Þegar lygi er notuð til að réttlæta málstað, hvað segir það um málsstaðinn???

 

Nú, þá er reynt að skjóta sendiboðann.  

Þess vegna vill þríflokkurinn núna ólmur losna við málsskotsrétt þjóðarinnar.  Svo hann geti haldið áfram að stunda myrkraverk sín í friði.

Skoðum helstu lygarnar sem reynt er að telja fólki í trú um.

 

1.  Það er ríkisábyrgð á innlánum á Íslandi, ekki á útibúum ICEsave.  Það felur í sér mismunun.

Þetta er rangt, það er engin ríkisábyrgð á innlánum á Íslandi.  Og hefur aldrei verið.  Innlán á Íslandi eru tryggð hjá Tryggingasjóði innlána, alveg eins og í tilviki ICEsave.  Ef gert verður áhlaup á bankanna, þá er sá sjóður tómur.

 

2. Neyðarlögin fela í sér mismun eftir þjóðerni.

Það er rangt, neyðarlögin mismuna eftir landsvæðum, sem er eðli þeirra.  Þegar ríki grípa til neyðarráðstafana til að vernda sjálfstæði sitt eða efnahag, þá eðli málsins vegna gilda þær ráðstafanir innan landamæra þeirra, þau hafa ekki lögsögu í öðrum löndum.  Þess vegna til dæmis björguðu bresk stjórnvöld breskum bönkum, ekki íslenskum.

Í tilviki ICEsave þá njóta Íslendingar ekki forgangs fram yfir breta.  A Íslandi voru erlendir ríkisborgarar sem áttu innstæður í íslenskum bönkum, með sömu réttarstöðu og íslenskir.

3.  Verulegar líkur eru á að dómsmál vegna mismunar tapist segja sérfræðingar.

Hið rétta er að sérfræðinganefndin sagði það mjög ólíklegt.

 

Svona lygar og margar aðrar verða afhjúpaðar í komandi umræðu.

Það þolir þríflokkurinn ekki, og kýs því að skjóta sendiboðann.

 

Manninn sem forðaði þjóðinni frá þjóðarhörmungum með því að vísa ICEsave 2 til þjóðarinnar.

Sumir myndu þakka honum.

Kveðja að austan,.

 

 

 

 


mbl.is Vill breyta 26. greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi Steingrímur sem íslendingar álpuðust til að kjósa yfir sig er dýr skóli fyrir þjóðina. Gamall Stalínisti og týran sem þarf að koma úr þessari stöðu sem fyrst. Enn lýðræði hefur margar hliðar.

Kommúnistar trúa því að fólk vilji fórna sjálfstæði sínu til að fá sjálfkjörna stríðsmenn á móti kapitalisma og græðgi þeirra. Valdasjúklingar eins og Steingrímur eru til óþurftar um allan heim. Stalin, Pol Pot, Hitler og Saddam Hussein voru að vinna fyrir fólkið sitt alla daga. Kastro er á sömu línu.

Þeir litu alls ekki á sig sem vonda menn. Þeir litu á sig sem súperhugsuði. þeir voru svo klárir að þeim fanns alveg óþarfi að neinn annar þjóðfélagsþegn væri að hugsa sjálfstætt. Eða bara hugsa yfirleitt. Þeir töldu sig geta gert þetta fyrir þá. Steingrímur hagar sér eins og leiðtogi sértrúarsafnaðar í einu og öllu. Að hann hafi vit á pólitík, er algjörlega útilokað. Þá er miðað við að skilning á lýðræði sem viðmiðun.

Versti óvinur Steingríms ereinmitt  lýðræði og Stjórnarskrá. Silvio Berlusconi breytir bara lögum til að þurfa ekki að svara fyrir neitt samkvæmt lögum. Steingrímur vill það sama í aðeins öðruvísi búningi.

Steingrímur er hættulegasti maður sem íslendingar hafa hleypt að völdum bæði fyrr og síðar. Að hann beri fyrir sig að Sjálfstæðismenn hafa stolið öllu steini léttara í landinu, er ekki afsökun sem Steingrími er stætt á að nota lengur.

Steingrímur er ábyggilega ekkert vondur maður sem persóna. Ábyggilega góður við börn og dýr. Enn meðvitundarleysi hans er stórhættulegt. 

Sem pólitíkus er hann stórhættulgur með völd í höndunum. Valdasýki er alheimsvandamál. Venjulegt fólk skilur það ekki eða vill ekki trúa almennilega að það sé til á Íslandi. Vilji menn fá skólabókardæmi um klassískan fárveikan valdasjúkling, er bara að horfa á Steingrím fjármálaráðherra.

Látið Stjórnarskránna í friði meðan fárveikt fólk er við völd. Það er nóg annað að gera. 

Óskar Arnórsson, 22.2.2011 kl. 16:15

2 identicon

Og hvernig væri þá að safna liði og koma þessu fólki frá  áður en öll von er úti   ???                                                                                                                      

ransý (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 17:41

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Góðir punktar Ómar ! setur þetta vel í samhengi.

Og  blessaður Óskar! gaman að hitta þig hérna, vissi að við myndum hittast fyrr en seinna einhversstaðar í umræðunni um eitthvað, ja jú kannski ertu með rétta lýsingu á þessari gerð pólítíkusa sem Steingrímur er, en han væri nú sauðmeinlaus kallinn, nema fyrir "hjörðina" hans sem fylgir hinum blint fyrir björg, bara ef hann segir "afþvíbara", en  með hættu á að móðga þig (eiginlega ekki samt, þú ert harðgerðari en svo) finnst mér vera svipað ástatt fyrir samstarfsflokknum í ríkisstjórninni, þar er hjörðin gagnrýnislaust á sama máli og forustudýrin, fylgir þeim einnig fyrir björg ef því er að skifta.

Sammála! látið stjórnarskrána í friði, hana má lagfæra eitthvað seinna, en núna eru mikilvægari hlutir í gangi.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 22.2.2011 kl. 17:48

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Þakka málefnalega og efnisríka úttekt á málunum. Hræddir menn eru hættulegir sjálfum sér og öðrum. Besta lækningin er hvíld. Löng hvíld. Gefum þeim HVÍÍÍLD. Öllum.

Sigurjón Benediktsson, 22.2.2011 kl. 17:58

5 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Hann herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætti hreinlega að virkja 24 grein stjórnarskránar og leysa upp alþingi og boða til kostninga. Er ekki einhver sem er flinkur í að búa til svoleiðis undirskriftarlista. Það að undirmaður forseta sem er lýðræðislega kjörinn í embætti ólíkt afstyrminu sem er fjármálaráðherra sem í raun á að vera skipaður af forseta skuli dirfast að seigja orð um 26 greinina sem hefur sparað okkur milljarða.Við ættum að vera allavega orðinn vön áskorun til forseta. Kjósum draslið burt eða hendum því út með lýðvaldinu okkar. Vonandi er afstyrmið   að segja þetta af hreinni heimsku því annars er hann valdasjúkur rugludallur sem þarf að víkja hið snarasta. Maður sem þolir ekki dóm þjóðar sinnar á ekki heima í ráðherrastól hvorki hér né annarstaðar í þessari vetrarbraut sem og næstu....

Elís Már Kjartansson, 22.2.2011 kl. 20:25

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Áskorun til Forseta Íslands um að rjúfa þing og efna til kosninga hið snarasta!! Allir með! Tek undir með Elís.

Óskar Arnórsson, 22.2.2011 kl. 20:29

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Líst best á hugmynd ransýar, við þurfum að tunna liðið út.  Nýjar kosningar yrðu aðeins skrípaleikur fjórflokksins.

Það þarf vakningu.

Og málið snýst því miður ekki lengur um Steingrím eftir að forysta Sjálfstæðisflokksins bilaði eins og þeir kommar sem gengu af Stalínssakramentinu eftir Ungó.

Eftir þessa bilun er andstæðingur því miður orðinn illvígari en áður, sjáum alla íhaldslögfræðingana sem hafa gleymt öllum sínum fræðum, og jafnvel sínum fyrri orðum.

En við tökum hælkrók á liðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 23:42

8 identicon

Farið á www.utanthingsstjorn.is og skrifið undir! Oft var þörf en nú er nauðsyn. Forsetinn getur nýtt 24.gr í stjórnarskránni

anna (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 15:14

9 identicon

Sæll Ómar. Langt síðan Rekkinn hefur tekið þátt í umræðunni og kommentað hér hjá þér. Hef þó fylgst vel með. Það ber að þakka þér sérstaklega fyrir hvað þú hefur verið ötull að skrifa um hin ýmsu mál, þá nær alltaf af mikilli þekkingu og einurð. Sérstaklega hefur þér tekist vel að skíra út eðli Icesave málsins og hrekja þær lygar sem stjórnvöld og þeirra hyski hefur borið á borð fyrir landslýð. Það sama á við um ESB. Annars er kostulegt að fylgjast með þinginu og leigupennum þeirra reyna að níða niður skóinn af Ólafi Ragnari Grímssyni vegna höfnunnarinnar á Icesave 3. Þeir þykjast vera þess umkomnir að taka frá honum málskotsréttinn ! Þetta er hlægilegur málflutningur af þingi sem nýtur einskins trausts. Það mun þjóðin aldrei líða held ég, fyrr mun það gerast að þingmenn verði dregnir sem gapandi marhnútar á þurrt land út úr þinghúsinu. Það hefur nefnilega verið þannig í marga áratugi að meirihluti þingsins hefur þvingað í gegn hin ýmsu mál í krafti fámennisklíku og flokkræðis illu heilli. Nú loksins hefur forseti landsins farið að beita sér í þágu fólksins og skotið umdeildum ákvörðunum til fólksins til að úrskurða um, þar eiga slík mál líka heima í lýðræðisríkjum. Þessi þróun mun hafa þær afleiðingar að þingið verður að vanda sig mun betur en áður hefur þekkst hingað til. Leitast við að undirbúa mál mun betur og ná víðtækri sátt bæði innan þings og utan. Meirihlutinn hverju sinni verður sem sagt að láta sig hafa það að tala fyrir umdeildum málum og afla þeim víðtæks stuðnings innan þings og ekki síst utan þings. Það er vel, það er góð þróun í átt að beinna lýðræði.

Rekkinn (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 17:13

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Rekkinn.

Einu sinni las ég góð grein eftir einhvern Kana sem skrifaði um stöðugleikann í bandarískum stjórnmálum.  Þar er oft þingmeirihluti á öndverðu meiði við forsetann, innan einstakra ríkja er ríkisstjóri frá til dæmis Repúblikum, en öldungaþingmaðurinn frá Demókrötum, fylkisþingmenn síðan á skjön við þá sem eru í fulltrúadeildinni.

Hann var að lýsa þjóð sem leitaði að valdajafnvægi.  

Hann vildi líka meina að jafnvægið i Washington stafaði af togstreitu ólíkra hagsmunahópa, þar sem enginn hefði afl til að knésetja hina.

Og svo komu öfgarepúblikanar, og öfgar í stjórnmálum, í akademíunni, í trúarmálum, og umburðarlyndi ætti undir högg að sækja.  Hann hefur líklega verið demókrati.

En burtséð frá þessari greiningu, þá var útgangspunktur hans mjög athyglisverður, það hafði enginn afl til að knésetja hina.  Þess vegna urðu menn að ræða málin, ná sátt.

Mér finnst Ólafur vera talsmaður þessarar sáttar, hann hefur sent Alþingi skýr skilaboð um að það geti ekki keyrt umdeild mál í gegn, án þess að leita sáttar við þá sem eru á öndverðu meiði.

ICEsave er birtingarmyndin, en tökum virkjunarmálin, kvótakerfið eða ESB aðildina sem dæmi um mál, þar sem menn leita ekki sátta.  

Það er því mikill misskilningur að halda að naumur meirihluti hafi öll völd, misskilningur sem til lengdar gæti fengið arabaendinn, þjóðfélag þar sem allt logar stafnanna á milli, vegna þess að þjóðfélögin þróuðust ekki í sátt.

Ég varð hugsi eftir lestur þessarar greinar, skyldi að þetta væri mikil speki, að friður væri jafnvægi milli ólíkra viðhorfa og hagsmuna.  Sé jafnvægið rofið, þá rofnar friðurinn fljótlega á eftir.

ICEsave er dæmi um mál þar sem stjórnmálamenn leituðu ekki sáttar.  Það er ekki til aumari röksemd en sú, að það var samþykkt með auknum meirihluta.  Málið varð ekki minna umdeilt fyrir það.  Líklegast umdeildara því fólki upplifði samsæri Alþingis.

Sáttin í málinu er augljós, réttlátur dómur þar sem dæmt er eftir lögum.

Og sú sátt er stjórnmálamönnum okkar ofviða.

En ég vil leiðrétta smá misskilning, hér er ekki bloggað út frá þekkingu, það er bara óvart ef hún er með í för.  Ég blogga út frá lífsskoðunum, lífsskoðunum sem ég gef ekki afslátt á.  Það vill svo vel til að í AGS/ICEsave hef ég staðreyndirnar með mér, en ég væri jafn mikið á móti þó þessi skrímsli væru efnahagsleg nauðsyn.

Sumt einfaldlega má ekki.

Um það blogga ég.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.2.2011 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband