14.3.2011 | 14:21
Svona bregst réttarríkið við glæpum.
Það handtekur glæpamenn.
Á Íslandi er okkur sagt að réttarkerfinu sé ekki treystandi. Þó lög banni fjárkúgun, þá muni það samt dæma bresku fjárkúguninni í vil. Slíkri fjarstæðu halda þeir aðeins fram sem hafa hag af glæpum, þeir sem eru meðsekir glæpamönnunum.
Á Ítalíu er þeir handteknir, alveg eins og sjálfur glæpalýðurinn.
Slík verða líka örlög þeirra íslensku stjórnmálamanna sem misbeita valdi sínu til að blekkja þjóð sína til að samþykkja fjárkúgun breta. Jafnvel þó þjóðin samþykki glæpinn, þá bindur það ekki hendur réttarkerfisins, þvert á móti, þá sínir blekkingarleikurinn aðeins fram á einbeittan brotavilja.
Þjóðaratkvæði um fjárkúgun, löghelgar aldrei fjárkúgunina. Og í lýðræðisríkjum þá sigrar réttlætið alltaf að lokum.
Glæpamenn eru handteknir, dæmdir eftir lögum, og látnir taka út sinn dóm. Líka stjórnmálamenn, og opinber embætti munu ekki hlífa þeim. Þó þeir sleppa í dag vegna þess að dómsmálaráðherra múlbindur lögregluna, þá sleppa þeir ekki þegar skattborgari þessa lands kærir.
Í dag er glæpurinn ætlaður, lögin um glæpinn hafa ekki verið staðfest af forseta Íslands, en ef það gerist, þá er fullframinn glæpur. Sem verður kærður.
Og dæmdur eftir lögum.
Lögum sem banna fjárkúgun, aðstoð við fjárkúgun, samninga við fjárkúgara.
Verði þeim að góðu.
Kveðja að austan.
Ráðist gegn mafíósum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 35
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í dag er glæpurinn ætlaður, lögin um glæpinn hafa ekki verið staðfest af forseta Íslands, en ef það gerist, þá er fullframinn glæpur. Sem verður kærður. Þjóðaratkvæði um fjárkúgun, löghelgar aldrei fjárkúgunina.
Nákvæmlega, Ómar. Hvílíkur fáránleiki að ríkisstjórnin hafi ekki verið stoppuð og hafi komist svo langt með glæp að nú fær þjóðin að kjósa hvort hann verði samþykktur yfir hinn hluta þjóðarinnar eður ei, hlutann sem vill ekki ICESAVE.
Stærri hluti þjóðarinnar ætti ekki að geta kosið kúgun yfir hinn hlutann eða brotið stjórnarskrána gegn minnihlutanum. Vildi geta heyrt hvað lögmenn segja um þetta. Það verður aldrei liðið að þó við yrðum í minnihluta að við værum pínd til að borga kúgun erlendra velda.
Elle_, 14.3.2011 kl. 15:10
Blessuð Elle, í sjálfu sér geta lögmenn sagt hvað sem þeir vilja, en það breytir ekki lögum og reglu. Og í lýðræðisríkjum þá gilda lög og regla.
Þó einhver auðmaður gæti fengið Þríflokkinn til að sameinast um að selja Vestfirðina ásamt öllum íbúum, til að létta á skuldum ríkisins, þá er það lögbrot þó fjörtíu og eitthvað þingmenn samþykki það. Og það heldur áfram að vera lögbrot þó íslenska undirlægjan myndi samþykkja þessa gjörð í þjóðaratkvæði að boði flokka sinna,.
Lögbrot því stjórnarskráin bannar afsal lands, bannar eignaupptöku, bannar mannsal.
En auðsveipnir lögmenn valdsins gætu haldið því fram að stjórnvöld mættu slíkt, og málgagn auðmanna gæti fengið fullt að rithöfundum og öðrum til að yrkja drápu um þessa skuldabjörgun þjóðarinnar, og allir álitsgjafarnir í Silfri Egils, og allir viðmælendur Sigmars í Kastljósinu gætu tekið undir efnahagslega nauðsyn þess að selja land og fólk.
En réttarríkinu er alveg nákvæmlega sama, það myndi dæma lögin ógild, jafnvel þó allir nema Vestfirðingar samþykktu þau. Dygði ekki heldur til að þeir gerðu slíkt líka. Lögum og stjórnarskrá yrði fyrst að breyta áður en gjörningurinn slyppi í gegnum nálarauga dómsstólanna.
En lög virka ekki nema einhver kæri.
Og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Þú þarft að hafa efni á lögfræðing, og styrk til að fylgja málinu eftir.
Slíkur styrkur er ekki til staðar á Íslandi í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2011 kl. 15:29
Eru það ekki bara hreinlega landráð ef ríkisstjórn ætlar að láta undan fjárkúgun og með því hugsanlega afsala sér landi og auðlindum til þess eins að snobba fyrir EU?
Sigurður Freyr Egilsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 16:26
Blessaður Sigurður.
Lögin segja það, en vald til að ákæra eftir landráðakafla hegningarlaganna er hjá dómsmálaráðherra, og ekki líklegt að hann ákæri sjálfan sig.
En framhjá kæru skattgreiðenda kemst framkvæmdarvaldið ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2011 kl. 23:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.