1.3.2011 | 09:06
"Þjóðin er tilbúin að láta lífið fyrir mig"
Segir Gaddafi.
Nákvæmara hefði verið að segja, að hún væri tilbúin að láta lífið vegna hans, og þá til að losna við einræðiskrumlur hans fyrir fullt og allt.
En væri hann forsætisráðherra á Íslandi, þá hefði hann stoltur geta staðið við þessi orð sín.
Skoðanakannanir sýna að um 60% þjóðarinnar er tilbúin að láta líf sitt fyrir stjórnvöld.
Það er nokkuð gott, sérstaklega vegna þess að stjórnvöld eru nýbúin að koma öllu hér á kaldan klaka, og eru á fullu að gera illt verra.
En samt eru 60% þjóðarinnar tilbúin að gefa líf sitt eftir til að fá að vera gjaldgeng sem skuldaþrælar ESB.
Slíka tryggð er erfitt að toppa.
Þó Gaddafi sé ekki spámaður í sínu föðurlandi, þá hefði hann átt von á Íslandi.
Bara ef hann hefði passað sig á að segjast stjórna í anda norrænar velferðarstefnu, og gert síðan bandalag við íslenska kúlulánþega.
Og þá hefði hið fornkveðna sannast, "að þó glæpamenn séu ekki spámenn í sínu föðurlandi, þá eru þeir spámenn á Íslandi.".
Því Ísland er landið sem þú getur sett þjóð þína á hausinn, aftur og aftur, og færð alltaf meira og meira fylgi eftir hvert skipti.
Eða hvað??????
Kveðja að austan.
Gaddafi segir fólkið elska sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Já það er margt merkilegt á Íslandi, t.d. að sá sem var formaður kjörstjórnar þegar kosið var til stjórnlagaþings og sagði loksins af sér - sá ágæti maður er kominn aftur í kjörstjórn og sér um kosningar vegna Icesave III.
Annars hef ég áhyggjur af því að íslamistar muni komast til valda í þessum arabaríkjum í kjölfar þessara hræringa en slíkt væri ávísun á ófrið milli þeirra og Ísraels en á vandamál svæðisins er ekki bætandi.
Helgi (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 10:28
Helgi, minni á stórgóðan leiðara Davíðs í morgun. Lokaorðin tækla kjarna málsins.
Kallinn er skýr eins og aldrei fyrr.
En ég er vissulega að hæðast að samlöndum mínum sem vilja gefa upp þjóðfélag sitt (kalla það að gefa upp líf sitt) fyrir erlenda fjárfesta. Hvort sem það er risalán AGS til að borga út krónubraskara, eða skuldaþrældómurinn kenndur við ICEsave.
Jafnvel Dúdú fuglarnir í Ísöldinni voru snillingar miðað við þá heimsku sem hér ræður för, og þjóðin styður.
Það er óhætt að segja að við Íslendingar höfum ekkert lært af Hruninu, og viljum endilega prófa eitt nýtt við fyrsta tækifæri.
En Líbýumenn hafa fengið nóg.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.