8.3.2011 | 18:25
Gylfi forseti minnist ekkert á ICEsave.
Ætlar samt að semja um laun.
Fyrir hálfum mánuði síðan voru kjarasamningar í uppnámi vegna þess að Ólafur forseti gaf þjóðinni kost á að hafna ICEsave fjárkúguninni. Þá var bara ekki hægt að semja.
Núna skammast Gylfi út í ríkisstjórnina, minnist ekki á ICEsave. Hvað veldur???
Er hann búinn að átta sig á að þegar þjóðin vísar ICEsave svikum Alþingis til föðurhúsanna að þá mun ríkisstjórnin þurfa að segja af sér. Og háværar kröfur munu heyrast um að forysta ASÍ axli líka ábyrgðina á lygum sínum og rangfærslum og axli poka sinn.
Fari, láti launafólk á Íslandi í friði. Fari og fái sér vinnu hjá húsbændum sínum, en þiggi ekki laun frá erfiðisvinnufólki á meðan hún vinnur að hagsmunum auðræningja og fjárkúgara.
Vonast Gylfi forseti til að þjóðin gleymi á þessum 5 vikum sem eru til dóms þjóðarinnar???
Að menn muni ekki eftir honum í því umróti sem verður þegar þjóðin hreinsar til á Austurvelli????
Hver veit hvað hann er að hugsa en í anda Steins Steinars hefur hann hafið undanhald samkvæmt áætlun.
En ég spái því að hann nái ekki að komast aftan að þjóð sinni með nýjum svikum.
Kveðja að austan.
![]() |
Hefja viðræður um launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.2.): 449
- Sl. sólarhring: 726
- Sl. viku: 5051
- Frá upphafi: 1424593
Annað
- Innlit í dag: 398
- Innlit sl. viku: 4453
- Gestir í dag: 367
- IP-tölur í dag: 355
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.