Vill þjóðarsátt um eyðingu þjóðar sinnar.

 

Grískir stjórnmálmenn frömdu afglöp aldarinnar þegar þeir evruvæddu land sitt.  Tóku upp mynt háþróaðs iðnríkis og ætluðust til að þeirra vanþróaða land gæti notað hana.  Evran bjó til falskan kaupmátt um leið og hún dró kraft úr ferðamannaiðnaði og öðrum atvinnugreinum þjóðarinnar.

Og hún bjó til skuldir í erlendri mynt.

Og þessar skuldir hafa núna verið gjaldfærðar á Grísku þjóðina.  Hún var neydd til að taka á sig risagjaldeyrislán sem hún mun aldrei geta borgað.  Um ókomna framtíð mun skattfé þjóðarinnar, það sem afgangs verður þegar búið er að greiða brýnustu útgjöld, renna í vasa nýlenduherra Brussel.

 

En þeim ómennum finnst það ekki nóg, ekki nóg að ræna fátækt fólk vegna afglapa stjórnmálamanna þess.   Það á líka að selja eigur þess bröskurum og fullkomna þannig arðránið.  Það er ekki nóg að skattfé fólksins renni í vasa fjármagnseigenda, almannaeigur og almannaþjónusta verða einkavædd, og fólk látið borga fyrir þá þjónustu sem það fékk áður fyrir skattgreiðslur sínar.

Grikkland er þar með fyrsta fórnarlamb mannvonsku Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Evrópu, og það að boði stórríkisins í Brussel.

 

Við Íslendingar áttum að verða þetta fyrsta fórnarlamb en ærlega deildin í VG undir forystu Lilju Mósesdóttur ogt ICEsave andstaða þjóðarinnar hefur frestað þeim áforum.  

Skuldsetningin sem fylgdi krónubraskaralánum AGS ásamt bresku fjárkúguninni var það mikil að á þessum tímapunkti hefði Jóhanna Sigurðardóttir komið grenjandi fram í sjónvarpi og beðið þjóð sína að skilja nauðsyn þess að selja orkufyrirtæki auk annarra almanna eigna.

Eftir nokkra mánuði síðan hefði hún mætt hágrenjandi í sjónvarpið og sagt að þjóð sem notaði hátt í 70% af tekjum sínum í vexti og afborganir, að hún hefði ekki efni á almanna þjónustu eins og heilsugæslu eða menntun.  Þeir sem vildu hennar njóta, yrðu að borga fyrir það.  

Eða eins og Flanagan landsstóri AGS sagði, þið veitið þá þjónustu sem þið getið þegar þið hafið staðið skil á skuldum ykkar.  Og það er ekki merkileg þjónusta þegar aðeins 30% af skatttekjum ríkisins renna til hennar.  Ásamt því að greiða öll önnur útgjöld ríkisins, við löggæslu, stjórnsýslu og svo framvegis.

 

Fyrir mótspyrnu sína, að hindra þessa eyðingu íslensk velferðarsamfélags, hefur Lilja Mósesdóttir verið úthrópuð af íslenskum vinstrimönnum.  Sökuð um að hindra þetta stórverkefni fyrstu hreinu íslensku vinstristjórnarinnar.  

Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar munu gera upp þessi örlagaár, þá mun þessi árásir á Lilju vera teknar sem dæmi um hámark þeirrar forheimsku sem getur hrjáð mannskepnuna.   

Að sá sem vildi tryggja tilveru og framtíð þjóðar sinnar skyldi verða úthrópaður en fólk eins og Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Sigfússon, sem lagði sig fram um eyðinguna í þágu fjármálabraskara og arðræningja, skyldi hljóta hrós hjá fólkinu sem taldi sig sjálfskipað til að standa vörð um Jafnrétti, Frelsi, Bræðralag.

Um jöfnuð og jafnan rétt allra manna óháð stétt og stöðu.

 

En sjónhverfingar auðræningjanna eru að bresta, fólk sér hvaða ógeð og ýlda býr að baki þeirri hugsun að kalla það efnahagsráðstafanir að eyða samfélögum fólks og hneppa almenning í skuldaþrældóm fjármagns.

Og innan ekki svo langs tíma mun jafnvel hinn blindasti  stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar skynja hvaða ógn og helvíti blasir við íslenskum almenningi ef skuldaáform ríkisstjórnarinnar ganga eftir.  Því jafnvel blindur finnur lykt.

Lykt af ómennsku og illvilja, ýldunni sem fylgir þrælahöldurum allra tíma.  

 

Það verður ekki þjóðarsátt á Íslandi um skuldaþrældóm og örbirgð barna okkar.

Og þjóðin mun rísa upp gegn stjórnmálastéttinni sem seldi auðbröskurum sálu sína.

 

Við erum fólk, ekki þrælar.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Vill þjóðarsátt um einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 2653
  • Frá upphafi: 1412711

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2316
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband