ESB trúðar Starfsgreinasambandsins ráðast að forsetanum.

 

Þeir hafa ekki náð tökum á reiði sinni að forsetinn skyldi hafa hindrað hörmungarnar kenndar við ICEsave 2.

Öll yfirlýsing þeirra er einn harmgrátur yfir að þjóðin skyldi ekki taka á sig ólögmætar skuldbindingar uppá 500-1.000 milljarða, hefði farið eftir þróun krónunnar.

Og rökin, allt fór á verri veg á síðasta ári vegna þess að forsetinn vogaði sér að láta þjóðina ráða hvort hún gerðist skuldaþræll breta, eða héldi sjálfstæði sínu og reisn, og peningum sínum.

 

Trúðarnir hefðu betur hlustað á Ólaf á Bessastöðum, þá hefðu þeir losnað við að gera sig að fífli eins og félagar þeirra í fjölmiðlastétt.  Glottandi vitnaði Ólafur í grein Jóhönnu Sigurðardóttir í Fréttablaðinu þar sem hún dásamaði efnahagsárangur síðasta árs.  Og varla var Jóhanna að ljúga????

En tökum fyrir rökin.

 

1. Skuldatryggingaálagið hækkaði segja þeir.  Nenni ekki að benda þeim á að annað segir Jóhanna, en hver segir að það sé ICEsave að kenna???  Ríkissjóður hefur tekið á sig 650 milljarða króna skammtímalán hjá AGS til að greiða út krónueigendum.  Ef það tekst ekki að endurfjármagna það, þá er ríkissjóður gjaldþrota.  Með öðrum orðum kjöraðstæður fyrir spákaupmenn sem veðja á gjaldþrot.

Og skuldatryggingarálag er almennt hækkandi í heiminum, er það líka ICEsave að kenna???

 

2. Lánsfyrirgreiðsla fæst ekki "og er háð lausn á Icesavedeilunni eru ekki til þess fallin að skapa grundvöll stórræða í atvinnuuppbyggingu hér á landi sem er m.a. veigamikil forsenda kjarabóta".

Hver eru rökin??? Hvað lán hafa ekki fengið fengist???  Nú er ljóst að þau stórfyrirtæki sem hafa lánstraust, að þau hafa endurfjármagnað sig.  Vissulega gildir ekki það sama um fyrirtæki sem eru gjaldþrota eða hálfgjaldþrota, og kröfuhafar hafa þurft að afskrifa hjá, en eru slík eðlileg viðskiptasjónarmið alltí einu orðin ICEsave að kenna???

Og hvaða atvinnuuppbyggingu hefur þetta tafið???  Framkvæmdirnar í Straumsvík, eða hina nýju Kísilmálmverksmiðju???  Eru menn að tala um Helguvíkurævintýrið þar sem lagt var af stað án þess að orka var tryggð??  Er það ICEsave að kenna að umhverfisráðherra hefur tafið allar framkvæmdir???  Eða er það ICEsave að kenna að HS Orka treystir sér ekki að útvega orku á þeim verðum sem samið var um á kúlulánatímabilinu???

Um þessa fullyrðingu má aðeins eitt segja, hún er órökstudd og stangast algjörlega við þekktar staðreyndir.  Eins og Ólafur sagði, árið 2010 afsannaði þetta bull.

 

3. Gjaldeyrishöftin eru líka forsetanum að kenna segja trúðarnir.  Með hvaða rökum???  Eru ekki AGS lánin í höfn???  Skyldi það eitthvað hafa með það að gera að Seðlabankinn og stjórnvöld treysta sér ekki til að verja gengið????

Og hvað kemur það ICEsave við, annað en að þeir samningar veikja gengið, auka útstreymið í gjaldeyri.   Og vesalings, vesalings trúðarnir vissu ekki að Greining Arion banka benti á að gjaldeyrishöft væru forsenda ICEsave 3 og það er vegna þess að krafa Tryggingasjóðs er bundin við fasta krónutölu, en fjárkúgun breta er í pundum.

 

Og það sem meira er, gengið helst ekki stöðugt, nema að launafólk afsali sér öllum kauphækkunum á samningstímanum, víxlhækkanir launa og verðlags fella gengið og hækka ICEsave skuldina.  Og er það hagur launafólks???

En ömurlegast af öllu er vælið eftir gamla svikasamningnum.  Hann hefði þýtt 60 milljarða vaxtagreiðslu ríkissjóð á þessu ári.  AGS krefst að fyrir því sé afgangur á ríkisfjárlögum.  Það átti að reka 960 starfsmenn, í heilbrigðiskerfinu, til að spara meinta 4 milljarða.  

Það hefði þurft að reka 13.000 manns til viðbótar, bara hjá ríkinu til að mæta ICEsave vöxtunum.  Hækkun tryggingagjalds, til að greiða atvinnuleysisbæturnar, samdráttur í verslun og þjónustu vegna tekjutaps fjölda fólks, auk keðjuverkunar út um allt þjóðfélagið, á tekjur ríkis og sveitarfélaga, hefði þýtt að mun fleiri hefðu misst vinnuna.

Því peningar ríkisins vaxa ekki á trjánum.

 

Nei, þetta eru ekki trúðar.  Ég bið alla trúða heimsins afsökunar á móðguninni.

Jafnvel orðið vanviti nær ekki yfir þessa mannvesalinga í þjónustu erlendra fjárkúgara.  

 

Dýr verður ESB draumurinn á meðan þessir menn fá einhverju ráðið.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Óviðunandi ábyrgðarleysi forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Alltaf gaman að gera athugasemd við sína eigin leti.  Nennti ekki að fletta uppá þessum með skuldatryggingarálagið en fann þessa athugasemd við pistil Kristjáns Hilmarssonar tengda við sömu frétt.

"Ég veit ekki hvort SGS þjáist af gullfiskaminni eða þeir hreinlega ljúgi þegar þeir segja;

Það er rangt að ,,ekkert hafi gerst” þegar fyrri Icesave-samningurinn var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Skuldatryggingarálag hækkaði og hefur verið óviðunandi síðan. Og enn hefur það svo hækkað síðustu tvo daga eftir yfirlýsingu forsetans. Lánshæfismat Íslands hefur að sama skapi minnkað.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs fór í 466 punkta í byrjun síðasta árs en stendur í dag í 245 punktum."

En ég held að þetta séu ekki lygarar, til þess þarf ákveðið vit.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 22:58

2 identicon

Skuldatryggingaálag Íslands hækkaði úr 237 í 240 í dag. Spánn hækkaðiúr 240 í 245 í dag.

Við erum ekki með nein lán á markaði þessa dagana. Skuldatryggingaálag okkar er ekki um neitt. Þetta er allt spuni og uppspuni

marat (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:13

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Skuldbinding uppá 50 milljarða... en 500milljarðar ef við töpum málinu.

hvor leiðinn er gáfulegri??

ég veit allavega hvor leiðin er áhættusamari.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2011 kl. 00:28

4 identicon

Er Sleggjan og Þruman með útskýringu á þessum 500 milljörðum?

marat (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:34

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Æ, Þruma mín, greyið hættu þessu bulli á þessari síðu.  Þetta er frasi, byggður á rugli.

Samkvæmt Gammagreiningu eru meiri líkur á að skuldin verði 220 milljarðar en 50 milljarðar.  Og líklegast að hún verði einhvers staðar þar á milli.  Ég er búinn að blogga um þetta, vitna beint í Gamma, líkurnar á að forsendur 50 milljarðana gangi eftir eru minni en að þú vinnir í Víkingalottói.  Stöðugt eða sterkara gengi á Íslandi, ha, ha, ha.

Og fyrst þú ert að bulla, hví kemur þú ekki með 1.200 milljarðana hennar Ólínu, það er jú meira fútt í henni.

En fyrir þessum mismunadómi eru engar lagareglur, þær ganga gegn EES og gegn alþjóðreglum, sem og að íslenskir dómar gætu ekki viðurkennt ríkisábyrgð á einhverju sem enginn vissi um fyrirfram.  Þannig virkar ekki raunveruleikinn.

"Mjög ólíklegt" er það næsta sem lögfræðingar komast með að segja að sé útilokað.  Því vissulega er ekkert útilokað í heimi hugvísinda.

Mannastu drengur, kynntu þér málin, og komdu með rök fyrir þínum frösum.

Annars gaman að heyra í þér Sleggja mín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 00:43

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Marat.

Þeir sem trúa, þeir trúa, en það er samt gaman að eggja þá.  Í þessu tilviki gæti maður fengið Hvell.

En þetta svokallaða álag er dæmi um frasa sem ætlaður er til að villa um fyrir heiðarlegu fólki sem alið er upp við að treysta valdhöfum og sérfræðingum.

En Hrunið batt enda á þann trúnað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 00:45

7 identicon

ER þetta nýjast áróðurinn sem er í gangi? greiðsla upp á 500 milljarða ef við töpum málinu en 50 ef við semjum, nei þetta er svo kolrangt að það hálfa væri nóg, það sem kom fram er að ef allt fer á besta veg þá yrði skuldin kannski 50.milljarðar en alþingismenn oftast talað um á bilinu 2-300 milljarðar, málið er að það veit engin neitt fyrir vissu, og er þjóðin þá í raun að skrifa uppá óútfylltan tékka til útlendinga, ég skil ekki hvað fólk er svona hrætt við að fara í dómstóla þegar það hefur margoft komi fram að okkur beri engin lagaleg skylda til að greiða þetta, heldur sé þetta meira eins og sáttasamningur, ísland stendur miklu sterkari lagalega séð og myndi þar af leiðandi vinna dómsmál, það er jú ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar vilja ekki fara í dómsmál, hafa ekki stefn okkur og munu ekki gera það vitandi þessa staðreynd, Hættið þessum hræðsluáróðri sem enn og aftur mun ekki standast, íslendingar þurfa ekki að óttasast dómstólana það er nokkuð senm verður að eyða úr umræðunni!!

I am no iceslave! (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 00:50

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://eyjan.is/2011/02/22/fari-allt-a-versta-veg-vegna-icesave-aukast-skuldir-rikis-um-500-milljarda/

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2011 kl. 01:44

9 Smámynd: Magnús Ágústsson

Er eitthvad ad marka (Bl)eyjuna lengur

var ekki Smfo ad kaupa (Bl)eyjuna og lokadi fyrir ATH thar  

Magnús Ágústsson, 23.2.2011 kl. 04:00

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Ósköp var þetta lítill Hvellur, Sleggja, heyrðu þú vinnur í Víkingalottói í kvöld, ætlar þú ekki að splæsa????

Af hverju???

Ja, það er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 07:09

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er það sem Ragnar H Hall segjir.... skiptir ekki máli hvort það sé á eyjunni, mbl eða visir.

Þetta var guðinn ykkar og besti lögfræðingur í heimi..... en um leið og hann snérist gegn ykkur þá er þetta bara vitleysingur.

Sleggjan og Hvellurinn, 23.2.2011 kl. 10:38

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Hamar minn, tilvísun þin er í Lárus, og það er rétt, ég nota rök hans, þau standa, þó hagsmunir Sjálfstæðisflokksins krefja hann um andstöðu gegn fyrri skoðunum.  En hann þarf að rökstyðja.

Sleggja mín, ætlar þú að bjóða mér í kvöld???

Ég sagði að þú myndir vinna.  Eru það ekki góð rök, að segja????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband