22.2.2011 | 14:27
Ísland þarf ekki að óttast dómsstól sem dæmir eftir lögum.
En bretar hafa margs að óttast.
Gefum Björg Thorarensen orðið.
"Með aðgerðum breskra stjórnvalda var í raun brotið bæði gegn þjóðréttarskyldum í samskiptum við annað ríki sem er sjálfstætt skoðunarefni sem íslenska ríkið getur sótt rétt sinn vegna. Auk þess var brotið gegn réttindum íslenskra aðila sem þannig eignast kröfu á hendur breskum stjórnvöldum. Um það síðarnefnda eru afdráttarlausar skyldur leiddar af Mannréttindasáttmála Evrópu sem Bretland hefur gengist undir og jafnframt leitt í lög. Frysting á eignum og aðrar þungbærar aðgerðir sem Landsbankinn varð fyrir á grundvelli hryðjuverkalaganna brutu gegn eignarréttindum sem vernduð eru af sáttmálanum, þar sem lagastoð fyrir þeim skorti. Aldrei fyrr hefur hryðjuverkalögunum verið beitt við slíkar aðstæður og ég tel af og frá að þeim hefði verið beint að nokkru öðru ríki í Evrópu- innan eða utan ESB. En ekkert annað Evrópuríki innan Evrópusambandsins brást við til að taka undir augljós mótmæli íslenskra stjórnvalda, sagði lagaprófessorinn .
Björg benti einnig á að íslenska ríkið sæti nú uppi með allt að 640 milljarða króna ábyrgð fyrir Tryggingasjóð innstæðueigenda, vegna útibúa Landsbankans erlendis. Þetta kæmi til af því að Evrópusambandið segði að það væri ríkisábyrgð á innstæðum íslenskra banka erlendis samkvæmt Evróputilskipun um innlánatryggingakerfi, þótt tilskipunin sjálf segði að hún gæti ekki gert aðildarríki eða stjórnvöld þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa komið á kerfi til að ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfrar og þessi kerfi tryggja að innstæðueigendur fái bætur í samræmi við skilmála tilskipunarinnar. Síðan sagði hún.
Íslensk stjórnvöld hafa fylgt tilmælum um innleiðingu tilskipunarinnar og skilmálum hennar, án athugasemda og komið á fót með lögum Tryggingasjóði innstæðueigenda. Með þessu er komið á innlánstryggingakerfi í sjálfseignarstofnun sem ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með því fjármagni sem þar finnst. Samkvæmt tilskipuninni skal heildareign innstæðudeildar sjóðsins nema að lágmarki 1% af meðaltali tryggðra innstæðna í viðskiptabönkum og sparisjóðum á undanliðnu ári. Hins vegar blasir við að þegar þrjár stærstu innlánsstofnanir eins ríkis hrynja á einni nóttu, að enginn Tryggingasjóður neins Evrópusambandsríkis gæti staðið undir þeirri skuldbindingu að uppfylla allt að 20 þúsund evra tryggingu á hverjum innlánsreikningi. Sjóðnum er ætlað að takast á við örðugleika af viðráðanlegri gráðu en ekki allsherjar bankahrun. Þannig veitir Evróputilskipunin innstæðueigendum ekki betri vernd en þetta.
En á þessi rök hefur einfaldlega ekki verið hlustað, sagði Björg. ESB-ríkin voru ófáanleg til að fallast á að úr þessum ágreiningi yrði skorið eftir löglegum leiðum. Augljóslega hefði málið vakið óróa innan Evrópusambandsríkjanna og vakið athygli allra á því að engar Evrópureglur eru til sem mæla fyrir um ríkisábyrgð á bankainnstæðum. Í ofanálag voru skilyrði fyrir aðstoð alþjóðagjaldeyrisjóðsins spyrt saman við þessar deilur um ríkisábyrgð innstæðna, svo íslensk stjórnvöld áttu engra kosta völ. Það var ekki um annað að ræða að gangast undir þá þvingun að taka lán, sem rennur að hluta til þess að ábyrgjast greiðslur tryggingasjóðsins, nokkuð sem ríkinu ber engin lagalega skylda til, hvorki eftir Evróputilskipun né öðrum þjóðréttarreglum. Samningar af þessum toga eru á lögfræðimáli kallaðir nauðungarsamningar. Ekki aðeins í okkar lögum heldur einnig í þjóðaréttinum og slíkir samningar eru raunar ógildanlegir."
Hérna svarar Björg öllum þeim álitamálum sem eru upp í málinu.
Hryðjuverkaárás breta var ólögleg, það var engin ríkisábyrgð á tryggingasjóð innlána og allir samningar sem voru gerðir eftir hryðjuverkaárásina eru ólöglegir, líka þó vinnumenn breta knýðu fram samþykki þeirra með hótunum, lygum og blekkingum.
Nauðasamningur er nauðasamningur, og frjálst stjórnvald hefur alltaf heimild samkvæmt alþjóðlögum til að rifta þeim.
Augljóst öllum, nema þeim sem fá borgað pening fyrir að halda fram málstað breta.
Það er tímabært að hefja rannsókn hvert mútufé ESB rann.
Kveðja að austan.
EFTA-dómstólinn líklegastur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 156
- Sl. sólarhring: 936
- Sl. viku: 5887
- Frá upphafi: 1399055
Annað
- Innlit í dag: 132
- Innlit sl. viku: 4987
- Gestir í dag: 129
- IP-tölur í dag: 129
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi ! Nú er gustur í bloggheimum eins og vera ber, gott að sjá að þú "stendur vaktina" reyni af veikum mætti að gera mitt, síðast núna við þessu bulli HÉR ótrúlegt hvað fólk kemst upp með, með aðstoð óvandaðra blaðasnápa, en setti inn innlegg sem ég hélt að hefði tapast, og þar með annað seinna, að mínu mati betra , en svo kom í ljós að þeir þarna hjá þessum snepli taka sér fleiri tíma til að skoða innleggin áður en þau fá að birtast, okkar "moggi" hér í Agder (Fædrelandsvennen) tekur bara mínútur, en "skítt og laggó", bæði koma þá til með að birtast við þessari bullfrétt.
Takk fyrir þessa ýtarlegu og flottu grein sem þú tilvitnar í í innlegginu, hún er nú vistuð til seinna brúks.
MBKV að utan (30 snjór bara í dag :() en með hugann heima
KH
Kristján Hilmarsson, 22.2.2011 kl. 17:29
30 cm snjór átti að ver :P
Kv KH
Kristján Hilmarsson, 22.2.2011 kl. 17:30
Blessaður Kristján.
Vaktin er auðveld, þetta er allt endurunnið efni, það er efnisatrið málsins. Og já, rökin standa þó fólk skiptir um lið.
Hér er rigning, og rignir áfram, hef verið í fótbolta síðustu daga með strákunum mínum á gervigrasvellinum, allur klaki farinn.
Vaktin er eins og hún er, núna standa hana miklu fleiri, margar flottar greinar birst í dag. Einna helst að það þurfi að passa félaga Baldur, hann er svona laumuSteingrímssinni í þessu. Margar villuráfandi íhaldssálir gætu óvart kosið Steingrím ef hann er ekki passaður.
Bið að heilsa út til Norge.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.