17.3.2011 | 15:11
Uppreisn skattborgaranna er hafin.
Hún hófst með 98-2 sigrinum 6. mars 2010.
Þá var umheiminum send skýr skilaboð að þó auðsveipir stjórnmálamenn geri allt fyrir auðmenn og auðfyrirtæki, jafnvel að skuldaþrælka þjóð sína, að þá vantar slíka auðsveipni í íslenska skattgreiðendur.
Vissulega fylgdum við ekki þessari uppreisn eftir með því að moka út auðskítnum í húsinu við Austurvöll, það á sér sínar skýringar, en tónninn var sleginn.
Og hann mun hljóma eins og skærasti tónn sem sunginn hefur verið á Íslandi frá því að Jón litli söng fyrir ömmu sína í Sumarhúsum, og þessi tónn mun heyrast um alla heimsbyggðina.
Þann 9. apríl næstkomandi mun íslenska þjóðin hafna skuldum auðmanna.
Og mjög fljótlega munu Írskir kjósendur gera það sama.
Fólk greiðir skatta og skyldur vegna þeirra almannaþjónustu sem ríkisvaldið veitir, vegna velferðar sinnar, menntunar og heilsugæslu.
Það er ekki að greiða skatt til að fjármálafígúrur og braskarar geti fíflað pappíra upp úr öllu valdi, og látið síðan spilaborgina falla á saklausan almenning.
Það eru mörg hundruð ár síðan þrælahaldi lauk í Evrópu, bændaánauðin var afnumin á nítjándu öld í Austur Evrópu, síðan höfum við, hinn venjulegi maður, átt okkar rétt.
Rétt til að fá að vera í friði með líf okkar fyrir ráðslagi höfðingja.
Við gengum ekki inn í 21. öldina til að hefja nýtt tímabil ánauðar og þrældóms.
Við segjum Nei við ICEsave.
Við segjum Nei við siðlausu braskaraauðmagni.
Það getur átt sínar skuldir sjálft. Ef til þjóðnýtingar kemur, þá verður það þjóðnýting á bólu og braskaragróða, ekki á skuldum þess.
Haldi braskararnir ekki friðinn, tjóðri rakka sína á fjölmiðlunum og setji handbendi sín á þingi á ís, þá verða þeir skikkaðir til að drekka öl með Davíð.
Það erum við sem erum þjóðin.
Kveðja að austan.
Ósanngjarnt að skattborgarar greiði allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
´'Omar, beittur og hrika góður!!
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 17:05
Þessu langar mig til að deila á fésbókina...
Ég geri það hér með og um leið segi ég bara NEI við ICESAVE...
Ég hafnaði fyrra ICESAVE en það gerði ég til að þurfa ekki að hafna því aftur. Mér líður núna eins og við séum komin í ESB þar sem menn eru látnir kjósa um sama málið þangað til það er samþykt, hvaða nöfnum sem það er kallað...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 17.3.2011 kl. 17:55
Allavega fá þeir að vita hvar "Davíð" verslaði ölið, þeir eiga ekki skilið einn sopa einusinni.
Frábært Ómar ! ég sá og las þessa frétt, enda hef ég fylgst með Enda Kenny og Fine Gael flokknum í kosningabaráttunni, en hann er ögn spakari í ummælum sínum eftir kosningar en fyrir, sem er týpiskur pólítíkusar "syndróm" enda eru þeir í samstarfi með krataflokki Írlands, svo einhverja "taktík" verða þeir að nota.
En þó ég hafi kommentað á fréttina, enda ekki hægt að "toppa" þig heldur, þá linkaði ég á hana á þessu innleggi mínu við frétt um vinsældir forsetans, fannst eiga við að sýna hvernig hans orð við heimspressuna í fyrra haust eru að endurhljóma hjá öðrum leiðtogum, sem eru að átta sig á hvað í vændum er, ef ekki verður snúið við blaði og það fljótt.
MBKV að utan en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 17.3.2011 kl. 19:20
Átti auðvitað að vera: "En þó ég hafi EKKI kommentað á fréttina"
Kv
KH
Kristján Hilmarsson, 17.3.2011 kl. 19:23
Blessaðir félagar.
Það er öllum heimilt að nota það sem þeir vilja nota til að lemja á andskotunum, mæli samt með að fólk noti hjartað, það segir Nei við ICEsave. Ég á við að við gefum sem flestum þá ráðleggingu, ef þú ert í vafa, notaðu þá bara hjartað, og það mun kjósa fyrir þig, Nei við ICEsave.
Ólafur, ég segi það sama, ég var búinn með þetta stríð. Og ég finn það, nennan er ekki sú sama. Vil bara alvöru fæting, lögsóknir málssóknir mótmæli, eitthvað sem sýnir að við erum lifandi manneskjur, segi ég og skammast svo bar í tölvunni. En einhverjir verða að gera það.
Kristján, ég skal játa að mér fannst töluverður vælutónn felast í þessum orðum Kennys, og ákvað því aðeins að leiðbeina honum.
En hann er ekki Rebel, hann er að vara við þeim, ef menn eins og hann fá enga sanngirni sem þeir geta sýnt kjósendum sínum, þá verða það menn eins og við Kristján sem verða kosnir. Menn sem segja Nei á mannamáli og taka slaginn við pappírstígrisdýrin. Og þegar fólk hefur engu að tapa, þá fylkir það sér í skotgrafirnar til að taka á móti leiguþýi braskaranna.
Og þetta fólk verður ekki barið til hlýðni með loftárásum, því þetta stríð er háð með orðum og mótmælum, með breyttum lögum sem móta nýtt þjóðfélag. Og sterkasta vopn auðrónanna, að hóta kreppu og eignamissi, virkar ekki því þeir eru á góðri leið með að skapa ástand vonleysis og skuldaþrældóms sem enginn vill börnum sínum.
Og þeir eru þegar búnir að múta þeim sem þiggja mútur, ekki er hægt að bæta við á fjölmiðlunum, og stjórnmálamútuþegarnir allir komnir í sturtu með rauða spjaldið, svo hvað geta þeir gert???
Nákvæmlega ekkert.
Þess vegna verða þeir að slaka á klónni áður en það verður of seint. Áður en almenningur snýr endanlega baki við þeim og þeirra kerfi.
Þess vegna hefði ég bölvað á sjóaramáli og sagt þessum mönnum að þeir lækki vextina núna, strax. Að Nei sé ekkert svar nema við ICEsave og aðra kúgun auðstéttarinnar.
Eða með öðrum orðum notað sama tungutakið og hann notaði í kosningabaráttunni.
Aðeins tæpitungan dugar á þjófa og ræningja. Og ómenni AGS eiga öll sem ein að sitja á sakamannabekk og svara fyrir öll þau niðurbrot á samfélögum sem þau bera ábyrgð á.
Við erum fólk, ekki skepnur.
Og segjum náttúrulega öll Nei með hjartanu þann 9. apríl næstkomandi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 20:22
Það er rétt Kenny er enginn "rebel" hvorki á Íslenska né Írska vísu, en er ekki búinn að gefa hann upp á bátinn alveg ennþá, Fine Gael er jú arfleifð af hreyfingunni sem Michael Collins og félagar stóðu fyrir og komu af stað á sínum tíma, svo ef eitthvað af baráttuandanum og réttlætiskenndinni frá þeim tíma er eftir, þá er von, ef ekki þá mun Írskur almenningur og aðrir í Evrópu rísa upp, teiknin eru ekki til að misskilja.
Það sem ég hef verið gera frekar en að "blogga" svo mikið sjálfur, er að "kommenta" hjá öðrum og þá helst þeim sem styðja Icesave "blint" og verð að segja að þvílík flokksblinda og "hjarðhegðun" hélt ég ekki að væri til, en það er alltaf von um að einn og einn, með sjálfstæða hugsun villist inn, lesi og fari að leyta upplýsinga og ekki síst hlusta á eigið hjarta, gott ráð það hjá þér Ómar !
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 17.3.2011 kl. 22:09
Blessaður Kristján.
Er byrjaður á því líka, átti gott spjall við Lúðvík í morgun. Hann er sá málefnalegasti sem ég þekki til í Samfylkingargeiranum og hjá honum fær maður rök. Þú mátt kíkja á hann við tækifæri, hann vitnar í sænsku túlkunina á innlánstryggingum, að hún sé með ríkisábyrgð. Þegar ég ræddi þessi mál við frænda minn fyrir ári síðan, og hann sagði mér með vorkunn í rödd, að það væri ríkisábyrgð, sænski seðlabankastjórinn hefði sagt það á ráðstefnu sem hann sat, þá benti ég honum á að þetta væri orð manna sem reiknuðu ekki með því að lenda í bankakrísu.
En ég er illa lesandi á sænsku, en hef oft verið að pæla í hvort ekki sé kominn skjálfti í þá út af stöðu bankakerfisins í Evrópu, hvort þeir þoli hrunið sem verður þegar boltinn byrjar að rúlla á Írlandi og Suður Evrópu. Hvernig standa fjárfestingar sænsku bankanna í Eystrasaltslöndunum og voru þeir ekki eitthvað í Ungverjalandi???
Ef þú veist eitthvað, þá máttu alveg upplýsa mig við tækifæri.
Ég hef líka tekið eftir að margar konur eru að koma inn í athugasemdarkerfið, og tala þá einmitt út frá hjartanu. Og ég hreinlega vorkenni greyjunum sem reyna að réttlæta skuldaþrældóm þjóðar sinnar þegar reiðar mömmur og ömmur mæta á svæðið.
Þessir drengstaular hljóta að skammast sín undir niðri.
Kveðjur til Norge að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 22:24
Það er fátt hættulegra en reið móðir sem ver afkvæmi sín og afkomendur.
Ég nota fésbókina meira til að koma skilaboðunum áfram og hef sett þar inn nokkra af pistlunum þínum þar sem að þeir eru beinskeittir og orðaðir á mannamáli sem allir skilja.
Ég held að landráðsumræðan eigi eftir að koma upp fyrr en síðar og það er eitthvað sem þarf að athuga alvarlega hvort að þessi gjörningur ríkis(ó)stjórnar falli undir það.
Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 18.3.2011 kl. 10:25
Blessaður Sigurður.
Það er mikið að góðu fólki hér í Netheimum. Kristján okkar í Norge er einn sá sterkasti sem ég hef kynnst. Og veit það á eigin beinum.
En stríðið vinna mæður og ömmur þessa lands.
Í árdag byltingarinnar þá benti ég á þennan fackt á síðum hjá góðum konum eins og Hönnu Láru, og Jenný Baldurs. Athugasemdarkerfi þeirra var fullt af lífsvilja mæðra.
En örlög Láru og Jennýjar, var eins og við sjáum í flestum mafíu myndum, þær voru sætu stelpurnar sem kóuðu með glæpamönnunum.
Í smá tíma var Gap, gímald sem mæður okkar vissu ekki hvernig þær áttu að fylla.
Lára Hanna talaði um spillingu, en hennar niðurstaða var skuldaþrældómur og örbirgð, mest vegna að mér skilst, að Samfylkingarkonur sögðu henni frá því. Og hún Jenný okkar fékk í nös, enda gamall hippi.
Í svona tómarúmi þá herja andskotar andskotans á fólk, börn okkar og framtíð.
En ekki lengi, lífið krefst framtíðar.
Mæður og ömmur segja við svikarana, sjúgið ykkar nös, og styðjið þá sem vilja börnum okkar illt, en við fylgjum ykkur ekki. Þið eruð sjúkt pakk sem engin kona kannast við.
Konur stjórna heiminum, allavega á Íslandi.
Konur vilja ekki þrældóm barna sinna.
Aðeins mjög miklir mútupeningar skýra þá karla sem mæla þrældóm barna okkar sem lausn húsbónda sinna, auðræningja Íslands.
Og þetta eru steingeldir karlar, eiga ekkert annað en sína feitu bankabók.
Mæður og ömmur okkar lands fyrirlíta svik þeirra og aumingjaskap.
Þær segja Nei við ICEsave.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 10:49
OK ! Ómar, skla sjá hvað ég finn í Svíaríki, er ekkert alltof stöðugur í skrifa sænsku, en gengur fínt að bæði lesa og skilja, en Óskar vinur okkar http://huldumenn.blog.is/blog/huldumenn/ orðhvatur en hreinskiftinn, býr þarna held ég, svo ef mér gengur illa að finna eitthvað um þetta sem þú nefnir, getur hann örugglega hjálpað okkur.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 18.3.2011 kl. 14:51
Kristján.
Eiginlega eru þessar upplýsingar síðasta púslið í dæmi sem mig langar að skrifa um.
Kíktu á Lúðvík, þá sérðu rök þeirra sem telja sig ekki þurfa að borga, samanber að ef það er varpað sprengjum á Benghazi, þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur í Osló.
Nema, að þeir sem töldu sig ekki þurfa að hafa áhyggjur, að þeir þurfa að hugsa hlutina upp á nýtt.
Og ég held að Svíarnir séu fyrstir til að falla.
Spáðu í þetta betur, ég les ekki óhljóð Svía.
Og þar fyrir utan, þá er vörn þjóðarinnar algerlega óháð mínum lestri.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 15:53
Hugsaði eiginlega það sama, þessvegna hef ég ekkert verið "pæla" í Svíum og þeirra basli, en veit að þú ert ekki sá sem líkar að fara með fleipur né láta mata þig á fleipri, þá kíkti ég aðeins á þessi mál.
Þeir bera sig vel varðandi erfiðleikana í Baltísku löndunum, reikna með einhverju tapi að sjálfsögðu, en ekki meir en ráða megi við, svo læt það liggja í bili, en fylgist með.
En varðandi ríkisábyrgð innitæðna kom nokku athyglisvert upp, jú mikið rétt Svíar eru með ríkisábyrgð bak við sínar ábyrgðir, á sænskum bönkum bæði heimlendis og erlendis, meðan erlendir bankar á sænskri grund falla undir ábyrgð sem gildir í þeirra heimalöndum, sbr þetta HÉR þar segir m.a.: “Insättningsgarantin innebär att staten garanterar insättningar på konton i banker, kreditmarknadsföretag med flera institut. Det betyder att du som sparare får ersättning från staten om ett institut går i konkurs.»
En svo kemur það athyglisverða í þessu, þegar danski Capinordic bankinn fór á hausinn: HÉR þá voru um 4000 innistæðueigendur í sænskum útibúum sem fengu greitt frá "Det Danske innskydergarnatifond": HÉR það sem þeim bar samkvæmt fastsettri upphæð "De svenska kunderna täcks av den danska insättningsgarantin upp till 50 000 euro.(hækkaði svo 1.okt.2010) Kunderna kommer att bli kontaktade av den danska Indskydergarantifonden med information om hur de får sina pengar. Þar kom einnig fram að aðeins 50 viðskiftavinir hefðu verið með inneign yfir þessari upphæð.
En það kemur einnig skýrt fram að Danir eru ekki með ríkisábyrgð bak við sinn tryggingarsjóð, einungis ábyrgðina á að hann sé til og starfi rétt.sbr þetta hér:”Som nævnt indeholder den ny ordning ikke en generel statsgaranti og indskud i danske pengeinstitutter vil således ikke være sikret ud over den dækning, som følger af Indskydergarantiordningen. Pr. 1. oktober 2010 dækker Indskydergarantifonden (”Fonden”) almindelige navnenoterede indskud med et beløb svarende til EUR 100.000 netto. Indskydere, der har større beløb stående i danske pengeinstitutter, vil derfor efter 1. oktober 2010 kunne lide tab i forbindelse med, at et pengeinstitut bliver nødlidende.”
Svo það er greinilegt að hverju landi fyrir sig er frjálst að setja hvaða upphæð sem er, svo lengi sem lágmarkinu samkvæmt ESB/EES reglunum er fylgt.
En það er varðandi ríkisábyrgðina sem þetta virkilega fer að verða áhugavert, því það er einnig greinilegt við að skoða þessi tvö ESB ríki, að það er þá einnig frjálst hverju ríki fyrir sig að ákveða hvort slíkt sé fyrir hendi, skil þar með vel að þú spáir í hvort Svíar séu skjálfandi í hnjánum núna, þar sem þeir sjá hversu voveiflegar afleiðingar slík ábyrgð getur haft í “Worst Case Scenario” enda eru sterkar raddir í gangi þar núna að lækka ábyrgðina verulega, (jafnvel fjarlægja alveg), þar sem all allflestir eru bara með lágar upphæðir hverju sinni inni á reikningi sínum, og þá gætu “stórsparararnir” bara dreift sinni inneign á fleiri reikninga, sjá HÉR þar með mætti nota kostnaðinn sem sparaðist í hærri vexti t.d.
Vil bara að lokum, þar sem við erum að bera saman norðurlöndin vísa á viðtal við forstöðumann norska tryggingasjóðsins Arne Hyttnes við ABCnyheter fyrir um það bil ári, jafn “aktuelt” ef ekki meir í dag HÉR
Þetta var nú svona það sem ég komst yfir á hlaupum í dag, vona að það upplýsi eitthvað.
MBKV frá skandinavíu en með hugann á Fróni
KH
Kristján Hilmarsson, 18.3.2011 kl. 18:27
Kristján, þú ert betri en enginn.
Ég er ekki nógu læs, þess vegna spyr ég þig. Er ábyrgðin formleg???? eða er hún orðuð, það er án laga.
Samanber, íslensku ábyrgðina hjá kerfinu sem hélt svo ekki þegar á reyndi.
En það sem þú sagðir síðast, er ferli sem ég held að sé svona um það bil tveimur árum á eftir okkur. Jú, bankarnir eru öruggir, en samt???
Hjá okkur uppgötvuðu menn að erlendi hlutinn var óviðráðanlegur, en ég reikna með að Svíarnir ráði við sinn hluta.
Það er ef þeir fórna öðru, velferð og menntun.
Vegna þess að erlendi hlutinn mun falla, og þú segir að þeir séu farnir að átta sig á því.
En svo er þetta eins og svo margt annað, að ferlarnir sem fella sænska banka, að þeir eru svo alvarlegir, að menn spá í miklu stærra dæmi, það er að framleiðsla og viðskipti haldi áfram.
Og vissulegar væru Svíarnir í góðum málum, ef þeir hefðu haldið sig við heimahaga. Ef svo hefði verið, þá hefði stóra dæmið ekki snert þá svo mjög.,
En það er óttinn, og ég tel að stjórnmálamenn séu ekki tilbúnir að bakka upp orð seðlabankastjórans, það er að embættismaður geti ekki ákveðið í hvað skattfé á að fara. Það er svo auðvelt að rífa kjaft, þegar allt leikur í lyndi, en þegar útlitið er dökkt, þá þurfa menn að hugsa dæmið upp á nýtt.
Miðað við það sem þú segir, þá er það ferli hafið.
Reyndar held ég að næstu 2 ár séu upphaf grundvallarbreytinga, en ég þekki ekki þá ferla, frekar en aðrir. En ég má hundur heita ef Svíarnir sleppa við það ferli.
Ef einhver þjóð er örugg, þá held ég að það séu Norðmenn, bæði vegna þess að þeir lærðu af fyrra bankahruni, sem og að þeir eiga sjóði. En pappírssjóði Nota bene, enginn veit um verðgildi þeirra í dag. En það er miklu minna en þeir telja.
Kristján, þú ert búinn að upplýsa mig um ferli sem passar inn í þá tilfinningu sem ég hef um atburðarrás fjármálahrunsins. Vissulega kemur það ekki alveg ICEsave við.
En vitneskju fylgir sjálfstraust, og ef maður herjar á mörkin sem hægt er að verja, þá þarf maður að vita hvað maður er að segja.
Félagi Lúðvík kom með nálgun sem ég var ekki alveg með á hreinu, en grunnti samt.
Núna veit ég, þetta eru orð þeirra sem töldu sig vera örugga, en eru samt farnir að efast.
Takk fyrir upplýsingarnar.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 20:22
Sæll Ómar ! er alveg gáttaður hvað þú getur verið með mörg spjót á lofti í einu, sé að þessi strengur er orðinn langt aftan á merinni, en þú kíkir samt.
Biðst velvirðingar á því að þíða ekki þetta um sænska tryggingasjóðinn, en eins og það lítur út fyrir mér þá er þatta lögfest í sænskum (ekki ESB) lögum , þeir eru einnig með tryggingasjóð fyrir fjárfesta, en svo eru jú umsvif sænskra banka verulega minni erlendis, hlutfallslega gagnvart ríkinu, en var á Íslandi, ENN SEN KOMIÐ
Svo þetta er nokku ótvírætt já hvað varðar sænsku innistæðutryggirnar sbr. þessum útdrætti og lausl. þýðingu minni.HÉR er svo sjálf síðan.
«Security for savers and investors
Deposit insurance is a state-provided guarantee of deposits in all types of accounts at banks, securities companies and some other institutions. It means that you, the saver, are compensated by the state if an institution goes bankrupt. For the deposit insurance the maximum compensation is 100,000 euro per customer and institution.
«Öryggi fyrir sparara og fjárfesta”
Innistæðutrygging er ríkistrygging á allar inneignir á öllum gerðum innlánsreikninga í bönkum, fjármálafyrirtækjum og einstaka öðrum álíka stofnunum. Það þíðir að þú, sem sparari, færð bætta inneign þína ef viðkomandi stofnun verður gjaldþrota. Hámarksgreiðsla er €100.000.00 á hvern viðskiftavin í hverri stofnun.
Á hinn bóginn eru Danir ekki með ríkistryggðan innistæðutryggingarsjóð, það kemur afdráttarlaust fram HÉR: útdráttur :
§ 1. Garantifonden for indskydere og investorer (Fonden) er en privat selvejende institution.
Stk. 2. Fonden skal yde indskydere og investorer i de i § 3, stk. 1, og § 4 nævnte institutter dækning for tab i henhold til §§ 9-11 i tilfælde af betalingsstandsning eller konkurs.
Stk. 3. Fonden skal medvirke ved afvikling af nødlidende pengeinstitutter i henhold til § 16 e i lov om finansiel stabilitet.
Stk. 4. I det omfang Fonden har medvirket efter stk. 3, skal den ikke tillige medvirke efter stk. 2 i tilfælde af det pågældende pengeinstituts betalingsstandsning eller konkurs.
“privat selveid instition” einkarekin og sjálfstæð stofnun. Þar með yrðu Danir, ef þeir lentu í einhverju svipuðu og Íslendingar að fá úr skorið fyrir dómi hvort þeim bæri að fara þá vasa skattborgara sinna ef sjóðurinn hrykki ekki til, eð hefði “gufað upp” sem Danir myndu án efa gera, engin spurning.
Svo þetta með yfirvofandi "krísu" hjá Svíum og öðrum sem virðast standa sig vel, er farinn að ná aðeins tökum á að "gúggla" á sænsku, svo þetta kemur allt saman, m.a. þetta HÉR frá 26 nov í fyrra, þá er enginn vafi á að það er kominn skjálfti í Sænska banka vegna gífurlegra skulda hjá þessum verst stöddu ESB löndum, 500 milljarðar sænskra króna, þar af 30 milljarðar hjá Írlandi, svo að séu að renna á þá tvær grímur yfir "örlætinu" með ríkistryggðu innistæðutryggingarnar, þeir eiga þó eitt "tromp" sem evru löndin hafa ekki, gengisfellingu, en held ekki það sé aðgerð sem hentar svíum vel.
Varðandi Norðmenn og allann auðinn í "Statens pensjonsfon i utlandet" á almenningsvörum "oljefondet" þá er það náttúrúlega háð sveiflum hverju sinni, en þessu er vel dreift, bæði globalt og áhættulega, og þó æsihungraðir fréttamenn séu að "blása" upp "gróða og tap" eftir sveiflunum, gera flestir sér grein fyrir að þetta er bara það sem það er, upp og/eða niður, endar svona mitt á milli einhverntímann, er annars sammála þér í þessu með lærdóminn sem dreginn var hér af bankahruninu í byrjun síðasta áratugs fyrri aldar, maður finnur gætnina í flestu, og gerir svosem ekkert til.
Afsakaðu miistóra stafi, fór svona ó "copy/paist" aðgerð.
MBKV
KH
PS heilsaði aðeins upp á Lúðvík fyrr í kvöld, veit ekki hvoert hann nennti að svara mér ætka að kíkja á eftir.
Kv
KH
Kristján Hilmarsson, 18.3.2011 kl. 22:53
"Linkurinn" á danska Tryggingasjóðinn fórst fyrir, set hann HÉR
Kv
KH
Kristján Hilmarsson, 18.3.2011 kl. 22:57
Blessaður Kristján.
Á bak við gorgeirinn er þekking, maður ögrar ekki og rífur kjaft í allar áttir, nema maður sé tilbúinn að verjast. Og ég þurfti að athuga hvað stóð á bak við fullyrðingar Lúðvíks, hvort þetta væru lagaálit með tilvísun í lög sem ég ekki þekkti til, og þá náttúrulega ekki heldur Gúrúarnir mínir, þeir Stefán og Lárus.
Þetta með Svíana er svo hliðarleggur, ef við værum að ræða innlánstryggingar, og árið væri 2007, þá yrði eitthvað svipað sagt hér á Íslandi. Það var raunveruleikinn sem tók völdin yfir orðræðunni.
En gerðu mér greiða og gúglaðu þig inná sænsku lögin. Það sem ég las, var auglýsingapési, ég er ekki viss um að lögin bakki þetta upp. Mig minnir að þeir hafi heimild til að taka lán, þá með ríkisábyrgð að sjálfsögðu, en það sem er heimilt, er kannski ekki gert ef menn ráða ekki við það.
Ekki að þetta skiptir máli gagnvart okkur, en þetta útskýrir umræðuna. Hvernig embættismen geta talað um ríkisábyrgð þegar reynir ekki á hana. Sænskan er eiginlega eina Skandinavíu málið sem ég treysti mér ekki til að lesa, þeir skrifa hana svo asnalega, að maður þarf meiri kunnáttu en ég hef. Hvað segja lögin um tryggingasjóðinn, ef það er ríkisábyrgð, vita þá sænskir þingmenn af því?? Kemur þetta fram í ríkisreikningum þeirra??????
Ég eiginlega trúi því ekki, því svona bakábyrgðir eru krítískar í dag, og matsfyrirtækin eru farin að skoða greiðslugetu ríkja miðað við þær.
Þetta skiptir kannski engu máli, en pistillinn hans Lúðvíks er eiginlega það eina að viti sem hefur komið frá Samfylkingunni, og í stað þess að ræða um að þetta sé skoðun, sem allir geta slegið fram, þá er miklu þægilegra að benda á, að ekki séu lagaheimildir á bak við orðin. Það er ef svo er. Ég treysti mér alveg í hina rökræðuna, en stundum er gott að geta peistað upplausn fyrir andstæðinginn.
Eins er spurning hvenær ríkisábyrgðin kom, ef hún er þá til staðar. Var það eftir Hrunið 2008, eða fyrr???
Það passar eiginlega ekki að Svíinn sé svona á skjön við Norðmenn eða Dani. Það er eitthvað sem gengur ekki upp í þessu dæmi.
Þannig að Kristján, ef þetta er ekki mikið mál, spáðu aðeins betur í þetta. En takk samt fyrir þínar góðu upplýsingar.
Þekking er vopn, og vopn vinna stríð, ICEsave stríð.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 19.3.2011 kl. 00:31
Sæll Ómar ! sammála þér að sænskan er okkur, sem vön erum íslensku, dönsku og norsku, töluvert frábrugðin, sérstaklega sem skrifmál, ég bjarga mér fínt við að lesa hana, tala við Svía líka, en er í basli við að skrifa hana
En það er rétt sem þú segir, það sem ég vísaði á er í reynd “pési” frá “Riksgälden “ (Skuldamálastofnun Ríkisins) stofnun innan sænska fjármálaráðuneytisins og var faktíkst komið á stofn 1789 (!!) að tilstuðlan Kong Gustav III til að fjármagna stríðið gegn Rússlandi, þessi stofnun fékk á sínar hendur að stýra og passa upp á tryggingasjóð innistæðna (Innsättningsgarantin) og fjárfesta, áramótin 2007/2008 eftir að seðlabankinn sænski hafði haft umsjón með þessu fram að því.
Ég er búinn að finna fyrsta lagabókstafinn um innistæðutryggingar frá 1995, árið sem Svíar gengu í ESB HÉR þetta er heilmikið plagg og umfangsríkt að vonum, en eftir að hafa lesið upp og niður mörgum sinnum, þá finn ég ekkert í sjálfum lögunum sem óyggjandi tekur fram að ríkið beri fulla ábyrgð á greiðslunum, aðeins því að sjóðurinn finnist og virki, svo er HÉR slóði á allann feril sjóðsins frá upphafi, breytingar og annað, er búinn að renna í gegn um það svona í fljótheitum, án þess að finna nokkuð sem rennir stoðum undir ótakmarkaða ríkisábyrgð, tók að gamni út þennann HÉR þar stendur eftirfarandi:
“Insättningsgarantin skyddar insättningar hos banker, värdepappersinstitut och kreditmarknadsföretag vid konkurs. Den maximala ersättningsnivån är 250 000 kronor. Systemet finansieras genom avgifter som tas ut av företagen. I dag uppgår avgiften till 0,1 procent av de garanterade avgifterna.
Utredningen föreslår bland annat att insättningsgarantin framöver ska följa de principer som gäller annan statlig garantigivning. Det betyder att avgifterna för insättningsgarantin framöver kommer att sättas av den ansvariga myndigheten så att de förväntas täcka såväl förväntade infrianden som administrationskostnader under garantiperioden (självkostnadsprincipen).
Lausl. Þýtt: fyrst feitletrað í fyrri málsgrein: Sjóðurinn fjármagnast gegn um gjöld tekin af fjármálastofnunum (bönkum ofl) !!
Svo 2. málsgrein: Lagt er til að innist.tr, sjóðurinn m.a. framvegis komi til með að fylgja sömu reglum(prinsippum) og aðrar ríkisábyrgðir. Þetta þíðir að gjöld og greiðslur til sjóðsins verða hingað til ákveðin af ábyrgum yfirvöldum, þannig að þau (gjöldin auðvitað) nái að dekka kostnað við væntanlegar útborganir og rekstrarkostnað sjóðsins allann ábyrgðartímann.
Að lokum er HÉR 77 síðna plagg frá 10 mars 2011 varðandi breytingatillögur á sjóðnum, er reyndar enn í tillöguformi en samt vert að skoða.
Eins og þú sérð, þá er þetta umfangsmikið og nokkurra daga verk að lesa sig gegn um alltsaman, breytir samt ekki því að eftir stendur að “kokhraust” möppudýr í Svíaríki hafa líklega tekið stærra upp í sig en þeir geta gleypt ef á reynir, enda er tilvitnun Lúðvíks í hátíðarræðu Nybergs (frá 2005 !!) engin lagaleg stoð heldur, svo það er auðvelt að reka til föðurhúsanna.
Eftir stendur svo að láta reyna á regluverk ESB og EES varðandi þessi mál, og þar eru allt svo mistúlkað, að glapræði er að láta ekki reyna á það fyrir dómi.
En í rökræðum verður maður að passa sig á þeim sem flinkir eru í listinni, dettur í hug sögurnar af Gísla “kunningja” (viðurnefnið fékk hann vegna þess að hann ávarpaði aðra alltaf “kunningi”) þegar menn voru, í rólegum stundum niður á vörubílastöð í Hafnarfirði, að deila um atburði liðinna tíma og engin niðurstaða fékkst, kom Gísli gjarnan inn í umræðuna og “staðfesti” atburðarrásina með “nákvæmri” tímasetningu, hvernig veðrið hefði verið og/eða klukkan hvað fór að rigna, hvaða togari lá við bryggju um þetta leyti og fleira sem kom málinu ekkert við, en þetta virkaði, sá sem Gísli studdi vann rökræðuna algerlega óháð sannleiksgildinu og menn hættu að rífast (í bili).
Svo allt í allt hefur þú örugglega rétt í því að munurinn milli hinna þriggja skandavísku landa, er ekki mikill varðandi innistæðutryggingarsjóðina, hámarks upphæðir geta verið mismunandi, en hvernig þeir eru fjármagnaðir og hvernig ábyrgðin er, er líklega nokkuð líkt, hefði þó ekki verið svo hissa á að munur væri á Noregi og hinum tveim vegna stöðu gagnvart ESB/EES en ekki að það væri munur milli DK og SV.
Vona að þetta hjálpi eitthvað aðeins meir, þakka hól þitt og vísun á mitt blogg i innleginu frá í dag.
Heyrumst
MBKV frá S.Norge
KH
Kristján Hilmarsson, 19.3.2011 kl. 18:44
Takk Kristján, fyrir þína mikla og góðu vinnu.
Mér finnst svona persónulega líklega að ef um ríkisábyrgð væri að ræða, þá kæmi það skýrt fram, og það væri hægt að finna slíkt með beinni tilvísun, ríkisábyrgð á óþekkta upphæð er jú ekki smáatriði.
Þetta er bara eins og mig minnti, þeir segjast ætla redda með lántöku, og vissulega þyrfti ríkið að dekka hana, en enginn veit hvað verður gert ef tjónið er mikið. Og það fer þá saman við aðra erfiðleika því bankar hrynja ekki án aukaverkana.
Og það þarf enginn að segja mér, að möppudýr geti einhliða ákveðið ríkisábyrgð, þó hann heiti Seðlabankastjóri. Og slík ábyrgð fer alltaf eftir getu, og markmiðum, hvað menn fá í staðinn. Til dæmis að hindra upplausn, en menn spá ekki í upplausn til dæmis í Eistlandi, eða Ungverjalandi, eða loka skólum og sjúkrahúsum til að bakka upp fjármálamarkaði annarra þjóða.
Vissulega fer þetta allt eftir eðli mála og aðstæðum, en við allsherjarhrun munu hlæja af þeim embættismanni sem pantar ríkisábyrgð upp á stóran hluta af þjóðarauðnum.
Enda hefði Lúðvík peistað á mig einhverjum lagakrók ef hann hefði getað, ég gekk það nærri honum á minn hógværa máta. En hann kaus hina leiðina, fjárlægði síðasta innslagið mitt þar sem ég stillti honum upp við vegg, lögin takk eða játaðu að þú ert að vitna í skáldskap. En það var allt í góðu, hann lét mig vita og útskýrði af hverju og svoleiðis, en hann hefði jarðað mig hefði hann getað. Það fylgir ertinni, menn vilja þagga niður í henni ef hægt er.
Lúðvík færir gild rök fyrir því af hverju ríki grípur inn í en hann oftúlkar þegar hann heldur því fram að skyldan nái yfir landamæri. Slík túlkun byggist á viðkomandi tilskipun, og hún mælir gegn ríkisábyrgð. Það er út í hött að vitna í einhver önnur lög, neytendavernd eða annað. Þar er hvergi minnst á þessa skyldu yfir landamæri, aðeins þessi eina reglugerð gerir það. Og hún ætlast ekki til að ríkið grípi inn í, enda ekki fræðilega hægt að ráðstafa svona skattpeningum þjóða. Það er ekki neitt lengur guðlegt vald sem ákveður skatta og skyldur, og fólk borgi mögnunarlaust.
Fólk á sinn rétt, og það er skýrt í hvað skattpeningar þess fara. Einhver reglupési getur ekki tekið sér þetta guðlega vald sem fornir einvaldar höfðu. Enda hver heldur þú að myndi borga skatt ef hann vissi að hann færi til að vernda fjármálastöðugleika í öðrum ríkjum.??
Nei, þetta heldur hvorki vatni eða vind. Og betur getur Samfylkingin ekki gert. Það er sá hluti hennar sem segir satt. Lygararnir skálda upp lögin, og túlka sín skálduðu lög eftir hentileika.
Held að ég hafi ekki áhyggjur af þessu, ég ætla að sírífa kjaftinn síðustu daga fyrir þjóðaratkvæði, og þarf því að þekkja til þeirra röksemda sem geta dúkkað upp. Annars er hætta á slæmri flengingu.
Því eins og þú segir, þá skiptir tæknin ekki minna máli en innihaldið. En það er sama hvað hún er góð, það þarf að vera innihald.
Já ég las pistil þinn í dag og sá að hann fyllti upp í það sem ég sagði í mínum. Og fyrst að fólk er að renna við, og spáir greinilega í málin, því annars kæmu menn ekki inná þessar langloku slóðir, þá notaði ég mér bessaleyfið og linkaði á hann. Ég segi alltaf, ef það eru þó ekki nema nokkrir sem hugsa út í rökin, þá er þetta allt þess virði. Það fólk á eftir að tala við sína vini, og svona dreifist þetta út. Þetta er fuglasöngurinn eins og ég sagði einu sinni við Pétur Örn, það er hægt að hafa áhrif á í hvað tóntegund hann er sunginn, þá stærri öfl ráði hvað er sungið.
Það sem vantar í dag er valkostur, þegar hann er kominn, þá mun fólk fylkja sér um hann. Skrýtið að einhver metnaðargjarn maður skuli ekki taka slaginn á forsendum mennskunnar, og þess að reyna að vera heiðarlegur og segja satt.
Fólk biður ekki um mikið annað. Og það finni til samkenndar, það að hver hugsi um sinn rass, er eyðandi og fólk vill ekki svoleiðis þjóðfélag. Það er miklu betri tilfinning að vita að hlutirnir eru að ganga hjá þér, og líka hjá nágranna þínum, sem og öðru ungu fólki sem þú þekkir. Fólk haldi húsunum sínum, ráði við lánin sín, börnin fái menntun og við öll heilsugæslu. Þegar þessar grunnþarfir eru í lagi, þá er hægt að fá fólk til að leggja svo mikið á sig við uppbyggingu.
Samkennd er nefnilega ákaflega vanmetið afl og á erfiðleikatímum getur hún oft gert útslagið.
En hvað um það, þetta fer allt einhvern veginn.
Á betri veginn vonandi.
Enn og aftur miklar þakkir fyrir fyrirhöfn þína.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 19.3.2011 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.