8.3.2011 | 17:19
Einelti í skólum leggst af.
Þegar skólastjórnendur sæta ábyrgð.
Málið er ekki flóknara en það.
Ofbeldisstruktúr Sturlungualdar á ekki að líðast á 21. öldinni,.
Og við skattgreiðendur eigum að senda kennurum og skólastjórnendum skýr skilaboð að þeir eru í vinnu hjá okkur, en við ekki þeirrar náðar aðnjótandi að njóta þjónustu þeirra.
Ef vottur af manndóm er í bæjaryfirvöldum í Hveragerði, þá víkja þeir yfirmönnum skólans tímabundið.
Málið yrði dautt áður en önnin er úti.
Kveðja að austan.
Fá sendar alveg hræðilegar sögur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:09 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 444
- Sl. sólarhring: 730
- Sl. viku: 6175
- Frá upphafi: 1399343
Annað
- Innlit í dag: 373
- Innlit sl. viku: 5228
- Gestir í dag: 344
- IP-tölur í dag: 339
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skólar um allt land eru reknir á forsendum kennara og annara starfsmanna frekar en nemenda.
Skólar, barnaverndarnefndir, Sjónarhóll og heilsugæslustöðvar vinna saman gegn börnum sem glíma við þroskaröskun og foreldrum þeirra í mjög mörgum tilfellum.
Foreldrar geta ekki farið með barn í greiningu til læknis án þess að skólinn samþykki eða sé nánast ráðandi í ferlinu?
Foreldrar bera semsagt ábyrgðina en skólinn ræður ferlinu á sinn mis-vitra vanrækslu-hátt! Eitthvað hefur greinilega farið úrskeiðis hjá "þróaða" græðgis-ríkinu Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2011 kl. 19:47
Að byrja að taka á þessari gífurlegu lífsgæðaskerðingu, sem einelti er, í skólunum, er mjög gott mál, deila má um hvort refsing í einhverskonar mynd, eða þjálfun og skólun skólastjóra og kennara er það sem best gefst , líklega hvorutveggja.
En þessi hörmung sem einelti er og hefur verið alla tíð, er um allt þjóðfélagið, á vinnustöðum, félagsstarfssemi, vefmiðlum, GSM boðum og allstaðar, og á að meðhöndlast eftir því, en semsagt, skólarnir eru líklega sá staðurinn sem mikilvægastur er og best er að byrja á, og mun svo skila árangri út í samfélagið ef vel tekst til.
Og þetta er ekkert séríslenskt vandamál heldur, en er kannski sárast fyrir fórnalömbin í minni samfélögum eins t.d. Hveragerði og ámóta stöðum, léttara að "fela" sig í fjöldanum í stærri bæjum, en skólar eru og verða alltaf "smástaðir" eðli sínu samkvæmt, jafnvel þó í stórbæjum sé, svo já Ómar !! taka á þessu þar fyrst og fremst.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 8.3.2011 kl. 19:51
Að sjálfsögðu er einelti líka á vinnustöðum og annarstaðar í samfélaginu á fullri ferð, en munurinn er sá að börnin eru varnarlaus og ósjálfráða en fullorðnir eru sjálfráða í mörgum tilfellum og geta flúið óréttlætið og niðurbrots-umhverfið!
Við verðum að skilja að börn eru varnarlaus og ef foreldrar fá ekki grænt ljós frá kerfinu til að verja þau er það miklu alvarlegra en einelti gagnvart fullornum, sem geta flúið frá hörmungunum!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.3.2011 kl. 20:34
Takk fyrir fróðlegt spjall kæra fólk.
Ég hefði alveg getað sagt meira og útskýrt málið betur, en var svona kannski meira að stríða, því það er alltaf talað um fórnarlömb versus gerendur en minna fjallað um ábyrgð þeirra sem vitið eiga að hafa, og lítið spurt um af hverju fyrstu viðbrögð séu oft að horfa í hina áttina.
Fyrir nokkrum árum kom upp mál í bandaríska hernum, og þá var alltíeinu tekin grundvallarafstaða til málsins. Einelti er jafngamalt og herinn, en núna var ákveðið að láta það ekki líðast lengur.
Og yfirmennirnir voru teknir á beinið.
Viljinn til að leysa svona mál varð miklu meiri í kjölfarið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.3.2011 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.