24.2.2011 | 07:00
Loksins sagði Gylfi forseti satt orð í tengslum við ICEsave.
Já, ICEsave samningurinn mun hafa áhrif á kjarasamningana, en ekki á þann hátt sem Gylfi lýsir, enda farið fram á full mikið að hann segði tvö sönn orð sömu vikuna.
Verði ICEsave samþykktur, þá er búið að binda kaupmáttarrýrnun síðustu missera svo rækilega inní kjarasamninga, að í hvert skipti sem launþegar vilja rétta við kjör sín, fá aftur til baka þann hluta sem fjármagnið stal, þá verður alltaf sagt:
Munið ICEsave.
Því í ICEsave samningnum er tifandi gengissprengja.
Endurheimtur Tryggingasjóðs innstæðna er bundinn við krónutölu, 640 milljarða, en fjárkúgun breta er í pundum.
Falli krónan, þá hækkar ICEsave.
Krónan hefur ekki haldist stöðug frá því að hún var fundin upp.
Eina leiðin til að halda henni fastri er gjaldeyrishöft og kyrkingur efnahagslífsins.
Og frysting launa.
ICEsave verður öflugasta kúgunartæki atvinnurekenda og stjórnvalda til að halda niður launum á Íslandi í nafni stöðugleikans.
Stöðugleika sem birtist í því að allt má hækka nema laun.
Fjármagnið og burgeisar megi fá sitt, en því miður, ekkert eftir í laun.
"Munið ICEsave".
En verum jákvæð, Gylfi forseti hefði getað hótað breskum loftárásum.
Hann á ennþá eftir að toppa sjálfan sig.
Kveðja að austan.
Icesave hefur áhrif á samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 8
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 2648
- Frá upphafi: 1412706
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 2312
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
altaf góður ÓMAR enn að lækka ekki hækka laun stjóra ráðh og annara glæpamanna.
gisli (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 08:09
Ef þeir legðu til að hluti launa þeirra færi í bretasamskot, þá væru þeir allavega sjálfum sér samkvæmir. En því er ekki að heilsa.
Þeir vilja að breiðu bökin borgi.
Og þetta lið á að víkja, eins og það leggur sig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.