Ólafur bendir á hið augljósa.

 

Þegar lög og reglur heimila ekki kröfur, þá er um þjófnað að ræða.

Svo ég hnýti við, þjófnað breta með stuðning Steingrímssinna Sjálfstæðisflokksins.

Og rökin eru þau sömu og í Norður Kóreu, það hafa það allir svo slæmt nema við, í ljósi hins sveltandi lýðs, þá eru það hámark öfugmælanna.

Eða alveg þangað til að Steingrímssinnar í Sjálfstæðisflokknum fannst andlegur leiðtogi sinn, Steingrímur Joð, eitthvað svo einmana, jafnvel án stuðnings í þjóðfélaginu.

Og þá var fundið upp á hugtakinu, "óvissa", þó lög séu skýr, þá veit enginn hvernig dómarar dæma.

Eins og prestar Azteca sögðu, vissulega kom sólin upp í morgun, en það er ekki víst á morgun.  Þess vegna fórnuðu þeir tugþúsundum mönnum árlega svo það reyndi ekki á óvissuna.

 

Steingrímsfylgjendur í Sjálfstæðisflokknum segja það sama, "það er ekki víst að dómsstólar dæma eftir lögum".

Og til eru mæður og ömmur sem eru tilbúnar að afhenda börn sín og barnbörn á altari heimskunnar, því  dómsstólar ESB, gætu dæmt eftir "Ekki" lögum.

En það sem þær fatta ekki, að ef það er gert, þá hrynur fjármálakerfi Evrópu. 

Bretar vilja  fórn hinna staðföstu mæðra en þeir vilja ekki láta dæma.

Því ef það sem getur ekki gerst, að dómsstólar dæma "Ekki" eftir lögum, þá fyrst væru þeir í djúpum skít.

En þeir vona að hinir staðföstu stuðningsmenn Steingríms Joð Sigfússonar í Sjálfstæðisflokknum, fatti það ekki.

Að þeir fórni börnum sínum og barnabörnum, í trausti þess að það sé hið eina sem geti tryggt að sólin komi upp á morgun.

 

Þess vegna á að banna Almanak hins íslenska þjóðvinafélags, þar stendur að sólin komi upp á morgun klukkan 07.25.

Bretafórnin var óþörf.

Kveðja að austan.


mbl.is Óljós lagagrundvöllur krafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega, Ómar.  Fyrirlitlegir og stórsekir eru þeir sem vinna í að hræða foreldra til fylgis með upploginni ÓVISSU og ´SKULD´ og svo þeir sjálfir geti haft það náðugt meðan börnin okkar þræla fyrir kol-ólöglegu ICESAVE. 

Elle_, 23.2.2011 kl. 15:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Elle, Steingrímur á víða bandamenn i dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 454
  • Sl. sólarhring: 725
  • Sl. viku: 6185
  • Frá upphafi: 1399353

Annað

  • Innlit í dag: 383
  • Innlit sl. viku: 5238
  • Gestir í dag: 352
  • IP-tölur í dag: 347

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband