista Samfylkingar í Reykjavíkur suður. Fyrrverandi varaformaður VR.

Finnst nokkrum það skrítið að þessi manneskja vilji að þjóðin borgi fyrir Icesafe?

Ekki mér. NEI við Icesafe.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 22:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arnór.

Takk fyrri fróðlegar upplýsingar, allt ICEsave liðið virðist koma úr sama fjósahaugnum.  Og skítalyktin leggur af því langar leiðir.

Þess skulum við vona að það mæti sem víðast í fjölmiðla með hvatningarhróp sín um að þjóðin greiði þessa fjárkúgun fyrir þau.  Því að í hvert skipti sem það mætir, þá leggur ýlduna yfir landslýð og atkvæðin flýja til okkar í Nei-ið, þar sem hressandi andblærinn eyðir allri lykt, og vonin kviknar.

En kerlingaranginn, þvílíkt vinhögg hjá henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 22:12

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En tókuð þið eftir því að nú er verið að hóta bændum, ef þeir endurskoða ekki afstöðu sína, mun verða skoðaðir þeir styrkir sem þeir fá.  Þetta kom fram á Ruv, man ekki í hverjir voru þar að ræða málin, en þarna var um beina hótun að ræða. Þvílíkt og annað eins rusl sem er við stjórnvölin í dag, gjörsamlega prinsipplausar frekjur og yfirgangar. Verst að það er ekki hægt að treysta neinum af þessum fjórflokki, sami rass undir þeim öllum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2011 kl. 22:18

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Ásthildur, er alveg hættur að hlusta á Ruv nema þegar ég vill láta ergja mig. 

En þetta er svo dæmigert fyrir þetta lið, sem heldur að það ráði öllu.

En sér ekki að það fjarar óðum undan þeim, og stutt í endalok þess á valdastól.

En svona yfirlýsing gerir ekkert annað en að afla góðum málstað fylgi.  Þeir sem gína við svona rugli, eru það fáir, og óforbetranlegir, að þeir voru hvort sem er allir í liði fjárkúgaranna, bíðandi í biðröð að fá að sleikja bretaskó.

Svona hefur nú bretavinnan þróast í gegnum tíðina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 22:33

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli hún vilji ekki leggja niður allan íslenskan landbúnað og flytja inn ódýrar vörur frá ESB, hvar ætli hún hugsi sér að fá gjaldeyri fyrir því? 

Annars er ég algjörlega sammála ykkur Ásthildi.... Það er mjög mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að hafna algjörlega þessum IceSlave III.....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2011 kl. 00:54

8 Smámynd: Ragnar Einarsson

Ekki gott ef bændur séu afætur af öðrum íslendingum og telji sitt sjónarmið það eina rétta.

    ég er íslendingur og hef ekki haft efni á að kaupa lambakjöt síðusta ár. samt borgar ríkið miklu meira í niðurgreiðslur til bænda en það setur í fjölskylduhjálp.   Kjötið sem ég hef efni á að éta þessa dagana er búrfells hakk í bónus sem kostar 398 kr á kg.

sem er sennilega mikklu minna en þið fáið í niðurgreiðslu.

    Ykkar sjónarmið eru ykkar sjónarmið, og vel studd af bændasamtökum, en erfiðara fyrir okkur hina sem ekki hafa efni á þeim stuðnig.

BULL

Ragnar Einarsson, 18.3.2011 kl. 00:59

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Ragnar þú hefur verið á ferli langt fram á nóttu, skorandi keilu.

Fyrsta setningin segir svo sem allt sem segja þarf um þig kallanginn minn, þú trúir bulli.

Það er leitun af manni en mér með lægri tekjur, samt borða ég lambakjöt, oftar en tölu verður á kastað.  Þú hlýtur að nota peninga þína í annað fyrst að þú hefur ekki efni á því, eða kaupir þær umbúðir sem eru ætlaðar hinum moldríku.  

Þú gætir til dæmis byrjað á því að kaupa þér kjöt í pokum, áður en þú eyðir peningum þínum í annað, jafnvel getur þú látið af fordómum þínum og keypt þér kjöt af bæ, en þá þarft þú að hafa fyrir því að koma þér í tengsl við bændur.

Ég varð ekki var við að kjöt væri eitthvað sérstaklega ódýrt, síðast þegar ég var úti í hinum stóra heimi, og ekki hefur það lækkað síðan.  Og landbúnaður er ekki minna niðurgreiddur í draumalandi þínu ESB en hér á Fróni.  Nema hér fáum við mat, þeir fá skít, lyfja og hormónaskít.

Og ef þú vilt ódýrari mat, þá skaltu hjálpa til að koma af okkur þessu kommúnista kerfi sem við búum við í dag, og er ættað frá ESB.  Kostnaðurinn liggur í fáránlegri einokun milliliðakerfisins sem er helsýkt af skriffinnsku og kröfum sem hafa aðeins eitt markmið, að hækka kostnað.

Í sveitinni færðu ósýkt kjöt sem ekki er búið að keyra hundruð kílómetra í svokallað Eurosláturhúsaverksmiðju, sérhannaða til að eyðileggja öll gæði.

Það er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 06:57

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jóna.

Jú, nema niðurgreiðslur útskýra þessar ódýru vörur.  Og þeir sem fylgjast með vita að það eru blikur á lofti í landbúnaði heimsins, tími hins ódýra mats gæti verið senn á enda.  

Við vitum hvað við höfum, og í því sem við höfum liggja stórkostleg tækifæri.

Losum um haftakerfið og afnemum sláturhúsaeinokuninni, látum neytandann ráða, ekki reglugerðarfursta sem fá fullnægingu í hvert skipti sem þeim dettur eitthvað í hug sem eykur kostnað og miðstýringu.

Þar er óvinurinn, og hann vill að við förum í himnaríki reglupésa, Brusselveldið.

Segir allt sem segja þarf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 07:01

11 Smámynd: Dagný

Merkilegir þessir einræðistilburðir sem alltaf koma upp í íslenskum ráðherrum um leið og þeir eru sestir í stólinn. Þetta minnir um margt á Gaddafi og hans líka. Ég hélt lengi vel að við hér á Íslandi værum komin framar í menningarþróun en einræðisríkin Líbía og Kúba, en mér sýnist stutt í hottintottann um leið og fólk fær völd.

Dagný, 18.3.2011 kl. 09:33

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Málið er að bændur eru ekki of sælir af því sem þeir fá fyrir allt sitt strit, þar liggur meinið.  Þeir rétt eins og sjómenn eru ofurseldir okrurum sem maka krókinn á því sem þeir framleiða.

Til að laga stöðu þeirra þurfa þeir að geta slátra heima í meira mæli og setja upp sín eigin sláturhús, undir eftirliti dýralækna auðvitað. Svo gætum við keypt unnið kjöt beint frá býli, þetta er gert í litlum mæli í dag.  En það má ekki styggja sláturleyfishafa, svo þess vegna mega bændur einungis taka út 200 kg. af kjöti til eigin þarfa og vinnslu, allt fram yfir það þurfa þeir að BORGA 100 % sláturkostnað.  Og ekki bara það heldur er blessuðum dýrunum ekið um landið þvert og endilangt til að koma þeim til slátrunar, í tveggja til þriggja hæða flutningabílum með tengivögnum.  Mörg þeirra eru þegar dáin úr þrenglsum þegar komast á "áfangastað". Ef það er ekki dýraníð veit ég ekki hvað.  Og allt er þetta EES samningnum að kenna, því þetta er runnið undan milljónaþjóðum Evrópu eins og svo margt annað sem hefur verið þrengt upp á okkur smásamfélagið gegnum tíðina, eins og kjaftakerlingarnar á sínum tíma í flutningnabílana.

Nei þið skuluð ekki kenna bændum um hátt búfjárverð.  Gefið þeim meira frjálsræði og leyfið þeim að keppa sín á milli um lægsta verðið og bestu afurðirnar og gleymið þessum "Alþjóðlegu sláturhúsum" Þá fyrst getum við farið að kenna bændum um verð á búfjárafurðum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 10:46

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Stöllur, mælið þið manna heilastar.

Ef mín bylting leiðir til þess að ykkar vit móti líf okkar og framtíð, þá er allt þetta erfiði einhvers virði.

Ásthildur, kjarni málsins eins og svo oft áður.

Og ég veit að 50.000 konur hugsa eins og þú, það er hér á Íslandi.

Af hverju látum við liðið sem á ekki börn, sem veit ekki hvað mennska snýst um, stjórna okkur.

Dugar að tala um vont íhaldi, og norræna velferðastjórn, til að við sjálfviljug látum hlekkja okkur við skuldir braskara og auðmanna????

Ég vildi ekki vera afkvæmi mæðra sem styðja þrælastefnu Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna.  Ég myndi upplifa höfnun, að pólitík skipti meira máli en líf mitt og framtíð.

En ég er að vísa í gróusögur Baugsmiðla, ennþá hefur engin kona stigið fram og sagt, "börn mín eiga ekkert annað skilið en þrældóm og skuldir, Jón Ásgeir og krúttið hann Björgúlfur eru okkar guðir".

Jafnvel hundaeigendur vilja þeim ekki svo illt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 10:57

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já og það fyndna við þetta allt ef hægt er að tala um fyndni í þessu grafalvarlega máli að þá eru manneskjur sem ég þekki sem eru sárreiðar út í útrásarvíkingana, en alveg klárar á að segja Já við Icesave af því að þau trúa bullinu í Samfylkingunni.  Og lesa sennilega ekkert annað en bullið sem þaðan kemur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.3.2011 kl. 11:02

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Og ég vildi hvorki vera Snati þeirra eða Brandur kisa.

En enginn sem á börn, selur þau í þrældóm.  Ef svo er þá er lífið úrkynjað, búið að vera.

Þegar mæður selja börn sín, þá er allt búið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 11:27

16 identicon

Nú skal ég leggja oggulítið hérna inn og svara kallinum Ragnari sem hefur ekki einu sinni efni á því að éta lambakjet.

Lambakjöt er frekar dýrt í framleiðslu, og það er eðlislögmál að það verður alltaf dýrara er kjöt af svíni og alifuglum. Þetta er reyndar svo skoplegt, því þeir sem garga hæst yfir þessu vita ekki af hverju. En hvað um það, Ég kaupi skrokkinn á ca 11.000 krónur. 2 læri, heill hryggur, slög sem eru nóg í kíló af kæfu, og tvær stórar bógsteikur. Ég þarf ekki að slátra heima, og ekki að aðhafast neitt ólöglegt.

Þetta er ekki dýrt. Það er líka hægt að kaupa heilt svín, - það er hagstæðara. Það er líka hægt að fá lambið alveg í sneiðum, - lærissneiðar, kótellettur, ribs, framhryggssneiðar, - það hækkar það um ca 200 krónur.

En farir þú í verslun, er þetta svona ca tvöfalt verð....kannski ekki svo galið að spyrja verslunarmenn hvernig stendur á því.

Skoplegasta verðmyndunin sem ég hef séð, var á nautatungu. Bóndinn fær ekkert pr. kg, sláturleyfishafinn fær kannski 100-200 kr, vinnslan er einföld, og í pakkningum sem sneiðar á brauð er þetta eitthvert dýrasta áleggið, - hef séð 4.000 kr/kg.

Sláturleyfishafar taka ekki mjög mikið í dag, enda standa sumir alltaf tæpt. Grunnvinnsla á kjöti er heldur ekki dýr. Ég fæ hreina kvartpundshamborgara úr 100% kjöti á ca 1.200 kr kílóið (ekki bera þá saman við blandaða borgara), folaldasaltkjöt á 400-500, hrein kjötbjúgu á ca 800 o.s.frv. Ég er ekki viss að þetta sé hótinu ódýrara í Evrópu.

Og mjólkin, sem lengi hefur verið stunið yfir, - er einhver sú ódýrasta í Evrópu, hefur reyndar komist mjög nærri toppinum þar. Mjólk í svipuðum hreinleika-og gæðastuðli er um tvöfalt dýrari, jafnvel alveg upp í 3.99 evrur á líter.

Ég bar einu sinni saman innkaupaseðla frá Hvolsvelli og Saarbrucken, og var steinhissa á því að í heildina var kjöt & mjólkurvörupakkinn svipað dýr. Sumt hagstæðara hér, annað úti.

Styrkirnir svokölluðu eru svo að mestu það sem hét niðurgreiðslur í eina tíð. Þá var varan greidd niður á lokastigi til að gera hana ódýrari, - nú er bónda borgað beint til að hann geti selt vöruna á verði sem er undir kostnaði. Þetta átti að valda því að álögur í % oná yrðu lægri í krónum, en verslunarstéttin var fljót að laga það til, þannig að núna er verðið svipað og væri, en verið er að styrkja bóndann en ekki neytandann. Ég man eftir því þegar mjólkurlíterinn fór út á markaðinn ca 30% ódýrari, - álagningin fór upp um leið.

Ég man líka eftir því hvað Hagkaupsmenn voru súrir eitt sinn fyrir að mega ekki kaupa salmonellukjulla á dömpverði frá Hollandi, - á sama tíma fluttu Íslendingar nefnilega salmonellukjulla á dömpverði til Hollands. Það hefði kórónað sköpunarverkið ef þeir hefðu fengið þetta og kjullarnir orðið víðförlir.

Ég man líka eftir því þegar sama gengið fullyrti að það gæti selt eggin á 50 kr kílóið, en sú umræða dó skjótt þegar einhver benti á það, að álagningin á íslensku eggin væri hærri en sú tala.

Ekki eru bændurnir að græða, og ekki er þeim að fjölga. Kröfur og eftirlit eru stöðugt hertar. Regluverkið hrúgast upp, og hlutfallið bóndi/möppudýr nálgast óðfluga 1:1. En það er nú ekki bændastéttin sem setur það upp, heldur stjórnvaldið.

Sláturleyfishafar hafa oft sopið fjöruna og gengur misvel. Mjólkuriðnaðurinn er minna sveiflukenndur, og er reyndar að gera hið ómögulega, með því að framleiða ótrúlega margar og góðar sortir pr. starfsmann og magn, - svo vel, að það berast athugasemdir oft á tíðum hjá evrópuverkinu, þar sem þetta samrýmist ekki því sem gerist í esb.

Þá er eftir afleiddari vinnsla, kjötvinnslur og svoleiðis, og svo verslun og dreifing. Það er helst á lokastiginu sem menn fara að frétta af snekkjum og þotum.....tja.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 1412711

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband