Það er búið að kasta stríðshanskanum Sigmundur.

 

Það eina sem þú þarft að gera það upp við er hvort þú standir með þjóðinni, eða klíku valdræningja.

Þríflokkurinn kastaði stríðshanskanum í kvöld.  

 

Frétt Ruv um 700 milljarða ICEsave skuld er hrein tilraun til valdaráns. 

Þjóðin hafnaði ICEsave á eftirminnilegan hátt, og málið átti því að vera dautt.  Vegna knýjandi nauðsynjar á undalátssemi við Evrópusambandið, samdi þríflokkurinn uppá nýtt um sömu efnisatriði, en lægri vexti.  Og í stað þess að geyma að borga þar til meintur hagvöxtur sæi um afborganir, þá er byrjað strax að borga.  Pening á að afla með því að segja upp fólki í heilbrigðiskerfinu, hætta að gefa börnum lýsi og draga úr þrifum á eldri borgurum sem sökum aldurs þurfa umönnun á hjúkrunarheimilum.

Hefði þessi samningur verið samþykktur og undirritaður af forseta Íslands, þá hefði Alþingi tekið sér vald sem það hafði ekki, framið valdarán. 

 

Forsetinn bjargaði Alþingi frá áformum sínum og vísaði málinu til þjóðarinnar.  Og vissulega getur þjóðin dregið fyrri ákvörðun til baka. 

En ef samþykki þjóðarinnar er fengið með lygum og blekkingum, þá er enginn munur á því eða þegar einræðisherrar Arabalandanna fá málaliða til að berja niður andstöðu þegna sinna.  

Ytri kúgun er beitt til að beygja þjóðarvilja.

 

Frétt ríkisútvarpsins í kvöld fól ekki í sér eitt atriði sem var satt, nema þau sem snertu ekki efnisatriði málsins.  

Það voru búnar til forsendur, og út frá þeim sett upp annars vegar tala um núverandi samning, sem er ekki sönn, og á móti stillt upp einhverju tilbúnu vaxtadæmi sem gæti þýtt að Íslandi yrði dæmt til að greiða 700 milljarða af sínum eigin dómsstólum.

Það er eins og þríflokkurinn haldi að þjóðin sé vanvitar.  

 

Tökum nokkur dæmi.

1. Kostnaðurinn við núverandi ICEsave samning er ekki 47 milljarðar, það veit enginn hver sá kostnaður er.  Það er til dæmis líklegri að hann verði 700 milljarðar en að íslenskur dómsstóll dæmi þjóð sína í gjaldþrot.  En samt er mjög ólíklegt að hann verði 700 milljarðar. 

En það veit enginn upphæðina, hlutlaus greiningaraðili mat hann á 60-220 milljarða, benti aðeins á að sá stöðugleiki sem þyrfti að vera til að hann yrði 60 milljarðar, hefði aldrei verið til staðar í íslenskri hagsögu.  Og það vissi enginn um þróun alþjóðahagkerfisins, til dæmis þarf ekki nema byltingu í Saudi Arabíu, og þá mun hækkun olíuverðs valda varanlegum skaða á hagkerfum Vesturlanda.

 

2. Núverandi vextir eru 2,2% kom fram í fréttinni, hækki þeir upp í 6% og ef menn ganga út frá að samningurinn sé upp á 47 milljarða, þá getur upphæðin aldrei farið 200 milljarða. Til að reikna það nákvæmlega út þarf töflureiknir með endurgreiðsluáætluninni.  Þessir 700 milljarðar eru líklegast fengnir með því að taka forsendur gamla samningsins, og hækka vextina sem voru í honum.  

Með öðrum orðum þá er verið að ljúga.

 

3. Það er vísað í meintan árangur ESA fyrir EFTA dómnum.  Svipað eins og að fá mann sýknaðan fyrir þjófnað með því að benda á að hann hafi aldrei stolið fyrstu 25 ár ævi sinnar og því tölfræðilega ólíklegt að hann hafi gert það þegar hann varð 25 ára og 5 daga gamall.

Hverjar eru líkurnar á að ESA vinni mál þar sem stofnunin fær út ríkisábyrgð á 20.000 evra markinu gegn skýrum lagatexta, og beinni yfirlýsingu ESB um að ríkisábyrgð sé ekki til staðar????  Lögfræðingar kaffærðu álit ESA um leið og það birtist.  Svo nokkrum dögum síðar kom yfirlýsing ESB um að reglurnar væru skýrar, engin ríkisábyrgð.

4.  EFTA dómurinn dæmir ekki vexti, og af hverju ættu íslenskir dómarar að dæma hæstu vexti þvert gegn íslenskri dómshefð???

Til þess að gera þjóð sína gjaldþrota???  Svo það sé öruggt að þeir fái ekki laun sín greidd, og að börn þeirra og barnabörn fái ekki menntun og heilsugæslu???

 

Líklegast er síðastnefnda atriðið, að láta eins og að íslenskir dómarar séu partur af þrælkunarkerfi ESB, sú fáránlegasta.  Jafnvel lygarnar í fyrstu þremur atriðunum eru ekki jafn fáránlegar og þessi fullyrðing.  

En fréttin stendur því enginn leiðréttir hana.  Þó hluti bloggheima viti sannleikann í málinu, þá les þjóðin ekki blogg.  En hún les blöð auðmanna, DV og Fréttablaðið.  Og hún hlustar á Bylgjuna og Ruv, horfir á Stöð 2 og ríkissjónvarpið.

Og ef enginn málsmetandi maður berst fyrir þjóð sína, þá er hugsanlegur möguleiki, að þjóðin láti ræna sig völdunum.  Að vegna hræðslu og ótta þá samþykki hún ICEsave.  Þá er eins gott að í kjölfarið verði Albínóum ekki blandað í jarðskjálftahrinuna við Kleifarvatn, svo útrýming þeirra fylgi ekki í kjölfarið eins og á fáfróðustu svæðum heims.

Því staðreyndin er sú, að allur málatilbúnaður Sjálfstæðisflokksins, VinstriGrænna og Samfylkingarinnar gengur út á að fólk sé fífl, og það sé hægt að segja því hvaða bábiljur sem er.

 

Og síðustu skoðanakannanir sýna að þríflokkurinn hafi rétt fyrir sér.  Munar þar mestu um trúgirni almennra stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins.

Svik Bjarna Benediktssonar ætla að verða þjóðinni dýrkeypt.

 

Sérstaklega ef enginn ætlar að verja þjóð sína.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þú kemur víða við, veður úr einu í annað. Ertu nokkuð að hafa Gaddafy þér sem fyrirmynd?

Því miður er svona málflutningur lítils virði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.2.2011 kl. 00:07

2 identicon

Heill og sæll Ómar; sem aðrir gestir, þínir !

Um leið; og ég vil ítreka, þakkir miklar, Ómari til handa, fyrir óþrjótandi skrifin, fordæmi ég ályktanir Guðjóns Mosfellings.

Guðjóni; sem öðrum nýlenduvelda þægum til upprifjunar, vil ég minna á, að Bretar og Hollendingar myndu aldrei dirfast, að sækja nokkurt mál, okkur á hendur, umfram öðrum, þar sem þeir eru hér, í hlutverki fjákúgarans.

Ætli; það stæði ekki í þeim, Lundúna og Haag stjórnum, að verjast löngu tímabærum skaðabótakröfum, sem gamlar nýlendur þeirra hafa í sínum handraða, fyrir spellvirki og gripdeildir, víða um veröldina, Guðjón Sigþór ?

Haíti búar; bjuggu við 122 ára fjárkúganir, af hálfu Frakka, fyrir þær sakir, að neita þeim um útvegun þræla, lungann; af 19. öldinni - og fram á þá 20., svo til haga sé haldið, Guðjón Sigþór.

Fólk; sem þú Guðjón, sem látið ykkur í léttu rúmi liggja, örlög barna ykkar - sem barnabarna,, og annarra afkomenda og frændgarðs, hlýtur að vera fársjúkt í hugsun, að vilja ekki vernda sig og sína, fyrir glæpa öflunum, suður í Evrópu.

Það þarf ekkert; að fara til Mið- Austurlanda, né annað út í veröldina, til þess að benda á óprúttna hryðjuverka starfsemi. Hún er; rétt við bæjardyr okkar, niður í einhverri þeirri ógeðfelldustu veröld, sem hafði þrælahald - gripdeildir sem og pyntingar, og annað helzi, í öðrum Heims hlutum, upp á að bjóða - og nefnist Evrópa !

Með; hinum beztu kveðjum, til Austfirðings - sem annarra / takmörkuðum mjög, til Guðjóns Mosfellings /

Óskar Helgi   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 01:36

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Það er allt falt fyrir umbun og peninga,þá hafa þau nóg af skötuhjúin,sem vilja selja Ísland. Hvað eru margir á launum hjá þeim til að játa og breyða út trúboðið,titlaðir ráðgjar,ritarar þýðendur ofl.  Eitt er ég handviss um ákveðin prósenta fólks,hallar sér ævinlega að valdinu þykjast meiri fyrir bragðið.  Guðjón þú skilur bara ekki pottþétt rök, ég er næstum viss að þú lest þau ekki,það er auðsætt á þessum fiflaskrifum þínum.

Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2011 kl. 01:50

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðjón.

Þú verður að fyrirgefa en þessi grein var ekki samin fyrir þann markhóp sem áróður þríflokksins höfðar til.

Takk fyrir góðar kveðjur Óskar.

Blessuð Helga, það er þannig að þeir sem gína við svona fréttaflutningi eins og snillingurinn á sínu svið, Svavar Halldórsson, matreiddi ofaní landsmenn í gær, að þeir hafa ekki burði til að kynna sér rök málsins.  Þeir nota önnur svæði heilans en þann sem gerði manninn vitiborinn.

Og Armani fötin hans Svavars kosta pening svo dæmi séu tekin.

En almennt vil ég segja að það er ljóst að hin svokallað "hlutlausa" kynning sem Lárus Blöndal kallaði eftir, að hún er ekki í íslenskum fjölmiðlum.  Fólk þarf annað hvort að lesa erlend blöð eða kynna sér málið á netinu.

Og þegar ákvörðun þjóðarinnar er breytt með lygum og rangfærslum, þá er ljóst að um valdarán er að ræða.  Eins og Gaddafi veit, þá eru skriðdrekar valdatæki fortíðar, sá sem stjórnar upplýsingum, hann ræður.  Þess vegna var netinu lokað í Lýbíu.  

Hér hafa stjórnvöld ekki burði til að loka Netheimum, en leppar þeirra og fylgjendur auk launaðra ESB trúboða, dreifa röngum upplýsingum á hverjum degi, út um allt, og bábiljurnar eru notaðar til að hræða fólk.

Og stjórnvöld hafa stuðning fjölmiðla auðmanna, og ríkisútvarpsins.  Þar er ekki sagt satt orð um núverandi ICEsavesamning.  Það er greinilegt að tapararnir frá því í fyrra hafa lært sína lexíu, þá þorðu þeir ekki að vanvirða leikreglur lýðræðisþjóðfélagsins, í dag er það gert.

Og gegn þessu ægivaldi auðmanna og leppa þeirra í stjórnkerfinu, er aðeins Davíð gamli Oddsson, og nokkrir netbloggarar.

Hvernig fer sá leikur?????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 08:16

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Alveg ótrúleg þessi frétt á RÚV. Miðað við 2,64% vexti lenda 49 milljarðar á skattgreiðendum, er sagt.

Aftur á móti með því að rúmlega tvöfalda vaxtaprósentuna (5,8%) tífaldast fjárhæðin! Fer í 513 milljarða.

Þvílíkir reiknimeistarar þarna hjá Samfylkingunni, sem treystir því að hægt sé að ljúga hverju sem er að fólki. Kannski er það hægt, fólk almennt nennir ekki að kynna sér hlutina í kjölinn.

Theódór Norðkvist, 28.2.2011 kl. 11:40

6 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Guðjón "Mosi" : "Þú kemur víða við, veður úr einu í annað. Ertu nokkuð að hafa Gaddafy þér sem fyrirmynd? Því miður er svona málflutningur lítils virði."

Er það þannig sem "hjarðdýrin" upplifa Gaddafy ? Víðsýnann, þroskaðann og ekki síst frjálsann í hugsun ??

Eitt er þó rétt , svona málflutnungur eins og hjá Ómari, er ekki mikilsvirði fyrir spillingaröflin sem núverandi stjórn er búin að flækja sér í.

Allar "Grýlur" stuðningsaðila landssvikanna sem kölluð eru Icesave III, eru dauðar og/eða eru í andaslitrunum, það fer þannig fyrir Grýlum, þegar frjáls hugsun og þroskaðar manneskjur skoðar þær nánar.

En "hjarðdýrin" sitja á meðan kring um "forystudýrin" og súpa hveljur yfir öllum "Grýlusögunum" sem þeim er sagt að gerist ef þau eru ekki hlýðin.

Ómar er enginn Gaddafy, Ómar er víðsýnn baráttumaður, sem sá blekkinguna á undan flestum okkar, nær væri að lesa innleggin hans með "opnum" huga og augum, heldur en að slengja "billegum" samlíkingum um hann hér af veikburða mætti við verja rökleysur "forystudýranna".

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 28.2.2011 kl. 12:49

7 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ég skil ekki alveg hvað þið eruð að skammast út í fréttamanninn.  RUV var þarna bara að vitna í það sem Lárus Blöndal fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni sagði í Silfri Egils í gær. Ég gat ekki annað séð en þar færi maður sem  veit meira um málið en margir sem eru að láta ljós sitt skína um það.   Mér þótti hann sérstaklega trúverðugur þar sem hann var fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni og hefur því síður látið stjórnarliða segja sér fyrir verkum.

Þórir Kjartansson, 28.2.2011 kl. 17:42

8 identicon

@Mosi:

Væri ekki réttara að koma með efnislega gagnrýni á það sem Ómar segir?

Öll rök gegn Icesave sem komu fram í fyrra eiga enn við, líka þau sem Sigurður Líndal nefndi sem voru á þá leið að Alþingi mætti ekki samþykkja óljósa fjárskuldbindingu og allir sæmilega skynsamir menn sjá að Icesave III er óljós skuldbinding eins og Ómar rekur vel hér að ofan. Írar hafa farið þá leið sem bankamenn vilja og AGS en fyrir vikið eru stjórnmálamenn þar búnir að binda þannig um hnútana að atvinnuleysi verður þar landlægt í langan tíma enda flytja Írar nú margir úr landi, aðallega til Ástralíu. Við eigum að greiða það sem okkur ber skylda til og ekkert meira.

Svo er annað sem vert er að vekja athygli á: Þeir ágætu einstaklingar sem voru í samninganefndinni sem skilaði Icesave III eiga ekki að vera að tjá sig um eigin verk, þeir aðilar eru búnir að dæma sig á hliðarlínuna fyrst þeir kusu að vera í samninganefndinni og eiga þeir ekki að vera að tjá sig um eigin verk. Reiknar einhver með að þeir gefi eigin vinnu falleinkunn? Svo eru fjölmiðlamenn svo frábærir að þeir virðast engan veginn átta sig á þessu. Hvað veldur?

Helgi (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 18:15

9 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er að koma betur og betur í ljós hvernig þessi skilgetnu afkvæmi fjármálaspillingarinnar, AGS og ekki síst Icesave kúgun B/H, sem hefur viðgengist allt of lengi, er grímulaust að þrengja að almenningi til að "hvíflibbaelítan" geti haldið sínu sukki áfram, vel studd af spilltum ráðamönnum, ÞESSI frétt var að birtast í ABC nyheter í dag, þið ættuð að lesa hana vel og vandlega, en set örfá atriði úr henni hér:

"Valget i Irland lørdag skapte partipolitiske rystelser. Det skyldes en krise det viser seg at Det internasjonale pengefondet IMF har oppmuntret til. 

Krisen oppsto da det private irske bankvesenet i 2008 som følge av spekulative innlån og utlån til eiendomssektoren, holdt på å gå overende.

I stedet for å la kreditorene ta tapet, var både avtroppende og påtroppende regjeringspartier enige om å la skattebetalerne betale for å hindre konkurs i de private bankene.

Bæði stjórn og stjórnarandstaða samþykktu þetta reyndar, en var samt ekki rétt aðgerð þrátt fyrir það hmmm..?

Svo þetta:"

Dessuten påpeker IMF at Irland, i og med at de ikke har en egen valuta å regulere, må regulere lønningene ned som virkemiddel.

Sýnir kaldhæðnina hjá AGS, því þó felling á gengi geti tímabundið hjálpað landi útúr erfiðleikum, þá er alltaf kjaraskerðing fólgin í því fyrir hinn almenna borgara.

Að lokum stendur þetta í fréttinni: "Resultatet er uansett at den irske staten har blitt påført en krisepakke på 85 milliarder euro fra EU og Det internasjonale pengefondet IMF. Det tvinger den irske staten til å bygge ned velferdssamfunnet. !!!

 MBKV að utan, en  á vaktinni fyrir ísland

KH

Kristján Hilmarsson, 28.2.2011 kl. 19:13

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Ómar, það er útilokað annað en að Icesave samningurinn verði felldur. Til þess liggja tvær þessar grunvallarástæður þegar upp verður staðið og fólk mun skilja:

Almenningur á ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja. Og ef það er ekki nóg:  Framtíð barnanna okkar á ekki að verða fjárhættuspil.

Það er ótækt með öllu að fyrst sé þeim refsað sem eru fórnarlömb fjársóðanna áður en þeir eru sjálfir teknir fyrir. Hlutina ber að gera upp í réttri röð.

Fólki má alveg vera ljóst að þeir einu sem vilja greiða Icesave eru þeir sem nutu þess afrakstar neyðarlaganna að fá yfirlýsta vernd á spariféð sitt. Hjá þeim er þetta ásættanlegur fórnarkostnaður til að freista þess að ríkisábyrgðin á spariféð haldist áfram.

Staðreyndin er samt þessi: hvort sem Icesave samningurinn verður samþykktur eða ekki þá eru engar líkur á að sparifjáreigendur fái sitt. Þessu fé var öllu stolið úr bönkunum ásamt öllu öðru fé sem þangað fór inni. Það eina sem fæst út úr þessu er óbærileg skuldastaða til langrar framtíðar.

Fólk má líka spyrja sig hvers vegna það að samþykkja á sig hundruða milljarða skuldbindingu geti gert þig að "betri" skuldara sbr. væntingar um lægra skuldatryggingarálag? - Reyndu að heimfæra þessa lógík á þína persónulgu stöðu og þá sérðu fáránleikann í þessum málflutningi matsfyrirtækja sem afgreiða "álit" eftir pöntunum þeirra sem ráða ferðinni.

Haukur Nikulásson, 28.2.2011 kl. 19:44

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek algjörlega undir þinn málflutning Ómar og þeir sem honum eru sammála.  Ég mun segja Nei við Icesave.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2011 kl. 20:22

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórir.

Það er oft erfitt að rökstyðja mál sitt gagnvart fólki sem hefur sannarlega sannað að það trúir hverju sem er.  Ég reikna ekki með að þú kveikir á rangindum ICEsave þó sjálfur páfinn legði út frá þeim í páskaræðu sinni.   En þar sem þú ert framkvæmdarstjóri iðnfyrirtækis á landsbyggðinni, þá skal ég reyna að taka dæmi sem reynsluheimur þinn ætti að kveikja á. 

Segjum að þú værir að gera tilboð í prjónaverksmiðju, sem myndi styrkja þann rekstur sem fyrir er í fyrirtæki þínu.  Segjum jafnvel að Byggðastofnun hafi úrslitavaldið, og segjum að annar óprúttinn náungi sé að keppa við þig.  Og hans tilboð er hvorki fugl né fiskur. 

En þú færð Nei.  Ástæðan sem Byggðastofnun gefur upp er frétt, 2,46 mín, sem innihélt eintómar rangfærslur, ekkert rétt.  Þú værir sagður kennitölu flakkari, stundaði ólögleg viðskipti, svikir undan virðisaukaskatt, og margt annað sem enginn fótur væri fyrir.  

Og þá myndi maður, þér alls ótengdur, en þekkti bæði til þín, og sérstaklega þekkti hann undirmálsvinnubrögð keppinautar þíns.  Og hann skrifaði grein þar sem hann benti á rangfærslurnar, lið fyrir lið, en þurfti samt að sleppa helmingnum sökum lengdar á greininni.

Og var tekið mark á honum???

Onei, sjónvarpið benti á að öll efnisatrið fréttarinnar hefðu komið fram í sjónvarpsþættinum Landanum, í umsjón Gísla Einarssonar, vandaðs og góðs fréttamanns, sem væri "sérstaklega trúverðugur" og hefði fengið verðlaun fyrir vandaða fréttaþætti.

Hvernig tækir þú þessari röksemdarfærslu Þórir????

Spáðu í það og láttu mig vita, það er ef þú skilur dæmisöguna, sem ég reyndar er ekki alveg viss.  Ekki það að ég þekki þig ekki neitt, en svona, þú gleypir við frétt, sem höfðar ekki til vits fólks, svo ekki sé sterkara að orði komist.

En samt, alltí lagi að láta reyna á skynsemi þína,.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 21:17

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Helgi.

Hann Guðjón kann ágætlega að rökstyðja mál sitt.  En í tilviki ICEsaves getur hann það ekki þar sem flokkshagsmunir hans ráða því að hann þarf að verja lygar og rangindi. 

Það er öllu góðu fólki ókleyft.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 21:19

14 identicon

Já....þetta er heljarinnar spurning ! 

 

Hér er nýlegt álit Seðlabanka Evrópu varðandi "Review of Directive 94/19/EC on Deposit-Guarantee Schemes (DGS)".

"Ríkisábyrgð gengur gegn Art. 101 of the Treaty" Sjá spurningar 37 og 39 bls 11 og 12:"Funding arrangements must comply with the monetary financing prohibition laid down in the Treaty, and in particular with the prohibition of national central banks providing overdraft facilities or any other type of facility within the meaning ofArt. 101 of theTreaty".

Article 101

1. Overdraft facilities or any other type of credit facility with the ECB or with the central banks of the Member States (hereinafter referred to as "national central banks") in favour of Community institutions or bodies, central governments, regional, local or other public authorities, other bodies governed by public law, or public undertakings of Member States shall be prohibited, as shall the purchase directly from them by the ECB or national central banks of debt instruments.

 

http://www.ecb.int/pub/pdf/other/eurosystemsstanceoncommissionsconsultationondepositguaranteeschemes200908en.pdf

 

Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30th May, 1994 (Official Journal ofthe European Communities L 135, 31st May, 1994) on deposit guarantee schemes harmonizes minimum deposit insurance coverage, but also in its Preamble discourages governments from providing funding to their deposit insurer: “… the cost of financing suchschemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves ….” At the same time,there are limitations, imposed by the EC Treaty, on the ECB and/or the Euro area national central banks´ lending to governments or institutions (article 101), which limit the possibility of central bank financing of deposit insurance schemes.

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 21:24

15 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Velkominn á vettfang Ómar ! þú ert á "hlaupum" til og frá eins og við hin, en mér var bent á þetta blogg HÉR og vildi gjarnan deila með ykkur.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 28.2.2011 kl. 21:24

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Theodór.

Það má bæta við að þegar vaxtaprósentan fór í rúm 6% þá fór hin meinta skuld í 700 milljarða.  Þegar ég bendi á að hún fer aldrei mikið yfir 200 milljarða, þá athugaði ég hvað Gamma áætlaði vextina, og það var 77 milljarðar minnir mig.  En það er ekki hægt að segja hana nákvæmlega, nema maður þekkir vaxtavextina, það er innstreymið á endurheimtunum, og hafi síðan góðan töflureiknir.

En 700 milljarðar verða það aldrei.

Sama eðlis er kynning fréttastofunnar i kvöld, hún byrjar fyrst á fjarstæðunni, að loksins, í fyrsta sinn í sögu mannsins, þá gildi ekki lögmál Murphys, að ofurbjartsýnar áætlanir Seðlabankans, verði toppaðar af ofurofursúper hagstæðum skilyrðum.  Síðan laumuðu þeir hinu, hvað ef raunveruleikinn gengur eftir.

En það sem þetta aumkunarverða lið sem selt hefur andskotum þjóðarinnar sálu sína, áttar sig ekki á, að ef samningurinn er ákveðin upphæð, þá er hann ákveðin upphæð. 

Ef hann er opin upphæð, þá reiknar þú með því versta, og metur hann á þeirri upphæð.  Gangi það ekki eftir, þá er það bónus.  En ráðir þú ekki við það versta, þá semur þú ekki á þeim forsendum.

Og þessi einföldu sannindi skilja allir nema sálarlaus kvikindi, í merkingunni að menn glati sál sinni þegar þeir selja andskotanum hana.

Ofurofursúperbjartsýni hefur nú þegar valdið þjóðinni tjóni, sem verður aldrei bætt.

Og fíflin sem ábyrgðu báru, ættu að skammast sín til að þegja í stað þess að reyna aftur að ljúga sínum ofurofursúperbjartsýnum átætlunum inná þjóð sína. 

Ef samningurinn yrði til dæmis aðeins 20 milljarðar, þá eru þetta ekki nema jeppapeningar þessa hyskið í 5 ár.  Það gæti borgað þessar 20 milljarða með þeim, sem sáttarbætur.

Og látið fórnarlömb sín, þjóðina í friði framvegis.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 22:40

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Haukur.

Ja, þú þarft ekki að sannfæra mig. 

En ég er ekki þjóðin, tek undir með það hjá Ingibjörgu Sólrúnu.

Mér vitanlega þá ganga bæði fréttamaðurinn, fréttastjórinn og útvarpsstjóri lausir, þrátt fyrir þessa frétt í gær.

Segir manni dálítið um stöðu lyginnar í Íslandi í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 23:29

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Ásthildur.

Við segjum Nei við ICEsave, en vænna þætti mér um að dómsstólar gerðu það áður.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 23:31

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Hólmsteinn.

Ætli þetta hafi ekki verið ljóst alveg frá því að menn sömdu reglurnar.  En fyrsta opinbera viðurkenningin sem ég veit um er franskt álit sem Stefán og Lárus bentu á í einni af grein sinni.

"Bankanefnd Frakklands samdi heildarskýrslu fyrir seðlabanka Frakklands árið 2000. Jean Claude Trichet var þá formaður bankanefndarinnar en hann er nú bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Skýrslan lýsir franskri löggjöf frá 1999 um breytingu á frönsku bankalögunum frá 1994 þar sem tilskipun 94/19/EB um innlánatryggingakerfi var innleidd. Í skýrslu þessari segir svo á bls. 187 í enskri þýðingu:

»Although the goal of enhancing the stability of the banking system was clearly stated, the system introduced in France, as in most countries possessing formal deposit guarantee schemes, was not meant to deal with systemic crisis, for which other measures are needed.«

Samkvæmt þessu leit seðlabanki Frakklands svo á að frönsku lögin um innlánatryggingarkerfi tækju ekki á aðstæðum eins og bankahruni heldur yrði að beita öðrum aðferðum til að ná til þess."

Viðbrögð ESB við þessu var ekki að tilkynna Frökkum, að víst væri ríkisábyrgð.  Í raun hefur því hvergi verið haldið fram nema gagnvart Íslendingum, og það er vegna þess að hér stjórnaði fólk sem sá sér hag í að trúa bábiljum.

Bábiljurnar áttu að koma þjóðinni inn í ESB, hvað sem það kostaði.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 23:47

20 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Friðrik er með athyglisverðan vinkil á málin, einnig má minna á blogg hans þar sem hann bendir á að dómsstólaleiðin sé alltaf skárri en núverandi samningur, allt sé betri en sá óskapnaður.

En vænst þykir mér hjá honum það sem hann segir í athugasemdum sínum:

"Það er löng leið frá þeim bresku og hollensku innistæðueigendum sem tóku yfirvegaða ákvörðun að hætta sínu fé í erlendum netbanka sem bauð eina hæstu ávöxtun sem sést hefur í Evrópu frá stríðslokum. Banka sem var skráður í einu minnsta hagkerfi heims með einn ótryggasta gjaldmiðil í heimi. Þetta fólk tók yfirvegaða ákvörðun þegar það lagði sitt fé inn á Icesave reikninga Landsbankans.

Það er löng leið frá þessu fólki og að bændum og sjómönnum á Íslandi sem nú eru kallaðir til ábyrgðar og eiga að standa þessu fólki skil á því fé sem það tapaði þegar Landsbankinn fór í þrot. Bændur og sjómenn á Íslandi tóku engar yfirvegaðar ákvarðanir í þessu máli og voru grandalausir að þessar innistæður væru á þeirra ábyrgð.

Að kalla bændur og sjómenn á Íslandi til ábyrgar nú og krefja þá og börn þeirra um greiðslu á þeim innistæðum sem töpuðust í gjaldþroti Landsbankans, það er stærsti glæpurinn í þessu máli öllu.
"
.

Er nokkuð hægt að orða þetta betur??????????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2011 kl. 23:52

21 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Já Ómar vel mælt hjá Friðrik ! og í anda þess sem forsetinn hefur sagt í viðtölum við heimspressuna:

“How far can we ask ordinary people – farmers and fishermen and teachers and doctors and nurses – to shoulder the responsibility of failed private banks. That question, which has been at the core of the Icesave issue, will now be the burning issue in many European countries.”

Enn einu sinni vitnað í HÉR í skemmtilegri "pælingu" hjá "Indipendent Australia".

MBKV

KH

 

Kristján Hilmarsson, 1.3.2011 kl. 12:35

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Kristján.

Hvar grófstu þessa kalla upp???

Mér finnst það dálítið fyndið að Ástralir skulu ennþá standa í sjálfstæðisbaráttu, og tengja Ólaf við baráttu sina við afnám sambands sitt við bresku krúnuna.

En ef Nei-ið okkar hjálpar, þá er það bónus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2011 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 466
  • Sl. sólarhring: 720
  • Sl. viku: 6197
  • Frá upphafi: 1399365

Annað

  • Innlit í dag: 394
  • Innlit sl. viku: 5249
  • Gestir í dag: 363
  • IP-tölur í dag: 358

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband