22.2.2011 | 09:23
Hinn ægilegi EFTA dómsstóll dæmir eftir????
Lögum???
Hagsmunum ESB???
Stuðningsmenn Evrópusambandsins á Íslandi reyna að sannfæra þjóðina um að hann dæmi eftir hagsmunum ESB. Að réttarfar í Evrópu sé á svipuðu stigi og í Kína og Norður Kóreu þar sem hagsmunir stjórnvalda ráða niðurstöðu dómsstóla.
Fyrir utan þá staðreynd að það eru ekki hagsmunir ESB að fá rangan dóm í ICEsave deilunni því þá væru allar neyðarráðstafanir Evrópuríkja í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 í uppnámi og það væri komið dómsfordæmi sem gerðu ríki eins og Bretland, Þýskalandi, Frakkland, Írland, Danmörk, Spán og fleiri skaðabótaskyld gagnvart þeim sem upplifðu mismun vegna aðgerða sem gripið var til að vernda fjármálakerfi og framleiðslu í viðkomandi löndum.
Íslenska ríkið var ekki það eina sem greip til neyðaraðgerða það haust, þó engin önnur þjóð hefði haft eins ærið tilefni til þess. Fáum við dæmd á okkur skaðbætur upp á 80% af þjóðarframleiðslu eins og hræðsluvélin heldur fram, þá er ljóst að þeir sem höfðu minna tilefni til meintrar mismunar, að þeir eru í djúpum skít.
En hugsunin er svo heimskuleg að það sé hægt að dæma þjóðir í skuldaánauð, að það er sorglegt að hún sé rædd á Íslandi á 21. öldinni. Samt er það gert. Í gær spratt mjög fróðleg umræða á bloggi Friðriks Hansen Guðmundssonar, þar sem ég sá ástæðu til að vekja máls á þeim vinkli hvað allt þetta tal um risadóm væru á skjön við raunveruleikann. Tilefnið var þetta hógværa innlegg Ólínu Þorvarðardóttur alþingismenn, sem ég ætla að taka mér bessaleyfi að birta.
"Ég er hrædd um að þetta sé mikið vanmat.
Hætt er við að nú muni Bretar og Hollendingar krefjast þess fyrir dómstólum (annaðhvort að samningnum felldum, eða þá vegna óvissunnar) á grundvelli jafnræðisreglu að við greiðum allan pakkann - ekki bara þessar 20 þús evrur á hvern reikning, heldur alla innistæðuna. Þá værum við að tala um 1200 milljarða herrar mínir, hvorki meira né minna. Guð hjálpi okkur þá.
Endurheimtur Landsbankans nægja enganveginn fyrir slíkri upphæð, og þá fyrst erum VIÐ (þjóðin) farin að borga skuldir óreiðumanna. Ég er hrædd um að þeir sem eru á móti samningnum hafi ekki áttað sig á þessu. "
Gott og vel, Ólína útskýrir sína afstöðu, þetta eru hennar rök. Og ef satt væri, þá er ljóst að margt válegt hefur þrifist í leyndarsölum Brussel.
Ég skaut inn innslagi þar sem ég færði rök fyrir að raunveruleikinn væri bara ekki svona. Vissulega langt, skrifað í flýti við klukkuna en hugsunin á erindi til þeirra sem trúa á draugasögur í glampandi sólskini.
"Þetta er athyglisvert fólk sem þú færð hér inn og ræðir málin á málefnalegum nótum. Ólína útskýrir vel þau sjónarmið sem liggja að baki hennar aðstöðu, hún metur áhættuna af höfnun vera tapað dómsmál upp á 1.200 milljarða.
Áður en lengra er haldið þá er gott að hafa í huga að lögfræðinefndin sem vann skýrslu fyrir fjárlaganefnd var einróma í að telja slíka niðurstöðu mjög ólíklega, og færði fyrir því rök.
Og af hverju skyldi það vera???
Sá dómur gengur gegn EES samningnum, og hann er í engum takt við réttarvenjur síðustu alda, hvorki í Evrópu eða annars staðar í heiminum. Við erum að tala um upphæð sem er um 80% af þjóðarframleiðslu Íslands. Sambærilegt dæmi væri að bresk stjórnvöld fengju á sig dóm vegna sannarlegrar mismunar þegar þau björguðu 4 breskum stórbönkum, upp á um 1.800.000 milljónir dollara, sambærileg tala fyrir Þýskaland er um 2.650.000 milljónir dollarar.
Þekktasta dæmið um skaðabætur sem voru dæmdar á þjóð vegna gjörða ráðamanna hennar er Versalasamningurinn, mig langar að vitna í blogg þitt frá 18. janúar 2010.
Þar segir þú að "Þjóðverjum var gert að greiða eftir fyrri heimstyrjöldina, eftir að hafa drepið 4,6 milljónir manna og lagt norður og austur Evrópu meira og minna í rúst," dæmdir til að greiða upphæð sem var um 50% af þeim ICEsave samningi sem þjóðin hafnaði svo í þjóðaratkvæðinu 6. mars sama ár. Þá miðaðir þú við 507 milljarða útreikninga Jóns Daníelssonar hagfræðings, við erum því að tala um þekktasta dæmi um skaðabætur séum 20% af þessari ógn sem Ólína telur að dómsstólar Evrópu muni dæma bretum.
Án þess að vitnað sé í skýr lög, þekkt dómsfordæmi, heilbrigða skynsemi.
Finnst einhverjum líklegt að vegna meintrar mismunar, sem ekki er nánar skilgreind, og því ómögulegt að átta sig á fyrir fram, að bretar myndu láta Evrópudómsstól dæma á sig 5 faldan Versalasamning????
Finnst einhverjum líklegt að þeir myndu greiða slíkar skaðabætur????
Og svo má ekki gleyma að þessi meinta mismunaupphæð hefði getað verið miklu hærri, Landsbankamenn höfðu útfært markaðssókn í fleiri Evrópulöndum, ef Hrunið í Bandaríkjunum hefði til dæmis komið á vordögum 2009, þá hefði ICEsave upphæðin getað verið 3.000 milljarðar, eða 4.000 milljarðar, og veðin flest í handónýtum hlutabréfum og eignalausum eignarhaldsfélögum.
Þá hefði þjóðarauður Íslendinga ekki dugað til að greiða þessar mismunaskaðabætur, hvað hefði þá átt að gera?? Selja þjóðin í vændishús mafíunnar, eða námur í Kína???
Hefur þetta fólk ekki lesið mannréttindasáttmála, til dæmis Sameinuðu þjóðanna eða mannréttindaskrá Evrópu. Þar er eignarréttur fólks tryggður, meðal annars gegn óhóflegri skattheimtu, þrældómur bannaður, fólki tryggður réttur til menntunar og heilsugæslu, og framfærslu ef það á við veikindi eða fötlun að stríða. Hvernig getur þjóð sem notar alla skattpeninga í mismunaskaðabætur, tryggt fólki þessi grunnréttindi????
Þetta er svona almennt um það plan sem svona fullyrðingar eru á, þær standast enga skoðun heilbrigðrar skynsemi.
Hvað lögin varðar, þá er það rétt, að Evrópa á reglu sem bannar mismunun, en mun æðri regla er sjálfstæði og sjálfsákvörðunarréttur þjóða, og svo ég vitni í grein Stefáns og Lárusar, Mismunun og ICEsave frá 6. júlí 2009, þar sem þeir segja
"Þess er þá fyrst að geta að ríki eru sjálfstæðir aðilar bæði að EES- og ESB-rétti og mynda raunar grundvöll eða stoðir samninganna um þau. Þannig er réttur og tilvist þjóðríkja sérstaklega varinn í samningunum um ESB og EES-samningurinn telst samningur milli sjálfstæðra ríkja og ESB. Sú grundvallarregla gildir að þær stofnanir sem starfa eftir samningunum um ESB eða EES geta ekki tekið sér neitt vald sem ekki er veitt þeim í samningunum. "
Stofnanir ESB/EES geta ekki tekið sér neitt vald sem ekki er veitt í EES samningnum. Þar er hvergi ákvæði um að hægt sé að svipta þegna einstakra ríkja eignum sínum og forræði yfir skatttekjum ríkisins. Hins vegar er þetta ákvæði í EES samningnum.
"1. Ef hætta er á alvarlegum efnahagslegum eða þjóðfélagslegum erfiðleikum eða erfiðleikum í umhverfismálum að því er varðar sérstakar atvinnugreinar eða sérstök svæði, sem líklegt er að verði viðvarandi, getur aðildarríki gripið einhliða til viðeigandi ráðstafana ".
Sama gildir náttúrlega um ESB ríki, þau hafa rétt að verja sjálfstæði sitt og efnahag.
"Þessu til viðbótar er rétt að koma því á framfæri að það er vel þekkt í Evrópurétti að ráðstafanir sem kunna að fela í sér mismunun en eru engu að síður óhjákvæmilegar vegna þjóðfélagsþarfa í almannaþágu fá staðist. Má nefna marga dóma dómstóls ESB því til sönnunar."
Segja þeir Stefán og Lárus í grein sinni. Þannig að það er ekki bara heilbrigð skynsemi sem skilur ekki þennan hræðsluáróður, EES samningurinn gerir ráð fyrir neyðarráðstöfunum, og það eru til dómafordæmi þar um.
Rökin á móti eru orð, án tilvísana í lög, reglur, dóma.
Hvort er líklegra????"
Já, hvort er líklegra????
Kveðja að austan.
Þrýst á Íslendinga að greiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ég segi nei
gisli (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 10:31
Já, og það sem meira er, lögin gera það líka gisli.
Og þegar upp er staðið þá eru það þau sem ráða.
Það er mikil meinloka hjá stuðningsmönnum bresku fjárkúgunarinnar þegar þeir halda að málið sé úr sögunni þó þeim takist með peningum auðmanna og ESB að magna slíkan hræðsluáróður að meirihluti þjóðarinnar bili og samþykki ólögin.
Það verða ólög samt sem áður.
Þó Tékkar biluðu á sínum tíma undan ægivaldi stórvelda Evrópu, og samþykktu afsal tékkneskra landsvæða til Þýskalands, þá var það ólöglegt engu að síður, og barátta tékkneskra skæruliða á stríðsárunum alltaf lögleg með tilvísun í neyðarrétt þjóða.
Eins er það með ICEsave, jafnvel þó 100% þjóðarinnar samþykki þennan samning, þá er hann ólöglegur fyrir því. Og það dugar ekki að breyta stjórnarskránni (sem bannar ótakmarkaða ríkisábyrgð), það þarf líka að breyta EES samningnum. Hann krefst þess að íslensk stjórnvöld fari eftir tilskipun ESB um innlánstryggingar, þar er ríkisábyrgð á innlánum til að skapa samkeppnisforskot bönnuð.
Um þetta má lesa í gagnmerku áliti Peter Örebech, lagprófessors við Háskólann í Trömsö sem hann sendi fjárlaganefnd. Skrítið en það hefur enginn minnst á þetta lagaálit, það er enginn auðmiðill eða þeir alþingismenn sem vilja láta samborgara sína borga.
En hér er linkur á það.
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=139&malnr=388&dbnr=1155&nefnd=fl
Það gilda lög, og við sem erum á móti, munum knýja stjórnvöld til að fara eftir þeim.
Það erum við sem munum höfða dómsmál ef meirihluti þjóðarinnar brýtur á okkar rétti.
Og við munum vinna það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 10:47
Sælir
Flottur pistill Ómar og margt til í þessu.
Mig langaði að vita eitt, mun þrotabú Landsbankans ekki borga út Icesave hvort sem við samþykkjum þennan samning eður ei? snýst þessi samningur ekki bara um vexti á láni sem við tókum aldrei, heldur var þríst á okkur.
Þannig að þegar dómsmálinu er lokið gæti verið búið að borga Icesave út úr þrotabúinu (jafnvel að fullu) og þeir þá bara að þræta um einhverja vexti.....
kv. Svavar Örn
Svavar Örn Guðmundsson, 22.2.2011 kl. 12:44
Góður pistill Ómar, sammála þér. Gott þetta í svari þínu til Gísla.;
Eins er það með ICEsave, jafnvel þó 100% þjóðarinnar samþykki þennan samning, þá er hann ólöglegur fyrir því. Og það dugar ekki að breyta stjórnarskránni (sem bannar ótakmarkaða ríkisábyrgð), það þarf líka að breyta EES samningnum. Hann krefst þess að íslensk stjórnvöld fari eftir tilskipun ESB um innlánstryggingar, þar er ríkisábyrgð á innlánum til að skapa samkeppnisforskot bönnuð.
Svavar; Athyglisverðar pælingar. Hef einmitt verið að viðra þá skoðun að bretar og hollendingar fái bara þrotabúið, punktur. Það voru bretar sem felldu bankann og tóku hann yfir. Tryggðu svo innistæður og senda okkur nú reikninginn.
Viðar Friðgeirsson, 22.2.2011 kl. 14:09
Þakka þér fyrir góðan og hnitmiðaðan pistil Ómar. Einn af meginveikleikum umræðunar um dómstólaleiðina er að fólk (sérstaklega samfylkingin) lítur framhjá því að dómurinn verður fordæmisgefandi. Hann er í raun nauðsynlegt innlegg í þá baráttu sem almenningur stendur í við stjórnvöld um alla Evrópu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.2.2011 kl. 14:22
Takk fyrir innlitið kæra fólk, komst ekki inn fyrr, hef verið að lemja á landsölufólki og Steingrímssinnum Sjálfstæðisflokksins í allan minn tölvutíma í dag, sem var því miður allaf rofinn af daglegu þrasi.
Svona almennt, ef dómsmál tapast, þá er ekki dæmdir vextir á höfuðstól, og við myndum ráðstafa þrotabúinu sjálfir. Í millitíðinni myndu við uppfylla lagaskyldu okkar með því að gefa út langtímaskuldabréf, vaxtalaust, sem hægt væri að skipta á móti eignum þrotabúsins.
Eina skylda okkar samkvæmt ESB gæti hugsanlega verið að halda Tryggingasjóðnum gjaldhæfum, það er minnst á lán í tilskipuninni, annað ekki.
Annars vil ég lögsækja þessa ands. því ég er ekki friðardúfa, það á enginn að komast upp með að ráðast á fólk í neyð eins og bretar gerðu íslenskum almenningi haustið 2008.
Jakobína, kjarni, þetta er fordæmi sem Evrópa hefur ekki efni á.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2011 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.