16.3.2011 | 20:27
Aumt er aumingjaanna mál.
Lögmenn eru skrítin stétt. Gegna nauðsynlegu hlutverki, en í skjóli þeirra þrífst margt misjafnt. Eiturlyfjasala, mannsal, fjármálaglæpir svo eitthvað sé nefnt. Þar eru peningar og þessir peningar eru meðal annars notaðir til að kaupa sér vernd gegn lögum og reglum, og þeir sem selja þá þjónustu eru lögfræðingar og stjórnmálamenn.
Fátíðara er að lögfræðingar selji þekkingu sína opinberum fjárkúgurum eins og breskum stjórnvöldum í ICEsave deilunni. Bæði hefur það með að takmörk eru hvað mannskepnan getur lagst lágt fyrir pening, sem og hitt að lögfræðingar vita manna best að þung viðurlög liggja við slíkum gjörningi. Og þó þeir njóti stuðnings leppa breta í stjórnkerfinu, þá er slíkur stuðningur fallvaltur.
Og bæði fjárkúgarar þeirra og stuðningsmenn þeirra dæmdir.
Þess vegna mætti hrósa þeim lögfræðingum, sem lugu í yfirlýsingu sinni til stuðnings ICEsave fjárkúguninni, ef málstaður þeirra væri ekki svona ömurlegur.
Að fjárkúga sína eigin þjóð.
Og ekki er hægt að hrósa þeim fyrir röksnilldina, mætti halda að þetta væri hópur menntaskólanema á málfundi um lögleiðingu eiturlyfja, eða gildi nauðgana fyrir kvenfrelsi. Menntaskólakrökkum finnst svoleiðis málflutningur oft fyndinn, það er að mæla með ruglinu, og bulla eitthvað af miklum móð, en vita allan tímann að þau eru að bulla.
En það er spurning um sjömenningana.
"Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn. Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru,".
Er hægt að toppa þessa málsgrein???
Tökum fyrst fyrir þá fullyrðingu að einhverjar ranghugmyndir um ósigranleika hafi kallað Hrunið yfir þjóðina. Og þar sem þeir nota "við" þá hljóta þeir meina að þjóðin hafi verið haldin þessum ranghugmyndum.
Og hvað er til í þessu???
Hugsanlega eitthvað ef aðeins íslenska þjóðin væri að glíma við efnahagshrun, og að þá hafi eitthvað í hegðun hennar valdið Hruninu.
Nú er bandaríski ríkissjóðurinn gjaldþrota vegna gífurlegrar aðstoðar við bandarískt efnahagslíf. Aðstoðar sem varð vegna falls bandaríska banka og stórfyrirtækja, sum hver með yfir aldarlanga starfsemi. Breski ríkissjóðurinn er einnig á heljarþröm, þar þurfti að aðstoða stærstu banka landsins með upphæðum sem engin fordæmi eru fyrir í sögu landsins. Írland, Portúgal, Grikkland, Spánn eru búin að vera. Þar munu 2.500 milljarðar dala falla á banka í kjarnaríkjum Evrópu. Og þeir þar með gjaldþrota.
Samt eru til aumingjar á Íslandi sem reyna að koma Hruninu yfir á íslenska þjóð. Þegar sannleikurinn er sá að þetta Hrun varð vegna ákveðinnar hugmyndafræði um réttlætingu sjálftöku auðmanna og fjármálamanna, og vegna samevrópskra reglna um starfsemi fjármálafyrirtækja sem við höfðum ekkert með að segja.
En þeir sem þjónuðu sjálftökuliðinu og maka krókinn á Hruninu eins og þessir sjömenningar, þeir reyna að telja hrekklausu fólki, aðallega eldra fólki að íslenska þjóðin sé sek, ekki mennirnir og leppar þeirra sem komu henni á hausinn.
Aumingjarnir sem vilja þjóð sinni illt, tala um að efnahagsleg framtíð barna okkar sé komin undir því að foreldra þeirra séu sömu aumingjarnir og þeir, samþykki fjárkúgun og auðrán sjálftökuliðsins.
Íslensku bankarnir og íslensku stórfyrirtækin sem auðmenn voru búnir að skuldsetja upp í rjáfur, féllu vegna þess að skuldsetning þeirra þoldi ekki kreppu og stöðnun aðstreymis erlends lánsfjár. ICEsave er gífurleg skuldsetning í erlendri mynt, og mun því hafa sömu áhrif og hin gamla ofurskuldsetning. Og einu rökin fyrir ICEsave er að þá mun einhver óskilgreindur þróunarsjóður í Evrópu lána orkufyrirtækjum okkar gífurlegar fjárhæðir svo hægt sé að virkja fyrir stóriðju.
Allt upp á skuld, í von um að einhvern tímann verði hægt að borga lánin til baka. Eða með öðrum orðum, nákvæmlega sama ruglið og kom okkur á hausinn haustið 2008.
Fyrirtæki sem eiga fyrir skuldum, og eru í arðbærum rekstri fá lán. Ef það þarf að greiða ICEsave fjárkúgunina til að fá byggðastyrki ESB, þá er ljóst að orkufyrirtæki okkar uppfylla ekki þessi skilyrði, og mega því ekki framkvæma meira út á krít. Þau þurfa nýja fjármögnun, eða þá að aðrir fjárfestar komi að orkuframkvæmdum.
ICEsave skuldbinding gerir ekki ólánshæf fyrirtæki lánshæf.
Og lögfræði þessara manna er á lægra plani en læknisþekking þeirra sem selja fólki orkusteina til að lækna krabbamein.
"Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki."
Hvernig er hægt að bulla svona.
Lög eru lög, óháð þjóðerni þeirra sem halda þeim fram. Og dómsstólar dæma eftir lögum, ekki eftir útliti eða þjóðerni þeirra sem flytja mál sitt.
Lögin eru skýr, það er ekki ríkisábyrgð á innlánum, og hefur aldrei verið enda ríkisábyrgð ólögleg samkvæmt 61. grein EES samningsins. Þetta hefur Framkvæmdarstjórn ESB staðfest, og þetta kemur skýrt fram með þeim greinargerðum sem hafðar eru til hliðsjónar hjá þeim reglumeisturum sem hafa útbúið nýja tilskipun um innlánstryggingar þar sem gert er ráð fyrir einum sjóð fyrir einn markað.
Og þessar greinargerðir voru ekki skrifaðar á íslensku af íslenskum mönnum. Það var ekki Íslendingur sem skrifaði í leiðara virtasta viðskiptatímariti heims að krafa breta væri "not legal". Það eru ekki íslenskir prófessorar sem hafa skrifað lærðar lögfræðigreinar um að ríkisábyrgð á innlánum sé ólögleg og tilskipun ESB um innlánstryggingar er stefnt henni til höfuðs.
Þeir sem tala um íslensk sjónarmið skrumskæla því staðreyndir málsins, slíkt gera þeir aðeins sem hafa vondan eða engan málstað að verja.
Loks má geta að greinargerð lögfræðinga er eins konar Harikari lögfræðingastéttarinnar, ef hún væri rétt. Því þeir segja að siðað fólk leiti ekki réttar síns fyrir dómsstólum, heldur semji við fjárkúgara sína um afslátt af fjárkúgun þeirra, og telji það sigur því það sé svo áhættusamt að treysta á að dómsstólar dæmi eftir skýrum lögum.
Lögfræðingar ættu að vita að jafnvel þó öll klögumál breta væru réttmæt, þá er krafa þeirra samt ólögleg, því þeir leituðu ekki til dómsstóla til að löghelga hana, og gera þá um leið þeim sem þeir krefja um þessar gífurlegu fjárhæðir kleyft að halda uppi vörnum í máli sínu.
Heldur er hótunum í bland við mútum beitt til að ná fjármunum út úr íslensku þjóðinni.
Slík er aðferðarfræði handrukkara, og er ólögleg samkvæmt lögum siðaðra þjóða.
Og fólk sem ekki er á mála hjá bretum eða innlendum leppum þeirra, eða það hefur ekki hag af endurreisn hins gamla sjálftöku þjóðfélags, það áttar sig á að sá sem beitir aðferðum handrukkar, hann hefur þann málstað að verja að hann treystir sér ekki með hann í dóm. Telur hann tapaðan, eða með öllu ólögmætan.
Enda miðar öll greinargerð sjömenningana að einu markmiði, að forða bretum frá því að málið verði dómtekið.
Samkvæmt skýrum lagatexta, jafnt íslenskum sem erlendum, kallast slíkt aðstoð við fjárkúgun, og er refsiverð háttsemi.
Ég læt mér duga að benda á að þessir menn eru aumingjar.
Í skjóli auðvalds beita þeir stöðu sinni og þekkingu til að fjárkúga samborgara sína.
Ég ætla ekki að hrósa þeim með því að kalla þá glæpamenn eða fjárkúgara.
Svona lágt leggjast aðeins aumingjar.
Og aum eru aumingjarökin.
Kveðja að austan.-
Lýsa stuðningi við Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2011 kl. 09:49 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 486
- Sl. sólarhring: 717
- Sl. viku: 6070
- Frá upphafi: 1400009
Annað
- Innlit í dag: 442
- Innlit sl. viku: 5206
- Gestir í dag: 424
- IP-tölur í dag: 419
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja segðu og mikið er ég sammála þér.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.3.2011 kl. 23:23
Já, aumt er þetta lið.
Og skömm að rök þess eru engin.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 00:23
Er það ekki makalaust að enginn þessara lögvísu manna lyftir litlaputta til bjargar þjóð sinni, frá klóm þjóðníðinganna og bankaræningjanna á þeirri ögur stundu þegar þjóðin þarfnaðist þeirra mest við að klófesta þá og endurheimta þýfið.
Heldur rís nú upp skari þeirra, og vill að þjóðin segi sig frá heiðarlegum réttarhöldum til að fá úr skorið um sök sína og ófæddra barna sinna.
Svei þessum lítilmennum.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 01:26
Já, Arnór, þetta er dálítið spúkí viðhorf hjá mönnum sem hafa atvinnu af málarekstri, að vera á móti honum því það er aldrei að vita að dómur falli gegn þér.
Skrýtin skilgreining það á hlutverki dómsstóla, að menn eigi ekki að leita til þeirra, því þeir gætu dæmt.
Ég hélt að þeirra hlutverk væri einmitt að skera úr um hvað væri rétt, og hvað væri rangt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 17.3.2011 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.