16.3.2011 | 23:00
Þjóðin er að ná vopnum sínum á ný.
Hún segir Nei við fjárkúgun og lögleysu.
Líkt og allt siðað fólk gerir. Þó það kosti þrengingar og harðræði, þá lúta menn ekki villimennsku, þá láta menn ekki glæpamenn kúga sig.
Krafa breta á hendur Íslendingum styðst ekki við lög, hún styðst við skoðun manna sem uppgötvuðu of seint að innlánstryggingarkerfi þeirra, fjármagnað af fjármálastofnunum, stóðst ekki víðtækt bankahrun. Og þá var sett fram kenningin um ríkisábyrgð á innlánum, þvert á markmið þeirra laga sem í var vitnað.
Og á grundvelli þeirrar kenningar, var lagt af stað í herleiðangur til Íslands. Vopnin voru ekki aflóga freigátur eins og í þorskastríðinu, vopnin voru hótanir og í stað sjóliða þá var innlent leiguþý notað í skítverkin.
Auðkeypt því þetta var fólkið sem áður þjónaði, og þjónar reyndar enn, þeim sem rændu landið.
Tvisvar voru fótgönguliðarnir hraktir af höndum þjóðar sinnar, tvisvar voru samþykkt lög sem ekki náðu fram að ganga. Í fyrra skiptið tókst klókum mönnum á þingi að skapa samstöðu um breytingar á fjárkúguninni á þann hátt að ljóst var að bretarnir myndu aldrei sætta sig við hana. Græðgin var of mikil.
Í seinna skiptið tók forsetinn af skarið og bjargaði bæði æru sinni og fjárhag þjóðarinnar.
Reynslunni ríkari þá var næsta skref undirbúið af mikill nákvæmni. Varalið úr Sjálfstæðisflokknum var kallað til og hönnuð var ný áróðursherferð, "óttinn við réttarríkið" hét hún, og var spiluð í öllum fjölmiðlum þjóðarinnar nema þeim minnsta, Morgunblaðinu.
Og í stað þess að nota þekkta bullukolla eins og síðast, þá var keyrt á fyrrum vammlausum mönnum, og þeir látnir útmála hrylling þess sem myndi gerast ef glæpamennirnir myndu kæra fórnarlömb sín, og krefja dómsstóla um stuðning við fjárkúgun sína. Og þessu trúði fólk eins og nýju neti, þá sérstaklega þeir sem trúðu á mátt góðæris fjármagnað með lántökum.
En síðan tók raunveruleikinn völdin, hægt og rólega hefur fylgið við fjárkúgunina minnkað.
Skýringin er mjög einföld, fólk horfði á börn sín og barnabörn, og spurði, "hvað er ég að gera þeim".
Ennþá heldur lygin velli með 52% fylgi, en á því er mjög einföld skýring, það tekur tíma fyrir samvisku að virka hjá þeim sem héldu að þeir hefðu enga. Svo munu hundaeigendur horfa á hundana sína, og hugsa, "ekki þykir mér minna vænt um þig Snati minn en nágranninn um börnin sín, ég segi líka Nei við glæp".
Síðan áttar fólk sig á því að þetta eru sömu rökin og það hafnaði fyrir ári síðan.
Og fólk fer að spyrja, hverjir eru það sem viljum að við borgum glæpamönnum??? Jú, það eru þeir sem komu okkur á hausinn, og þeir sem mökuðu krókinn eftir Hrun.
Ætlum við endalaust að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum????
Þegar svarið við þeirri spurningu er komið, þá mun þessi þjóðaratkvæðagreiðsla líka enda 98-2, þessi 2% eru vitgrannir fjölmiðlamenn og einföldustu sálirnar í stuðningsmannahópi VinstriGrænna.
Mér er til efs að nokkur úr þingmannahópi Samfylkingarinnar styðji þessa fjárkúgun. Hinn kraftlausi málflutningur þeirra bendir til þess að þeir eru að þessu aðeins að skyldurækni, vegna ESB umsóknarinnar, en innst inni þá fyrirlíta þeir hina bresku fjárkúgun. Þó er hugsanlegt að hún Ólína hafi ekki ennþá áttað sig á að um fjárkúgun sé að ræða, hún yrði þá eitt af örfáum atkvæðum sem ICEsave fengi úr röðum Samfylkingarinnar.
Um Sjálfstæðisflokkinn þarf ekki að ræða. Hann tók þessa ákvörðun vegna fjármálavandræða formanns flokksins, en engin sannfæring liggur að baki. Fyrir utan nokkra keypta lögmenn, þá finnst ekki flokksmaður sem hefur lýst yfir opinberum stuðningi við fjárkúgunina.
Svona var þetta í fyrra, svona verður þetta núna. Eini munurinn felst í tímafaktornum, andstaðan vex hægar en hún gerði í fyrra. En á móti kemur að fyrir einhverja dularfulla krafta, þá var ákveðið að þjóðaratkvæðið væri mánuði seinna en þá. Þeir sem vita að áróðursblekkingar virka aðeins í skamman tíma, þeir hefðu keyrt á atkvæðagreiðsluna, en það var ekki gert.
Kallast að skora viljandi sjálfsmark. Og segir ýmislegt þegar grannt er skoðað.
Já, ICEsave er ein allsherjar leiksýning, til að blekkja ESB og til að blekkja þjóðina.
Á meðan hún rífst um ICEsave, þá rífst hún ekki um annað. Hvað þá að hún krefjist réttlætis. Eða að staðið verði við loforðið um Nýtt og betra Ísland.
ICEsave er eiginlega guðsgjöf stjórnmálarebba, og þegar þjóðin hafnar núverandi fjárkúgun, þá semja þeir bara aftur og aftur.
Alveg þar til að við mönnumst og stöðvum skrípaleikinn.
Og fáum fólk til að stjórna þjóðinni.
Kveðja að austan.
Mjótt á mununum um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 15
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 2034
- Frá upphafi: 1412733
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1787
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll nú líður mér betur við að sjá svona könnun að fólk sé farið að átta sig á sannleikanum í IcesaveIII og kjósi móti þeim.
Sigurður Haraldsson, 16.3.2011 kl. 23:06
Blessaður Sigurður.
Já, þetta er allt á réttri leið. Spurning hvar þetta endar.
Vonandi ekki í annarri rasskellingu sem síðan breytir engu, nema nýjum samning eftir 6 mánuði með Ragga Hall ákvæðinu innanborðs, og þá bætist InDefence í hóp Já manna.
Mér finnst kominn tími á alvöru óværueitur á þetta lið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 00:06
http://www.youtube.com/watch?v=S-p1_xMNJOg&feature=related Nauðsynlegt að hlusta á þetta viðtal í kastljósinu við Steingrím J Sigfússon í ágúst 2009.... Bullið sem vellur uppúr honum er ótrúlegt... hann meira að segja talar um pólitíska ábyrgð....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.3.2011 kl. 00:33
Sæl öll! Já það er margir þættir sem skipta sköpum,m.a. timinn eða tíma faktorinn,eitt er víst að við erum hlekkir,sem hjúin geta ekki slitið. Bestu kveðjur.
Helga Kristjánsdóttir, 17.3.2011 kl. 01:58
Magnaður þrumulestur, Ómar stílsnillingur, það komast fáir með tærnar þar sem þú hefur hælana. Hafðu heilar þakkir fyrir gleðjandi styrkinn sem þetta veitir manni, já líka þegar þú lætur svipuna hvína yfir þýjunum öllum og segir þeim til syndanna. Og hundurinn Snati ... alveg ómissandi perla!
Jón Valur Jensson, 17.3.2011 kl. 02:53
midad vid hvad raunhaeft folk eins og vid sem viljum NEI faer litla adkomu ad fjolmidlum tha er thessi nidurstada nokkud god og vona ad thetta verdi kolfellt
eg er buin ad reyna ad fynna hvar eg get kosid herna i philippine og sendi raedismanni Islands mail til ad vita hvort eg gaeti kosid thar um Icesave login en hann hefur ekki hugmynd um hvad eg er ad tala um
vonandi fynn eg thetta i tima
Magnús Ágústsson, 17.3.2011 kl. 04:10
Já, gangi þér vel með það, Magnús.
Þeir, sem geta leiðbeint honum, ættu að gera það hér eða á vefsíðu hans.
Jón Valur Jensson, 17.3.2011 kl. 04:19
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Áróðursflóðbylgjan er að fjara út. Alveg eins og í fyrra þá hafði hún áhrif í fyrstu. Spurningin var alltaf hvað íhaldsfólk myndi gera, myndi það bila líkt og kommúnistarnir sögðu um félaga sína sem biluðu i Ungó. En það virðist ekki hafa gerst í miklu mæli.
Það er auðvita skiljanlegt að fólk, sérstaklega eldra fólk, er hugsi þegar því er sagt að það verði að semja, og þetta sé það besta sem er í boði. Og þegar áróðurinn er svona vel hannaður, núna er talað við Lárus Blöndal á Ruv, en ekki til dæmis í fyrra þegar hann sökkti rökum borgunarsinna. Og Lárus virkar miklu betur en bullið sem vellur út úr Guðmundi Ólafssyni eða Þórólfi Matthíassyni.
Og í sjálfu sér ef menn ætla að semja, þá er margt skárra í þessum samningi en þeim fyrri.
En það er rangt að semja við glæpamenn. Siðaður maður gerir ekki slíkt. Það má milda refsingu þeirra, taka tillit til betrunar eða aðstæðna sem draga úr alvarleik glæpsins, en það er aldrei samið um glæp, að menn komist upp með glæp, vegna þess að við eru svo hrædd við réttarríkið.
Þetta held ég að sé meginrökfeillin hjá ICEsave sinnum, að átta sig ekki á að ef þeir vilja semja, þá þurfa þeir fyrst að hafa löglegan dóm, byggðan á lögum og reglum, ekki hagsmunum hinna stóru, og semja síðan út frá honum.
Ég yrði alltaf á móti á ríkisábyrgð, það er grunnprinsipp að enginn hefur þann rétt að samþykkja slíka ríkisábyrgð á skuldir einkaaðila. En andstæðingar mínar væru þá ekki í skotgröfum lögleysunnar innan um ótýnda fjárkúgara.
Og það yrði að ræða málin.
En nauðgun laga fyrirgerir allri sátt.
Einnig held ég að ósannindin vinni gegn ICEsave sinnum. Þeir ljúga til um kostnað, og þeir ýkja áhættuna við dómsmál.
Og fólk er eiginlega búið að fá nóg af lyginni. Ég held að málið yrði miklu tvísýnna ef þeir gætu einu sinni sagt satt. Það er eins og þeir skilji ekki að áróðurstæki þeirra, Ruv og Háskólinn, að þau glötuðu trúverðugleika sínum í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu. Og það eina sem skapar traust, er að segja einu sinni satt og rétt frá.
En það er eins og ekkert í kringum ICEsave þoli birtu sannleikans, aðeins skúmaskot lyginnar geta hýst þann gjörning. Það er ekki bara fjárkúgunin og allt í kringum hana, heldur líka tilurð reikninganna, hvernig nokkrum manni datt í hug að hrósa fjármögnun sem byggðist á netbönkum, hvikulasta innlánsformi sem til er.
Og hvað var gert við alla þessa peninga???
Af hverju er ekki allt málið rannsakað, ekki til að hengja, heldur til að læra.
Minnir mig enn og aftur á rökstuddar hugmyndir mínar um sannleiksnefndina sem ég fjallaði um á meðan ennþá var von um að þjóðin hefði eitthvað lært, og vildi Nýtt og betra þjóðfélag. Kosturinn við sannleiksnefnd er sá að hún hlutlausar alla andstöðu, og hún hrekur lygina úr skúmaskotunum.
Og hún tryggir hina þyngstu refsingu sem hægt er að leggja á fjárglæframenn og braskara, þeir þurfa að segja satt, og segja frá hvað þeir gerðu.
Og sá sannleikur er fóður í nýjar reglur, og nýja hugsun, svo allavega það gamla verði ekki endurreist.
En núna er ég komin á flug. Sem ég var fyrir löngu búinn að lofa að hætta.
Segi því aðeins, Aumt er aumingjaannamál.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 09:50
Leiguþý og þjófagengi eru hæfileg orð yfir stjórnarlið sem stelur af almenningi í vinnu sinni fyrir lögbrjóta og kúgara. Og núna ætti hver sem vill að geta fetað í fótsporin og stolið LOGO-inu okkar gamla félags og notað að vild: Farið var að nota LOGO-ið án vitneskju okkar hinna.
Elle_, 17.3.2011 kl. 11:02
Blessuð Elle.
Ja, tungumálið notar þessi orð yfir þessa háttsemi, vilji maður nota eitthvað annað, þá þarf maður að lýsa annarri hegðun.
Og megið Nei-ið okkar fara sem víðast og við endum í 98-2.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 13:58
Já, þetta eru gleðifréttir að þeim sé að fjölga sem ætla að segja NEI við Icesave og JÁ við RÉTTLÆTIÐ, þeim sem ætla þar með að sýna manndóm og mennsku frekar en skjálfa sem hræddar mýs fyrir óréttlæti glæpamanna. Enn er von í heiminum. Einn helsti frömuður lýðræðisins fyrr og síðar sagði "Þeir sem eru tilbúnir að borga fyrir öryggi með frelsi sínu, eiga hvorugt skilið, og munu missa bæði... Siðan hafa þessi fleygu orð oft verið notuð yfir stuðningsmenn nazistanna, Þjóðverjar völdu á sínum tíma Hitler afþví hann höfðaði til þarfar þeirra fyrir meint "öryggi", og það er eins með þá sem setja já við Icesave. Það er nokkurs konar nazismi að segja já við Icesave. Ekki bara ertu með því að styðja óréttlæti til að reyna að tryggja falskt öryggi, eins og kjósendur Hitlers eða þeir sem borga mafíunni "verndartolla" frekar en berjast gegn henni...og þá grasserar hún bara og verður áhrifameiri og áhrifameiri, heldur erum við með þessu að hjálpa málstað nazismans með að traðka á litaða manninum. Þjóðarskuldir hafa drepið fleiri í heiminum en styrjaldir, sjúkdómar og matarskortur samanlagt síðast liðin ár, afþví þær eru algengasta ástæða þessa þrenns. Haíti er gott dæmi. Þar var nánast jafn ömurlegt um að litast fyrir og eftir náttúruhamfarirnar í þessu áður blómlega landi, afþví nær allar tekjur landins fara í að borga Frökkum gamlar skuldir sem þeir vilja meina þeir eigi, þessir fyrrum kúgarar Haitímanna. Margar aðrar gamlar nýlendur halda fátækustu þjóðum heims í samskonar skuldaánauð og nú herja tvær þeirra á okkur. Ef við gefum undan, þá þýðir það að fleiri börn í Afríku halda áfram að deyja og átakið Make Poverty History sem Bono í U2 stírir (makepoverthistory.org) mun mistakast. Þá skulum við aldrei vera hræsnarar meir. Hver sá sem borgar hjálparstofnun kirkjunnar pening fyrir jól, eða þykist ætla að styrkja eitthvað barnaþorp út í heimi, en x-ar já við Icesaver, er hræsnari og nazisti, því afleiðingar gjörða hans eru skelfilegar fyrir þetta fólk og heildarmyndina hér í heiminum. Þetta skilja allir vitibornir og vellesnir menn, en til er gáfað fólk sem engu að síður getur blekkt sjálft sig og fegrað ástæður sínar, og þorir ekki að horfast í augu við eigin heigulshátt, hræsni og siðleysi. Það er sorglegt. Þú gerir mannkyninu, heiminum og þínum minnstu bræðrum meira gagn með að x-a NEI við Icesave heldur en með að gefa milljónir í hjálparstarf, og milljónir gætu aldrei bætt þann skaða sem þú gerir verr settum börnum en þínum eigin, sem þó munu líka bera byrgði synda þinna og borga fyrir þær, ef þú x-ar já...Horfstu í augu við þetta og taktu svo ákvörðun, góða eða vonda, sem ábyrg manneskja, en ekki sem barnalegur maður á flótta undan eigin ábyrgð, vitandi hversu alvarleg ákvörðun þetta er. "Ég er komin með leið á þessu máli" er ekki gild ástæða. Eigum við þá ekki bara að hætta að flytja fréttir af hörmungunum í Japan og fara bara að horfa á Friends. Til er "leti" sem er bara siðleysi, ómennska og viðbjóður í dulargerfi. Ekki gerast sekur um slíka synd í gerfi leti. Sýndu smá vitrænan og mannlegan metnað og vertu almennileg manneskja!
Megi RÉTTLÆTIÐ SIGRA! (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 15:34
Blessað mitt kæra réttlæti.
Alltaf gaman að fá þig inn til að messa yfir villuráfandi sauðum.
Framtíð okkar felst í því að skilja hvað má, og hvað má ekki. Og nota síðan krafta okkar til að bregðast við þeim ógnum sem við blasa, og þær eru ekki að völdum geimvera svo allt þetta vopnakapphlaup er óþarfi.
En loftlagsbreytingar, býflugan, orkuváin, nefndu það, misskipting, skuldaþrældómur, fátækt, já, nefndu það aftur.
Og engin þörf að skammast sín fyrir réttlætið, jafnvel hægt að gefa því nafn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 15:41
Já þetta endar með vinning fyrir NEI það er engin spurning. Það er ekkert réttlæti í þessu, sem og kemur fram sama hvert litið er. Spurningin er bara hver kjörsókn verður? Þega JÁ síðan tekur eftir að það er að tapa þá koma þeir ekki á kjörstað, sama og skeði við ICESAVE II. Hörundssár Hanna og Steini fara í fýlu og Bjarni situr með þeim heima og samhryggist þeim og sjálfum sér og býður þeim í sorgarkaffi!!!!!!! Til og með i fréttum í dag "Aular að láta blekkjast af íslensku bönkunum" " David Ruffley þingmaður breska Íhaldsflokksins sagði á ráðstefnu í síðustu viku, að þeir sem hefðu látið blekkjast af fullyrðingum íslensku bankanna um þrefalt hærri ávöxtun innistæðna en breskir bankar buðu væru aular" átti enga stoð í raunveruleikanum.
Ingolf (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 17:12
Blessaður Ingolf.
Sjálfsagt erum við öll aular því fjármálamenn Vesturlanda eru búnir að koma öllu á kaldan klaka. En bresk stjórnvöld ákváðu samt að hjálpa sínum aulum, og það hefði ég líka gert í þeirra sporum.
En það er lögleysa að senda annarri þjóð reikninginn, og það er landráð samkvæmt skýrum ákvæðum hegningarlaga, að mæla fjárkúgun þeirra bót.
Núna er hún upp á rúmlega helming af landsframleiðslu, og þeir vita ekki einu sinni hvað þeir fá á móti. Áætlun er ekki sama og raunveruleiki. Vilji menn að það sé tekið mark á áætlunum, þá eru þær festar á blað. Og samið um viðbrögð ef þær ganga ekki eftir.
Ég fullyrði að engin þjóð, hvorki fyrr né síðar myndi láta það líðast að innlendir vinni fyrir erlent ríki við að fjárkúga þjóðarauðinn í erlendra fjárhirslur. Kvislingar gerðu slíkt alltaf í skjóli erlends hervalds, hér á Íslandi kjósum við Kvislinga til valda, látum þá um að stjórna landinu.
Kannski þurfti ekki Hitler að nota skriðdreka, það dugði að halda kosningar og bjóða fram Kvislinga. En líklegast ekki, við Íslendingar 21. aldarinnar erum einstök um margt.
Þar á meðal undirlægjuhátt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 19:37
Ef lánið er skilyrt þá er það bara enn ein sönnunin fyrir því að það á að arðræna okkur. Við skrifum uppá Icesave - og Bretar hafa réttin á auðlindunum ef við getum ekki borgað. Sem við getum ekki, erum alltof skuldug til þess. Svo þeir eru bara að búa í haginn fyrir sjálfum sér. Það grætir mig hvað landinn er tilbúinn til að gefa frá sér allt sem við eigum. Bankarnir stóru eru í eigu kröfuhafa. Þeir hafa fengið lög í gegn hjá Alþingi til að endurreikna lán og hafa við eignaupptöku fyrirtækja og heimila. Icesave samningurinn kemur til með að veita bretum veð í landauð okkar. Skuldir ríkisins eru nú þegar mun hærri en nokkurn tíma innkoma.
Það eina sem við getum gert er að snúa vörn í sókn, setja lög til að vernda fyrirtæki og heimili og neita því að afsala auðlindir þjóðarinnar.
Samt ætlar fólk að segja já?
Guð blessi ykkur.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.3.2011 kl. 23:58
Já Lísa, núna þarf sóknina.
Hún hefst hjá okkur sjálfum og síðan í kjörklefanum þann níunda apríl, með Nei-i.
Fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað miklar skelfingar eru í þessum samning, ekki bara veð í almannaeigum, heldur líka afsal á lögsögu, gríðarleg gengisáhætta og svo framvegis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 00:02
Til þess að þjóðin hlusti verður hún að gera sér grein fyrir því að bankarnir eru ekki í okkar eigu. Við dælum fé í erlenda kröfuhafa og AGS er í milligöngu. Fjölmargar góðar greinar hafa skýrt þessari hættu. Við horfum fram á þjóðargjaldþrot - með eða án Icesave. Nema - við gerum eitthvað til að verja fyrirtæki og heimili, með því að leiðrétta lög í samræmi við stjórnarskrá - og neitum að ríkisvæða frekari skuldir. Þá er von. Annars ekki.
Hvað - hvað virkilega er það sem almenningur skilur ekki? Fjármálaelítan tapar engu - hún á landið, erlendir sem innlendir. Siðspillta gengið sem hefur alltaf verið ofaná.
Það eina sem verður um "Nýja Ísland" ef fólk sér ekki að sér er að það verður " Nýja nýlenda Ísland - undir Bretum. Og sem slíkt sjálgefið í EBS. Forsetinn vissi hvað hann var að gera þegar hann bar þetta undir þjóðina - vonandi getur þjóðin staðið sig í að valda þessu trausti sem okkur var gefið.
Annars tek ég undir orð Geir Haarde - Guð blessi Ísland.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.3.2011 kl. 00:15
Takk Lísa.
Enda er þetta liðið sem vil að við borgum ICEsave fyrir það.
Enginn venjulegur maður hefur stigið fram og sagst vilja borga bresku fjárkúgunina, allt þetta lið sem hefur opnað munninn, hefur beinan hag af fjárkúguninni, eða er í beinum tengslum við öfl sem það hafa.
Þrátt fyrir allt sitt mútufé þá gátu þeir aðeins teflt fram 7 lögmönnum til að bulla, og úrvalið var svo aumt, að annað hvort voru þetta lögmenn auðmanna, eða lögmenn sem eru giftir inn í spillinguna. Já, og til að ná í töluna 7 þá var fyllt uppí með vinnufélögum á lögfræðistofunni, sbr. "hey, þú ferð í héraðsdóm, þú skrifar upp á fjárkúgun, þú ræðir við ekkjuna .....".
Þetta er aumt miðað við alla þá milljarða sem ESB dæmir inn í áróðurinn í dag.
Þeir sem svíkja þjóð sína eru vandfundnari en auðmaður sem hefur ekki fengið afskrifaðar skuldir sínar.
Segir margt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.3.2011 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.