6.3.2011 | 20:53
Ég seldi ekki börn okkar í skuldaþrældóm breta.
Sagði Ingibjörg Sólrún, ég var rekin áður.
Með þessum orðum var hún að bregðast við opinberum lygum málgagns VinstriGræna, sem geta engin önnur rök týnt til um ágæti núverandi samnings þeirra en lygar.
"Hvað sem líður mörgum og misvísandi yfirlýsingum íslenskra ráðamanna á ýmsum stigum málsins, í fyrrverandi ríkisstjórn og núverandi, þá er íslenska þjóðin ekki bundin af neinu sem við höfum sagt eða samningamenn sett stafina sína undir fyrr en það hefur hlotið staðfestingu löggjafans Alþingis og í þessu tilviki þjóðarinnar.".
Það er ótrúlegt þegar reynt er að ljúga skuld upp á þjóðina í þágu erlends ríkis, að lygararnir skulu ekki ákærðir á grundvelli almennra hegningarlaga sem banna slíka gjörð. Og það er ótrúlegt að stuðningsmenn ICESave fjárkúgunarinnar skuli ekki geta sagt eitt einasta satt orð um samninginn, annað en sá að hann sé skárri en þau ósköp sem þeir reyndu að plata upp á þjóðina fyrir ári síðan.
Blekkingarmeistararnir koma víða við í rökfærslum sínum, ekki allir ljúga beint um hluti sem svo auðvelt er að afsanna eins og ritstjóri VinstriGrænna. Í Moggablogginu birtist í gær grein eftir athafnamann úr innsta koppi Samfylkingarinnar. Greinina má finna hér. http://vthorsteinsson.blog.is/blog/vthorsteinsson/entry/1148106/.
Greinarhöfundur talar um siðferðisleg, lagaleg og nytjarök fyrir afstöðu sinni. Þar sem um hann má segja að þar fari maðurinn með vitið innan Samfylkingarinnar, þá er gaman að skoða það besta sem hún notar til að réttlæta stuðning sinn við fjárkúganir erlendra ríkja.
Siðferðisrökin eru öll á þá vegu að innstæðueigendur ICEsave hafi verið fólk í góðri trú, að það hafi verið "þolendur" í málinu. Sem er örugglega rétt, en hvað kemur það íslenskum almenningi við?? Jú, þeir sem ráku bankann voru Íslendingar, og síðan telur hann að íslenskir embættismenn og íslenskir stjórnmálamenn hafi brugðist að einhverju leyti. Þekkt fullyrðing Samfylkingarinnar að hengja þannig fyrrum ráðherra hennar Jón Sigurðsson, en aldrei neitt rökstudd. Það er alltaf skautað fram hjá því að Landsbankinn starfaði eftir evrópsku regluverki og íslenskir embættismenn líka.
Þegar breskir þingmenn spurðu þarlenda embættismenn hvernig á því stæðu að stærstu bresku bankarnir hefðu þurft ríkisaðstoð til að falla ekki þá var þetta sagt um eftirlitið:
"12. Lord Turner was adamant that the FSA had learnt the lessons from Northern Rock, and that the subsequent failures of British banks such as HBOS and RBS had arisen from an entirely different problem. He explained that the FSA had hitherto been supervising all banks in accordance with a particular regulatory philosophy which, in retrospect, was "wrong". In the case of HBOS, for instance, he characterised the FSA's supervision as "a competent execution of a style of regulation, and a philosophy of regulation which was, in retrospect, ".
Það var farið eftir viðteknum reglum, en það dugði ekki, þær voru ónothæfar.
Samt er til fólk á Íslandi sem heldur því fram að um séríslenskan vanda sé að ræða, það hlustar ekki á varnarrök viðkomandi embættismanna, og telur sig umkomið til að dæma, og vill fullnusta þeim dómi á þann hátt að þjóð embættismannanna sé í ábyrgð fyrir afglöp þeirra. Afglöp sem fólustu í því að vinna eftir samevrópsku regluverki.
Hvað siðferði hefur fólk sem tekur sig vald dómsstóla og tekur náungann af lífi án dóms og laga???
Svo þarf ekki að benda á að sú hugsun að refsa þjóðum vegna gjörða einstaklinga er eitt það sjúkasta sem hægt er að leggja til, og það lýsir ekki góðu siðferði.
Skoðum þá lagarökin, þar segir greinarhöfundur að
"þá eru flestir málsmetandi aðilar á því að innistæðutilskipun EES sé ótvíræð um skyldu aðildarríkja til að sjá til þess að fyrir hendi sé tryggingakerfi sem greiðir lágmarkstrygginguna refjalaust innan stutts frests frá því að innistæður verða ótiltækar. ".
og um það deilir enginn. Og það er óþarfi að vitna í "flesta málsmetandi aðila", þetta stendur skýrt í tilskipun ESB um innlánstryggingar. Og eins og heiti tilskipanir segir skýrt, þá er um innlánstryggingu að ræða, sem fjármálafyrirtækjum er ætlað að fjármagna. Ef um ríkisábyrgð væri að ræða, þá væri ekki talað um tryggingu, heldur ríkisábyrgð á innlánum. Enda er skýrt tekið fram að einstök aðildarríki séu ekki í ábyrgð.
Greinarhöfundur hengir sig i að fyrst tryggingarkerfið féll, að þá væri ríkisábyrgð. En færir fyrir því engin rök, heldur fullyrðir. Hann hefði alveg eins getað sagt að þá væru allir rauðhærðir í ábyrgð, eða bandaríski seðlabankinn því honum muni hvort sem er ekkert um það. Það er eins og einn greindasti maður Samfylkingarinnar virðist ekki átta sig á að ríkisábyrgð er þannig fyrirbæri að hún getur aldrei verið afleidd útkoma út lagatúlkun, fyrir henni þarf að vera skýr réttarheimild, bæði á Íslandi, og í öðrum löndum Evrópska efnahagssvæðisins.
Og reglugerð ESB sem stenst ekki lög einstakra aðildarríkja er ólögleg. Þess vegna þurfa þjóðþing EES að samþykkja lög ESB, þau taka ekki sjálfkrafa gildi. Að halda öðru fram er hreinn og klár hálfvitaskapur, gengur þvert gegn skýrum ákvæðum EES samningsins.
Einnig fer greinarhöfundur rangt með þegar hann segir "Lögfræðiálit benda til þess að EFTA-dómstóllinn sé líklegur til að dæma Ísland til skaðabóta á grundvelli kæru ESA". Enginn lögfræðingur, hvorki innlendur eða erlendur hefur unnið greinargerð sem tekur undir álit ESA enda lögfræði álitsins öll röng. Engin röksemd sem varðar málið stenst skoðun.
Enda var háðung ESA algjör þegar framkvæmdarstjórn ESB gaf út yfirlýsingu að allt læst fólk vissi að "NOT" þýddi ekki. Það er ekki ríkisábyrgð á innlánstryggingasjóðum segir Brussel. Aðeins ESA og íslenskir stuðningsmenn breta, halda hinu gagnstæða fram.
Um nytjarök greinarhöfunds má segja, að sagan afsannaði öll sem hann hélt fram fyrir ári síðan. Forsendan hans byggist á blekkingum, að óvissa sé með útkomu dómsstóla. Það er aldrei óvissa þegar dæmt er eftir skýrum lögum. Enda gerir greinarhöfundur sér grein fyrir þessu og staðfestir það í eftirfarandi málsgrein.
"Talsvert af þessum óbeina kostnaði myndi falla til jafnvel þótt við ynnum fyrir rest formlegan sigur fyrir dómstólum, þar sem um er að ræða pólitísk og viðskiptaleg sjónarmið ekki síður en hreina lögfræði.".
Hann veit að þjóðin á sigur vísan fyrir dómsstólum og þess vegna beitir hann afli sínu til þess að á það verði ekki látið reyna. Og búið er til eitthvað sem heitir pólitísk eða viðskipaleg sjónarmið. Menn nota margt til að réttlæta ranga hegðun eða lögbrot. Menn tala um ávinning að stunda peningaþvætti, horfa með blinda auganu þegar þeir kaupa augljóst þýfi á hagstæðu verði, og svo framvegis.
Og menn tala um meintan kostnað við að standa á rétti sínum.
Og það er alveg rétt, oft er betra að láta undan kúgun, borga lausnargjald og svo framvegis. En málið er að löggjafinn bannar það, það er bannað að díla við fjárkúgara, það er bannað að hafa ávinning af lögbrotum.
Hvað þá að þú hirðir ávinninginn en aðrir borga kúgunina.
Það má vel vera að hótanir breta hafi í för með sér tjón fyrir íslensk fyrirtæki og jafnvel þjóðarbúið sem slíkt. En Bretland er réttarríki, þeir sem telja sig getað sannað slíkt tjón, þeir sækja auðvita kúgarana fyrir breskum dómsstól.
Það eru engin rök í málinu að segja, ég verð fyrir kostnaði, eða ég veit um kostnað vegna þess að ICEsave var ekki samþykkt strax. Sé svo, þá er það dómsstóla að skera úr um það og menn fá síðan bætur frá þeim sem kostnaðinum olli.
En menn láta ekki samborgara sína greiða mafíuskattinn.
Þetta er grundvallaratriði siðmenningarinnar, að nota leiðir réttarríkisins til að skera úr um ágreining, ekki þá leið sem kennd er við hnefann.
Þessi grein sem ég vitnaði í er það besta sem ég hef lesið eftir Samfylkingarfólk. Og þá vegna þess að hvergi er beinlínis logið eins og til dæmis VG liðar nota í sínum rökfærslum. En öllum staðreyndum málsins er snúið á haus, og þá til að blekkja saklaust fólk til að samþykkja fjárkúgun.
Fjárkúgun sem getur gengið endanlega frá fjárhagslegu sjálfstæði Íslands ef illa fer.
Hvað sem verður sagt um svona blekkingu, þá lýsir hún allavega ekki góðu siðferði.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist styðja núverandi samning, því hún vil semja þó krafan sé ólögleg. Hún hún segir: "Sú skuldbinding verður aldrei léttvæg jafnvel þó að samningsniðurstaðan núna sé orðin hagstæðari en áður hefur sést.".
Núverandi ICEsave samningur er þungbær, og það er ótrúlegt að þeir sem styðja hann skuli ekki geta sagt satt til um það.
Hvað segir lygi um málstað, að ekki sé hægt að segja satt orð um skuldbindingu sem menn ætla þjóð sinni að borga???
Það segir allt sem segja þarf.
Frjáls maður segir Nei við kúgun, sama hver kúgar.
Kveðja að austan.
Segir þjóðina ekki skuldbundna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 620
- Sl. sólarhring: 634
- Sl. viku: 6351
- Frá upphafi: 1399519
Annað
- Innlit í dag: 532
- Innlit sl. viku: 5387
- Gestir í dag: 487
- IP-tölur í dag: 481
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
elementary principles: TRUTH, proposition, concept,
idea, theory, assumption, fundamental, essential.
the principle of laissez-faire: DOCTRINE, belief,
creed, credo, (golden) rule, criterion, tenet, code, ethic, dictum, canon, law.
a woman of principle | sticking to one's principles:
MORALS, morality, (code of) ethics, beliefs, ideals, standards; integrity,
uprightness, righteousness, virtue, probity, (sense of) honour, decency,
conscience, scruples.
© Oxford University Press 1995, 2002
law, primary law on which other laws are based
USA english
Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 07:01
Blessaður Júlíus.
Þetta er eins og löggan sem gekk um fátækrahverfi Sao Paulo og skaut götubörn, hann var að linna þjáningar þeirra því tilveran var svo erfið.
Siðferði er ömurlegasta röksemd allrar ICEsave deilunnar. Hún slær út lygina um greiðsluskyldu, eða undirlægjuháttinn að þó þetta sé fjárkúgun þá verðum samt að halda uppi góðu sambandi við þessar "vinaþjóðir" okkar. Sama ber, "hvað er þetta kona, haltu andlitinu og hættu þessu kvarti, áttu ekki til sólgleraugu, við þurfum að halda andlitinu".
Aum er gungan sem heldur andlitinu gagnvart ofbeldismanni en bendla slíkt við siðferði, það er það lægsta sem hægt er að komast.
Og alveg ótrúlega margir sem gína við því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2011 kl. 08:42
Afi fæddist 1907 og ég var búinn að læra utan 6 ára lífið hjá honum fram til tvítugs. Kom til Portugal 1974 þegar Salazar var farinn frá, og sá nánast sama umhverfi og í Reykjavík um 1918. Hinsvegar upp úr 1983 fóru hlutirnir að fara aftur á bak og margt er verra hér en var um 1920. 15-20 manns á heimili með 3-4 fyrirvinnur og heimilisiðnað kartöflurgarð, frænd fólk til lands og sjávar. Þannig að engin svalt. Ótrúlegt flestir fátæklingar reyktu og drukku og fóru á balli og áttu spariföt.
Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 10:00
...löggan skaut götubörnin í Sao Paulo vegna þess að búðareigendur borguðu fyrir það á stykkið. Sá buisness er ekki hættur því miður hjá fólki þar í borg og nokkrum öðrum.
...góður mórall er þegar maður vill hafa góðan móral. Ekki að maður lánist alltaf að nota hann. Icesave er mesta móralspurnig sem allt fólk í landinu stendur andspænis. Hver og einn verður að gera það upp við samvisku sína hvað sé rétt að gera. Ég trúi að þeir sem velja að borga Icesave, velja að hafa slæman móral gagnvart sjálfum sér og öllum öðrum í leiðinni. Og þá veit maður það bara...allir að lesa pistilinn henna Völu.
Hann er einn sá albesti pistill á blogginu um Icesave sem hefur verið skrifaður í s0gunni um Icesave hingað til að öðrum ólöstuðum...
Óskar Arnórsson, 7.3.2011 kl. 10:02
Frábær pistill hjá þér Ómar.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.3.2011 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.