Hættið þessu væli, í guðanna bænum.

 

Það er enginn svo góður að hann geti ekki tapað, hvað þá tapað illa.

Tap er aðeins áfangi á leiðinni að verða bestur, ekki nema menn festist í einhverju væli, og skæli.

Og tap er besta námskeiðið, þá virkilega taka menn eftir því sem fór úrskeiðis.  Og hvar þarf að styrkja og bæta.

Slíkt er erfiðara að sjá í sigurvímu.

Takk fyrir okkur og sjáumst hressir, ekki skælandi, í næsta leik.

Kveðja að austan.


mbl.is Guðmundur: Biður þjóðina afsökunar(myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Gott hjá þér - við erum með eitt alsterkasta lið í heimi og ef þetta lið má ekki eiga slæman dag án þess að menn fari á límingunum...........

Áfram strákarnir OKKAR með Gumma í fararbroddi..........

Eyþór Örn Óskarsson, 13.3.2011 kl. 23:37

2 identicon

Það hafa margar stórþjóðir tapað fyrir Þjóðverjum. Engin ástæða fyrir smáþjóðina Ísland að örvænta út af því.

Steini (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 00:22

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þó ekki sé hægt að segja að landsliðið sé skyldugt að sýna frammistöðu yfir einhverjum vissum gæðastaðli, var þetta óvenjuslakt í kvöld.

Þar sem handknattleiksyfirvöld hinsvegar telja sig ekki skyldug til að sjá til að þjóðin sjái leiki landsliðsins á stórmótum hef ég íhugað hvort ég sé skyldugur til að styðja landsliðið yfirhöfuð, hvort sem er fjárhagslega eða á annan hátt.

Spurning hvort Guðmundur hafi ekki náð vissum endapunkti með liðið, sé orðinn þurrausinn og tími kominn til að fá annan í starfið. Það er samt bara eðlilegt, erfitt er að gera betur en silfur og brons á tveimur stórmótum, nánast ógerningur fyrir sama manninn.

Theódór Norðkvist, 14.3.2011 kl. 01:41

4 identicon

ertu að skrifa sama commentið allstaðar Theódór? Eitt eða nokkur töp á móti árangrinum sem Gummi og strákarnir hafa náð er gífurlegt afrek fyrir smáþjóð sem okkur! Fáðu þér svo vinnu og keyptu þér stöð 2 sport það kostar ekki nema slatta!

Eirikur (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 02:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 46
  • Sl. sólarhring: 427
  • Sl. viku: 4866
  • Frá upphafi: 1438405

Annað

  • Innlit í dag: 44
  • Innlit sl. viku: 3955
  • Gestir í dag: 44
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband