Það sem átti ekki að geta gerst, virðist vera að gerast.

 

Slys sem getur eyðilagt lífsskilyrði fólks á stóru þéttbýlu svæði.

Hvaða vald hafa menn til að gera samborgurum sínum slíkt???

Hvaða vald hafa ráðamenn til að taka ákvarðanir sem geta haft afleiðingar sem enginn ræður við.

Það vantaði orku er sagt, en er það???  Hefði samfélög okkar ekki þróað nýja orkugjafa, sem hefðu ekki þessar banvænu afleiðingar??  Og hefði samfélag skynsamlegrar orkunýtingar ekki þróast í stað hinnar gengdarlausu sóunar neysluhyggjunnar???

Menn virðast alltaf gleyma því að í hverri stöðu eru fleiri en einn valkostur, og að eitt leiði að öðru.  

Spurningin snýst fyrst og fremst um hvað má og hvað má ekki, erum við tilbúin að taka afleiðingunum, og er þá fólkið sem þarf að takast á við afleiðingarnar spurt???

Vonandi fer allt á betri veginn þarna í Japan en það er ljóst að ástandið er grafalvarlegt.  

 

Við Íslendingar erum blessunarlaus við vágest kjarnorkunnar, en okkar vágestur er mannleg heimska.  Við leyfðum örfáum einstaklingum að ræna okkur og við lærðum ekkert.  Ræningjarnir og leppar þeirra ráða öllu.  Og við leyfum þeim að endurreisa sama þjóðfélag spillingar og sjálftöku.  Nema núna er það blóð þjóðarinnar sem knýr það áfram.

Við látum ómenni segja okkur að ekkert sé hægt að gera fyrir skuldugar fjölskyldur, að ekkert sé hægt að gera fyrir sveltandi bótaþega, ekkert sé hægt að gera neitt nema afskrifa skuldir ofurríkra.  

Og við látum þessi ómenni leggja okkur í skuldahlekki AGS og ICESave.

 

ICEsave fjárkúgunin er réttlæt með því að ekki sé hægt að endurreisa landið nema gjaldþrota orkufyrirtæki fái hundruð milljarða að láni til að reisa virkjanir.  Og verksmiðjurnar eiga að borga.

En ef verksmiðjurnar fara á hausinn vegna heimskreppunnar, þá förum við líka endanlega á hausinn, verðum gerð upp eins og hverjir ómagar.

Eða það opnast eldsprunga á miðjum Reykjanesskaganum, eða á Þjórsár svæðinu, þá er engin orkan, en lánin þarf að borga.  

 

Getur ekki gerst!!!.  Það eru ekki margir klukkutímar sem slíkt var sagt í Japan.  Það eru ekki margir klukkutímar síðan það var logið að ástandið væri innan hættumarka.  Núna veit enginn neitt.

Það gaus við Kröflu, það gaus í Heimaey, það hefur gosið í sjó fyrir utan Reykjanes, það getur alveg gosið á landi líka.  Það getur í raun gosið hvar sem er á virka eldbeltinu, beltinu þar sem við ætlum að reisa allar jarðgufuvirkjanirnar.  

Þessi hætta hefur alltaf verið þekkt.  En aldrei áður hefur allt verið lagt undir, fjárhagur og sjálfstæði þjóðarinnar.

 

Það getur ekki gerst að mörg ICEsave fjárkúgunin hlaupi á mörg hundruð milljörðum var sagt.  Okkur var líka sagt að lönd Evrópusambandsins færu ekki á hausinn.  En það gerðist samt.

Eins er það með ICEsave, það er mun líklegra að sú fjárkúgun verði yfir hundrað milljörðum en að hún verði undir hundrað.  Og það getur gosið undir virkjunum okkar.

Aðeins vitstola fólk stingur hausnum í sandinn og segir að ekkert geti gerst.  Aðeins vitstola fólk gamblar með líf og limi samborgara sinna.  Aðeins vitstola fólk lýgur fjárkúgun upp á þjóð sína.

 

Og við erum það heimsk að við stingum hausnum í sandinn  með því og segjum, það getur ekkert gerst.

En í lífinu getur allt gerst.  Náttúruhamfarir, efnahagshamfarir, skuldahamfarir, og jafnvel kokteill af þessu öllu.

 

Hvað þarf margt hryllilegt að gerast í heiminum til að fólk átti sig á því að það tekur ekki áhættu sem það ræður ekki við.

Og aðeins vitfirringar taka þá áhættu fyrir hönd samborgara sinna.

 

Gefum þessum vitfirringum frí frá stjórnum landsins, útvegum þeim viðeigandi læknismeðferð.

Það er okkar líf sem er undir og framtíð barna okkar.

Kveðja að austan.

 

Kveðja 

  

 

 


mbl.is Ný og aukin hætta í Fukushima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þ. Löve

Nákvæmlega!! Það er tímabært að við stoppum þessa idjóta hér og nú! Við VERÐUM að gera þeim grein fyrir því að hér setjum við mörkin. Hingað og ekki lengra! Þið fáið ekki að gambla áfram á okkar ábyrgð! Nú er tækifærið til að gefa út þá yfirlýsingu!!

Davíð Þ. Löve, 16.3.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Sókn er besta vörnin.

Og besta sóknin er að takast á við allar Hvað ef spurningar heimsins, og svara þeim.  Þar sem við ráðum ekki við svarið, það framkvæmum við ekki, eða afleggjum ef þegar raunveruleiki.

Það er engin önnur ráð til að tryggja framtíð barna okkar, og framkvæmd þess krefst aðeins að við högum okkur eins og vitsmunaverur, ekki heilalausir strútar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 200
  • Sl. sólarhring: 660
  • Sl. viku: 5784
  • Frá upphafi: 1399723

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 4934
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 167

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband