23.2.2011 | 07:01
Hin ógurlega áhætta sem felst í dómsstólaleiðinni.
Kristallast í orðum Evru Joly þegar hún sagðist hafa farið og rætt við reglumeistara ESB, mennina sem sömdu reglurnar.
"NOT" þýðir Nei, "NOT" er ekki notað í enskri tungu til að tjá að eitthvað er, heldur að eitthvað sé ekki.
Og fjórflokknum varð svo mikið um að hann skipaði nýja samninganefnd daginn eftir og afraksturinn er það sem við þekkjum sem ICEsave 3, samkomulagið sem gengur út frá því að það sé ríkisábyrgð á innlánum.
Og vegna þess að forysta Sjálfstæðisflokksins styður það frumvarp, hafa flokkshollur lögmenn haft yfirtíð við að mæta í Auðsmiðla og útskýra hina ógurlegu áhættu sem felst í að láta reyna á þetta "NOT".
Rökin, já rökin, jú þau eru að dómsmál gætu tapast, "alveg satt" er svo sagt af alvöruþunga, núna síðast í Kastljósi í gær. Af hverju?????
Af hverju er aldrei sagt, aðeins gæti, og útskýringuna á því má lesa í þessu viðtali sem Egill Helgason tók við einn af reglusmiðum ESB, Alain Lipietz. Rökin eru engin.
"Kynning Evu Joly á Alain Lipietz
Hann er franskur hagfræðingur og stjórnmálamaður og þingmaður á Evrópuþinginu. Alain hefur setið mörg kjörtímabil á Evrópuþinginu. Hann var mikilvægur og áhrifamikill félagi í Fjármálanefnd Evrópuþingsins. Hann kom að gerð tilskipunar ESB um fjármálafyrirtæki. Hann hefur einnig skrifað mörg fjármálarit.
Egill Helgason: Alain, gætirðu skýrt í stuttu máli álit þitt á stöðu Íslands í samhengi við tilskipunina um tryggingasjóð innstæðueiganda???
Alain Lipietz.
Við erum að tala um tilskipun 94. Ég er höfundur annarrar tilskipunar um eftirlit fjármálafyrirtækja og veit því sitthvað um þessi vandamál. Hver hefur umsjón með eftirlitinu? Þetta eru tvö vandamál.
1. Í tilskipun 94 er skýrt að tryggingasjóður innstæðueigenda er einkarekinn sjóður. Það þýðir að einkabankar gera eins og þá lystir en ef þeir bregðast má grípa til einkasjóðsins þannig að hægt sé að bæta innstæðueigendum tapið. Eða hluta tapsins.
Í tilskipuninni sem ég samdi (charge of) sex árum síðar, var spurt hver sæi um eftirlitið með því að tryggingin væri í lagi og að bankinn tæki ekki of mikla áhættu????
Hver er afstaða ríkisstjórna Bretlands og Hollands??
Hún er sú að breyta skuli ICEsave skuldinni, skuld einkarekinna banka í skuld íslenska ríkisins. Ekki vegna þess að það sé í samræmi við tilskipun 94, því þar kemur ekkert slíkt fram, heldur er það af einhverjum sökum túlkað sem svo að íslenska ríkið sé ábyrgt fyrir mistökum íslenskra einkafyrirtækja.
Þetta er alveg andstætt inntakinu í tilskipununum (all the directive), tilskipun 94, 2002 og öllum öðrum sem málið varðar.
Ákvörðun um að breyta skuldum einkafyrirtækja í skuld ríkisins gæti aðeins tekið gildi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta hefur verið í gildi (that is truth) frá því í byltingunni á 18. öld. Ríkið getur ekki tekið peninga af þegnum sínum af því að það vilji lána einhverjum öðrum féð. Það ætti að vera lög um þetta og það er heldur ekkert sem kveður á um þetta í tilskipun 94 og ekki heldur í tilskipun 2008. Eða 2002 öllu heldur.
2. En varðandi ábyrgð ríkisins kemur skýrt fram í tilskipun 94 að ríkinu ber að benda bönkum á að reka almennilegan tryggingasjóð.
Hvað gerist ef banki hefur höfuðstöðvar sínar utan ESB??
Tilskipun 94 er skýr hvað þetta varðar og líka mín tilskipun. Það er á ábyrgð heimaríkisins að láta yfirvöld í landinu þar sem nýju höfuðstöðvarnar eru að tryggingin sé ekki næg og bankinn verði því að greiða í sjóð í viðkomandi landi þar sem bankinn er með þessa starfsemi. Ríkisstjórnir gistiríkjanna, þ.e. sú breska og sú hollenska, hefðu átt að gera útibúum ICEsave alveg ljóst að tryggingasjóðurinn á Íslandi væri of veikburður og að útibúin væri of veikburða og að útibúin yrðu að greiða í breska og hollenska sjóði.
Egill: Þú ert þá að segja að ríkisstjórnir Breta og Hollendinga hafi brugðist??
Alain: Já þær brugðust. Það er því ljóst að bresku og hollensku ríkisstjórnirnar verða að greiða breskum og hollenskum innstæðueigendum í breskum og hollenskum útibúum (branches, ranglega þýtt dótturfyrirtækjum hjá Ruv) ICEsave. Þetta liggur ljóst fyrir í tilskipun 94. Ef ríkisstjórnirnar fallast ekki á þetta er hægt að skjóta málunum til Evrópudómstólsins sem gerir út um slík mál.
Þeir hafa engan rétt til að beita hryðjuverkalögum til að gera upptækar eigur Íslendinga í Bretlandi. Ekki nema þeir haldi því fram að Ísland sé hryðjuverkaríki sem fjármagni al-Kaida. En þá yrðu þeir að sanna það.
Egill: Þú telur þá ábyrgðina í raun fremur hvíla á Hollendingum og Bretum en Íslendingum?
Alain: Að sjálfsögðu. Ein tryggingin sem kveðið er á um í tilskipun 94 á við ríkið þar starfsemin er, ekki heimalandið. (The only guarantee that may exist, the only sovereign guarantee). Þetta varð að almennri reglu þegar tilskipanir tóku breytingum eftir árið 2.000.
Þetta á til dæmis við mína tilskipun vegna eftirlits með fjármálastofnunum. Í þessari nýju kynslóð tilskipana er spurt í alþjóðlegu samhengi; hvað skal gera við banka sem eiga sínar höfuðstöðvar í landi utan ESB þegar megnið af innstæðum og starfsemi bankans fer fram í einhverju ESB ríki. Í nýju tilskipunum kemur fram að eftirlit skuli vera á ábyrgð yfirvalda í landinu þar sem aðalstarfsemin fer fram. Í þessu tilviki eru það bresk yfirvöld.
Egill: Eigum við þá að semja um allt saman upp á nýtt? Eru allir samningapappírarnir eins og þeir eru nú einskis virði??
Alain: Að mínu mati var nálgun (strategy) hollenskra og breskra stjórnvalda sú að forðast lagalega umfjöllun. Þau vissu að staða þeirra væri lagalega afar veik innan Evrópusambandsins og að þau hefðu tapað málinu fyrir Evrópudómstólnum. Því hegðuðu Bretar og Hollendingar sér eins og í vestra. Þeir neyttu sem sagt aflsmunar til þess að gera Ísland að því sem kallast á spænsku peon, menn sem eru svo fátækir að þeir gerast þrælar þess sem getur lánað þeim fé. En þeir þurfa alltaf að endurgreiða skuldirnar. Það sem Bretar reyndu að þvinga upp á Ísland var þetta: Ég lánaði þér peningana en þú verður að endurgreiða þá kynslóðum saman. Til dæmis jafngildir vaxtaupphæðin milli áranna 2017-204 hálfri skuldinni vegna ICEsave.
Egill: Eva; Eins og þú segir er Alain þingmaður á Evrópuþinginu og hefur tekið þátt í að semja tilskipanirnar.
Joly: Hann samdi eina tilskipunina sjálfur svo hann þekkir þær vel. "
Já, það er gífurleg óvissa við dómsstólaleiðina segja Steingrímssinnar Sjálfstæðisflokksins.
Kveðja að austan.
Réttlætir ekki herferð Breta og Hollendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 18
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 2658
- Frá upphafi: 1412716
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 2320
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað getur verið skýringin á þessu fáránlega Iceave moldroki Steingríms og Jóhönnu sem virðist ENGA STOÐ EIGA Í VERULEIKANUM
önnur en sú að þau eru að draga athygli almeggings frá þeim stjórnarskrárbrotu og landráðastarfsemi sem þetta þý er að stunda með evrópusambandinu
Eins og til dæmis því að koma löggjöf íslands endanlega úr landi og skuldbinda íslendinga til herþjónustu hvar sem er í heiminum eins og þar segir um her evrópusambandsins.
ÞEIR SEM VILJA SKULDBINDA BÖRN SÍN OG BARNABÖRN
TIL HERÞJÓNUSTU "HVAR SEM ER Í HEIMINUM"
KJÓSA EVRÓPUSAMBANDIÐ sjá grein á síðu Samtaka fullveldissinna
Sólrún (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 09:18
Ja, það er nú það Sólrún???
Ekki að ég skilji ekki hvatir Jóhönnu, hún vill ESB með illu, og Steingrímur, hann skúrar og tekur til fyrir völd sín.
En það er þetta með Steingrímssinna Sjálfstæðisflokksins, þá skil ég ekki.
Kannski vilja þeir í her???
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 10:13
Ég held að það eigi að koma fram að Landsbanki Íslands hafi greitt til Breskra tryggingasjóða vegna starfsemi hans í Endglandi allt frá árinu 2001.
Eggert Guðmundsson, 23.2.2011 kl. 11:15
JÁ það veit enginn lengur hver er hvað.
Góðu fréttirnar eru undirskriftasöfnun til að skora á forsetann að mynda utanþingsstjórn......
http://utanthingsstjorn.is/
Sólrún (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 11:17
Sæll.
Þetta er hrikalega flott færsla hjá þér. Hvenær ætla vinstri menn að skilja þetta? Hvenær ætla þeir að skilja að peningar sem við borgum að óþörfu Bretum og Hollendingum fara ekki í t.d. velferðarkerfið?
Helgi (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:51
Meiriháttar færsla, orð í tíma töluð.
Sólveig Hannesdóttir, 23.2.2011 kl. 18:52
Takk fyrir innlitið kæra fólk.
Munum að Steingrímssinnar eiga engin rök önnur en hræðsluna
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2011 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.