3.3.2011 | 11:25
Jóhanna skörp sem aldrei fyrr.
Það eru aðrar aðstæður, mikið rétt.
Í það fyrsta er árið 2011 núna en ekki 2006.
Í dag á fólk skuldir, þá átti það pening.
Í dag er hún í ríkisstjórn,, þá var hún í stjórnarandstöðu.
Og þá var enginn Steingrímur sterki sem vill sinn pening og engar refjar.
Enda hagfræði hans ættuð úr visku bóndans sem var óánægður með afraksturinn sem mjólkurkýr hans gáfu af sér.
Onei, hann bætti ekki fóðrið, hann fjölgaði ekki mjólkandi kúm.
Hann keypti sér nýja mjaltavél, fyrir 5 spena.
Það þarf víst ekki að taka það fram að kaupin skiluðu ekki árangri, en hann gerði eitthvað.
Það var ekki af honum tekið.
Ekki má vanmeta vilja þeirra sem vilja gera eitthvað.
Látum vitið liggja milli hluta.
Kveðja að austan.
Aðrar aðstæður nú en 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ágæt samlíking hjá þér. SJS sagði fyrir nokkrum dögum að fólk ætti bara að fara út í búð og kaupa nýjan bíl, metan eða rafmagns. Þeir væru miklu sparsamari. Það má kannski reyna að láta skrifa bílinn hjá hans ráðuneyti. Hann heldur kannski að fólk gangi um með úttroðna vasa af peningum.
Björn (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:43
Já, og kannski sorglegast við þennan hugsunarhátt er að olíuhækkunin er komin til að vera.
Og það er enginn einn þáttur sem dregur jafn mikið úr hagvöxt og hækkun á eldsneyti. Það er eins og þessu fólki sem stjórnar sé fyrirmunað að skilja að það þarf að bregðast við í tíma, áður en skaðinn er óbætanlegur.
Þetta snýst ekki um að fólk taki strætó, þetta snýst um flutningskostnað, ferðalög, aðra eyðslu, dýrari aðföng og svo framvegis. Sumt ráðum við ekki við, en þá er þeim mun meiri ástæða að beita þeim ráðum sem við höfum tök á.
Lækkun á eldsneytissköttum er kreppuráð, það dregur úr samdrætti.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2011 kl. 13:07
Það er greinilegt að það er unnið hörðum höndum að því að gera bílaeign landsmanna verðlausa.
Er líklegt að ef að þú færð ekkert fyrir nokkra ára gamlan bíl að þú valsir beint út á bílasölu og slengir fram seðlum (sem ekki er búið að gera upptæka) og festir þér nýja bifreið?
Nei!
Og hvað gerist svo þó svo að allir kæmust ´æa umhverfisvæna bíla.... þá minnkar sala á bensíni sem þá þyrfti að hækka meira eða taka upp kílómetragjald aftur.....
Það er alveg ljóst að Rænulausa Helferðarstjórnin kann ekki að reikna!
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:52
Steinjóka kann alveg að reikna,það sem flækist fyrir þeim eru forsendurnar, þær eru alltaf vitlausar.Nú hrynja yfir landsmenn alls kyns sektir og viðurlög við hinu og þessu og allt á þetta að renna í ríkissjóð,meinið er að þetta eru einungis kröfur en ekki haldbært fé,og Steinjóka setur allar kröfurnar sem eign inn í ríkissjóð og svo birtist Steinjóka og lýsir yfir frábærum árangri í ríkisfjármálum.
Forsendubrestur Steinjóku er sá sami og hjá landkrabbanum sem fær einungis fréttir af rífandi launum sjómanna á toppskipunum,og yfirfærir þau laun á alla sjómenn.
Þórður Einarsson, 3.3.2011 kl. 20:17
Blessaðir félagar.
Hvort sem það er skortur á reiknikunnáttu, eða hæfileikanum til að meta hlutina rétt, þá er ljóst að þjóðfélagið er á breiðu brautinni í annað Hrun.
Ástæðan er mjög einföld.
Í dag þegar rætt er um hlutina, eða spáð í framtíðina, og skuldaþol eða eitthvað annað er reiknað út, þá er alltaf látið eins og ekkert Hrun hafi átt sér stað. Að það séu eðlilegar aðstæður, kaupgetan á svipuðu róli eins og hún hefur verið í langan tíma, atvinnulífið í stakk búið til að taka á sig auknar álögur, og svo framvegis.
Þegar raunveruleikinn er sá að þjóðin, bæði almenningur, fyrirtæki og sveitarfélög eru að kikna undan skuldum sínum.
Og kerfi verðtryggingarinnar gengur ekki lengur.
Af hverju, jú ytri skilyrði eru að versna, og það gengur endanlega frá þjóðarbúskapnum ef það fer að stað vítahringur verðlags og launa. Ytri hækkanir hækka lán okkar, og annað hvort reynir almenningur að fá launhækkun, eða hann leggst upp í rúm, og drepst.
Ef það væri ekki vertrygging, þá gæti þjóðfélagið tekið á sig hinar erlendu verðhækkanir, og almenningur skrimt þar til aftur birti til. En hækkun lána ofaná rýrnandi kaupmátt fólks, sem þegar nær ekki endum saman, það er ávísun á aðeins eitt.
Uppgjöf.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 3.3.2011 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.