Ófétin sem neyddu AGS upp á þjóðina.

 

Skunda núna í stjórnarráðið og skilja ekkert í hinni sviðnu jörð sem óráð sjóðsins hafa valdið íslensku efnahagslífi.

Ófétin sem sameinuðust í skotgrafahernaðinum gegn réttlætinu í skuldamálum heimilanna, skilja núna ekkert í að samdráttur og neyð blasi við á öllum sviðum þjóðfélagsins.

Ófétin sem gátu sameinast um stuðning við fjárkúgun breta kalla núna eftir aðgerðum stjórnvalda.  Hvernig gátu stjórnvöld tekið 30-60 milljarða úr hagkerfinu í erlendum gjaldeyri án þess að ofurskattleggja og afleggja opinbera þjónustu, með tilheyrandi samdrætti og atvinnuleysi.

Ef þessi óféti meintu eitthvað sem þau segðu um aðgerðir í efnahagsmálum, þá væri þeirra fyrsta verk að segja af sér.

Og hleypa fólki að sem notar vit, ekki óvit, notar mannúð, ekki ómennsku, til að endurreisa þjóðfélag okkar eftir Hrunið mikla.

Því ástandið í dag er afleiðing mannanna verka, heimsku og illvilja.

Og þeim er mjög auðvelt að breyta með góðvild og viti.

Kveðja að austan.


mbl.is Ræddu atvinnumál við stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Sllt hárrétt hjá þér.

Tryggvi Þórarinsson, 16.3.2011 kl. 13:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, Tryggvi, upphaf endurreisnar landsins er að losna við þessa auðleppa úr valdastól.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 14:01

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hvað þarf að gera?

1. Koma Helferðarstjórninni frá.

2. Hreinsa út úr bakhebergjum, skúmaskotum og yfirleitt flestum öðrum skrifstofum ríkisins og endurráða 50% (þann helminginn sem enn kann að vinna) en rusla út öllum lýðnum sem er á áskrift af launaseðli hjá ríkinu.

3. Rusla út úr ASÍ SA og stéttarfélögunum á sama hátt.

4. Virkilega byrja upp á nýtt.

Síðan...

5. Ef Icesave er samþykkt, þjóðnýta lífeyrissjóði og staðgreiða 47 milljarða inn í innistæðutryggingasjóðinn.

6. IceSave hafnað, fara að haga okkur eins og fólk en ekki þrælar.

7. Safna saman öllum gömlu snýkjudýrum ofantalinna áskrifenda og loka inn í Hörpu (sem yrði fangelsi og elligeðdeid úrkulnaðra verksalíðskólfa og stjórnmálamanna) og baða 1 sinni í viku og einverðungu fædd á íslensku fóðri. (s.s. svelta heilu hungri) og fá 65.000 skammtað frá okkur hinum til að draga fram lífið.

Óskar Guðmundsson, 16.3.2011 kl. 15:01

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú segir nokk Óskar, en ef ICEsave verður samþykkt, þá mun ekkert breytast.

Nema ef við ......

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 278
  • Sl. sólarhring: 689
  • Sl. viku: 4702
  • Frá upphafi: 1401782

Annað

  • Innlit í dag: 245
  • Innlit sl. viku: 4054
  • Gestir í dag: 237
  • IP-tölur í dag: 232

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband