ICEsave 3 er uppá 220 milljarða.

 

Segir óháður aðili, Gamma greining, og metur þá áhættuna sem blasir við allt um kring.  Kjarni hennar orða Gamma sérfræðingar á þennan hátt:

 

"“Hafa verður þó í huga að ef greiðslubyrði þróast á sem óhagstæðastan hátt (sviðsmynd 4) þá er það vegna mikillar niðursveiflu í erlendum hagkerfum. Að öllum líkindum mun sú erlenda niðursveifla hafa neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið og því mun fara saman þung greiðslubyrði af Icesave ásamt verri horfum Íslands.” "

 

Erlend niðursveifla mun hafa neikvæð áhrif á íslenska hagkerfið, og gera ICEsave að óbærilegri byrði fyrir þjóðina.

Mjög kurteislega orðuð lýsing á samningi sem getur haft í för með sér þjóðargjaldþrot.

 

Af hverju er svona mikil óvissa með alþjóðahagkerfið???

Til skamms tíma var nægilegt að vita af falli fjármálakerfis Vesturlanda, aðeins stanslaus innspýting Seðlabanka Bretlands, Bandaríkjanna og Seðlabanka Evrópu hefur komið í veg fyrir algjört hrun.  

Nú þegar er ljóst að evrunni verður ekki bjargað, reyni Þjóðverjar það, þá munu þeir aðeins sogast niður í skuldahítin með veikari ríkjum sambandsins.  Þegar evran fellur, þá falla bankar um alla álfuna, enginn veit um afleiðingarnar, en þær munu skaða hagkerfi Evrópu.  Það er öruggt.

Ef Bandaríkjamenn bremsa sig ekki af mjög fljótlega, þá er ljóst að bandaríska ríkið verður gjaldþrota fyrir árið 2020, jafnvel fyrr. Það þraukar ennþá vegna miskunnar Kínverja sem fjármagnar skuldabréf þess.

Og þegar Kína lendir í vanda, sem gerist mjög fljótlega, þá hriktir í alþjóða hagkerfinu.

 

 

En allt getur reddast í heiminum, líka bankakerfi sem er tólffalt þjóðarframleiðslu, ef menn reyna nógu oft.  Og það má vera að Vesturlönd komist í gegnum kreppu sína.

En þá kom Feisið og  Arabaheimurinn sprakk í loft upp.  

Og ófriðurinn mun breiðast út og furstadæmi Arabíuskagans munu lenda í honum.

Og hvað verður um olíuna þá???  Eru allir búnir að gleyma síðustu olíukreppu????

 

Óvissa, óvissa, óvissa, ekkert annað orð lýsir núverandi ICEsave samningi.

 

Samt koma skrípi í mannsmynd og segja þjóð sinni að ICEsave 3 gæti endað í 22 milljörðum.  Ef allt í heiminum fer á besta veg, að loksins verði lögmál Murphys gert útlægt úr raunveruleikanum en óskhyggja þeirra sem komu þjóðinni á hausinn, taki við.

Að loksins rætist spá Seðlabankans, einu sinni.

Ef ekki þá verðum við gjaldþrota, en hitt gæti alveg gerst, sérstaklega vegna þess að það hefur aldrei gerst áður.

 

Og þessum áróðri á þjóðin að trúa.

Enginn spyr, að ef þetta er svona einfalt, af hverju er samningurinn ekki upp á 22 milljarða???

Af hverju er ríkisábyrgðin ekki uppá 22 milljarða, en ef ofurofursúperbjartsýnin gengur ekki eftir, að þá taki þeir hana á sig sem vilja samþykkja þennan ICEsave samning???

Er þá málið ekki bara dautt?????

 

Ég myndi alveg samþykkja ICEsave með þessum skilyrðum.  Svo ég gæti hlegið mig máttlausan af gjaldþroti stuðningsmanna Samfylkingarinnar, Vinstrigrænna, og þeirra Sjálfstæðismanna sem trúa öllu.  

En ég veit að þeir sem ætla að láta bótaþega, gamalmenni, sjúklinga borga, þeir munu ekki samþykkja slíkan samning.  Því sannleikurinn er sá, að þeir vita að þjóðin er fallít ef hún samþykkir.  Þeim er bara alveg sama, hagsmunur flokks ganga fram yfir hag þjóðar og frekar vill þetta auma lið sjá börnin sín falla en flokka sína.

Því í þessu fólki kristallast vandi þjóðarinnar. 

Það hugsar ekki, það fylgir.  

 

En ég ætla ekki að fylgja því í gjaldþrot.

Ég ætla að nota vitið sem guð gaf mér til að berjast þar til yfir líkur.

Og það munu margir, margir, margir aðrir gera.

 

Og réttlætið mun sigra að lokum.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Icesave þýðir hærri skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Fínn pistill

Ég skil ekki þessa græðgi Jóhönnu og Steingríms í því að vilja gera þessa samninga. Það virðist engu máli skipta hvernig þeir líta út, bara gera samninga og þá á pólitíska sviðinu því þannig á að meðhöndla þessi mál, allt annað er bull. Það veit engin hver upphæðin er og eða getur sagt það vegna mikillar óvissu í heimsmálum og í raun alltaf okkur í óhag. 

Hvernig getur þjóðin sætt sig við þessa forystumenn að vilja setja þessar klyfjar á almennig. Hér var framið bankarán, eitt það stærsta í heiminum og hér er klárlega sakamál á ferðinni, glæpamennirnir ganga lausir vegna tengsla við ráðamenn. Búið er að fella út 8 grein samningsins sem fjallar um endurheimtur og það að rekja slóð peninganna.

Hvernig getur alþjóða samfélagið ætlast til þess að 300.000 manns greiði þessa skuld glæpamanna. Hvernig getur almenningur í Bretlandi og Hollandi verið sáttur við það að senda svona samning inn um lúguna og reikninginn inn á hvert Íslenskt heimili næstu fjörtíu árin. Þetta er bara galið.

Þetta mál á að reka fyrir dómsstólum þannig að við Íslendingar fáum að sjá hvað hér liggur að baki. Hér er verið að pukrast með einhver mál stjórnmálanna og við eigum ekki að láta það yfir okkur ganga. 

GAZZI11, 1.3.2011 kl. 00:35

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Frábær innkoma hjá þér Ómar eins og ævinlega hafðu þökk fyrir. Ég mun berjast fyrir réttlætinu en því miður eru mínir nánustu að snúa við mér baki vegna undirlægjuháttar og flokkræðis. Baráttu kveðjur úr norðursveitum.

Sigurður Haraldsson, 1.3.2011 kl. 01:13

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef einfaldan smekk... ég vel að segja Nei.   http://vald.org/greinar/110228/

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.3.2011 kl. 02:15

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Margir hiksta,vegna áróðurs,sem stjórnin mallar og ber fram.  Gamli undirlægju hátturinn. Ég er farin að setja hverja greinina  eftir aðra á Facebook. Ég hrífst af pislum eins og þessum,sem færir okkur líka dæmi í tölum  sem sýna svart á hvítu,innræti þssara ráðamanna að voga sér að leggja þetta á  þjóð "sína",eða er þjóð þeirra orðin ehv. önnur. Takk og kv. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.3.2011 kl. 02:58

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég dáist að þolgæði þínu Ómar! Þó lítið heyrist frá mér akkúrat þessa daga þá er ég ekki dauð enn! Ég trúi heldur ekki öðru en að þjóðin nái áttum og skilji alla lygina sem er í gangi. Moldrokið á eftir að setjast og þá munu allir sjá að þetta er endursýning með svolítið ýktari senum og öfgafyllri lygi. Leikflétta sem er búið að margendurtaka í sambandi við hvert einasta tilefni þar sem hagsmunir valda og eigna hafa verið teknir fram yfir hag lands og þjóðar.

Hvernig var þetta í Icesave I og II, hvernig var þetta í Magma málinu, hvernig hefur þetta verið í allri umræðunni sem hefur snúið að skuldavanda heimilanna og leiðréttingu á þeim forsendubresti sem varð við hrunið; verðtryggð og gengistryggð lán, hvernig var þetta í sambandi við útkomu Rannsóknarskýrslunnar, kosninguna um landsdóm, níumeningamálið, stjórnlagaþingið...?

Svarið er einfallt. Í hvert einasta skipti rísa upp gaggandi hæsnamergð sem afvegaleiða og rugla umræðuna svoleiðis að það eru aðeins þeir allra seinþreyttustu sem „nenna“ að rýna í umræðuna og greina hvað það er sem er að. Svo sest moldrokið sem hefur verið ýft upp þannig að allir geta séð nema fyrir það að þá er komið upp nýtt mál. Sundum heita málin staðgöngumæður, ofbeldi á heimilum, díoxínmengun á Ísafirði, „nýjar“ fréttir af kúlulánaþegum... m.ö.o. það verður ekki betur séð en allt hjálpist að við að rugla almenning til óvirkni og þagnar svo hann rekist betur fram af brúninni...

Tilgangurinn? Heiðarlegt svar án ábyrgðar? Hýenurnar hafa selt tröllvöxnum, erlendum fjármálastofnunum Norðurljósin og Dettifoss fyrir fríðindi eins og þægilegt innijobb þar sem þú tekur lyftuna niður á neðstu til að skreppa á barinn og versla í matinn...

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.3.2011 kl. 04:30

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Það er ekki örgrannt að fleiri eldheitir ICEsave andstæðingar kannist við spurninguna, "hvað ertu eiginlega alltaf að gera maður??, heldurðu að þú fáir einhverju breytt???.

Samt höldum við áfram.

Fyrir margt löngu, dimmu vetrarmánuðina eftir Hrun, þá varð mér stundum hugsað til myndarinnar, Close Encounters of the Third Kind og þá til þess fólks sem alltí einu byrjaði að móta fjall í stofunni heima hjá sér, af innri þörf.  Og auðvita álitið snargeðveikt.

En það hafði fengið ákall um að mæta á fund með framtíðinni (sbr að heimurinn yrði aldrei samur ef tengsl kæmust á við vitsmunarverur á öðrum hnöttum), og það varð að mæta.

Við höfum fengið þetta sama ákall, við skiljum það ekki, en við getum ekki hundsað það.  Það er eðli slíkra kalla, að þegar þú einu sinni skynjar þau, þá ertu aldrei sami maðurinn.

Og sagan kann mýmörg svona dæmi.

Á Íslandi í dag erum við stórskrýtnir á meðan fæstir gera sér grein fyrir alvöru málsins, skilja ekki hvað það er verið að gera þjóð þeirra, eða ef þeir skilja, kjósa að stinga höfðinu undir kodda í þeirri von að þetta sé allt slæm martröð.

En martröðin versnar fyrst þegar fólk opnar augun, og hlustar á sömu vitleysingana sem komu okkur i þrot, hamast við að auka vandann, gera hann óviðráðanlegan.  Og á sama tíma sviku vinstri menn landa sína fyrir völd, gömul saga og ný úr þeim herbúðum.

En svona er þetta Sigurður, það ræður enginn sínum náttstað var sagt um svona aðstæður.  Ef menn einu sinni sjá hvað er að gerast, þá geta menn ekki flúið.  Það er ekki í eðli mannsins að láta drepa sig mótspyrnulaust, ekki nema hann sé þá lamaður af hræðslu.

Þess vegna höldum við áfram þessu ströggli okkar, líka þegar ytri og/eða innri aðstæður virka á okkur sem ókleyfur múr.  Sagan segir að þann múr hafa margir klifið á undan okkur, og margir munu örugglega gera það á eftir okkur.

Við báðum ekkert um þetta klifur, en við erum lögð af stað.  

Og héðan af er lítið annað að gera en að halda áfram þar til múrinn er að baki, eða hrapa ella.  Og svo tekur við næsti og næsti, eða allt þar til fjöldinn tekur sig til og brýtur niður þessa múra.

Og þar liggur óvissan, þessa fræga óvissa.

En gjörðir fjöldans eru ekki okkar vandamál.  Það nægir að við vitum hvað þarf að gera.

Baráttukveðjur fullar af skilning að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 08:31

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gazzi.

Allt mikið rétt sem þú segir.  Þetta er galið.

En við megum ekki gleyma þeim bitra raunveruleik, að Steingrími og Jóhönnu skortir afl til að fremja voðaverkin, þau njóta stuðnings valdaelítu þjóðarinnar.

Þessa sama liðs og kom okkur á hausinn.

Það þarf að mæta því líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 08:34

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir tilvísun þína Jóna Kolbrún.  Mikið sammála Jóhannesi nema þegar hann fellur í áróðurspytt valdaelítunnar.

Íslenskir embættismenn og stjórnmálamenn skuldbundu ekki þjóð sína að greiða ICEsave.  Yfirlýsingar þeirra eru marklaus plögg því þeir í fyrsta lagi fóru út fyrir vald sitt, og í öðru lagi þá er þvingun alltaf ólögleg, ráðamenn sem skrifa upp á hvað sem er til að bjarga þjóð sinni frá hungursneyð, þeir eru í fullum rétti til að koma seinna og hía á þann sem þvingaði.

Frakkar eru ekki að borga Þjóðverjum þær bætur sem þeir lofuðu Hitler í járnbrautavagninum fræga.  Sá samningur féll um sjálft sig um leið og kúgunin var brotin á bak aftur.

Ég ítreka þetta vegna þess að alltof mikið af góðu fólki missir flug í málflutningi sínum um leið og það tekur upp órök andstæðinganna.

Íslenska þjóðin er ekki skuldbindin til að greiða skuldir einkabanka.  Og það hefur enginn vald til að skuldbinda hana til þess.  Ekki einu sinni hún sjálf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 08:43

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Feisið felldi harðstjóra í Arabalöndunum, og fleiri munu fylgja eftir.

Líka hér heima.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 08:44

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Og það vantaði meira að segja heilt "á" hér að ofan,.

Rakel, það sem skelfir mig er að leiksýningin tókst gagnvart heimilum landsins.  Og það tókst að setja kúrsinn á eyðingu sjúkrahúsþjónustu landsbyggðarinnar.

Þó snertir þetta líf og limi tugþúsunda, mikils meirihluta þjóðarinnar.

Í sannleika sagt þá er ég ekki of bjartsýnn.

Andstæðingur okkar er einbeittur, voldugur og fjármagnaður af auðmönnum.

Við erum sundruð, valdlaus, og eigum ekki bót fyrir boru.

En við höfum réttlætið með okkur, og því verður ekki stolið þó allir kúlulánþegar landsins leggist á eitt, því réttlætinu er ekki stolið.

En því er ekki alltaf framfylgt.

Og ég spyr mig, af hverju???

Af hverju komast stjórnvöld upp með öll lögbrot sín í ICEsave???  Af hverju er verið að kjósa um ólöglegan samning???

Og aldrei þessu vant, þá veit ég að ekki er hægt að kenna helv. íhaldinu um það, hvað þá Steingrími og Jóhönnu.

Svarið liggur okkur nær.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 08:52

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Og ég spyr:

Af hverju vilja Bretar og Hollendingar fá þessa ríkisábyrgð?

Af hverju dugar þrotabúið þeim ekki?

Hvað vita þeir sem við vitum ekki?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.3.2011 kl. 09:27

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Segi það sama Friðrik, Af hverju????  Af hverju er verið að fá ríkisábyrgð á mörg hundruð milljörðum, ef aðeins nokkrir tugir, jafnvel tveir, ber á milli.

Og hvað ef allt fer á versta veg???

En góð orð eru aldrei of oft endurtekin.

"Það er löng leið frá þeim bresku og hollensku innistæðueigendum sem tóku yfirvegaða ákvörðun að hætta sínu fé í erlendum netbanka sem bauð eina hæstu ávöxtun sem sést hefur í Evrópu frá stríðslokum. Banka sem var skráður í einu minnsta hagkerfi heims með einn ótryggasta gjaldmiðil í heimi. Þetta fólk tók yfirvegaða ákvörðun þegar það lagði sitt fé inn á Icesave reikninga Landsbankans.

Það er löng leið frá þessu fólki og að bændum og sjómönnum á Íslandi sem nú eru kallaðir til ábyrgðar og eiga að standa þessu fólki skil á því fé sem það tapaði þegar Landsbankinn fór í þrot. Bændur og sjómenn á Íslandi tóku engar yfirvegaðar ákvarðanir í þessu máli og voru grandalausir að þessar innistæður væru á þeirra ábyrgð.

Að kalla bændur og sjómenn á Íslandi til ábyrgar nú og krefja þá og börn þeirra um greiðslu á þeim innistæðum sem töpuðust í gjaldþroti Landsbankans, það er stærsti glæpurinn í þessu máli öllu.
"

Takk fyrir þau.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 2647
  • Frá upphafi: 1412705

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2311
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband