16.3.2011 | 14:00
Má ég þá frekar biðja um snillinginn Jón Gnarr.
Forsenda þess að fjárkúgunin, kennd við ICESave, setur ekki þjóðina raklaust á hausinn, er stíf gjaldeyrishöft. Skýringin á því er mjög einföld, þrotabúið greiðir íslenska tryggingasjóðnum aðeins 674 milljarða króna, falli krónan þá þarf færri pund úr þrotabúinu. En stærsti hluti fjárkúgunarinnar er í pundum, og hinn í evrum.
Eina stjórnkerfið gegn þeirri ógn er stíf gjaldeyrishöft og frysting kjarasamninga.
Á þetta hafa allir sérfræðingar bent á, allir nema þeir sem eru kommúnistar. Hugsjón þeirra um jöfnuð allra í algjöri örbyrgð krefst þess að menn hugsi í öfugmælum, að hvítt sé svart, að kúgun sé frelsi og svo framvegis eins og íbúar Norður Kóreu geta svo mjög vitnað um.
Og kommúnistar eru margir á Íslandi, annars væri enginn að tala um ICEsave, rökin fyrir að frjáls þjóð gangist undir ok fjárkúgunar skilja aðeins þeir sem nota órök til að réttlæta stuðning sinn. Ekki ríkisábyrgð þýðir ríkisábyrgð, dómsstólar dæma ekki eftir lögum, sá sem krefst ríkisábyrgðar upp á 640 milljarða, hann gæti auðveldlega fengið næsta dómara til að dæma þjóðina í 1.100-1.500 milljarða skuldþrælkun, og lýðræðið virkar þannig að ef Davíð hafi sagst ábyrgjast íslenska banka, þá sé þjóðin skuldbundin til að standa við orð hans.
Og vitborið fólk tekur þessa umræðu í fullri alvöru. Aðeins kommúnista heilkennið getur útskýrt þá fásinnu.
Og gamli anarkistinn, flokkaskelfirinn Jón Gnarr skilur órökin og mótsagnirnar. Og honum tókst að koma þeim frá sér á óborganlegan hátt i viðtali við fréttamenn út í Vín. Greining Jón segir allt sem segja þarf.
Hann skilur ekki fjárkúgunina, veit að hún er röng. En honum leiðist hún, og ætlar því að kjósa hana burt með því að samþykkja hana. Og bætir svo við að annars fellur ríkisstjórnin og þá fáum við aftur íhaldið.
Meira háð um málflutning íslenskra vinstrimanna hef ég ekki heyrt.
Þeir skilja ekki að fjárkúgun er alltaf ólögleg, að dómsstólar skera úr um lagalegan ágreining, og ef krafa er sett fram með hótunum og ofbeldi, þá er hún alltaf kúgun, lögbrot, lögleysa. Þá segjast þeir að þeim leiðist málið, vilja losna við það svo þeir geti farið að endurreisa landið (ætla greinilega ekki að nota pening til þess því hann fer í breska ríkiskassann), og þegar eru króaðir af með þessi órök sín, þá kemur alltaf rúsínan.
"Ef við samþykkjum ekki ICEsave, þá fellur ríkisstjórnin, fyrsta hreina vinstri stjórnin, og þá fáum við íhaldið, hver vill það???".
Eins og ekkert sé til annað í þessum heimi en vinstristjórn sem samþykkir ICEsave, eða hægri stjórn sem samþykkir ICESave.
Fólkið sem hlær eða hneykslast á Jóni ætti að átta sig á að aldrei hefur nokkur maður gert ICEsave bullarana að eins miklu aðhlátursefni og hann. Því þegar fólk hlær að Jóni, þá hlær það að ríkisstjórn Íslands, seðlabankastjóra, síamstvíburunum Villa og Gylfa, og öllum þeim kommúnistum sem telja það sjálfsagt að smíða þrælahlekki ofsköttunar og arðráns á þjóð sína.
Og munurinn á Jóni Gnarr og þeim komma sem stýrir Seðlabankanum er sá að Jón er að fíflast, en Már meinar hvert orð sem hann segir.
Hann ætlar að aflétta gjaldeyrishöftum með því að skapa þau skilyrði að höftin verða það eina sem gæti hindrað ríkisgjaldþrot.
Og láta þar með draum sinn um yfirráð Ráðsins rætast, því hver ræður öllu í þjóðfélagi hafta?????
Kveðja að austan.
Áætlun um afnám hafta mun róa markaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 24
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 2043
- Frá upphafi: 1412742
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 1796
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.