25.2.2011 | 08:20
Fjarar undan Borgunarsinnum í Sjálfstæðisflokknum.
Þeir eru naktir út á víðavangi, klæðlitlir og fá ekki skjól í flokknum.
Aðeins vinir og ættingjar Bjarna Benediktssonar í Garðabænum lýstu yfir stuðningi við ákvörðun hans, en kunnugir segja að óbragðið við að kyngja sannfæringu sinni sé ekki ennþá farið hjá flestum. Því þeir eru fólk eins og við hin, kannski aðeins betur stæð, en Íslendingar engu að síður.
Það er skiljanlegt að standa með frænda sinum og vini út á við, en kalt hagsmunamat og vinarstuðningur kæfir ekki rödd samviskunnar.
Í hjarta sínu er þetta fólk á móti fjárkúgun og ofbeldi, jafnvel þó slíkt sé kennt við vinarbragð meintra vinaþjóða.
Ályktun Íslendinga á Seltjarnarnesi er skýr, og hún nær vel kjarnanum í þeirri fólsku sem ríkisstjórn Íslands stendur fyrir. Það þarf raunverulega ekki að segja neitt meira.
"Ákvörðun forseta Íslands að vísa nýjum samningi um ríkisábyrgð á skuldum einkafyrirtækis til þjóðaratkvæðis var því ekki aðeins eðlileg heldur siðferðilega rétt. Ef gengið hefði verið framhjá almenningi, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætlaði sér, hefðu verið skilin eftir sár í þjóðarsálinni sem seint hefðu gróið"
Aðeins illviljað fólk særir þjóð sína holsári.
Kveðja að austan.
Ekki skylt að axla Icesave-klyfjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 7
- Sl. sólarhring: 65
- Sl. viku: 2647
- Frá upphafi: 1412705
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú nefnir þarna Bjarna Benediktsson,það er rannsóknarvert verkefni þessi kúvending hjá honum. Hvað skyldi hafa staðið í gögnunum sem voru að koma frá Kaupþing í Luxemburg,sem Sérstakur Saksóknari var að fá í hendurnar nýlega.
Númi (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 08:46
Blessaður Númi.
Veit það ekki. En ég reikna með að það ráði ekki afstöðu annarra í forystu flokksins. Þeir myndu frekar nota tækifærið og grafa Bjarna í djúpa holu og brjótast sjálfir til valda.
Tel aðra skýringu mun líklegri og hún tengist hefðbundinni hugsun og stuðningi við hefðbundnar stofnanir. AGS skipar að það sé samið. Að semja ekki um ICEsave, er það sama og að henda AGS úr landi. Ásamt lánum þeirra.
Ef lánin eru notuð, og ICEsave ósamið, þá fyrst munum við Íslendingar kynnast skuldakreppu, þegar AGS lánið er framlengt.
En persónulega finnst mér miklu meira gaman að tengja þessa kúvendingu við Brusselþræði. Hún stuðar en fáir sjá samhengi hlutanna varðandi AGS. Flestir halda að þetta sé björgunarsjóður líkt og Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna.
Stríðið er nefnilega miklu hatrammara og alvarlegra en fólk gerir sér grein fyrir. Og framtíð þjóðarinnar veltur á því að við losnum við Óbermin úr landi án þess að lán þeirra séu notuð.
Notkun þeirra eru hin raunverulegu landráð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2011 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.