Úr Valhöll heyrist aðeins Æ Ó Æ Ó.

 

Og óstaðfest frétt (Ruv??) að seint í gærkveldi hafi forysta Sjálfstæðisflokksins boðist til að auglýsa í Morgunblaðinu næstu vikuna fyrir 50 milljónir, bara ef grein Reimars Péturssonar væri birt á kínversku blindraleti.  

Og af hverju skyldi það nú vera????

Jú, þegar flokkurinn taldi sig vera búinn að kúga alla lögfræðinga landsins til hlýðni, og árangursrík smölun flokksmanna á fundi með Lárusi Blöndal var farin að skila margtækum efa hjá fyrrum hörðum ICEsave andstæðingum, þá koma góður og gegn íhaldsstrákur, titlaður hæstaréttarlögmaður, og sagði satt.

Já af öllu því sem hann gat gert af sér, þá sagði hann satt.

Og sannleikurinn er það eina sem hið ískalda hagsmunamat Bjarna Benediktssonar þolir ekki.

 

Ég veit að þessi grein Reimars verður þögguð niður, látið eins og hún hafi aldrei verið til ekki frekar en andstæðingar Stalíns innan miðstjórnar rússneska kommúnistaflokksins (þegar þeir féllu í ónáð, þá hurfu þeir af ljósmyndum, undir lokin varð 50 manna miðstjórn innan við 5 hræður). 

Dugi það ekki til þá verður látið eins og langafi hans hafi verið með Steingrími Joð í tímum í MA, og væri því hugsanlega græningi.

Ég veit að flokksmenn munu áfram halda sig við gildan efa sem kallar á hið ískalda hagsmunamat.  Svo var samningurinn hans Svavars svo miklu verri.  Og allir vita að dómsstólar dæma ekki eftir lögum, og ef þeir dæma, þá dæma þeir dráttarvexti á allt, líka sauðfé.  Og það er ekki gott fyrir stóran flokk að hafi aðra skoðun en forystan.

Og því ætla ég ekki að reyna að hafa áhrif á fyrrum stuðningsmenn þjóðarinnar í ICEsave, enda veit ég að þeir eru ekki tíðir gestir lengur á þessari síðu.

En ég get ekki stillt mig um að birta þessa tilvitnun í Reimar, hún er dásamleg;

 

 

Icesave-málin eru sérstaks eðlis, þau byggjast á óljósum réttargrundvelli, meint tjón er vandmælt og vaxtaforsendur vandmeðfarnar. Þannig væri með ólíkindum ef íslenskir dómstólar myndu dæma dráttarvexti ef meirihluti þjóðarinnar ákvæði að hafna fyrirliggjandi samningi og málið færi fyrir dóm. Það má frekar spyrja, trúir því einhver í raun og veru að það geti orðið niðurstaðan?

 

Já, trúir einhver góður Sjálfstæðismaður sínum eigin fullyrðingum??

Væri deilan ekki sjálfshætt ef menn væru tengdir við lygamæli??  

 

Notkun lygamæla gæti orðið upphaf hins Nýja Íslands.

Kveðja að austan.


mbl.is Vaxtagreiðslur yrðu í krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þegar forysta flokksins er orðin svona léleg er í raun bara til eitt svar, kjósa flokkinn ekki og þá losnum við kannski við núverandi forystu sem er algerlega gagnslaus. Mér skilst að landsfundur sé í haust og vona ég að sem flestir í forystu og í þingmannaliðinu fái reisupassann á þeim fundi. Ég reikna með að kjósa Framsókn næst, nokkrir þingmenn þar virðast átta sig á því að veita þarf þessari gagnslaus ríkisstjórn aðhald sem er annað en segja má um þessu linu þingmenn Sjallanna. Yfir þá virðist vera komin Steingrímska sem lýsir sér þannig að menn svíkja orð sín og sjá ekkert athugavert við að vera í engum tengslum við kjósendur sína og bakland.  

Bjarni getur átt sitt ískalda hagsmunamat og skilst mér að það hafi ekki þjónað honum vel í þessum Vafningsmálum enda hef ég heyrt suma kalla hann núna Bjarna Vafning. Fréttir um að endurheimtur úr búi Landsbankans verði svo rosalega góðar eru lítið annað en áróður, það er bara dreginn upp rósótt mynd. Bretum var boðin eingreiðsla upp á 47 milljarða ofan á þrotabúið skv. fréttum en þeir höfnuðu því. Af hverju? Höfum líka í huga orð Skúla Magnússonar ritara EFTA dómstólsins. Hvað verður um endurheimtur úr þrotabúinu ef aðstæður í heiminum versna? Við eigum ekki að borga fyrir klúður Breta enda eigum við meira en nóg með okkur. Bretar veittu öllum bönkum neyðarlán nema íslensku bönkunum.

Annars er þetta góður punktur:

http://www.amx.is/fuglahvisl/16822/

Annars gleyma menn því að samninganefndin á ekki að vera gefa eigin vinnu einkunn. Býst einhver við því að hún muni segja opinberlega að þessi samningur sé ekki frábær? Þeir ágætu einstaklingar sem í nefndinni sitja eru búnir að dæma sig úr leik, þeir eiga ekki að tjá sig um þennan samning með einum eða neinum hætti.

Þennan samning á að fella og halda verður staðreyndum málsins að fólki ekki einhverjum einhliða áróðri. Annars skilst mér að Lárus og félagar séu búnir að semja okkar eigin lögsögu í þessu máli frá okkur. Hvað voru samningarnefndarmenn að pæla með því?

Verið er að reyna að hræða og blekkja fólk til að samþykkja þennan samning og ef hann verður felldur verður þetta mál alveg úr sögunni:

http://www.amx.is/fuglahvisl/16805/

Bretar og Hollendingar vita greinilega mun betur en flestir hér að dómstólaleiðin er þeim ekki fær.

Annars væri þetta blessaða Icesave mál frá ef núverandi stjórn hefði verið harðari í horn að taka gagnvart þessum nýlenduveldum, þau vita auðvitað hvað núverandi stjórnvöld eru léleg og pressa því stöðugt á þau enda meira eða minna kveifar í stjórn. Ef þeim hefði verið sagt snemma að fara dómstólaleiðina hefðum við ekkert heyrt um þetta mál meira, nýlenduveldin hefðu tuðað eitthvað en ekki meira enda allur lagalegur réttur okkar megin. Með því að samþykkja þennan samning aukum við verulega líkurnar á þjóðargjaldþroti eins og Ólafur Margeirsson hefur bent á. Við borgum nú 74 milljarða í vexti og afborganir og svo vilja sumir bæta enn ofan á þá summu! Hvað er að?

Helgi (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þitt góða og gagnmerka innslag Helgi.

Svona ef menn vilja semja, þá semja menn á forsendum laga.  Hafa ábyrgðina ekki opna, galopna ef efnahagsmál þróast á verri veginn. Ef menn meta kostnaðinn á til dæmis 47 milljarða, þá semja menn um 47 milljarða, en hafa inni ákvæði að sú upphæð lækki í takt við auknar endurheimtur.  Og menn semja ekki frá sér lögsöguna.

Ef þetta hefði verið gert, þá segði Lárus og félagar satt, en í dag blekkja þeir.  Þegar menn hamra á hinum lágum tölum, þá eru menn að ljúga, þeir skrifuðu aldrei upp á neina fasta tölu.

Og hvað segir það fólki að ekki sé hægt að segja satt???

Jú, samningurinn er það slæmur, að menn treysta því ekki að þjóðin samþykki hann.  Þess vegna er blekkingum beitt.  Og bara það gerir þjóðaratkvæðagreiðsluna ómerka.  Ef samþykki samningsins er fengin með blekkingum, þá er lögmæti hans ekkert.  Og þeir sem taka við af lygurunum, þeir geta ógilt hann með einu pennastriki og vísað í alþjóðalög, máli sínu til stuðnings.  

Það er ótrúlegt að ráðamenn okkar skuli ekki skilja skyldur sínar og ábyrgð, að þeir skuli telja vinnubrögð einræðisherra, að nota ríkisfjölmiðla til að ljúga og blekkja, vera eitthvað sem þeir mega stunda.

En það mega þeir ekki, ekki nema fella stjórnarskrána fyrst úr gildi, og afnema sjálfstæði dómsstóla.

En varðandi þann flokk sem pistillinn vísar í, þá vona ég að gott og gilt flokksfólk rétti af kúrsinn.  Hingað til hefur aðeins eitt flokksfélag lýst yfir stuðning við blekkingarnar.  Önnur halda sig við skýr fyrirmæli landsfundar flokksins.

Það út af fyrir sig finnst mér mjög merkilegt.

Það býr ennþá fólk á Íslandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2011 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 444
  • Sl. sólarhring: 712
  • Sl. viku: 6028
  • Frá upphafi: 1399967

Annað

  • Innlit í dag: 401
  • Innlit sl. viku: 5165
  • Gestir í dag: 389
  • IP-tölur í dag: 385

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband