25.2.2011 | 08:47
Alþingi bætir í .
Núna skal ná virðingu þingsins niður fyrir 5%.
Svikin loforð gagnvart ungu fólki sem situr uppi með Hrunskuldir auðmanna, algjört getuleysi til að gera upp Hrunið, valdaafsalið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, ítrekuð brot á stjórnskipan og hegningarlögum með samstarfinu við breta um ICEsave fjárkúgunina, endurreisn kúlulánahagkerfisins, allt ber að sama brunni.
Á Alþingi í dag er fólk sem veldur ekki starfi sínu.
Og hefur aðeins eitt raunverulegt markmið, að setja met sem aldrei verður slegið.
Að upplifa algjöra fyrirlitningu og skömm þjóðar sinnar.
Skoðanakannanir sýna að það takmark er innan seilingar.
Og núna skal því náð. Með dýrustu nefnd Íslandssögunnar, og líklegast þá dýrustu meðal vestrænna lýðræðisríkja, nefndina hans Þorvaldar stjórnaskrárbreytar.
Látum það vera þó þekkingarlaust fólk hafi verið kosið á stjórnlagaþing út á útlitið eða hæfni í spurningakeppni, eða vegna þess að fámenn klíka í Samfylkingunni studdi það, þá var það samt kosið í almennum kosningum, og fékk löggildingu út á það.
Og þó ég hæðist lítillega að Þorvaldi Gylfasyni prófessor, þá var pabbi hans vitur maður, og því skyldi maður ætla að allavega einn á þinginu væri hæfur til verksins. Og samviska þjóðarinnar mun örugglega hafa góð áhrif líka. Svo myndast þingið vel.
Og í kringum þingið myndi skapast góð og gild umræða.
Og margir höfðu trú á stjórnlagaþinginu.
Þess vegna er það svo grátlegt að metnaðarfullir alþingismenn skulu jarða þessa hugmynd með enn einum aulaskapnum.
Það voru kosningarnar til stjórnlagaþingsins sem voru dæmdar ólgildar, ekki þingið sjálft. Viðbrögð við ógildum kosningum er að kjósa upp á nýtt, ekki skipa þá í nefnd sem eru með ógildingu á bakinu.
Bæði er það fullkomin lítilsvirðing gagnvart því ágæta fólki, sem og hitt að án löggildingarinnar, þá hlustar enginn á þetta fólk. Eiríkur Bergmann fær ekkert meira vægi við hugmyndir sínar um að setja forsetann af, þó hann sitji í dýrustu nefnd mannkynssögunnar.
Í stað þess verður hann aðhlátursefni, og því miður gildir það sama um hina sem hafa ekki dómgreind til að skilja hvað rangt er staðið að málum, og þiggja skipunina í nefndina.
Sniðganga Alþingis á dómi Hæstaréttar er eyðilegging annars ágætrar hugmyndar, með henni er stjórnlagaþing úr sögunni.
Alþingi hefur nóg af öðrum tækifærum til að komast undir 5% mörkin. Það þarf ekki að dreifa skít sínum á aðra.
Það nægir að alþingismenn haldi áfram í nokkrar vikur að tala um að dómsstólar séu ógn við réttarríki, en handrukkun sé innan þess.
Stjórnlagaþingsmenn, ekki gera ykkur þetta.
Kveðja að austan.
Uppkosning talin eina leiðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þess konar einstaklingar sem finnst þetta eðlileg tilhögun eru ekkim eðlileg afurð síns samfélags, heldur í grunninn alræðissinnar, sem liði betur í Íran þar sem forynginn gæti ákveðið allt út og suður fyrir þau, og klerkar ávítað þau fyrir brot á reglum og lögum, og þar liði þeim vel, innan ramma sem aðrir sköpuðu fyrir þau.
Engin þjóð með sjálfsvirðingu breytir eigin stjórnarskrá fyrir tilstilli ólöglega kjörinna einstaklinga, í svo háðuglegum kosningum.
Engin þjóð er meiri en sjálfsvirðing hennar. Sýnum okkur sjálfum þá virðingu að kjósa okkar eigin leiðtoga til að breyta okkar eigin stjórnarskrá, í átt til batnaðar, en ekki sem skálkaskjól fyrir andlýðræðislegar tilhneigingar ríkisstjórnarinnar.
Þetta er ólöglega kjörið þing sem naut einungis stuðnings lítils hluta þjóðarinnar jafnvel samkvæmt niðurstöðu þessa ólöglega gjörnings. Það var illa staðið að þessu og hið mesta fúsk og eins og gert til þess að hæðast að Íslensku þjóðinni. Ríkisstjórn sem ekki virðir lög og rétt er ekki hæf til að stíra siðmenntuðu þjóðfélagi og á betur heima í ofríki ættbálkakerfis einhvers staðar í frumskóginum. Hér er siðmenning, og réttlætisgyðjan er blind, og á að vera blind. Hún sér hvorki hægri né vinstri, svarta né hvíta, karl né konu, því hún er réttlát.
Flokkshundum fullum ofríkis ráðlegg ég að gerast bara talibanar. Þið eruð til háðungar bæði fyrir hönd góðra og gildra hugsjónamanna sócíalismans eins og Trostky og Olaf Palme, og John Stuart Mill myndi ekkert vilja hafa saman að sælda með hægriflokkshundum Íslands heldur. Þið eruð samskonar pakk og kominn tími til að þið stofnið ykkar eigin flokk: Flokk ofstækismanna, en ofstækismaður er hver sá sem dæmir skoðun eftir hvaðan hún kemur, en ekki hver hún er, orð eftir eiganda þeirra, og réttmæti gjörnings, svo sem þessa stjórnlagaþings, eftir því hvar hann er flokksbundinn eða foreldrar hans. Nýja Ísland hefur ekkert pláss fyrir ofstækismenn og ofríki. Gerið okkur þann greiða að flytja til Saudi Arabíu, hægri sem vinstri! Réttlætisgyðjan hirðir ekki frekar um rautt eða blátt en svart eða hvítt og MEGI JUSTITIA RÍKJA Á ÍSLANDI...því HÚN EIN ER OKKAR FJALLKONA!!!
Með löghlýðinni kveðju,
Heiðvirður vinstrimaður.
Í nafni Justitia! (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 03:02
Takk fyrir þessa eldheitu kveðju, þú sem talar í nafni hinnar fornu gyðju réttlætis.
Vona að þessi hvöt þín fari sem víðast en það er eitt sem ég skil ekki. Ég hef tekið eftir því að hugsjónafólk, vinstramegin við miðju, það kemur sjaldnast fram undir nafni. Það er æpandi tómarrúm í umræðunni í dag vegna þess að vinstri vængurinn þegir, steinþegir.
Hvað veldur?????
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.2.2011 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.