Auðrónaþjóðfélagið endurreist.

 

Það var ekki íslenskt samfélag sem hrundi haustið 2008.

Það var samfélag auðróna, manna sem riðu um héruð með kistur fullar af skuldum, og keyptu upp eigur og fyrirtæki, fyrir þessar skuldir.

Síðan var öllu steypt í stór skuldafélög í nafni hagkvæmi stærðarinnar.

 

Það var þessi hagkvæmi stærðarinnar, skuldastærðarinnar sem féll haustið 2008. 

 

Þá stóð þjóðin á tímamótum, vildi hún spóla til baka þar sem fjölbreytni ríkti í atvinnulífinu, mörg fyrirtæki þjónuðu markaðnum, enginn var það stór að fall hans skipti heildina máli??

Eða vildi hún þjóðfélag hagkvæmninnar, þjóðfélag fárra ofurskuldsettra fyrirtækja???

Svo fór að þjóðin var ekki spurð álits, þeir sem komu okkur á hausinn, héldu völdum sínum, og að sjálfsögðu byggðu þeir upp gamla góða auðrónaefnahagslífið.

Allt í nafni hagkvæmi stærðarinnar.

 

Og hvernig mun þessi hagkvæmi stærðarinnar fara???

Dugar að skilja skuldirnar eftir hjá almenningi, mun takast betur til næst????

Ja, hvað segir fíkillinn sem nýbúið er að dæla upp úr síðasta dauðskammti, "veistu um góðan díler"????

 

Er það ekki það sama sem er að gerast hér, þegar forsendurnar eru þær sömu, vinnubrögðin þau sömu, mun endirinn ekki vera sá sami????

 

Þjóðin heldur ekki, er alsæl, nýhætt að tunna og vil ólm fá aftur öryggi þess sem hún þekkir.  

En af hverju stígur hún þá ekki skrefið til fulls??

Eru ekki Sigurjón Digri og Siggi Einars að væflast eitthvað, vanir menn.

Verður næsti blaðamannafundur Steingríms um ráðningu þeirra að Nýja Landsbankanum???

Veit ekki en það væri í takt við annað.

 

Og það er tími til kominn að þjóðin horfist í augun á staðreyndum lífsins. 

Það hefur ekkert breyst.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Kostar 11,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það hefur ekkert breyst, nema kennitölurnar,mætti kanski breyta Landsbanka heitinu í Landráðabanka, kanski misbíð ég þér, það gerir kökkurinn í hálsinum.

Helga Kristjánsdóttir, 7.3.2011 kl. 12:04

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei, Helga en þú myndir kannski gera það ef þú slægir fram fullyrðingunni um að almenningur sé til þess eins að vinna fyrir auðmenn og auðfélög, líkt og var á dögum lénsþjóðfélagsins.

Lénsþjóðfélagið hið nýja er í upprisu, og við því þarf að bregðast í tíma, ef ekki á að taka við 1000 ára réttleysi eins og síðast þegar frjálst fólk gaf eftir rétt sinn fyrir öryggi hjá hinum stóru.

Það er sorglegt hvað fólk er sátt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2011 kl. 12:47

3 identicon

Nei, það hefur ekkert breyst hjá gróðapungum, bankaræningjum og stjórnsýslupakkinu.

Og ráðherrarnir sem endurreistu viðbjóðinn segjast nú í fréttum RÚV ohf. vera furðu lostnir yfir launum þeirra, sem þeir uppreistu og endurreistu.  Vita þeir ekki handa sinna skil á gjörningunum?  Eða veit Steingrímur ekki hvað hans visna vinstri hönd gjörir?  Er skinhelgin svo algjör og ljómi valdsins þvílíkur?  Eða er maðurinn bara klikkaður hringsnældu-trúður?

Maður veit ekki lengur hvort maður á að hlæja eða gráta ... þetta er þvílíkur farsi.

Það hlýtur að sjóða upp úr fyrr en síðar, en við verðum víst að horfa upp á þennan viðbjóð enn um einhverja stund Ómar minn.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 19:08

4 Smámynd: Ómar Geirsson

"Er skinhelgin svo algjör og ljómi valdsins þvílíkur? " tæklar svarið að hluta.  Þess vegna er farsinn leikinn.

En 9. apríl er vendipunkturinn, þá reynir á öll fórnarlömb svikanna, þeirra sem trúðu gefnu loforðum og uppskáru aðeins svik og pretti.

Man einhver eftir 6 milljörðunum sem var lofað eftir Helgi????

Svo lítið dæmi sé tekið.  

Eða til hvers var Sérstaki skipaður????  Til að hrjóta eða sefa lýðinn???

Svikin loforð, svikin heit, 9. apríl sker úr um hvort það sé sú leið sem þjóðin vill að ráðamenn hennar fari til að endurreisa þjóðfélagið.  Að svikið loforð sé ígildi athafna, því loforðið innihélt vilyrði um athafnir, sem svo engin meining var að baki.

Núna Pétur er komin tími á herlúðrana, það er til lítils að blása í þá þegar þjóðin er fallin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2011 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1373064

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband