"Hvað ef" er að gerast í Japan.

 

Og þá eiga menn engin svör en að fara með bænir sínar.

 

"Hvað ef" er ein stærsta spurning sem maðurinn getur spurt sig.  Og hún tekur á þeim grunnkjarna að þegar eitthvað er framkvæmt, að menn eigi svar við hvað þeir geta gert ef eitthvað fer úrskeiðis.

Hvað ætla menn að gera ef kjarnorkuver springur í miðju þéttbýli???  Svarið var alltaf, það getur ekki gerst, en það er einmitt að gerast núna í Japan.  Og það gerðist í Ukraínu.

Hvað ætla menn að gera þegar genbreyttar lífverur sleppa út í umhverfið og valda þar ómældum skaða???  Svarið er að það getur ekki gerst, og ef eitthvað getur ekki gerst, þá gerist ekkert.  Af hverju???  Ja, við vitum það ekki svo gjörla, en við græðum alveg rosaega mikla peninga á því að halda fram öryggi þess að fikta við lífið.

Hvað ætla menn að gera ef svörtustu spárnar um loftlagsbreytingar ganga eftir????  Ha, er þetta ekki sólin eða geimgeislar er þá svarað en það svarar ekki spurningunni um hvað menn ætla að gera.  Mönnum yfirsést alveg sú staðreynd að það var spurt, "hvað ef" en ekki "af hverju".

 

"Hvað ef" spurningunni er nefnilega alltaf svarað með útúrsnúningi, annað hvort, það "getur ekki gerst", eða þá menn deila um "af hverju".   Hvorugt er rök í málinu. 

Það er ekki þannig að eitthvað geti ekki gerst við ákveðnar aðstæður, og margar af þeim aðstæður eru okkur huldar.  Og ef menn eiga ekki svar við afleiðingunum, þá eiga menn ekki að ráðast í hlutinn.  Því afleiðingin er allra, ekki bara þeirra sem tóku ákvörðunina.

Og "af hverju" er ennþá meira bull miðað við alvarleika málsins.  Það skiptir ekki máli af hverju eitthvað gerist, kjarninn er alltaf sá að eitthvað getur gerst, og hvað ætlum við að gera í því.  Það skiptir ekki máli af hvaða völdum loflagsbreytingar eru, spurningin er hvort þær eigi sér stað og hvað er það sem við getum gert í málinu????

 

Þessi algjöri skortur á grunnhugsun skynseminnar gegnsýrir alla umræðu, og í dag er framtíð barna okkar í hættu vegna þess að grunnhyggin fífl hafa valist til forystu fyrir mannkynið.  Þau þurfa að vera grunnhyggin svo skammtíma gróðahugsun hafi þau algjörlega á valdi sínu.  Og við hin venjulega manneskja látum bjóða okkur fíflaganginn því við nennum ekki að snúa bökum saman og verja framtíð barna okkar.

En það er ekki sjálfgefið að heimskan móti umhverfi okkar og framtíð.  

Í fróðlegu bloggi Friðriks Hansen, um jarðskjálftann í Japan, vakti hann athygli á að öll mannvirki sem Japanir hafa hannað og byggt síðustu áratugi, að þau stóðust þennan ógnarskjálfta með sóma.  Og þá fór hann að gruna að hönnuðir kjarnorkuveranna sem brugðust hafi komið úr musteri skammtímaheimskunnar, Bandaríkjunum.  Og mikið rétt, hönnuðirnir voru bandarískir.

Og Bandaríkjamenn eru að vakna upp við þann vonda draum að gróðafífl hafa byggt upp tugmilljóna samfélag ofaná jarðskjálftasprungu, og það samfélag mun ekki standast ógnaröfl jarðar.

En hins vegar urðu margir auðjöfrar ríkir á heimskunni.  Og þeir munu ekki deyja, heldur ginkeyptur almenningur sem lætur skrum gróðapunga ráða uppbyggingu samfélags sína.  Gróðapunga sem kæra sig kollóttan um "hvað ef" spurninguna.

 

Sumu er ekki hægt að verjast, en mjög mörgu engu að síður.  Með hinu þarf að læra að lifa.  Og við eigum að hafa vit á að greina þar á milli.

Og við eigum ekki að ráðast í eitthvað nema við kunnum svar við afleiðingum þess.

Þetta eru stóru spurningarnar sem mannkynið þarf að eiga svar við ef það ætlar að lifa af í núverandi mynd. 

Í fyrsta lagi þá erum við hluti af náttúrunni, við þurfum að læra að lifa með henni, og um leið þekkja okkar takmörk gagnvart henni. 

Og í öðru lagi þá eigum við ekki sjálf að skapa þær ógnir sem geta gert út um okkur ef illa fer.

Enginn hefur rétt á því að gambla með líf annarra.  

 

Á Íslandi erum við að glíma við svona "Hvað ef" spurningar.  Við höfum þegar fengið eina í hausinn.  Bankarnir sem áttu ekki að geta farið á hausinn, fóru á hausinn líkt og öll fyrirtæki sem hafa vaxið svona hratt fyrir lánsfé.  Raunveruleikinn sigrar nefnilega alltaf orðagjálfrið.

Og einhver hélt að ábyrgðarmenn Hrunsins hefðu þá eitthvað lært um heimsku sína og fávitahátt.  En svo er ekki þjóðin þraukaði nokkuð keik Hrunið og þá á endanlega ganga frá henni með sömu heimskunni og sama fávitahættunni.

ICEsave er opinn tékki upp á hundruð milljarða, og enginn veit hvernig þær aðstæður þróast sem ákveða endanlega upphæð hans.  En vitað er að þær eru að þróast á verri veginn og það er vitað að barmafullur bikar skulda okkar þolir ekki mikla viðbót ef ekki á að flæða upp úr og allt verða óviðráðanlegt.

Samt á með lygum og blekkingum að knýja fram löglausa kröfu breta með þeim orðum að allt fari á besta veginn, og þetta sé ekki neitt neitt.  En enginn á svör við hvað gerist ef illa fer.

 

Og til að kóróna heimskuna og fávitaháttinn, þá er ICEsave skuldabagginn notaður sem röksemd að þá verði hægt að fjármagna virkjunarframkvæmdir fyrir hundruð milljarða, alla tekna að láni.

Þjóð sem getur ekki borgað núverandi lán sín, ætlar að bæta á sig fjárkúgun upp á tugi eða hundruð milljarða, til að geta tekið ennþá fleiri hundruð milljarða að láni.

Og menn eru að tala um þetta í fullri alvöru.

 

En hvað ætla menn að gera ef allt fer á versta veg.  Til dæmis að áliðnaður hrynur í kjölfar kreppu í bílaiðnaði, ef þá að eldgosasprunga opnast á miðju virkjunarsvæðinu???

"Hvað ef", hvað gerir sá sem hefur lagt allt undir og þarf að borga af lánum sínum en tekjur koma ekki inn á móti???

Jú hann fer á hausinn.  Og í tilviki fávitaháttar íslenskra stjórnmálamanna, þá er það þjóð þeirra sem fer á hausinn.   Þeir fá sér bara vinnu í Brussel.

 

Og þetta vekur upp spurninguna, er fávitaháttur nauðsynleg forsenda þess að vera kosinn á þing á Íslandi.  Og þeir sem hlustuðu á atvinnusköpunarræðu Jóhönnu Sigurðardóttir, kinka kolli yfir því.

Núverandi ríkisstjórn Íslands sannar það.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Starfsmenn kallaðir úr verinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Öll störfin sem Jóhanna nefndi voru í verkssmiðjum..Hún forðast að efna loforð sitt um frjálsar handfæraveiðar. Mbkv.

Helga Kristjánsdóttir, 16.3.2011 kl. 11:06

2 identicon

karl (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 11:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Mesti fávitahátturinn var nú samt að bendla ICEsave við þessa sköpun starfa.  Og hvað störf eru þetta sem hún er að skapa???  Var það hún sem ætlar að fjárfesta, eða var það hún sem fékk fjárfestana til að mæta og fjárfesta á Íslandi.  Svona bull er farið að minna á heilaþvottinn í Norður Kóreu, þar sem jafnvel kornið sprettur ekki nema vegna "sköpunar" leiðtogans.

Og hugarfarið á bak við er svo sorglegt, að halda að stjórnvöld skapi eitthvað konkret.  Það er þeirra að setja almennar reglur, og skapa lífvænleg skilyrði.  Þá dafnar atvinnulífið, þá hefur fólk vinnu.  Og það er það sem stjórnvöld á Íslandi hafa ekki gert.  Og svo þegar eitthvað dettur inn, þá eigna þau sér árangurinn.  Eyða þúsundum starfa með röngum stjórnarháttum, þakka sér svo þau örfáu sem hugsanlega falla til.

Og það er með allar þessar fjárfestingar, þær eru í óvissu.  Dollarinn er að hrynja, evran er að hrynja, skuldir sjúga upp allt fjármagn.  Það veit enginn hvort eftirspurn verður eftir framleiðslu þessara verksmiðja eftir nokkur ár.  Þær eru ekki í hendi fyrr en þær hafa tekið til starfa.

En það sem þú minnist á Helga, að gera gott úr því sem við höfum.  Sú heilbrigða skynsemi búmannsins er það fyrsta sem stórkapítalið drepur niður.  Og stórkapítalið er óvinur okkar í dag, í gær var það kommúnisminn, í fyrradag nasisminn.  Og stórkapítalið er sá ófagnaður sem hefur ollið Vesturlöndum mestu tjóni.

Gert okkur gjaldþrota.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 11:58

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður karl.

Ef þú ert þokkalega læs þá hefðir þú átt að átta þig á að ég var ekki að skrifa um kjarnorkuna sem slíka, hún var tilefni pistils sem fjallar um stærstu spurningu samtímans, "hvað ef".  Og ég benti á þau einföldu sannindi, að ef menn hefðu ekki  svar við þeirri spurningu annað en það að "hvað ef" gerist ekki, þá ættu menn ekki að ráðast í framkvæmdina, eða verknaðinn.

Þetta sem þú bendir á kemur málinu ekkert við.  Ef þú hefðir lesið texta minn þá hefðir þú séð að ég vitnaði í góða bloggfærslu Friðriks Hansens þar sem hann bendir einmitt á að alvöru hönnun hefði ráðið við vandann.  En það er ekki kjarni málsins, það svarar ekki spurningunni, "hvað ef".

Japanir lentu í því að geðsjúklingur (þó ekki ICEsave) fékk trúgjarnt fólk til að reyna að drepa þúsundir með blásýru í neðanjarðarlestarkerfi Toykio.  Það mistókst.  En hann hefði alveg eins getað fengið tæknimann til að koma af stað ferli í einu "öruggu" kjarnorkuveri sem hefði endað með alvarlegu slysi.  Og það er þannig að ef eitthvað kerfi gerir eitthvað öruggt, þá er um leið komin leið til að gera hið örugga óöruggt.

Menn verða að vera tilbúnir að svara svona spurningum, þó Doktor Dauði sé bjáni, þá er ekki víst að lífið sé alltaf teiknimynd.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 12:08

5 Smámynd: Elle_

Já, Ómar, ´hvað ef´ spurningunni er alltof oft svarað með útúrsnúningi eða bara ekki svarað yfir höfuð heldur þögguð niður.

Elle_, 16.3.2011 kl. 12:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit ekki hvort er verra Elle, en vonandi vöknum við upp í tíma, og áttum okkur á að við erum vitsmunavörur, ekki heilalausir fylgjendur, þetta eru jú okkar börn sem glata framtíð sinni.

Það er ef margar svona Hvað ef spurningar láta reyna á sig.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.3.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 2022
  • Frá upphafi: 1412721

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1775
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband