22.2.2011 | 20:52
Rökin fyrir að borga ekki liggja fyrir.
Þó ekki sé ljóst hvað ríkisstjórnin vill lifa lengi.
Þessa dagana mætir röflandi fólk í ríkisfjölmiðla og segir, dómsstólar Evrópu eru útibú hins illa. Þeir dæma ekki eftir lögum. Gott dæmi er hin sorglega þátttaka Ragnars Hall í Kastljósi kvöldsins. Þetta er maður sem reiknar ekki með að lifa þegar framtíð þjóðarinnar þjáist vegna heigulsháttar hans.
Annað dæmi er launaði talsmaður breta hjá Ríkisútvarpinu, Sigrún Davíðsdóttir. Henni tekst að ljúga kvöld eftir kvöld í Speglinum um hin ýmsu atriði ICEsave deilunnar.
Í gær sagði hún ítrekað, "íslensk stjórnvöld ábyrgðust innlán á Íslandi".
Hverjar eru staðreyndir málsins, vísa í grein Lárusar Blöndal og Stefán Má Stefánssonar.
"Með 3. mgr. 1. gr. neyðarlaganna var gert ráð fyrir því að ríkið geti stofnað hlutafélag til að taka við rekstri fjármálafyrirtækis. Samkvæmt þessari heimild tók íslenska ríkið yfir Glitni banka hf., Kaupþing banka hf. og Landsbanka Íslands hf. að öllu leyti á haustdögum 2008, samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Með stjórnsýsluákvörðun Fjármálaeftirlitsins var innlend bankastarfsemi tekin út úr gömlu bönkunum og stofnað um þau hlutafélög í opinberri eigu. Þar með fylgdu innistæður í bönkum hér á landi hvort sem þær tilheyrðu innlendum eða erlendum aðilum. Hér er um að ræða hlutafélög sem njóta ekki ríkisábyrgðar að neinu leyti. Fullt verð verður greitt fyrir þann hluta, sem tekinn var, þannig að nettóandvirði rennur inn í bú gömlu bankanna og kemur þar til úthlutunar með venjulegum hætti.
Forsætisráðherra gaf þá yfirlýsingu seint á síðastliðnu ári að íslenska ríkið myndi tryggja innlánseigendum hér á landi fjárhæðir þeirra á innistæðureikningum. Yfirlýsingin mun hafa verið sett fram umfram skyldur íslenska ríkisins og væntanlega í þeim tilgangi að tryggja að unnt væri að starfrækja innlenda innlánastarfsemi í framtíðinni, reyna að viðhalda sparnaðarvilja almennings, tryggja efnahagslegan stöðugleika og koma í veg fyrir efnahagslegt hrun. Þrátt fyrir þetta er hér aðalatriðið að yfirlýsing ráðherra af þessu tagi er óskuldbindandi því henni var aldrei fylgt eftir með lögum (hún krefst samþykkis í fjárlögum, fjáraukalögum eða venjulegum lögum) né kom hún til framkvæmda á einn eða neinn hátt. Þvert á móti verða innistæðueigendur í nýju bönkunum að sætta sig við að bankarnir eru reknir í formi hlutafélaga og ábyrgðin í aðalatriðum takmörkuð við gjaldþol þeirra félaga.
Af þessum sökum fellur umrædd yfirlýsing stjórnvalda hvorki undir 4. gr. EES-samningsins né önnur ákvæði hans um fjórfrelsið."
Þetta eru staðreyndir málsins, en þær staðreyndir fá ekki vægi í umfjöllun ríkisútvarpsins, það gæti skaðað málstað breta.
Eins og einn góður maður sagði, hef ég hefi 2 valkosti, að ljúga mér til framdráttar, eða segja satt, þá vel ég fyrri kostinn.
Einnig forðast ríkisútvarpið það eins og heitan eldinn að fá fólk sem talar af þekkingu og viti, með einni undantekningu þó, og það var þáttur Egils Helgasonar í aðdraganda síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þar fékk hann mann sem vissi hvað hann var að tala um, enda hafði hann komið af samningu reglugerða ESB um fjármálamarkaði.
Þessi maður er Alain Lipietz, og ég ætla að birta viðtalið við hann við fyrsta tækifæri.
Mæli samt ekki með að þeir sem vilja trúa lyginni, lesi það.
En við sem eigum börn, ættum að lesa og skilja.
Það er þeirra framtíð í húfi.
Kveðja að austan.
Dagsetning liggur ekki fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 3
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 2022
- Frá upphafi: 1412721
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1775
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þannig að nettóandvirði rennur inn í bú gömlu bankanna og kemur þar til úthlutunar með venjulegum hætti
Þetta atriði finnst mér skipasköpum. Ísland þarf líka að bíða eins og aðrir kröfuhafar, UK oh Holland þykkjast greinlega hafa forréttindi. Þeir eru samt líka búnir að greiða sínum þegnum út fyrirfram.
Svo getur það haft alvarlegar afleiðingar að nota Icesave til að kaupa sig inn í EU, því það kaupir enginn, af þeim mörgu kröfuhöfum sem kæmi í kjölfar þess að Íslandi bæri að borga kröfur sem ekki eru dómstækar.
Stjórnvöld í UK og Hollandi eru ekki bara að hugsum smá upphæðir eins og Icesave, þeir eru stærstu innflutnings aðilar hráefna héðan [og óbeint orku líka : álið] og verða því að tryggja sig til framtíðar gagnvart uppgangi utan EU og að þeirra hefðbundnu kvótar skerðist ekki og séu alltaf á lágmarksverðum.
Júlíus Björnsson, 22.2.2011 kl. 21:34
Blessaður Júlíus, veistu mér er gott sama um hvað bretarnir eru að hugsa, þetta eru þjófar í mínum augum, þó eitthvað noti þeir til að réttlæta glæpi sína.
Ég er ekki skyldur Bjarti frá Sumarhúsum fyrir ekki neitt.
Og ég borga ekki ICEsave, jafnvel þó þeir borgi með því.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 23:31
Þeir beittu hryðjuverkalögum gegn einkaframtaki eða Íslandi? Síðan vill UK að við hreinsum þeirra mannorð/markaðsímynd. Til að tryggja góðviðskipti. Málið er UK er dauðhrætt um að missa hráefni héðan til Asíu í framtíðinni.
Viðskiptum erlendis þá láta menn ekki pressa sig einu sinni því í framtíðinni vilja þá allir pressa okkur. Þetta er heigulskapur sem erlendir viðskipta aðilar bera ekki virðingu fyrir.
Icesave var ekki lán frá Íslensku þjóðinni. Íslendinga gefa markaðinum góð skilboð að vilji þeir eiga viðskipti við okkur í framtíðinni þá komi þeir fram við okkur eins þeir koma fram við hvor aðra. Lán fá allir sem geta örugglega greitt. Það er er skortur á Ríkjum sem eru raungreiðslufær. Skilboð að hér sé hægt svína á okkur laðar örugglega að viðskipta vini meðan eitthvað er til græða á: það er rétt hjá þeim sem láta undan efnahagslegum hryðjuverkaríkjum. Svona lúser viðskipti stundar engin þjóð sem vill láta bera virðingu fyrir sér.
Það er engin áhætta á því að skipta skoðun og breytast úr fáfróðum hugleysinga í viðskiptum í hörkutól. Í Alþjóðaviðskiptum verða Íslendingar að taka útlendinga til fyrir myndar og hætta þessu áhættu kjaftaði. Þetta er spurning um virðingu utan Íslands. Hjá réttum aðilum. Það má alltaf upplýsa lýðinn. EF Icesave eru dulbúnar mútur hvað böggull fylgir þá skammrifi?
Sjá fyrir næstu þrjá leiki keppinautarins er lámark, til að hagnast í fjármálaviðskiptum.
Júlíus Björnsson, 23.2.2011 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.