2.3.2011 | 09:48
Órök samningamannsins Lárusar Blöndal afhjúpuð.
Af lögfræðingunum Stefán Má Stefánssyni, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, og hæstaréttarlögmanninum Lárusi Blöndal.
Í síðustu grein minni rakt ég lagarök þeirra félaga gegn Áminningu ESA sem á að vera grundvöllur þeirrar fullyrðingar að "Dómsstólaleiðinni fylgir mjög mikil áhætta". Gott er að grípa í niðurstöðu þeirra félaga sem segir allt sem segja þarf um vinnubrögð ESA.
"Samantekið má færa rök að því að ESA hafi í þessu máli fyrst og fremst leitað niðurstöðu sem stuðlaði að ró um starfsemi banka í Evrópu. Tilvísanir til lagagreina standast ekki skoðun. Að hluta til er vitnað til aðfaraorða sem ekki skipta máli og sama gildir um flesta dóma dómstóls ESB sem vísað er til. Hins vegar fer lítið fyrir sjónarmiðum sem styrkja aðra niðurstöðu eins og rækilega hefur verið bent á. Í upphafi greinarinnar var sagt að stofnuninni bæri að taka hlutlægar ákvarðanir á lögfræðilegum grunni án tillits til hagsmuna aðila. Draga má í efa að það hafi verið gert í þessu máli.".
Stofnun sem vitnar í dóma sem eiga ekki við, og lagagreinar sem snerta ekki málið, en lætur kjurt liggja að vitna í skýra lagatexta sem málið varða, er ómarktæk. Enginn dómsstóll tekur mark á slíku, allra síst dómsstólar Evrópu því þeir eiga allt sitt undir trúverðugleika þegar þeir blanda sér inn í löggjöf sjálfstæðra ríkja. Viti menn dæmi um annað, að reglur réttarríkisins hafa verið hundsuð af dómum Evrópudómsins eða EFTA dómsins, þá verða menn að koma með dæmi, vilji menn halda þessari umræðu áfram.
En Lárus samningamaður fabúler meira í viðtali sínu í Morgunblaðinu í gær.
"Ég hef hins vegar bent á að ef menn ætla yfirleitt að bera saman samningaleiðina og dómstólaleiðina þá þýðir ekkert að fullyrða um afleiðingar annarar leiðarinnar en skoða ekki sambærilega tilvik fyrir hina leiðina".
Er þetta ekki rétt sjónarmið hjá Lárusi samningamanni??? Jú vissulega en hann er að bregðast við gagnrýni um að hann hafi einmitt stundað þessi vinnubrögð. Það er hann sem hefur komið í fjölmiðla og sagt kostnaðinn við ICEsave 3 vera 47 milljarða eða minni en áhættan af dómsmáli allt að 450 milljarðar. Án þess að geta forsendnanna á bak við þessar tölur.
Hlutlaus greiningaraðili metur samninginn á bilinu 60-220 milljarða, bendir á óvissuna. Óvissa sem öllum er ljóst. Nægir þar að benda á alvarlegar afleiðingar olíukreppu fyrir heimsefnahaginn, fyrirsjáanlegt hrun evrunnar og meint ríkisgjaldþrot Bandaríkjanna. Forsendurnar fyrir 60 milljörðunum eru aðstæður sem náðist aldrei að skapa á þeim tíma þegar uppgangur var í heiminum og gengi krónunnar var haldið uppi með erlendu lánsfé.
Núna er fólki talið í trú um að við versnandi viðskiptakjör, mikið útstreymis gjaldeyris vegna afborgana af skuldum, að þá eigi krónan eftir að styrkjast, efnahagslífið blómstra og ICEsave verði leikur einn.
Svona rökleysa fær ekki staðist, endanleg útkoma er mun nær 220 milljörðum, jafnvel hærri upphæð, en nokkurn tímann þessum 47 milljörðum sem kristalkúla Seðlabankans metur hana á.
Varnartaktík Lárusar samningamanns var þá að hækka hina gríðarlegu áhættu af dómsstólaleiðinni upp í 700 milljarða, og þegar hann var gagnrýndur fyrir forsendurnar sem lágu þar að baki, þær ættu alls ekki við, þá bætti hann um betur og nefndi 14% vexti sem möguleika. En hann hélt sig við 220 milljarðana sem hámark þess sem ICESave 3 kostaði.
En þar skautar hann algjörlega fram hjá einu áhættuþætti, og það er áhættan við að almennir kröfuhafar fái hnekkt forgangi innlána fyrir dómi. Slík dómsmál eru sannarlega fyrir dómsstólum í dag, en hið ægilega dómsmál ESA ekki. Og hvað segja þeir félagar, lögfræðingarnir Lárus og Stefán um þessa áhættu????
"Í öðru lagi liggur það fyrir að látið verður reyna á það hvort neyðarlögin standist að þessu leyti. Reynist neyðarlögin ekki standast þá verðum við að borga alla 650 milljarðana með vöxtum og vaxtavöxtum. ".
Jú, það er ekki vitað hvernig sannarleg dómsmál fara og ef þau tapast þá þarf að borga "650 milljarðana með vöxtum og vaxtavöxtum. ". Það er mun hærri tala en Lárus samningamaður kannast við sem hæstu mögulegu útkomuna af núverandi samningi.
Lárus samningamaður talar um að enginn viti fyrir víst hver "niðurstaða dómsstóla yrði" og hann talar um að "dómsstólaleiðinni fylgi mjög mikil áhætta".
Með þessu er hann að segja að hlutverk dómsstóla í réttarríkjum sé grýla, því enginn veit fyrirfram hvernig þeir dæma, þeir þurfi alls ekki að dæma eftir lögum, heldur geta þeir dæmt eftir hagsmunum eða einhverjum random aðferðum, eða þeir dæmi öðruvísi á mánudögum en aðra daga sbr þekkt tilvísun í framleiðslu bíla sem átti að vera vafasamari á mánudögum en aðra daga.
Hvað er hægt að segja um svona forheimsku????
Látum þá félaga, Stefán og Lárus eiga síðasta orðið.
".... ef íslenska ríkið hafni því að greiða til innistæðueigenda í samræmi við kröfur Bretlands og fleiri þjóða, muni þessi lönd sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Vonandi er það rétt. Það er nefnilega þannig að ef ágreiningur er um réttindi og skyldur þá leysa menn úr honum fyrir dómstólum. Þá kröfu hefur íslenska ríkið sett fram og við það eigum við að halda okkur. Það er alveg fráleitt að halda því fram að málsókn fyrir alþjóðlegum dómstólum geti dregið úr trúverðugleika. Ef ríki eða ríkjasambönd vilja hins vegar beita öðrum aðferðum við lausn ágreiningsmála sinna eins og þvingunaraðgerðum eða nauðung þá er verið að fara á svig við grundvallarreglur réttarríkja."
Um órök Lárusar Blöndal samningamann þarf ekki að hafa fleiri orð.
Þau vega að sjálfri tilveru réttarríkisins, og réttarríkið er forsenda siðmenningarinnar.
Allt annað er ávísun á skálmöld þar sem sá sterki sækir sitt með afli. Gegn slíkri skálmöld settu forfeður okkar fyrstu lögin á Alþingi 930. Orð þeirra eiga jafnvel við í dag, og þau áttu við þá.
"Með lögum skal land byggja".
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:51 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 460
- Sl. sólarhring: 710
- Sl. viku: 6044
- Frá upphafi: 1399983
Annað
- Innlit í dag: 416
- Innlit sl. viku: 5180
- Gestir í dag: 403
- IP-tölur í dag: 398
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.