17.3.2011 | 09:20
Vinstri stjórnin afskrifar skuldir auðfursta og fyrirtækja þeirra.
Á sama tíma stendur hún fyrir skiplagaðri aðför að almenningi þessa lands.
Forsendalaus verðtrygging, sem brást algjörlega hlutverki sínu að tryggja stöðugleika, á að viðhalda verðmæti pappírsverðmæta sem engin innstæða er fyrir.
Hávaxtastefnan hefur sogið hundruð milljarða úr hagkerfinu, bæði frá almenningi og fyrirtækjum og afhent pappírstígrisdýrum á silfurfati.
Almannaþjónusta er skorin niður við trog svo hægt sé að borga þessum sömu pappírstígrum. Jafnvel börnum okkar er ekki hlíft.
Ofurskattastefna er að kæfa allt hagkerfið.
Aðförin að íslenskum almenningi er fordæmalaus í sögu Evrópu. Einna helst líkist hún þegar rússneskir ofbeldismenn, sem kölluðu sig kommúnista, fóru ránshendi um héruð Rússlands og nágrannaríkja þess og lögðu undir sig allar eigur heimamanna. Kölluðu ránið þjóðnýtingu og lifðu í vellystingum upp frá því.
Á Íslandi stela andlegu lærisveinar rússnesku þjófanna frá almenningi og afhenda auðfurstum og fyrirtækjum þeirra. Fyrir þóknun að sjálfsögðu. Mega kalla sig valdsmenn í staðinn og útvega vinum og vandamönnum feitar stöður í stjórnkerfinu.
Eftir stendur að þetta eru þjófar, sem þykjast vera jafnaðarmenn.
Og þjófseðlið kemur skýrast í ljós í stuðninginum við erlenda fjárkúgara samanber hið fornkveðna, líkur sækir líkan heim.
Eina spurningin hvenær ítölskum mafíósum verði boðið landvist því þarlend yfirvöld eru að bögga þá. Segja að þeir stundi fjárkúgun og mútur.
Á Íslandi er lagt fram frumvarp sem löghelgar slíka hegðun.
Og þetta er allt í boði íslensk almennings, við kusum þjófagengið yfir okkur.
Ef við höfum fengi nóg af þjófum og tækjum þeirra, ofursköttum, hávöxtum, verðtryggingu og þjónkun við erlenda ræningja, þá fáum við tækifæri 9. apríl til að hrekja þetta lið frá völdum.
Segjum Nei við ICEsave.
Segjum Já við heiðarleika og réttlæti.
Og tökum svo málin í okkar hendur.
Við erum fólk, ekki lyddur.
Kveðja að austan.
Afskrifaði 21,6 milljarða skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Betur sjá augu en eyru.
Þessvegna er best að sjá hvernig orð og setningar eru skrifuð, t.d.
Þjófasátt
S-Gjaldborg
og "allt uppi í borum".
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 09:50
Við kusum það sem sagt var að í boði væri. Þegar búðin opnaði kom hins vegar í ljós að það var ekki rétt sem sagt var að það ætti að selja mjólkur - og brauðvörur í búðinni. Búðn var full af landa og læknadópi.
Við kusum ekki þessa verslun í hverfið okkar en hvað eigum við að gera?
Það er varla algengt að þjóð reki af höndum sér hægri stjórn; handbendi auðkýfinga og óheiðarlegrar spákaumennsku og sitji uppi með vinstri stjórn sem slær óvinnandi skjaldborg og vígi utan um verstu níðingana.
Árni Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 10:28
Já Árni, þetta eru skrýtnir tímar.
Ég uppgötvaði það þegar mörgum samlöndum mínum fannst það algjör óþarfi að koma fólki í neyð til hjálpar í skuldaerfiðleikum þess. Þegar það var búið að fá sína tryggingu á sparifé, og inngreiðsluna í peningamarkaðssjóði sína, þá var nóg komið af ríkisútgjöldum vegna fjármálahrunsins að þeirra dómi.
Og sú hugsun að hugsa aðeins um rassgatið á sjálfum sér varð ofaná.
En fyrirfram hélt ég að svona egó yrði úthrópað á torgum og Pétur Blöndal fiðraður.
Það sem síðan hefur gerst er allt í þessum stíl.
Opinbera umræðan þrífst á öfugmælum, menn hundsa augljósar aðvaranir um að samfélagið er að gliðna innan frá, þeir sem komu okkur á hausinn, bankamennirnir ásamt postulum Samtaka atvinnulífsins, þeir ráða uppbyggingunni, og á hvað forsendum hún er.
Og kinroðalaust á 21. öldinni þá ræða menn um að hneppa sína eigin þjóð í skuldahlekki fjármagnsins, sem mér skilst sé hinn nýi guð vinstrimanna.
Ég hef sagt það áður, og segi það enn, við erum að upplifa tíma goðsagnanna, það er engin heil rökbrú í því sem er að gerast.
Nema Nei-ið í ICEsave, það sýnir að ennþá gilda viss lögmál raunveruleikans.
Og er nokkuð annað en að þrauka og vonast til að hið "eðlilega" taki aftur yfir af goðsögnunum, að svart verði svart og hvítt verði hvítt eins og áður. Dómsstólar dæmi eftir lögum og fjárkúgara sitji í fangelsi.
Og fólk byggi upp hið Nýja Ísland.
Vonum það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.