Þjóðaratkvæðagreiðsla um lygi.

 

Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl er ekki bara um glæp, ekki bara um undirlægjuhátt þeirra sem ætla að fórna börnum sínum vegna hagsmuna flokka sinna, hún er líka um lygi.

Þá lygi að hrekklausu fólki er talið í trú um að kostnaðurinn við fjárkúgunina sé "aðeins" 47 milljarðar.  Eða jafnvel minni.   Fólki er talið í trú um að ríkisábyrgð upp á 640 milljarða, auk vaxta, sé aðeins þegar upp er staðið 47milljarðar.  

Samt er ljóst að fjárkúgararnir vildu ekki sjá tilboð sem kvað á um 47 milljarða eingreiðslu og málið væri dautt.  Samt er logið að kostnaðurinn við ICEsave verði öllum líkindum þessir 47 milljarðar eða jafnvel ennþá minna en það.

 

Hverjar eru forsendur þessarar fullyrðingar,  "að öllum líkindum".

Hlutlaus greiningaraðili, Gamma greining mat kostnaðinn við ICEsave 67 milljarða miðað við þær forsendur sem samninganefndin gaf sér um  endurheimtur úr þrotabúinu og að gengi krónunnar haldist óbreytt.   Óhætt er að segja að miðað við greiðslubyrði þjóðarbúsins, blikurnar í alþjóða efnahagsmálum og óróann í helstu olíuútflutningslöndum heims, þá er mikil bjartsýni að trúa að þjóðarbúið þoli núverandi gengi.

Því ef gengið er of sterkt, þá ráðum við einfaldlega ekki við afborganir af lánum sem sannarlega þarf að borga.  Lánum orkufyrirtækja, lánum sveitarfélaga, lánum ríkissjóðs, lánum sjávarútvegsins að ekki sé minnst á útstreymi krónubréfa eða afborganir til þrotabúa gömlu bankanna.

En hin opinbera tala er 47 milljarðar

 

Sú tala byggist á mati Seðlabankans, um styrkingu krónunnar, auk annarra reiknikúnsta. Hvort það sé trúverðugt, skal ósagt látið.  Seðlabankinn mat fyrri ICEsave samning vel mögulegan fyrir þjóðarbúið, hann reiknaði með hagstæðum ytri skilyrðum, og mikilli fjárfestingu í orkuframleiðslu og iðnaði sem nýtti þá orku, aðallega áliðnaði. 

 

"Hagvöxtur frá 2010-16: VLF eykst um 23% á tímabilinu, sem jafngildir 3,6% árlegum meðalvexti. Eftir það er gert ráð fyrir 3% vexti á ári. "

 

Ljóst er að þessar forsendur gengu ekki eftir fyrir 2010, í stað hagvaxtar var 3,5% samdráttur.  Og ekkert bendir til að það verði hagvöxtur á þessu ári, þær fjárfestingar sem áttu að starta honum, hafa ekki orðið, og ekkert sem bendir til þess að þær verði á næstunni.  

Þegar áhættuþættirnir eru metnir af Seðlabankanum þá kemur orðið óvissa eða óvissuþættir fyrir í hverri einustu setningu.  Samt er talan 47 milljarðar tekin út og látin hljóma eins og hún sé sá kostnaður sem þjóðarbúið taki á sig.

Gammagreining tekur undir alla þetta óvissutal og hún orðar vel kjarna málsins.

 

"Hafa verður þó í huga að ef greiðslubyrði þróast á sem óhagstæðastan hátt (sviðsmynd 4) þá er það vegna mikillar niðursveiflu í erlendum hagkerfum. Að öllum líkindum mun sú erlenda niðursveifla hafa neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið og því mun fara saman þung greiðslubyrði af Icesave ásamt verri horfum Íslands. "

 

Er þessi mikla niðursveifla í erlendum hagkerfum líkleg??? 

 

Hamfarirnar í Japan er gífurlegt áfall fyrir tryggingakerfi heimsins sem þegar er komið að fótum fram vegna mikilla tjóna síðustu tveggja áratuga.  Eins veit enginn um áhrif hamfaranna á japanskt efnahagslíf, en öruggt er að þau verða einhver, og niðursveifla í Japan hefur áhrif á önnur hagkerfi.  

Áframhaldandi ólga í Arabalöndum hefur áhrif til hækkunar á eldsneyti, nú þegar hafa menn áhyggjur af samdrætti í alheims efnahagnum vegna þess.

Bandaríska alríkið er að komast í greiðsluþrot.  Eins standa einstök ríki innan Bandaríkjanna mjög illa og munar þar mest um Kaliforníu sem er í sinni dýpstu kreppu frá því kreppunni miklu.  Og fjöldamargar borgir og sýslur í Bandaríkjunum eru í raun gjaldþrota.  Og Wall Street stefnir í nýtt þrot.  Það ræður ekki við afleiðusamninga sína sem allir eru að fara á verri veginn.

Evran er búin.  Yfirvofandi gjaldþrot jaðarríkjanna mun ganga frá henni í núverandi mynd.  Og bankar kjarnaríkjanna munu ekki þola gjaldþrot bankakerfis jaðarríkjanna.  Aðeins gífurleg seðlaprentun heldur Evrópusambandinu saman í dag, en hún á sín takmörk alveg eins og í Bandaríkjunum.

 

Þegar öll þessi óvissa er dregin saman, þá er óhætt að fullyrða að það versta gæti skeð, að saman fari kreppa á Íslandi og kreppa í viðskiptalöndum okkar.

Það er hrein og klár heimska að reikna ekki með því.

Og út frá þeirri vitneskju má fullyrða að það eru engar líkur á að forsenda Seðlabankans um 47 milljarða kostnað vegna ICEsave 3 gangi eftir, að fullyrða slíkt miðað við þegar þekktar staðreyndir, er hrein og klár lygi.

Lygi sem hrekklaust fólk trúir.

 

Lygi sem ásamt undirlægjuhætti dyggra stuðningsmanna þríflokksins gæti orðið þess valdandi að ICEsave 3 yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Hvað ætla ábyrgðarmenn þessarar lyga að gera ef raunveruleikinn afhjúpar hana á næstu misserum???

Er þetta fólk reiðubúið til að hafa það á samviskunni að hafa valdið gjaldþroti samfélags síns???

Með lygum og blekkingum???

 

Af hverju er ekki hægt að segja þjóðinni satt???

Hvað segir það um samning sem ekki er hægt að fá samþykktan nema með lygum um líklegan kostnað eða hræðsluáróðri um að dómsstólar dæmi ekki eftir lögum????  Og stórlega ýkja þann kostnað sem félli til ef EFTA dómur kæmist að þeirri niðurstöðu að innlánstryggingar væru ríkistryggðar???

Hvar eru hagfræðingar landsins sem láta þennan lygavaðal yfir þjóðina ganga???  Eiga þeir engin börn, enga vini eða ættingja????

Þó auðmenn múti fjölmiðlafólki og stjórni algjörlega fjölmiðlaumfjöllun þjóðarinnar fyrir utan ritstjórn Morgunblaðsins, þá trúi ég því ekki að þeir hafi líka mútað öllum þeim sem hafa þekkingu til að afhjúpa blekkinguna og lygarnar.

Þekkingin þagði á meðan fjármálamenn okkar keyrðu þjóðina í þrot, ætlar hún líka að þegja núna????

 

Þegar stórt er spurt er fátt um svör.  

Aðeins tíminn getur skorið úr um hvort þeir sem brugðust, ætli sér að bregðast aftur.  

Enginn veit hvernig þjóðaratkvæðið um glæpinn, undirlægjuháttinn og lygina fer.  

Það eina sem er vitað er að stuðningsmenn bresku fjárkúgunarinnar lærðu af 98-2 ósigri sínum og eru í dag miklu markvissari í áróðri sínum.  Og þeir njóta góðs að uppgjöfinni sem hefur breiðst út meðal almennings.  

Uppgjöf sem stafar af ítrekuðum svikum stjórnvalda og þeirri vissu að ekkert hafi breyst.

En fyrst og síðast eru það hin sögulegu svik forystu Sjálfstæðisflokksins sem skóp vígstöðu bresku fjárkúgunarinnar.

 

Blekkingar, lygi, svik.

Þetta virðist vera sú arfleið sem við ætlum börnum okkar.

Við, sem fengum mannvænlegt þjóðfélag lýðveldiskynslóðarinnar í arf, náðum ekki til að skila af okkur öðru en blekkingum, lygum, svikum.

Gjaldþroti og skuldaþrældómi.

 

Já, mikil er reisn okkar.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ómar.greinilegt er hér á blogginu að lygin er að bera árangur. Það sést best á, að fylgismenn ríkisstjórnarinnar eru hættir að nenna að mómæla sem nokkru nemur,þegar pistill um landráð eða svik þeirra er skrifaður. Það þýðir að þeir telja sig með unnið (valda) tafl. Nema hvað, með Ruv. og st.2 í vasanunm. Aldrei kemur svo frétt um þessa fjárkúgun, að hún endi ekki á umsögn,einhverra proffa að eftir greiðslu fari góðir hlutir að gerast. Þar ratast þeim réttá kjaft,nema þessir góðu  hlutir,falla þeim í skaut.   Ég geri alltaf mín einka könnun á viðhorfi fólks,í bönkum og bakaríum,tryggingum og ríkinu. Ég er bara nokkuð ánægð með þau. En systkini mín,sem heyra bara áróður ljósvakamiðla,þarf ég eyða tíma í.Dæmi; ,,ég trúi nú ekki að Lárus Blöndal fari að halla réttu máli,,  ja,annað hvort gerði hann það í fyrstu,eða núna. Inn-þættir Halls Hallssonar,hafa gert gríðarlegt gagn. Það er þó horft á þá.en margir segja,maður veit ekki hvað er réttast,en þar gerir viðsnúningur formanns Sjálfstæðisflokksins,,þann usla sem Hrunstjórnin þarfnast. Skildi hann fá einhverja dúsu fyrir. Gengur þetta lið ekki allt fyrir að fá í "nösina",eins og ég las um hér á blogginu. Alla vega verður verðmiði okkar stólarnir þeirra og vegtyllur,vegna þess að enginn skal hneppa börnin okkar í þrældóm,án hatramra mótmæla. Þetta er orðið langt,sendi kveðju austur.

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2011 kl. 01:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Nafni minn Kristjánsson reynir nú að halda uppi fjörinu með fullyrðingum sínum um að óskráð neytendavernd sé ígildi ríkisábyrgðar.  Og lætur ekki deigan síga þó hann sé reglulega skammaður.

En virknin á Moggablogginu er minni en var í fyrra, almenningur er ekki að afla sér upplýsinga eða mynda sér skoðun með því að kíkja á bloggið.

Og óneitanlega er erfiðara að berjast við andstæðing sem getur skrifað eina bullgrein og þúsundir lesa, og á móti kemur einn ritstjóri, nokkrir blaðamenn (á Mogganum) og hópur bloggara.

En á móti kemur réttur málsstaður, og hann vegur þungt.  

En umvending Sjálfstæðisflokksins var okkur erfið, annars væri þetta þegar tapað fyrir bretavini.

En svona óformlegar kannanir vekja manni vonir, trúi að við munum taka þetta á endasprettinum.

Er ekki allt "hvað ef" að falla gegn manninum???  Kreppa, náttúruhamfarir, það er ekkert sem bendir til grósku eða hagvaxtar næstu árin, og því er ICEsave myllusteinn sem menn leggja ekki á háls barna sinna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2011 kl. 07:07

3 identicon

Frábær grein og eins og alltaf Ómar!
En það er rétt að þeir á mogganum og víðar eru að reyna að gera bloggið eins áhrifalaust og máttlítið og þeir framast geta sbr. það að maður þarf nánast að leita eftir blogginu hér á mbl.is. Var mun meira áberandi hér áður fyrr.
En þrátt fyrir það þá getum við eftir sem áður notað feisbókina til að kynna sannleikann um icesave.
Ég ætla allavegana að leyfa mér það að deila þessari grein þinni í gegnum feisbók.

Vona að það sé með þínu leyfi og samþykki:)

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 10:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Hér er allt opið til brúks.  Þessar síðustu greinar hugsaðar á þann hátt að taka á rökum á bak við fullyrðingarnar.  Af hverju skynsamir menn semja ekki um  hvað sem er til dæmis, og að þeir sem slíku slá fram, myndu aldrei sjálfir semja við ofbeldismenn þó þeir ætli þjóð sinn slíkt.

Og þessi tekst á við þá hugsun að allt fari á besta veginn, og aðeins þá fæst illbærilegur kostnaður.  En algjörlega óviðráðanlegur ef það líklegast gerist.

Þess vegna eru þær langar, það þarf áhuga á málinu til að lesa þær.  Vera sjálfur í pælingum.

Áróðursstríðið byrjar svo þegar nær dregur, þá verða það breiðsíðurnar.  Ég vona  að Davíð hafi þá náð þeim styrk innan Moggans að gera bloggið sýnilegra.  Hér er jú kjarni ICEsave andstöðunnar.

Og hún er einnar messu virði.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2011 kl. 10:51

5 identicon

flottur 'Omar eins og alltaf ég er enþá með NEI

gisli (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 17:20

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Gert er ráð fyrir AGS og World Bank og SÞ að raunhagvöxtur í framtíðinni [þegar viðurkennt er að raunverðmæti til skipta eru takmökuð á jörðunni] verði að mestu utan EU og USA og lang mesti raun hagvaxtar samdráttur í gömlu nýlenduveldunum EU. Ísland getur ekki látið sig dreyma að það geti eftir að búið er samþykkja inngangs gengið 2009 að það hækki ef EU ræður einhverju. Þar hækka allir duglegir jafnt, latir hinsvegar refsa sér sjálfir.

Raunhagvöxtur getur gengið upp og niður á skemmri tímabilum [bókhaldslegt stýringar atriði] hinsvegar lækkar hann á næstu 30 árum á Íslandi og Í EU. 

Seðlabankarnir [Worldbank og AGS EU fjárfestingarbanki,...] stjórna fjármagnsflæðinu súrefni til að mynda hagvöxt. Okkar stjórnar litlu sem engu utan Íslands. 

Júlíus Björnsson, 15.3.2011 kl. 18:18

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Gísli við segjum Nei, alveg þar til við segjum Já, spurt er, á að stefna þeim fyrir dóm sem fara með kúgun og lögleysu á hendur íslenskri þjóð.  

Þá segi ég Já.

Júlíus, ég held að enginn viti neitt um framtíðina, einn helst má fletta upp í Nostradamus.

Menn gleyma að tími uppgjörs fer núna um heimsbyggðina, og enginn veit hvernig samfélög okkar verða eftir það uppgjör.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.3.2011 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband